„Komufarþegar munu átta sig á því hvar Davíð getur keypt ódýrara öl og versla áfengið á brottfararflugvelli“
Ferðaþjónustan og hagsmunaverðir hennar gagnrýna fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp á ýmsan hátt og telja hækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti muni draga úr getu Íslands til að keppa um ferðamenn. Hærra verð í fríhöfninni muni leiða af sér að ferðamenn kaupi áfengi frekar á brottfararflugvöllum, taki það með í handfarangri og þyngi vélarnar.
Aðilar í ferðaþjónustu, og hagsmunaverðir þeirra, gera margháttaðar athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um að leggja á svokallað varaflugvallagjald, sem á að skila 1,4 milljarði króna í nýjar tekjur á næsta ári, og hækkanir á áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjöldum sem dragi úr samkeppnishæfni Íslands í baráttunni um ferðamenn.
Þá telja ýmsir innan ferðaþjónustunnar að hækkun á álögum á áfengi og tóbak í fríhöfninni muni gera það að verkum að tekjuöflun á Keflavíkurflugvelli dragist saman og salan á þessum vörum muni þess í stað færast í auknum mæli yfir til fríhafna á brottfararflugvelli. Áætlanir um að þessar hækkanir muni skila 700 milljónum króna í viðbótartekjur fyrir ríkissjóð séu því óraunhæfar.
Þetta má lesa úr umsögnum sem skilað hefur verið inn um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp.
Mikil óánægja með varaflugvallargjald
Isavia, ríkisfyrirtækið sem rekur Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli á landinu, segir í umsögn sinni að það komi ekki fram í frumvarpinu hvernig eigi að ráðstafa þeim 1,4 milljarði króna sem á að innheimta af nýju varaflugvallargjaldi. Þá sé ekki að sjá í frumvarpinu að útgjöld til flugvalla eigi að aukast í takti við þessar nýju tekjur og bendir á að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi áður gert ríkið afturreka með skattlagningu vegna varaflugvallargjalds.
Isavia segir rannsóknir sýna að tíu prósent aukning flugtenginga til og frá landinu auki hagvöxt til framtíðar um 0,5 prósentustig. „með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á flugrekendur), draga úr þjónustu eða fresta framtíðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þá mun hækkun á gjöldum í fríhöfninni fela í sér meiri flutning tollfrjáls varnings í farþegarými til Íslands sem er mjög neikvæð þróun. Þetta mun í fyrsta lagi auka þyngd flugvéla og kolefnisspor og í öðru lagi auka umfang handfarangurs sem nú þegar skapar vandamál. Síðasta sumar var tveggja ára ferðaþörf að leysast úr læðingi og margir höfðu safnað upp ferðasjóðum á tíma Covid-19 faraldursins. Þetta verður ekki staðan á næsta ári enda hafa ferðasjóðir verið tæmdir og verðbólga mikil á öllum mörkuðum. Það væri því vænlegra fyrir ríkissjóðs að lækka frekar gjöld sem snúa að ferðamönnum og auka þar með eftirspurn eftir ferðalögum til Íslands. Í ljósi alls ofangreinds telur Icelandair að hækkanir á þeim gjöldum sem um ræðir muni ekki skila sér í auknum tekjum til ríkissjóðs enda eru hækkanirnar til þess fallnar að draga úr eftirspurn. Þær munu hafa neikvæð áhrif til langs tíma.“
Í umsögn Icelandair Group, sem skrifuð er af Boga Nils Bogasyni forstjóra, segir að verði farin sú leið að leggja á sérstakt varaflugvallagjald vegna allra flugferða til og frá Íslandi sé ljóst að slík gjaldtaka hefði veruleg neikvæð áhrif á Icelandair og aðra íslenska flugrekendur. Gjaldið myndi skaða samkeppnishæfni þeirra á markaði fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Icelandair ítreki „mikilvægi þess að íslenskir flugrekendur verði ekki látnir bera kostnaðinn af uppbyggingu flugvalla utan Keflavíkurflugvallar og að nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli verði haldið áfram.“
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru á svipuðu slóðum í sinni umsögn. Þar segir að samtökin gjaldi „varhug við því að sett sé fram upphæðin 1,4 ma.kr. í slíka innheimtu án þess að búið sé að ganga úr skugga um fyrirkomulagið og hvort það sé yfirhöfuð löglegt. Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp um málið í haust og ekki er tryggt að það verði afgreitt.“
Þegar dýrt Ísland verði enn dýrara
Forstjóri Icelandair eyðir einnig miklu púðri í að gagnrýna hækkaði á ýmsum gjöldum sem renna til ríkisins, til að mynda áfengisgjalds, tóbaksgjalds og eldsneytisgjalds, sem öll eigi það sameiginlegt að hafa áhrif á ferðamenn. „Ljóst er að ferðamenn á Íslandi munu finna fyrir hækkun þessara gjalda í formi hærra verðlags og mun Ísland því verða enn dýrari áfangastaður en ella. Þetta er til þess fallið að draga úr samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannastaðar enda hefur landið nú þegar orð á sér fyrir hátt verðlag sem er letjandi fyrir ferðamenn þegar kemur að skipulagningu ferðalaga til Íslands.“
Þótt Icelandair skilji þá afstöðu stjórnvalda að sækja þurfi tekjur frá ferðamönnum í því skyni að tryggja uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu þá muni slík skattheimta snúast upp í andhverfu sína ef hún verði til þess að skerða samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannastaðar og þar með skila færri ferðamönnum til landsins. „Þrátt fyrir að um sé að ræða vel efnaða ferðamenn þá er fljótt að spyrjast út ef verðlag á Íslandi er með þeim hætti að verð séu langt umfram gæði. Ef ferðamenn þurfa til að mynda að yfirborga fyrir máltíðir og bílaleigubíla þá verða aðrir áfangastaðir fljótt meira aðlaðandi. Auðvelt er að sýna fram á að nú þegar eru tekjur ríkisins af ferðamönnum með óbeinum sköttum og aukinni veltu í hagkerfinu langt umfram kostnað við viðhald og styrkingu nauðsynlegra innviða. Þarna eru varaflugvellir ekki undanskildir.“
SAF segir að miðað við aðrar Evrópuþjóðir séu skattar á áfengi og tóbak með þeim hæstu hér á landi. Það hafi nú þegar ýmis neikvæð áhrif á eftirspurn í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er ljóst að fyrirhuguð skattahækkun mun gera áfangastaðinn Ísland að enn dýrari áfangastað og munu ferðamenn líkt og landsmenn finna vel fyrir hækkuninni sem mun draga úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu.“
Farþegar klyfjaðir áfengi munu þyngja vélarnar
Áform um að hækka álagningu á áfengi og tóbak sem selt er í fríhöfn Keflavíkurflugvallar er líka þyrnir í augum ferðaþjónustunnar og hagsmunavarða hennar, en til stendur að hækka áfengisgjald sem lagt er á söluna úr 10 í 25 prósent og tóbaksgjaldið úr 40 í 50 prósent.
Í umsögn Icelandair segir að afleiðing þessara hækkana verði ósamkeppnishæft verðlag og því sé líklegt að salan muni færast í auknum mæli yfir til fríhafna á brottfararflugvöllum. „Þessi tekjuskerðing hjá Isavia mun fyrirsjáanlega leiða til þess að hækka þurfi flugtengdar tekjur (sem myndi leggjast á farþega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á flugrekendur), draga úr þjónustu eða fresta framtíðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þá mun hækkun á gjöldum í fríhöfninni fela í sér meiri flutning tollfrjáls varnings í farþegarými til Íslands sem er mjög neikvæð þróun. Þetta mun í fyrsta lagi auka þyngd flugvéla og kolefnisspor og í öðru lagi auka umfang handfarangurs sem nú þegar skapar vandamál.“
Síðasta sumar hafi tveggja ára ferðaþörf verið að leysast úr læðingi og margir hafi safnað upp ferðasjóðum á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta verður ekki staðan á næsta ári enda hafa ferðasjóðir verið tæmdir og verðbólga mikil á öllum mörkuðum. Það væri því vænlegra fyrir ríkissjóðs að lækka frekar gjöld sem snúa að ferðamönnum og auka þar með eftirspurn eftir ferðalögum til Íslands. Í ljósi alls ofangreinds telur Icelandair að hækkanir á þeim gjöldum sem um ræðir muni ekki skila sér í auknum tekjum til ríkissjóðs enda eru hækkanirnar til þess fallnar að draga úr eftirspurn. Þær munu hafa neikvæð áhrif til langs tíma.“
SF mótmælir einnig hækkunum á gjöldum á áfengi og tóbak í fríhöfninni, sem ætlað er að skili 700 milljónum króna í nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. „Samtökin telja að ef fyrirhuguð hækkun standi þá muni verslun með þær vörur færast úr landi og sala í fríhöfn dragast saman og leiða til tekjuskerðingar hjá Isavia. Því munu fyrirhugaðar tekjur af hækkuninni skila sér að litlu leyti. Komufarþegar munu átta sig á því hvar Davíð getur keypt ódýrara öl og versla áfengið á brottfararflugvelli. Komi farþegar í flugvélarnar klyfjaðir af áfengi mun það þyngja vélarnar, auka óhagkvæmi og hækka kolefnisspor, þvert gegn viðleitni flugfélaga undanfarið til að létta vélarnar.“
Viðskiptaráð leggur líka orð í belg um þessa hækkun í sinni umsögn um fjárlagafrumvarpið og segist telja „mjög hæpið að tekjur ríkissjóðs Íslands muni aukast sem nokkru nemur vegna þessa. Verð á mörgum vörutegundum í þessum flokkum mun að óbreyttu verða umtalsvert hærra en í fríhafnarverslunum erlendis. Neytendur munu að öllum líkindum bregðast við þessum hækkunum og verslun með áfengi- og tóbak í fríhafnarverslunum mun því sennilega flytjast úr landi í auknum mæli.“
Lestu meira:
-
11. janúar 2023Vatn á myllu kölska
-
10. janúar 2023Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
-
9. janúar 2023Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið gegn lögum
-
8. janúar 2023Náttúra og umhverfi í forgang
-
8. janúar 2023Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira verðtryggt á einum mánuði frá því fyrir faraldur
-
8. janúar 2023Sautján ár á milli ráðninga á konu í forstjórastóli hjá skráðu félagi
-
4. janúar 202314 félög lækkuðu í virði en fjöldi einstaklinga sem á hlutabréf þrefaldaðist á þremur árum
-
3. janúar 2023Vont vetrarveður en gæti verið (miklu) verra
-
2. janúar 2023Fréttablaðið hætt að koma inn um lúguna hjá fólki – Lestur hríðfallið og kostnaður aukist
-
2. janúar 2023Seðlabankinn gleymdi að telja séreignarsparnaðinn með í minnisblaði um greiðslubyrði