Mynd: Samsett

Líkur á fjögurra flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks minnka

Sú ríkisstjórn sem er líklegust til að verða mynduð eftir komandi kosningar er sú sem nú situr að völdum. Líkurnar á því að hægt verði að mynda fjögurra flokka félagshyggjustjórn hafa dregist saman undanfarnar vikur.

Líkurnar á því að það verði hægt að mynda fjögurra flokka ríkisstjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar 25. september hafa minnkað á síðustu rúmu tveimur vikum, samkvæmt kosningspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar. Þann 10. ágúst sýndi spáin að líkurnar á því að hægt væri að mynda samsteypustjórn Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar og Framsóknar væru 54 prósent. Samkvæmt nýjustu kosningaspánni hafa þær líkur skroppið saman og eru nú 40 prósent. 
Líkurnar á því að hægt sé að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af sömu flokkum og sitja í meirihluta í Reykjavíkurborg, sem eru Vinstri græn, Píratar, Samfylking og Viðreisn, minnka líka. Þær voru 35 prósent fyrr í mánuðinum en mælast nú 28 prósent. 

Þegar tekið er tillit til þess að bæði Samfylking og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum þá er eina þriggja flokka ríkisstjórnin sem meiri en helmingslíkur eru á að verði hægt að mynda sú sem nú situr við völd: ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Líkurnar á að hægt verði að setja saman meirihlutastjórn þessara þriggja flokka eru 60 prósent sem stendur sem eru nánast sömu líkur og voru 10. ágúst. 

Líkur á samsteypustjórnum mismunandi flokkaTil að ná minnsta mögulega meirihluta á Alþingi þarf 32 þingmenn.
Fjöldi þingsæta DVB DBM DV VPSB VPSC DBMF
>=42
1%
0%
0%
0%
0%
0%
>=41
2%
0%
0%
0%
0%
0%
>=40
3%
0%
0%
1%
0%
0%
>=39
5%
0%
0%
2%
1%
0%
>=38
8%
0%
0%
3%
2%
1%
>=37
13%
1%
0%
6%
3%
2%
>=36
20%
1%
0%
9%
5%
3%
>=35
28%
3%
0%
14%
8%
5%
>=34
38%
4%
1%
21%
13%
8%
>=33
49%
8%
2%
30%
20%
13%
>=32
60%
12%
3%
40%
28%
20%
>=31
70%
19%
5%
51%
38%
28%
>=30
79%
27%
9%
61%
49%
37%
>=29
86%
37%
15%
71%
59%
48%
>=28
92%
48%
23%
79%
69%
68%
>=27
95%
59%
33%
86%
78%
77%
>=26
97%
69%
44%
91%
85%
85%
>=25
99%
78%
56%
95%
90%
90%
>=24
99%
85%
67%
97%
94%
94%
>=23
100%
91%
77%
98%
97%
97%
>=22
100%
95%
86%
99%
98%
98%

Því virðist sú stjórn sem líklegust er til að stýra landinu eftir komandi kosningar, út frá þingstyrk og mögulegum samstarfsvilja flokka, vera nákvæmlega sama ríkisstjórn og ræður í dag, ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 

100 þúsund sýndarkosningar

Líkurnar eru fengnar með því að framkvæma 100 þúsund sýndarkosningar. Í hverri sýndarkosningu er vegið meðaltal þeirra skoðanakannana sem kosningaspáin nær yfir hverju sinni líklegasta niðurstaðan en sýndarniðurstaðan getur verið hærri eða lægri en þetta meðaltal og hversu mikið byggir á sögulegu fráviki skoðanakannana frá úrslitum kosninga.

Til að fá þá niðurstöðu sem er hér til umfjöllunar er nýjasta kosningaspáin notuð til að meta fylgi flokka eftir kjördæmum út frá fylgi þeirra í síðustu kosningum. 

Kjarninn birti niðurstöðu nýjustu kosningarspár sinnar fyrir komandi kosningar í lok liðinnar viku. Hægt er að sjá niðurstöðu hennar hér að neðan.

Niðurstöður kosningaspárinnar 26. ágúst 2021

Þær kannanir sem liggja til grundvallar nýjustu kosningaspánni eru eftirfarandi:

  • Skoðanakönnun MMR í samstarfi við Morgunblaðið 18 - 24. ágúst (vægi 35,4 prósent)
  • Skoðanakönnun Maskínu í samstarfi við Fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis 13 – 23. ágúst (20,2 prósent)
  • Þjóðarpúls Gallup 29. júlí-15. ágúst (vægi 44,4 prósent)

Sýndarkosningarnar sýna að litlar sem engar líkur eru á því að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn miðað við þessa niðurstöðu. Sú sem er líklegust er stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, en líkur á henni eru þrjú prósent. 

Líkur Sósíalistaflokksins batna

Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið á skriði í skoðanakönnunum undanfarið og það endurspeglast í kosningaspánni. Nú er mun ólíklegra en áður að flokkurinn nái ekki inn manni á þing, en líkurnar á því eru nú einungis 12 prósent eftir að hafa verið 29 prósent 10. ágúst. 

Auglýsing

Að sama skapi hefur Miðflokkurinn verið að dala skarpt í könnunum og það leiðir til þess að líklegra er en áður að flokkurinn nái ekki inn manni á þing. Líkurnar á því voru 14 prósent fyrr í mánuðinum en eru nú 18 prósent. 

Sá flokkur á meðal þeirra sem mælast með möguleika á því að eiga fulltrúa á Alþingi á næsta kjörtímabili sem er líklegastur til að ná ekki inn manni er Flokkur fólksins, en 42 prósent líkur eru sem stendur á þeirri niðurstöðu. 

Líkur á stjórnarkreppu þar sem enginn valkostur fær afgerandi stuðning

Í nýjustu kosningaspá Kjarnans mælast stjórnarflokkarnir þrír samtals með 48,7 prósent fylgi, sem gæti dugað, líkt og áður sagði, til að þeir næðu næfurþunnum meirihluta á þingi. Þeir fengu samtals 52,9 prósent atkvæða í kosningunum 2017 og því hafa þeir saman tapað 4,2 prósentustigum á kjörtímabilinu. 

Líkur á fjölda þingsæta hjá hverjum flokki fyrir sig
Fjöldi þingsæta D V P S B C M J F
>=22
2%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=21
4%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=20
6%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=19
9%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=18
12%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=17
14%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=16
14%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=15
13%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=14
10%
1%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=13
7%
3%
1%
1%
1%
0%
0%
0%
0%
>=12
4%
5%
2%
2%
2%
0%
0%
0%
0%
>=11
2%
9%
4%
5%
5%
1%
0%
0%
0%
>=10
1%
13%
8%
9%
9%
3%
0%
0%
0%
>=9
0%
17%
13%
13%
13%
8%
1%
2%
0%
>=8
0%
17%
16%
17%
17%
13%
2%
4%
0%
>=7
0%
15%
18%
17%
17%
19%
5%
10%
1%
>=6
0%
10%
15%
15%
15%
20%
10%
16%
4%
>=5
0%
5%
11%
10%
10%
17%
16%
20%
9%
>=4
0%
3%
6%
6%
6%
11%
20%
20%
15%
>=3
0%
1%
2%
2%
2%
4%
13%
10%
13%
>=2
0%
0%
0%
0%
1%
0%
3%
1%
2%
>=1
0%
0%
1%
1%
1%
2%
11%
6%
13%
>=0
0%
0%
1%
1%
0%
1%
18%
12%
42%

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn mælast bæði undir kjörfylgi og síðarnefndi flokkurinn hefur tapað þorra þess fylgis sem kvarnast hefur af stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu, eða 3,9 prósentustig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað 1,2 prósentustigi en Framsókn hefur einn stjórnarflokkanna bætt við sig fylgi, farið úr 10,7 í 11,6 prósent.

Frjálslyndu miðjuflokkarnir á Alþingi: Samfylking, Píratar og Viðreisn, fengu samtals 28 prósent atkvæða árið 2017. Þeir mælast nú saman með 32,6 prósent, eða 4,6 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Ljóst er að þessir flokkar þurfa að bæta við sig fylgi á næstu vikum ef þeir ætla sér í ríkisstjórn. Hið svokallaða Reykjavíkurmynstur er nú með 45,6 prósent fylgi og ef það myndi skipta út Viðreisn fyrir Framsóknarflokkinn færi fylgið upp í 47,3 prósent. 

Auglýsing

Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 7,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn mælist með 6,2 prósent stuðning. Flokkur fólksins rekur lestina hjá þeim níu flokkum sem mælast með eitthvað handbært fylgi, en 4,5 prósent landsmanna segjast ætla að kjósa þann flokk. Miðað við þessa niðurstöðu er ljóst að flokkarnir á þingi yrðu að minnsta kosti átta og mögulega níu ef kosið yrði nú. 

Hvað er kosn­inga­spá­in?

Fyrir hverjar kosningar um allan heim birta fjölmiðlar gríðarlegt magn af upplýsingum. Þessar upplýsingar eru oftar en ekki tölfræðilegar, byggðar á skoðanakönnunum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upplifir stjórnmálin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórnmálafræðingar og fjölmiðlar keppast svo við að túlka niðurstöðurnar og veita almenningi enn meiri upplýsingar um stöðuna í heimi stjórnmálanna.

Auglýsing

Allar þessar kannanir og allar mögulegar túlkanir á niðurstöðum þeirra kunna að vera ruglandi fyrir hinn almenna neytanda. Einn kannar skoðanir fólks yfir ákveðið tímabil og annar kannar sömu skoðanir á öðrum tíma og með öðrum aðferðum. Hvor könnunin er nákvæmari? Hverri skal treysta betur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vandinn er að hinn almenni kjósandi hefur ekki forsendur til að meta áreiðanleika hverrar könnunar.

Þar kemur kosningaspáin til sögunnar.

Kosn­­inga­­spálíkan Bald­­urs Héð­ins­­sonar miðar að því að setja upp­­lýs­ing­­arnar sem skoð­ana­kann­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­inga. Niðurstöður spálíkansins eru svo birtar hér á Kjarnanum reglulega í aðdraganda kosninga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar