Landsvirkjun takmarkar sölu á orku til rafmyntavinnslu

Orkusala Landsvirkjunar til gagnavera nemur um 100 MW um þessar mundir. Til samanburðar er uppsett afl Vatnsfellsvirkjunar 90 MW. Um helmingur af starfsemi gagnaveranna tengist greftri eftir rafmyntum.

Verne Global rekur gagnaver á Suðurnesjum. Fyrirtækið hyggst hætta starfsemi í rafmyntariðnaði á næstu mánuðum.
Verne Global rekur gagnaver á Suðurnesjum. Fyrirtækið hyggst hætta starfsemi í rafmyntariðnaði á næstu mánuðum.
Auglýsing

Fréttin hefur verið upp­færð og fyr­ir­sögn hennar breytt. Í upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn fékk skrif­lega frá Lands­virkjun í gær sagði að á næstu 1-2 árum yrði allri sölu á raf­orku til raf­mynta­graftrar hætt. Hið rétta er, segir í leið­rétt­ingu frá Lands­virkj­un, að fyr­ir­tækið hefur ekki ákveðið hvort að samn­ingar við gagna­ver hvað vinnslu raf­mynta snertir verði end­ur­nýj­aðir að hluta eða í heild er þeir renna út eftir 1-2 ár. Fyr­ir­tækið muni sjá hvernig ræt­ist úr stöð­unni og taka ákvörðun í fram­hald­inu.

Eftir að Kína ákvað að banna gröft eftir raf­mynt­um, sem fram fer með afl­frekum tölvum í gagna­verum sem þarf að skipta títt út, jókst eft­ir­spurn eftir raf­orku frá Lands­virkjun vegna slíkrar starf­semi mik­ið. Fyr­ir­tækið hefur nú hafnað öllum nýjum beiðnum um raf­orku­kaup vegna raf­mynta, bæði til núver­andi við­skipta­vina og nýrra aðila sem hafa áhuga á að hefja starf­semi. Heild­ar­eft­ir­spurnin nam um 1.000 MW sem er tífalt það magn sem gagna­verin á Íslandi nýta í dag. For­stjóri Lands­virkj­unar hefur enn­fremur sagt að ekki verði virkjað sér­stak­lega til raf­mynta­graftr­ar. Núver­andi samn­ingar um þessa starf­semi renna út á næstu 1-2 árum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Lands­virkj­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í til­efni af því að fyr­ir­tækið ákvað að skerða afhend­ingu á raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja sem og stórnot­enda með skerð­an­lega skamm­tíma­samn­inga, t.d. gagna­vera og álvera.

Auglýsing

„Ástæðan fyrir skerð­ingu til fiski­mjöls­verk­smiðja er fyrst og fremst sú að þær, einar iðn­fyr­ir­tækja á almennum mark­aði, eru ein­göngu með skerð­an­lega samn­inga,“ segir Ragn­hildur Sverr­is­dóttir upp­lýs­inga­full­trúi Lands­virkj­un­ar. Aðrir stórnot­endur semja um for­gangsorku og að auki um skerð­an­lega orku, í samn­ingum til skemmri tíma. Fiski­mjöls­verk­smiðj­urnar hafa hins vegar „kosið að greiða lágt orku­verð, gegn því að sæta skerð­ingu þegar nauð­syn kref­ur“.

Nóg af orku en flösku­hálsar í flutn­ingi

Það er ekki þannig að skerð­ingin nú skýrist af almennum orku­skorti í land­inu, þ.e. að þær orku­stöðvar sem hér hafa verið reist­ar, virkj­an­irn­ar, eigi ekki að duga til svo loðnu­bræðsl­urnar geti starf­að. Margir þættir hafa komið saman sem skapað hafa þá nauð­syn á skerð­ingum sem Ragn­hildur nefn­ir.

Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Í fyrsta lagi þá ræður flutn­ings­kerfið ekki við að flytja alla þá orku sem hægt væri að fram­leiða í stærstu virkjun lands­ins, Kára­hnjúka­virkj­un, til við­skipta­vina. Þannig eru fiski­mjöls­verk­smiðj­urnar á Aust­ur­landi sem nú þurfa að búa við skerð­ingu „röngu meg­in“ í flutn­ings­kerf­inu, líkt og Ragn­hildur orðar það. Þær eru engu að síður í nágrenni Kára­hnjúka . „Meiri fram­leiðslu­geta er fyrir norðan en notkun og minni fram­leiðslu­geta en notkun á Suð­vest­ur­land­i,“ segir Ragn­hild­ur. Þetta verður til þess, að því er sagði í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar um skerð­ing­una, að á tíu dögum rann fram­hjá Kára­hjúka­virkjun orka sem sam­svarar heils­árs­notkun allra bræðslna á land­inu. „Þessar tak­mark­anir orsaka það að ekki er hægt að full­nýta raf­orku­kerf­ið,“ bendir Ragn­hildur á.

Á Suð­vest­ur­landi er svo á sama tíma gríð­ar­mikil eft­ir­spurn ef raf­orku, „enda leggja stærstu við­skipta­vinir okkar áherslu á að full­nýta verk­smiðjur sín­ar, nú þegar eft­ir­spurn eftir vörum þeirra er í hæstu hæðum og verðið þá um leið,“ segir Ragn­hild­ur. Þetta á m.a. við um álverin og gagna­ver­in. Nú er raf­magn afhent til gagna­vera á fimm stöðum á land­inu. Þrjú ver eru rekin á Suð­ur­nesjum, eitt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og eitt á Blöndu­ósi. Eitt álver er á Grund­ar­tanga, annað í Hafn­ar­firði og það þriðja á Aust­ur­landi.

Uppistöðulón Landsvirkjunar á Suðurlandi hafa ekki fyllst í haust. Mynd: Landsvirkjun

En það er fleira en flutn­ings­kerfið sem skýrir stöð­una. Staðan í vatns­bú­skapnum er verri á Suð­ur­landi en hún hefur verið um langt skeið. Uppi­stöðu­lónið Þór­is­vatn, sem fóðrar virkj­anir Lands­virkj­unar í Þjórsá, fyllt­ist ekki í haust. Þetta hefur áhrif niður virkj­ana­kerfið á svæð­inu. Vatn í öðru uppi­stöðu­lóni, Krókslóni, hefur lækkað það mikið að hleypa þurfti vatni fram­hjá Vatns­fells­virkj­un. Því hefur dregið úr orku­vinnslu á Þjórs­ár- og Tungnár­svæði og orku­sölu þaðan þá sömu­leið­is.

Bil­anir hjá Lands­virkjun og HS orku

Svo eru það bil­an­ir. Bilun kom upp í vél (hverfli) í Búr­fells­virkjun fyrir nokkrum dög­um. Enn er ekki ljóst hversu umfangs­mikil hún er. Áætlað var að hefja vinnu við útskipti á vatns­hjóli þess­arar sömu vélar um miðjan jan­úar og mun sú vinna standa fram í byrjun maí.

Um er að ræða einn af sjö hverflum Búr­fells­virkj­unar og eru þeir sjaldn­ast keyrðir allir í einu. Hinar vél­arnar verða að lík­indum keyrðar meira á meðan sú bil­aða er úti sem eykur áhættu í rekstri raf­orku­kerf­is­ins, að sögn Ragn­hild­ar.

Kjarn­inn fékk einnig þau svör frá HS Orku að ein 6 MW vél í Svarts­engi væri biluð og því ekki „að keyra núna“ líkt og Jóhann Snorri Sig­ur­bergs­son, for­stöðu­maður við­skipta­þró­unar fyr­ir­tæk­is­ins, orðar það. Orku­vinnslan í virkj­unum HS orku væri í með­al­lagi miðað við síð­ustu fimm ár.

1-4 pró­sent raf­orkunnar til gagna­vera

Sá iðn­aður hér á landi sem vex einna hrað­ast um þessar mundir teng­ist gagna­ver­um. Geymslu og vinnslu gagna í öfl­ugum tölv­um. Við­skipta­vinir Lands­virkj­unar í gagna­vers­iðn­aði eru fjórir og getur eft­ir­spurnin sveifl­ast á milli ára. Þannig hefur sala til gagna­ver­anna verið á bil­inu 1-4 pró­sent af heild­ar­raforku­sölu fyr­ir­tæk­is­ins á árunum 2017–2021. Sala Lands­virkj­unar til gagna­vera nemur um 100 MW um þessar mundir og sala HS orku til þeirra er um 15 MW til við­bót­ar.

Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins.

„Gagna­vers­iðn­aður er í stöðugri sókn á heims­vísu enda verða gögn sífellt mik­il­væg­ari í við­skiptum og dag­legu líf­i,“ segir Sig­ríður Mog­en­sen, sviðs­stjóri iðn­að­ar- og hug­verka­sviðs Sam­taka iðn­að­ar­ins, við Kjarn­ann. Gagna­magn auk­ist á degi hverjum og til­heyr­andi gagna­vinnsla sömu­leið­is. „Aukin notkun fyr­ir­tækja og ein­stak­linga á upp­lýs­inga­tækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagna­vers­iðn­aðar og búist er við að hann haldi áfram í veld­is­vext­i.“

Sam­tök iðn­að­ar­ins áætla að um helm­ingur af starf­semi gagna­vera hér á landi teng­ist vinnslu raf­mynta. Hlut­fallið af starf­semi sem teng­ist greftri eftir raf­myntum hefur farið minnk­andi á und­an­förnum árum en það var um 80-90 pró­sent þegar mest lét. Önnur starf­semi gagna­vera hefur hins vegar verið í hrað­ari vexti. Ekk­ert þeirra fjög­urra stóru gagna­vera sem starf­rækt eru á Íslandi er ein­göngu í raf­mynt­um.

Millj­arðar til þjóð­ar­bús­ins

Sig­ríður bendir á að gagna­verin leggi bæði mikið til þjóð­ar­bús­ins, um 20 millj­arða í gjald­eyr­is­tekjur á ári, auk þess sem þar starfi um 100 fast­ráðnir starfs­menn. Einnig tekur hún fram að hér hafi skotið upp koll­inum tækni­fyr­ir­tæki sem ein­göngu starfi í kringum gagna­vers­iðn­að­inn. Þá þjón­usta íslensk upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tæki einnig gagna­ver­in.

Staðan sem upp er komin núna sem leitt hefur til þess að skerða hefur þurft raf­orku til gagna­vera og fleiri fyr­ir­tækja „er meðal ann­ars birt­ing­ar­mynd þess að hér hefur umræða um orku­öflun verið í ákveðnum skot­gröfum á síð­ustu árum, sam­an­ber ramma­á­ætlun sem hefur verið í algjöru frosti um ára­bil,” segir Sig­ríð­ur. „Ljóst er að stjórn­sýsla raf­orku­mála hefur ekki verið skil­virk og þvert á móti, í raun hefur upp­bygg­ing raf­orku­kerf­is­ins verið í algjöru lama­sessi. Lær­dóm­ur­inn er auð­vitað sá að við verðum að temja okkur að hugsa lengra fram í tím­ann, það hefur legið fyrir lengi að atvinnu- og efna­hags­líf fram­tíðar verður að miklu leyti raf­orkuknúið og það eru að verða miklar breyt­ingar í iðn­aði. Orku­skipti, fram­tíð­ar­iðn­að­ur; meðal ann­ars gagna­vers­iðn­að­ur, hátækni­mat­væla­fram­leiðsla, líf­tækni, vetn­is- og raf­elds­neyt­is­fram­leiðsla (sem má nefna sem dæmi) eru allt stór tæki­færi fyrir okkur Íslend­inga. Við getum hins vegar ekki nýtt þau tæki­færi, til hags­bóta fyrir þjóð­ar­búið allt, nema með því að efla raf­orku­kerfið til muna, auka orku­öflun og stuðla að auk­inni skil­virkni og bol­magni í flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku.”

Margvísleg starfsemi fer fram í gagnaverum á Íslandi. Stór hluti tengist enn grefri eftir rafmyntum.

Samn­ingar Lands­virkj­unar við gagna­ver eru breyti­legir sem end­ur­spegla marg­breyti­lega starf­semi þeirra. Þjón­usta gagna­vera við fyr­ir­tæki byggir á miklum áreið­an­leika tölvu­kerfa, fjar­skipta og orku og gagna­ver tryggja sér kaup á for­gangsorku fyrir þá starf­semi. Vinnsla gagna­vera vegna námu­graftar eftir raf­myntum hefur í för með sér kvik­ari eft­ir­spurn og eru samn­ing­arnir styttri. Nú hefur Lands­virkjun gripið til skerð­inga í slíkum samn­ingum en Ragn­hildur segir í sínum svörum til Kjarn­ans á að skerð­ingin hafi tak­mörkuð áhrif á starf­semi gagna­ver­anna þar sem um umsamið magn raf­orku í skerð­an­legum skamm­tíma­samn­ingum sé lít­ið.

Ætla að fasa út raf­myntir

Verne Global er fyrsta alþjóð­lega gagna­verið á Íslandi og þjón­ustar m.a. stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Dæmi um við­skipta­vini gagna­vers­ins eru bíla­fram­leið­endur og hönn­uð­ir, fyr­ir­tæki í líf­tækni­iðn­aði, fjár­mála­stofn­anir sem þurfa mikið reikni­afl og svo fram­veg­is. Gagna­ver á Íslandi hyggj­ast hins vegar „fasa út“ raf­myntir og færa sig meira yfir í hefð­bundna við­skipta­vini.

„Verne Global er jafn­framt fyrsta gagna­verið til þess að fasa út raf­myntir og ekki er gert ráð fyrir slíkri starf­semi í gagna­ver­inu frá og með á næsta ári,“ segir Ragn­hild­ur. Önnur gagna­ver á Íslandi eru með bland­aða starf­semi og eru að bæta við sig alþjóð­legum við­skipta­vinum sem þurfa á miklu reikni­afli að halda. Hún segir að raf­mynta­starf­semin hafi hjálpað gagna­ver­unum að kom­ast á legg, þ.e. til að ná stórnot­enda­við­miðum í flutn­ings­samn­ingum raf­orku, greiða niður fjár­fest­ingar og byggja upp alþjóð­legan við­skipta­vina­hóp sem þarf á reikni­afli ofur­tölva að halda. Lands­virkjun hefur nú hafnað öllum óskum nýrra gagna­ver­svið­skipta­vina um orku­kaup vegna raf­mynta­graftr­ar. Raf­orku­samn­ingar fyrir raf­mynta­gröft eru stuttir og verða allir útrunnir eftir eitt til tvö ár. Lands­virkjun hefur hins vegar ekki ákveðið hvort samn­ing­arnir verða end­ur­nýj­aðir að hluta eða heild. Fyr­ir­tækið mun sjá hvernig ræt­ist úr stöð­unni og taka ákvörðun í fram­hald­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar