Mynd: Facebook-síða Sjálfstæðisflokks

Lagt til við landsfund Sjálfstæðisflokks að bankar, Íslandspóstur, flugvellir, ÁTVR og mögulega RÚV verði selt

Í drögum að málefnaályktunum sem lagðar verða fyrir fyrsta landsfund Sjálfstæðisflokksins síðan 2018 er lagt til að ríkið selji fjölmörg fyrirtæki og eignir sem það á í dag, að einkaaðilum verði hleypt inn í velferðarþjónustu-, menntamál og orkugeirann á hátt sem þeir eru ekki í dag og að grunnskólinn verði styttur í níu ár. Flokkurinn vill lækka skatta, leggja af bankaskatt og stilla gjaldheimtu á sjávarútveg í hóf.

Í drögum að mál­efna­á­lykt­unum sem unnar hafa í aðdrag­anda fyrsta lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fjögur og hálft ár er meðal ann­ars lagt til að klára sölu á hlutum í Íslands­banka og hefja sölu­ferli á Lands­bank­an­um. Þar er líka lagt til að selja Íslands­póst og kanna hvort rekstri RÚV sé ekki „að öllu leyti eða hluta betur komið í höndum einka­að­ila.“ RÚV á einnig að fara af aug­lýs­inga­mark­aði.

Þá vill Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skoða sölu rík­is­ins á versl­unum ÁTVR sam­hliða afnámi á ein­ok­un­ar­stöðu rík­is­ins á sölu áfengis og færa áfeng­is­kaupa­aldur niður í 18 ár. Flokk­ur­inn vill líka selja Frí­höfn­ina, dótt­ur­fé­lag Isa­via, enda sé „engin þörf á því að ríkið standi í sæl­gæt­is- og ilm­vatns­sölu.“ 

Mál­efna­nefndir flokks­ins, sem unnið hafa drög­in, leggja einnig til að eignir Eign­ar­halds­fé­lags Suð­ur­nesja, félag í eigu rík­is­ins sem á eignir upp á rúman hálfan millj­arð króna, verði seld­ar, að ríkið eigi að selja rekstur og eign­ar­hald flug­stöðva og flug­valla og selja jarðir og lóðir í eigu rík­is­ins þar sem því verður við­kom­ið.

Vilja stytta grunn­skól­ann og koma krökkum úr mennta­skóla 18 ára

Lands­fundur Sjálf­stæð­is­flokks­ins mótar stefnu hans. Kosið er í stjórnir mál­efna­nefnda á fund­inum sem vinna með þau drög sem unnin voru í aðdrag­anda fund­ar­ins. Drögin verða kynnt lands­fund­ar­gestum nú í morg­unsár­ið.

Eftir að lands­fundi lýkur munu liggja fyrir sam­þykkar lands­fund­ar­á­lykt­anir sem kjörnum full­trúum flokks­ins ber að vinna eft­ir. Í ljósi þess hversu langt er síðan að lands­fundur fór síð­ast fram, sá síð­asti var í mars 2018, er tölu­vert um upp­færslu­hug­myndir á stefnu­málum í þeim drögum að álykt­unum sem mál­efna­hópar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa unnið í aðdrag­anda fund­ar­ins. 

Í mennta­málum er meðal ann­ars lagt til að sveit­ar­fé­lögum verði auð­velduð útvistun verk­efna til einka­að­ila í leik- og grunn­skólum og að skóla­árum í grunn­skóla verði fækkað úr tíu í níu sam­hliða leng­ingu skóla­árs­ins „þannig að ung­menni útskrif­ist að jafn­aði úr fram­halds­skóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okk­ur. Löng sum­ar­frí hafa slæm áhrif á náms­ár­ang­ur, einkum þeirra sem standa höllum fæt­i.“

Þá leggur mál­efna­hóp­ur­inn sem skrif­aði drögin að skoðað verði hvort hægt sé að stytta bók­legt kenn­ara­nám og fjölga körlum í grein­inni. Hann vill líka að sjálf­stætt starf­andi háskólar fái tæki­færi til að bjóða upp á kenn­ara­nám.

Lagt er til að háskólar lands­ins taki upp aðgangs­stýr­ingu til að tryggja að tíma nem­enda og skól­anna sé betur var­ið. „Ís­land er eitt fárra Evr­ópu­ríkja án slíkrar stýr­ing­ar. Skoða ætti skóla­stigið í heild og kanna hvar tæki­færi eru til auk­ins einka­rekstr­ar, sam­starfs og sam­ein­ing­ar, nem­endum og  vís­indum til heilla, og styrkja stofn­anir á lands­byggð­inn­i.“

Í menn­ing­ar­málum er að finna til­lögu um end­ur­skoðun á starfs- og heið­urs­launa­kerfi lista­manna „þannig að það sé sann­gjarnt, hvetj­andi, ýti undir grósku í menn­ing­ar­starfi og  styðji við upp­renn­andi lista­fólk.“

Vilja afnema banka­skatt að fullu og hækka líf­eyr­is­aldur í 70 ár

Miklu púðri er að venju eytt í efna­hags- og atvinnu­mál og áherslan áfram sem áður á skatta­lækk­an­ir, skattaí­viln­anir og sam­drátt í rík­is­rekstri. Á meðal sér­tækra hug­mynda sem er að finna í drög­unum eru inn­leið­ing skatt­afslátta fyrir ein­stak­linga vegna kaupa á hluta­bréf­um, að hækka líf­eyr­is­aldur í 70 ár og rýmka heim­ildir þeirra sem hafa náð þeim aldri til að vinna hjá hinu opin­bera og taka upp eitt skatt­þrep með stíg­lækk­andi per­sónu­af­slætti. Þá er lýst yfir vilja til að taka upp „barna­per­sónu­af­slátt“ í stað barna­bóta sem á að tryggja læggri skatt­byrði og „stuðn­ing fyrir þá sem sér­stak­lega þurfa á honum að halda.“

Vilji er til að afnema banka­skatt­inn að fullu og til þess að „bæta vaxta­kjör fólks og fyr­ir­tækja“. Inn­heimtur banka­skattur í fyrra.Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2023 er gert ráð fyrir að tekjur rík­is­sjóðs vegna banka­skatts nemi 5,9 millj­örðum króna. Ef hann hefði ekki verið lækk­aður árið 2020 myndu þær vera 15,3 millj­arðar króna. Vaxta­munur stærstu banka lands­ins hefur aukist, ekki dreg­ist sam­an, á þeim tíma sem lið­inn er frá því að banka­skatt­ur­inn var lækk­að­ur. Hann er nú um og yfir þrjú pró­sent, sem er mun hærra en í löndum sem Ísland ber sig saman við. 

Mál­efna­hóp­arnir leggja líka til að virð­is­auka­skatts­kerfið verði ein­fald­að, að launa­greið­endum og stétt­ar­fé­lögum verði tryggt raun­veru­legt félaga­frelsi á vinnu­mark­aði.

Áfram sem áður er það stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins að stilla eigi gjald­heimtu í sjáv­ar­út­vegi í hóf til að „hún dragi ekki úr sam­keppn­is­hæfni á alþjóða­mark­aði og fjár­fest­ingu í grein­inni“ og að virða beri „eign­ar- og nýt­ing­ar­rétt ein­stak­linga á auð­lindum og ekki grípa til þjóð­nýt­ingar eða skerð­ingar á rétt­indum ein­stak­linga.“

Þá fjalla ýmsar greinar í drög­unum fjalla um frek­ari einka­væð­ingu og einka­rekstur í heil­brigð­is­geir­an­um.

Á móti ESB en vilja skatta­af­slætti fyrir einka­rekna fjöl­miðla í stað styrkja

Í fjöl­miðla­málum er aðal­lega lagt til að bæta skattaum­hverfi fjöl­miðla og, líkt og áður sagði, að RÚV veðri tekið af aug­lýs­inga­mark­aði. „Þannig verður styrk­ari stoðum rennt undir til­vist einka­rek­inna fjöl­miðla í stað beinna rík­is­styrkja.“

Í utan­rík­is­málum er sagt að brýnt sé að tryggja áfram „op­inn og frjálsan aðgang að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) á grund­velli samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) og treysta jafn­framt við­skipta­sam­bönd við Banda­ríkin og Bret­land.“ Tengsl Íslands við ESB séu almennt í far­sælum far­vegi með EES-­samn­ingnum og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn áréttar að „þá stefnu sína frá 2009 að hag þjóð­ar­innar og yfir­ráðum hennar yfir auð­lindum sínum sé best borgið utan ESB. Ekki verði sótt aftur um aðild að sam­band­inu nema Íslend­ingar hafi áður sam­þykkt það í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“

Fíkn heil­brigð­is­mál og fólki frjálst að skil­greina kyn

Í drögum að álykt­unum um dóms- og lög­gæslu­mál, og ýmsum álykt­unum sem snúa að mann­rétt­ind­um, kennir ýmissa grasa. Þar er meðal ann­ars sagt að neysla fíkni­efna og varsla neyslu­skammta ætti ekki að vera refsi­verð. Fíkn sé heil­brigð­is­mál, ekki lög­gæslu­mál. 

Formannsslagur verður á landsfundinum um helgina. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður frá 2009 og vill vera það áfram. Guðlaugur Þór Þórðarson vill hins vegar fella hann og leiða sjálfur flokkinn. Þeir tókust á í Kastljósi á fimmtudag.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Kallað er eftir því að stjórn­völd móti sér heild­ræna stefnu í mál­efnum hinsegin fólks þar sem sér­stak­lega verði „skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjöl­skyldna, einkum með til­liti til ætt­leið­inga, skrán­ingar og sjálf­krafa við­ur­kenn­ingar sam­kynja for­eldra.“ Þá eigi fólki að vera frjálst að skil­greina kyn sitt að vild. 

Lagt er til að aðskiln­aður ríkis og kirkju verið klár­aður að fullu og að Ísland sýni frum­kvæði að því að bjóða fleiri kvótaflótta­mönnum til lands­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill hins vegar taka vernd­ar­kerfið í inn­flytj­enda­málum til end­ur­skoð­unar þannig að ferlar séu styttir og ein­fald­að­ir. Þá vill flokk­ur­inn að því fólki sem kemur utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES), og er með hreint saka­vott­orð, verði gert kleift að koma til Íslands og starfa. 

Í drög­unum er sagt að engin knýj­andi þörf sé á því að umbylta efni stjórn­ar­skrár Íslands. „Heild­ar­end­ur­skoðun sem umturnar öllum ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar  sam­ræm­ist illa sjón­ar­miðum um réttar­ör­yggi og fyr­ir­sjá­an­leika. Að sama skapi telur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mik­il­vægt að breyt­ingar á stjórn­ar­skrá séu gerðar í víð­tækri póli­tískri sátt og að und­an­geng­inni vand­aðri og mál­efna­legri umræð­u.“ Þá sé óþarft er að gera grund­vall­ar­breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi kosn­inga­mála.

Hér er grænt, um grænt, frá grænu til einka­fram­taks­ins

Ein af helstu kosn­inga­á­herslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar voru orku­mál. Eða rétt­ara sagt orku­skipti. Senni­lega hafa fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks aldrei klifað jafn mikið á for­skeyt­inu „grænt“ og þeir gerðu í aðdrag­anda þeirra. 

Þessi umbreyt­ing end­ur­spegl­ast ágæt­lega í drögum að lands­fund­ar­á­lyktun flokks­ins. Þar segir meðal ann­ars að í „þágu orku­skipta og í ljósi nið­ur­stöðu græn­bókar um orku­mál er nauð­syn­legt að afla nýrrar grænnar orku, bæta nýt­ingu núver­andi raf­orku­kerfis og fram­leiða grænt raf- og líf­elds­neyti. Hags­munum Íslands er best borgið með því að byggja upp grænan iðnað í tengslum við orku­skipti hér á landi og flytja ekki græna orku úr landi með sæstreng. Lands­fundur stend­ur  heils­hugar á bak við hug­myndir um atvinnu­upp­bygg­ingu inn­an­lands á grunni hag­kvæmrar nýt­ingar orku­auð­linda. Lands­fundur Sjálf­stæð­is­flokks­ins leggur áherslu á að hlúa enn frekar að upp­bygg­ingu grænna iðn­garða enda styðja þeir við sjálf­bærni með því að inn­leiða félags­leg, efna­hags­leg og umhverf­is­leg sjón­ar­mið í skipu­lagn­ingu, í stýr­ingu og fram­kvæmd.“

Þá segir að nauð­syn­legt sé að ríkið setji skýra eig­enda­stefnu gagn­vart orku­fyr­ir­tækjum og  og raf­orku­flutn­ings­fyr­ir­tækjum í eigu rík­is­ins „sem tryggi m.a. að þau styðji stjórn­völd í að ná mark­miðum sínum í lofts­lags­mál­u­m.“ Í öðrum kafla, sem snýr að nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, sem orku­auð­lindir eru sann­ar­lega, segir síðan að það hafi reynst vel að nýt­ing­ar- og afnota­réttur þeirra sé í höndum einka­að­ila. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn telur líka nauð­syn­legt að nýta einka­fram­takið eins og hægt er þegar kemur að upp­bygg­ingu flutn­ings­kerfis orku, sem er nú að öllu leyti í opin­berri eig­u. 

Þegar kemur að umhverf­is­málum eru skila­boðin ein­fald­ari. Í drög­unum segir að einka­fram­takið og einka­rétt­ur­inn séu besta nátt­úru­vernd­in. 

Einka­fjár­magn í sam­göngur og skatta­legir hvatar

Að lokum eru það sam­göngu­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er á þeirri skoðun að ráð­ast þurfi í flýtifram­kvæmdir í sam­göngum og til þess þurfi „fjöl­breytt­ari fjár­mögn­un“. Það þýðir á manna­máli að hið opin­bera eigi að hleypa einka­að­ilum í meiri mæli inn í upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja og Sunda­braut nefnd sem aðkallandi dæmi. 

Í drög­unum er því sér­stak­lega fagnað að fram­lög til sam­göngu­fram­kvæmda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði stór­aukin á grund­velli sam­göngusátt­mála milli ríkis og sveit­ar­fé­laga á svæð­inu sem und­ir­rit­aður var 2019. Stærsta sam­göngu­verk­efnið sem ráð­ist verður í á grunni þess sátt­mála er hin svo­kall­aða borg­ar­lína. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur áherslu á að þetta mik­il­væga verk­efni sé und­ir­búið vel, kynnt vel fyrir íbúum og um það sköpuð góð sátt. Mik­il­vægt er að tryggja arð­bæra nýt­ingu fjár­muna þannig að mark­mið um greið­ari sam­göng­ur, aukin lífs­gæði og val­frelsi í sam­göngum náist.“ 

Til að orku­skipti í sam­göngum geti gengið greið­lega í náinni fram­tíð segir flokk­ur­inn að til þurfi „al­vöru skatta­lega hvata fyrir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki.“

Þá er að finna ályktun um flug­tengd mál­efni og meðal ann­ars sagt að stefna skuli að orku­skiptum í inn­an­lands­flugi á Íslandi fyrir árið 2030, eða eftir rúm­lega sjö ár. Að sjálf­sögðu er minnst á Reykja­vík­ur­flug­völl, sem mikið hefur verið rif­ist um á síð­ustu ára­tug­um. Til­lagan er þannig að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn árétti „að Reykja­vík­ur­flug­völlur gegnir mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki fyrir allt landið og er því brýnt að hann verði óskertur í Vatns­mýri þar til annar jafn góður eða betri kostur er til­bú­inn til notk­un­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar