Veisluhöld í Downingstræti 10 á tímum útgöngubanns eða strangra sóttvarnaaðgerða voru óviðeigandi og skortur var á forystuhæfileikum og dómgreind, bæði hjá starfsfólki í Downingstræti sem og á skrifstofu ríkisstjórnarinnar. Þetta er meðal niðurstaðna í tólf síðna bráðabirgðaskýrslu Sue Gray, sérstaks saksóknara, um partýstandið í Downingstræti og öðrum húsakynnum ríkisstjórnarinnar, sem birt var í gær.
Skýrslunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Búist var við niðurstöðum um miðja síðustu viku en þegar lögreglan í Lundúnum hóf rannsókn á mögulegum brotum á sóttvarnarreglum óskaði hún eftir því Gray að vísa sem minnst í þær samkomur í skýrslunni sem lögreglan hefur til rannsóknar.
Heimsfaraldur, skortur á leiðtogahæfni og skaðleg drykkjumenning
Greina má þrjú megin þemu í niðurstöðum Gray. Í fyrsta lagi nefnir hún heimsfaraldurinn og að erfitt hafi verið að réttlæta samkomur á sama tíma og almenningur bjó við harðar samkomutakmarkanir. Í öðru lagi segir hún greinilegan skort hafa verið á forystuhæfileikum sem leiddi meðal annars til þess að gleðskapurinn gekk of langt í sumum tilvikum. Í þriðja lagi gagnrýnir hún drykkjumenningu á vinnustöðum ríkisstjórnarinnar. „Óhófleg neysla áfengis er óviðeigandi á vinnustöðum öllum stundum,“ segir m.a. í skýrslu Gray.
“This prime minister has lied and misled the House... he must now resign”
— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022
SNP's Westminster leader Ian Blackford repeatedly asked to withdraw comments about Boris Johnson, by Speaker Sir Lindsay Hoylehttps://t.co/0smSE5gB1n pic.twitter.com/MT0c19JCpT
En það voru ekki aðeins pólitískir andstæðingar Johnson sem sóttu fast að honum heldur einnig flokkssystkini með Theresu May, forvera Johnsona á forsætisráðherrastóli, í broddi fylkingar.
May sagði það koma skýrt fram í skýrslu Gray að Downingstræti 10 fór ekki eftir settum reglum. „Annað hvort hefur hæstvirtur félagi minn ekki lesið reglugerðina eða skilur ekki hvað hún þýddi fyrir aðra, eða; hélt að hún ætti ekki við þau í Downingstræti 10. Hort var það?“ spurði May.
"Either [the PM] had not read the rules, or didn't understand what they meant, or they didn't think the rules applied to No 10, which was it?" asks former prime minister Theresa May
— BBC Politics (@BBCPolitics) January 31, 2022
"That is not what the Gray report says," replies Boris Johnsonhttps://t.co/2LcMpn0V61 pic.twitter.com/iudiI7KMI5
Johnson túlkar niðurstöðu skýrslunnar á annan hátt og hyggst hann halda ótrauður áfram. Hann er búinn að biðjast afsökunar og að hans mati snýst málið um hvort stjórnvöldum sé treystandi til að standa við sitt. „Og ég segi: Já, við getum það,“ sagði Johnson í þingsal í gær við litla hrifningu þingmanna.
Endanleg rannsókn verður gerð opinber
12 samkomur eru til rannsóknar hjá lögreglu en í skýrslu Gray er fjallað um að minnsta kosti 16. Gray segir að henni hafi verið settar miklar skorður vegna lögreglurannsóknarinnar og því er enn nokkuð í að endanleg og „þýðingarmikil“ skýrsla verði gefin út.
Johnson var tregur til að svara því hvort endanlega skýrsla yrði gerð opinber en eftir þrýsting úr mörgum áttum bárust þær upplýsingar frá frá Downingstræti í gærkvöld að lokaskýrslan verður gerð opinber um leið og lögreglurannsókn lýkur.
En þar er ekki öll sagan sögð. Jim Pickard, stjórnmálaskýrandi hjá Financial Times, hefur eftir talsmanni Johnson að komi til þess að lögregla beiti sektum vegna brota á sóttvarnareglum - þar á meðal gegn forsætisráðherra - muni Downingstræti ekki upplýsa um það.
Johnson sé aðeins að reyna að bjarga eigin skinni
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði engan vafa leika á því að Johnson sæti glæparannsókn. Starmer segir Johnson einblína á að bjarga eigin skinni frekar en að veita lykilmálum athygli.
„Forsætisráðherrann braut reglurnar. Foræstisráðherra laug um að hafa brotið reglurnar,“ segir Starmer og segir hann Johnson sæta glæparannsókn vegna eigin hegðunar. Starmer segist margsinnis hafa verið þeirrar skoðunar síðastliðin tvö ár að Johnson ætti að segja af sér en nú geti hann ekki haldið aftur af sér lengur.
Þingmenn Íhaldsflokksins hafa margir hverjir sagst ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar Gray áður en þeir gera upp hug sinn varðandi pólitíska stöðu Johnson. 1922-nefnd flokksins kom saman á fundi í gærkvöldi þar sem Johnson reyndi að fullvissa flokksmenn um hæfi sitt til að leiða ríkisstjórnina áfram.
Nadine Dorries menntamálaráðherra er ekki á meðal þeirra sem Johnson þarf að sannfæra, svo mikið er víst. Hún fullyrti í viðtali í gær eftir að skýrslan var birt að forsætisráðherrann væri ekki að ljúga, þrátt fyrir að yfir 300 myndir frá lögreglu sýni fram á veisluhöld sem uppfylltu ekki kröfur um gildandi sóttvarnatakmarkanir.
„Ég veit ekkert um neinar samkomur,“ sagði Dorries, sem telur að hún megi ekkert gefa upp fyrr en rannsókn lögreglu er lokið.
"The Prime Minister tells the truth."
— Channel 4 News (@Channel4News) January 31, 2022
Culture Secretary Nadine Dorries defends Boris Johnson after the publication of the Sue Gray report and following Met police reports that they have 300 images pertaining to Downing Street parties. pic.twitter.com/SX2x6TfF40
Vantrauststillaga enn möguleg
Óljóst er hvort bráðabirgðaskýrsla Gray dugi flokksmönnum til að gera upp hug sinn. Skýrslan vekur í raun upp fleiri spurningar en svör og ljóst er að bíða þarf niðurstöðu lögreglurannsóknar þar til pólitísk framtíð Boris Johnson liggur fyrir.
Möguleiki á vantrauststillögu er enn fyrir hendi en svo að hún verði afgreidd þarf 1922-nefnd Íhaldsflokksins, sem sér um forystumál flokksins, að berast bréf frá 54 þingmönnum svo atkvæðagreiðsla um um vantraust fari fram. Íhaldsflokkurinn er með 359 þingsæti svo 15 prósent þingmanna flokksins þurfa að leggja fram vantrauststilögu svo hún verði tekin til meðferðar. Þó nokkur fjöldi bréfa hefur þegar borist en samkvæmt venju lætur formaður nefndarinnar ekkert uppi fyrr en tilskyldum fjölda til að leggja fram vantrauststillögu hefur verið náð.