Mynd: Bára Huld Beck Bjarni og Katrín – Nýr stjórnarsáttmáli kynntur 28. nóvember 2021.
Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa unnið að greiningu á framtíðarskipan húsnæðismála Stjórnarráðsins.
Mynd: Bára Huld Beck

Lagt til á ríkisstjórnarfundi að kaupa hluta af höfuðstöðvum Landsbankans á sex milljarða

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn eru nú að verða tilbúnar. Þær voru reistar þrátt fyrir nánast algjöra andstöðu hjá eigandanum, íslenska ríkinu. Byggingin átti að kosta níu milljarða króna en sá kostnaður er nú komin í tólf milljarða króna. Fyrirhugað er að selja hluta þess. Einn áhugasamur kaupandi hefur verið í viðræðum um kaup á þeim hluta, ríkissjóður Íslands. Vilji var til þess að flytja tvö ráðuneyti í húsnæðið. Kaupin eru nú í uppnámi, aðallega vegna þess að kaupverðið þykir ekki forsvaranlegt á sama tíma og ríkissjóður boðar aðhaldsaðgerðir.

Til­laga um að rík­is­sjóður myndi kaupa hluta af nýjum höf­uð­stöðvum Lands­bank­ans, sem rísa nú við Aust­ur­höfn, á um sex millj­arða króna var lögð fram í rík­is­stjórn fyrr í sum­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var málið tekið upp á nokkrum rík­is­stjórn­ar­fundum en and­staða var við kaup á hús­næð­inu á meðal ein­hverra ráð­herra og því eru kaup­in, sem stend­ur, í upp­námi. Um mikið hita­mál er að ræða innan rík­is­stjórn­ar­innar þar sem sumir ráð­herrar hafa keyrt það fast að umrætt hús­næði, eitt það dýrasta sem fyr­ir­finnst á Íslandi, verði keypt undir tvö ráðu­neyti. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru þau ráðu­neyti ann­ars vegar utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins stýrir sem stend­ur, og nýlegt ráðu­neyti háskóla-, nýsköp­unar og iðn­að­ar, sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir stýr­ir.

Frétta­blaðið greindi frá því á for­síðu á mið­viku­dag að kaup rík­is­sjóðs á um sex þús­und fer­metrum af þeim sextán þús­und og fimm hund­ruð fer­metrum sem Lands­bank­inn er að byggja við Aust­ur­höfn væru í upp­námi. Þar kom fram að málið væri á hendi for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, stýr­ir, og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks fer fyr­ir. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja þó að kaupin á hinu svo­kall­aða norð­ur­húsi Lands­banka­höf­uð­stöðv­anna hafi verið teiknuð upp í ráðu­neyti Bjarna. 

Upp­stokk­unin á hús­næði stjórn­ar­ráðs­ins á rætur sínar að rekja til þess að sitj­andi rík­is­stjórn ákvað að fjölga ráð­herrum um tvo þegar Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur end­ur­nýj­uðu stjórn­ar­sam­starf sitt í fyrra­haust. Þá þurfti að koma fleiri ráðu­neytum fyr­ir.

Sam­kvæmt svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn á Alþingi fyrr á þessu ári var áætlað að breytt skipan ráðu­neyta gæti kostað rík­is­sjóð allt að 1,77 millj­­örðum króna á þessu kjör­­tíma­bili. Kostn­að­­ur­inn færi aðal­­­lega í fjölgun starfa sem fylgi breyttu skipu­lagi, þar á meðal rit­­ara, bíl­­stjóra og aðstoð­­ar­­manna nýrra ráð­herra. Þar var því ekki tekið inn í dæmið mögu­legur við­bót­ar­hús­næð­is­kostn­að­ur. 

Vilja í sveigj­an­legra og nútíma­legra hús­næði

Í febr­úar sendu for­sæt­is- og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu þar sem greint var frá áformum um breytta skipan hús­næð­is­mála. Mark­miðið með þeirri breyttu skipan væri „að starf­semi Stjórn­ar­ráðs­ins verði komið fyrir í sveigj­an­legu og nútíma­legu hús­næði sem nýtt verður með hag­kvæmum hætt­i.“ 

Til lengri tíma yrði gert ráð fyrir að starf­semi Stjórn­ar­ráðs­ins verði í stærri og sveigj­an­legum ein­ingum á og við Stjórn­ar­ráðs­reit. „Um er að ræða Stjórn­ar­ráðs­húsið við Lækj­ar­götu auk við­bygg­ing­ar, Skúla­götu 4, Sölv­hóls­götu 4, Sölv­hóls­götu 7-9, Arn­ar­hvol við Lind­ar­götu og Norð­ur­hús á Aust­ur­bakka auk þess sem Gamla Hæsta­rétt­ar­húsið við Lind­ar­götu verður nýtt undir sam­eig­in­lega aðstöð­u.“

Neðst í þeirri frétta­til­kynn­ingu, eftir að allar aðrar breyt­ingar höfðu verið taldar upp, sagði að stefnt yrði að því að „hefja form­legar samn­inga­við­ræður við Lands­bank­ann um kaup á norð­ur­hús­inu við Aust­ur­bakka sem er í bygg­ingu þar sem kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hag­kvæmri nið­ur­stöðu um kaup rík­is­ins á eign­inni. Um er ræða nútíma­legt og sveigj­an­legt skrif­stofu­hús­næði sem hægt er að sér­sníða að þörfum Stjórn­ar­ráðs­ins innan til­tölu­lega skamms tíma og er því um álit­legan kost að ræða.“

Svona eiga nýja höfuðstöðvar Landsbankans að líta út þegar þær eru fullbyggðar.
Mynd: Landsbankinn

Bygg­ing höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, hefur verið veru­lega umdeild. Bygg­ingin er að rísa á einni dýr­ustu lóð sem hægt er að byggja á í Reykja­vík og sú máls­á­stæða Lands­bank­ans að hann þyrfti að vera með höf­uð­stöðvar í mið­borg­inni hefur verið dregin veru­lega í efa. Meðal ann­ars hefur verið bent á að Íslands­banki hafi flutt sína starf­semi í turn í Kópa­vogi án vand­kvæða og sam­hliða lagt öll áform fyr­ir­renn­ara síns, Glitn­is, um að reisa íburð­ar­miklar höf­uð­stöðvar á Kirkju­sands­reitnum í námunda við Laug­ar­dal­inn á hill­una. Þar er nú að rísa nýtt íbúð­ar­hverfi ásamt atvinnu­hús­næði undir bland­aða þjón­ustu.

Ákvörð­unin hefur verið rök­studd með því að Lands­bank­inn sé í of mörgum stöðum með starf­semi sína, sem er dreifð víða um mið­borg­ina. Með því að koma öllum á sama stað myndi verða til mikil hag­ræð­ing auk þess sem hægt yrði að selja annað hús­næði bank­ans upp í kostn­að. 

Úr níu í tólf millj­arða króna

Kjarn­inn fjall­aði ítar­­lega um áform Lands­bank­ans í frétta­­skýr­ingu sem birt­ist í sept­­em­ber 2019. Þar kom meðal ann­­ars fram að Banka­­sýsla rík­­is­ins, sem fer með hlut rík­­is­­sjóðs í Lands­­bank­­anum hefði ekki haft neina aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höf­uð­­stöðv­­­arn­­ar. 

Það hefur heldur ekki þótt til­­efni til að bera bygg­ingu höf­uð­­stöðva undir hlut­hafa­fund, þar sem eini alvöru hlut­haf­inn, íslenska rík­­ið, gæti sagt sína skoðun á áformun­­um.

Ákvörð­unin um að ráð­­ast í fram­­kvæmd­irn­­ar, sem áætlað var að myndu kosta um níu millj­­arða króna, hækk­­aði svo í tíu millj­­arða króna en eru nú orðnir tólf millj­­arðar króna, var því tekin án aðkomu fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins sem heldur á hluta­bréfum íslenska rík­­is­ins í bank­­anum og stofn­un­­ar­innar sem fer með þann eign­­ar­hlut. 

Hún var tekin af banka­ráði á fundi sem hald­inn var 16. maí 2017. Lands­­bank­inn, sem er í 98,2 pró­­sent eign skatt­greið­enda, hefur ekki viljað upp­­lýsa um hvernig atkvæði féllu hjá sjö manna banka­ráð­inu þegar kosið var um bygg­ing­una. 

Stjórn­mála­menn á móti því að höf­uð­stöðv­arnar yrðu byggðar

Þegar ákveðið var að ráð­ast í bygg­ing­una fannst vart stjórn­mála­maður í rík­is­stjórn eða á Alþingis sem studdi hana. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var þar á með­al. Hann gagn­rýndi meðal ann­ars for­­­gangs­röðun rík­­­is­­­bank­ans sem ætti fyrst og síð­­­­­ast að ein­beita sér að því að bæta kjör við­­­skipta­vina sinna. Það væri und­­ar­­legt ef banki í almanna­eigu færi gegn því sem virt­ist vera aug­­ljós vilji eig­enda, almenn­ings og full­­trúa hans.

Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og þá vara­­for­­maður fjár­­laga­­nefndar Alþing­is en nú ráð­herra í rík­is­stjórn, sagði til að mynda við RÚV að það væri öllum ljóst að þarna væri verið að fara illa með eignir rík­­is­ins og engin gæti gert neitt í því. „Ég mun að minnsta kosti vekja athygli á þessu og taka þetta upp á þingi þegar það kemur saman í haust.“

Jón Gunn­­ar­s­­son, þá for­­maður atvinn­u­­vega­­nefnd­ar en nú dóms­mála­ráð­herra, lýsti sig einnig veru­­lega andsnú­inn bygg­ing­unn­i. 

Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra orku, loftslagsmála og umhverfismála. Hann var afar mótfallinn því að ráðist yrði í byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans á þeim stað sem þeir eru að rísa.
Mynd: Bára Huld Beck

Kári Stef­áns­­son, for­­stjóri Íslenskrar erfða­­grein­ing­­ar, lagði til, í grein sem hann skrif­aði, að höf­uð­­stöðv­­­arnar yrðu byggð­­ar, en að í kjöl­farið ætti að dreifa „um húsið þrjú hund­ruð þús­und sleggjum og hvetjið lands­­menn alla til þess að koma og brjóta það niður í stein­mola fyrir stein­mola til að tjá reiði sína og fyr­ir­litn­ingu á hrok­­anum og óhóf­inu sem ein­­kenndi bank­ana fyrir hrun og skutu síðan upp koll­inum rétt sem snöggvast í Lands­­bank­­anum árið 2015.“ 

Kári sagði enn fremur að það ætti að taka gjörn­ing­inn upp og senda sem fram­lag Íslands til næsta Fen­eyjat­ví­ær­ings undir heit­inu: „Meira en nóg til af þess­­ari hel­vítis vit­­leysu.“

Ekki vitað um aðra mögu­lega kaup­endur

Þrátt fyrir allt er bygg­ingin þó að rísa og Lands­bank­inn stefnir á að flytja sína starf­semi í hana fyrir árs­lok. Áhrifa­mik­il, og fok­dýr, stuðla­bergs­klæðn­ing er komin á stóran hluta bygg­ing­ar­innar og ásýnd hennar farin að taka á sig end­an­lega mynd. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan stjórn­ar­ráðs­ins eru þó sam­mála um að fyrir liggi að Lands­bank­inn hafi offjár­fest í hús­næð­inu. Það væri á end­anum allt of dýrt og fram­boð á öðru atvinnu­hús­næði í mið­borg­inni væri þegar mik­ið. Þá ætti vit­an­lega eftir að bæt­ast við allt það hús­næði sem Lands­bank­inn mun flytja úr, en bank­inn er nú í tólf húsum í Kvos­inni og alls 18 þús­und fer­metr­um. 

Sjálfur ætlar bank­inn að nota tíu þús­und fer­metra í nýju bygg­ing­unni en leigja eða selja hitt. Röð áhuga­samra kaup­enda eða leigj­enda, á verði sem end­ur­speglar þann mikla bygg­ing­ar­kostnað sem höf­uð­stöðv­arnar hafa fram­kall­að, hefur ekki verið löng.

Þess vegna var farið að kanna að láta rík­is­sjóð, eig­anda Lands­bank­ans, kaupa allt að 6.500 fer­metra undir starf­semi stjórn­ar­ráðs­ins. Miðað við verðið sem kynnt var á rík­is­stjórn­ar­fundi, sex millj­arðar króna, stóð til að greiða um 923 þús­und krónur á hvern fer­metra.  Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er það eina kauptil­boðið sem lagt hefur verið fram í hús­næð­ið.

Millj­arða aðhalds­að­gerðir á næstu árum

Þetta er að ger­ast á sama tíma og fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar gerir ráð fyrir umtals­verðu aðhaldi í rík­is­rekstri á næstu árum. þegar áætlun áranna 2024-2029 var birt í mars síð­ast­liðnum kom fram í henni að búist sé við að svo­kall­aðar afkomu­bæt­andi ráð­staf­an­ir – nið­ur­skurður eða hærri skattar – hefj­ist á þarnæsta ári og að umfang þeirra verði um níu millj­arðar króna á ári. 

Sú tala er þó ekki meit­luð í stein. Ef efna­hags­spár verða undir vænt­ing­um, til dæmis vegna minni alþjóða­hag­­vaxt­­ar, meiri hækk­­ana hrá­vöru­verðs og færri ferða­­manna, gætu afkomu­bæt­andi ráð­staf­an­irnar hækk­að. Sam­­kvæmt fjár­­­mála­á­ætl­­un­inni gætu aðhalds­­að­­gerð­­irnar tæp­­lega fimm­fald­­ast ef það ger­ist og numið um 42 millj­­örðum króna á hverju ári. 

Óhjá­kvæmi­legt er að opin­ber þjón­usta skerð­ist að ein­hverju leyti vegna þess­ara aðhalds­að­gerða, þótt það sé einnig hægt að ná þeim fram með nýjum skatt­tekjum eða hag­ræð­ingu í öðrum opin­berum rekstri. 

Ofan á þetta er mikil verð­bólga, krefj­andi kjara­samn­inga­lota framund­an, kaup­máttur er á und­an­haldi og vísir að bólu er til staðar á hús­næð­is­mark­aði, sem mögu­lega kallar á leið­rétt­ingu á eign­ar­verði. Því eru mörg teikn á lofti í efna­hags­málum þjóð­ar­innar og skila­boðin sem stjórn­völd hafa verið að senda út í sam­fé­lagið hafa verið ein­föld: sýnið aðhald. Millj­arða­kaup á hús­næði á dýrasta stað í höf­uð­borg­inni undir tvö ráðu­neyti ríma ekki við þau skila­boð, að mati við­mæl­enda Kjarn­ans.

Vildu ekki segja hvaða ráð­herrar hafi verið á móti

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á for­sæt­is­ráðu­neytið vegna máls­ins. Þar var meðal ann­ars spurt um hið ætl­aða kaup­verð og kallað eftir upp­lýs­ingum um hvaða ráð­herrar hefðu sett sig á móti kaup­unum á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­asta mán­uði.

Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins var vísað í sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þess og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sem send var út á mið­viku­dag, í kjöl­far for­síðu­fréttar Frétta­blaðs­ins um að kaupin væru í upp­námi. Í til­kynn­ing­unni sagði að á meðal kosta sem horft hefði verið til við end­ur­skipu­lagn­ingu hús­næð­is­mála stjórn­ar­ráðs­ins væru „mögu­leg kaup rík­is­ins á hluta af nýbygg­ingu Lands­bank­ans við Aust­ur­höfn, sem gæti hentað vel fyrir starf­semi Stjórn­ar­ráðs­ins. Við­ræður hafa farið fram við Lands­bank­ann um þann kost og standa vonir til þess að fá end­an­lega nið­ur­stöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vik­um.“

Kjarn­inn ítrek­aði fyr­ir­spurn sína þar sem til­kynn­ingin svar­aði ekki þeim spurn­ingum sem lagðar voru fram í henni. Í seinna svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins sagði að „þær upp­lýs­ingar sem umrædd ráðu­neyti geta veitt á þessu stigi máls að finna í svar­inu sem sent var í morgun [mið­viku­dag].“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar