Maðurinn með Borsalino hattinn er látinn

Honum var ekki spáð miklum frama á tónlistarbrautinni, til þess væri röddin alltof sérkennileg. En þeir spádómar rættust ekki og hann varð „sameign“ dönsku þjóðarinnar. Povl Dissing er látinn.

Hattar voru eins konar einkennistákn danska tónlistarmannsins Povl Dissing, einkum ítalskir Borsalino hattar í seinni tíð.
Hattar voru eins konar einkennistákn danska tónlistarmannsins Povl Dissing, einkum ítalskir Borsalino hattar í seinni tíð.
Auglýsing

Síðla vetrar árið 1950 voru tveir 12 ára strákar á skautum á tjörn­inni í smá­þorp­inu Stavns­holt á Norð­ur­-­Sjá­landi. Þetta höfðu þeir margoft gert áður og vissu fátt skemmti­legra. Skyndi­lega datt annar þeirra beint á and­litið á svellið, með þeim afleið­ingum að tvær fram­tennur brotn­uðu. Dreng­ur­inn sem varð fyrir þessu óhappi hét Povl Diss­ing-Rasmus­sen. Auk brotnu tann­anna hafði Povl fengið högg á nefið og afleið­ingar þess sáust alla ævi.

Povl fædd­ist í Stavns­holt 27. jan­úar 1938. Stavns­holt, sem nú til­heyrir sveit­ar­fé­lag­inu Far­um, var fámennt, flestir íbú­anna smá­bænd­ur. For­eldrar Povl, Karl Rasmus­sen og Huld­fred Och­mann Diss­ing lifðu af búskapn­um, sem var ekki stór í snið­um. Höfðu fáeinar skepnur og rækt­uðu græn­meti. Hjónin voru söng­elsk og höfðu yndi af að syngja, tóku meðal ann­ars þátt í kór­a­starfi. Povl hafði ekki mik­inn áhuga fyrir búskapnum en var þó lát­inn taka þátt í bústör­f­un­um. Hann var iðu­lega lát­inn passa yngri bróður sinn og sagði í við­tölum að þeir bræður hefðu unað sér vel sam­an.

Byrj­aði ungur í tón­list­inni

Povl hafði allt frá barn­æsku mik­inn áhuga á tón­list. Ungur stofn­aði hann ásamt félaga sínum tveggja manna hljóm­sveit, The hot dogs. Þeir spil­uðu fyrir for­eldra, systk­ini og leik­fé­laga. Povl spil­aði á heima­gerða trommu, úr köku­dós, en félag­inn á gít­ar­g­arm eða á píanó sem for­eldrar Povl áttu en hvor­ugt þeirra not­aði. Povl sagði ein­hverju sinni frá því í við­tali að sumum félag­anna hefði þótt lítið til koma og upp­nefnt hljóm­sveit­ina, köll­uðu hana Dødens pøl­se. Seinna fjölg­aði í hljóm­sveit­inni, þriðji félag­inn bætt­ist við. Þeir fengu smá­aura fyrir að spila fyrir vini og kunn­ingja og Povl keypti trommu­skinn sem hann negldi á hring­laga tré­kassa undan sápu, mikil fram­för frá köku­dósinni sagði hann síð­ar.

Auglýsing

Lit­blindur

Povl Diss­ing lét sig ekki dreyma um að geta gert tón­list að lifi­brauði, hann yrði að hafa ein­hverja fasta vinnu. Hann fékk vinnu í máln­ing­ar­vöru­verslun og ætl­aði sér að fá, með tíð og tíma, atvinnu­leyfi sem máln­ing­ar­sali (far­vehandler). Í ljós kom að Povl var lit­blindur og þar með var sá draumur á enda.

Savanna Ramblers og bíla­verk­stæðið

Eftir að endi var bund­inn á námið í máln­ing­ar­fræð­unum flutti Povl Diss­ing að heim­an. Fór þó ekki langt, til Far­um. Þar fékk hann, gegnum kunn­ings­skap, vinnu á bíla­verk­stæði en sinnti tón­list­inni í frí­stund­um. Fyr­ir­mynd hans á því sviði var þá, og alla tíð, Louis Arm­strong.

Trompetleikarinn og söngvarinn Louis Armstrong var átrúnaðargoð í augum Povl Dissing.

Í Farum stofn­aði Povl ásamt félögum sem hann kynnt­ist þar hljóm­sveit­ina Savannah Ramplers. Povl varð sér úti um flygil­horn en komst fljót­lega að því að óhapp­ið, þegar hann braut fram­tenn­urnar á skaut­unum forð­um, kom í veg fyrir að hann gæti náð almenni­legum tökum á blást­urs­hljóð­fær­um. Hann keypti not­aðan gítar og lærði þrjú grip, sem að hans eigin sögn, dugðu vel allar götur síð­an. Hann reyndi að syngja eins og fyr­ir­myndin Louis Arm­strong, útkoman líkt­ist ekki rödd átrún­að­ar­goðs­ins en þegar pabbi hans, sem hafði verið ósáttur við söngstíl­inn, sagði að þetta væri ekki líkt Lou­is, „en þetta er þín rödd Povl.“ Það var þessi sér­kenni­legi söngstíll sem síðan fylgdi Povl ævina á enda. Mamman sagði Povl af hverju hann syngi ekki gömul og þekkt dönsk lög „með sínu lag­i“.

Hjónin á rauða bílnum

Á bíla­verk­stæð­inu í Farum var ekki bara gert við bíla. Þar var líka hægt að fá þvegið og bón­að. Meðal við­skipta­vina voru hjón sem áttu rauðan MG sport­bíl sem þau komu reglu­lega með í þvott. Povl þótti bíll­inn flottur og lagði sig fram um að þvo og bóna bíl­inn. Hann varð vinur hjón­anna sem buðu honum heim, þar sá Povl teikn­ingar sem mað­ur­inn hafði gert en hann var aug­lýs­inga­teikn­ari og list­mál­ari.

Ein­hverju sinni sagði hann við Povl að hann ætti ekki að verða ein­hver eilífðar augna­karl þarna á verk­stæð­inu. „Þú átt að sækja um í Kun­sthånd­vær­kerskolen og læra aug­lýs­inga­teikn­un.“ Povl þótti þetta góð hug­mynd, sótti um og komst inn. Að námi loknu fékk hann starf á aug­lýs­inga­stofu en það var eftir sem áður tón­listin sem átti hug hans all­an.

Fol­keklubben og Vise vers hus

Með­fram vinn­unni fór Povl að koma fram á börum og litlum klúbb­um. Þetta vatt upp á sig og um miðjan sjö­unda ára­tug­inn bauðst honum að koma fram í Fol­keklubben, nýjum stað sem lagði áherslu á lítt þekkt tón­list­ar­fólk og þjóð­lagatón­list. Þetta voru, sagði Povl, fyrstu alvöru­tón­leik­arn­ir. Hann átti ekki gítar en eig­andi klúbbs­ins fékk lán­aðan gít­ar, sá var tólf strengja. Slíkt hljóð­færi hafði Povl aldrei séð og þótt hann kynni ennþá bara þrjú grip tókst honum að krafla sig í gegnum tón­leik­ana. Söng dönsk lög, með sínum hætti. Við­brögð tón­leika­gest­anna voru mis­jöfn, flestir skemmtu sér kon­ung­lega en sumir ruku á dyr, hneyksl­að­ir.

Povl hefur sagt að þarna hafi dyrnar opnast, eins og hann komst að orði. Hann fékk nú í auknum mæli til­boð um að koma fram, meðal ann­ars í hinu þekkta Vice vers hus í Tívolí, sem Thø­ger Olesen hafði sett á lagg­irnar 1965. Thø­ger var afkasta­mik­ill texta­höf­undur og hann hafði jafn­framt þýtt fjöld­ann allan af banda­rískum laga­textum við lög þar­lendra, t.d eftir Shel Sil­ver­stein. Mörg lög hans, með dönskum texta Thø­ger, tók Povl Diss­ing á sína efn­is­skrá. Hann var ekki far­inn að semja lög þegar þarna var kom­ið.

Tívolí í Kaupmannahöfn. Þar kom Povl Dissing fram í hinu þekkta Vice vers hus.

Beefea­ters og Nøgne øjne

Undir lok sjö­unda ára­tug­ar­ins gaf Povl út plöt­una Diss­ing, oft­ast kölluð Nøgne øjne, sem margir tón­list­ar­sér­fræð­ingar telja að markað hafi tíma­mót í danskri tón­list­ar­sögu. Á þess­ari plötu lék hljóm­sveitin Beefea­ters undir hjá Povl. Hann hætti að mestu á aug­lýs­inga­stof­unni og sneri sér í auknum mæli að tón­list­inni. Tekj­urnar voru þó ekki trygg­ar.

Benny And­er­sen og Svante Svend­sen

Snemma árs 1973 barst Povl Diss­ing bréf. Send­and­inn var Benny And­er­sen, þekktur rit­höf­und­ur. Í umslag­inu var hand­rit lít­illar bók­ar, skáld­sögu, sem Benny hafði skrif­að, Svantes viser hét hún. Aft­ast voru 13 lög, skrifuð á nót­ur, sem Benny hafði samið við ljóð sem hann hafði skrifað í Svantes stað. Svante þessi Svend­sen bjó í Dan­mörku en lang­aði alla tíð heim til Sví­þjóð­ar. Hræðsla við sjó­veiki kom hins vegar í veg fyrir að hann kæm­ist nokkurn tíma til baka. Í bók­inni hefur Svante beðið Benny And­er­sen að gera lög við ljóð sem hann (Svan­te) hefur samið. Þetta er í mjög stuttu máli efn­is­þráður sög­unn­ar.

Skáldið og rithöfundurinn Benny Andersen. Hann og Povl Dissing sendu saman frá sér nokkrar plötur. Mynd: Flickr/Radikale Venstre

Povl Diss­ing þótti bæði lögin og ljóðin góð en tíma­setn­ingin afleit. Hann var á kafi í vinnu og sagði Benny það. „Allt í lag­i,“ sagði Benny. „Við látum þetta bíða aðeins.“ Nokkru eftir þetta kom bókin um Svante út hjá for­lag­inu Borges. Benny var, eins og áður sagði, þekktur höf­undur og nú bár­ust honum beiðnir frá bóka­söfnum um að lesa upp úr bók­inni. Þá hafði Benny sam­band við Povl og gat talað hann inná að syngja nokkur lög úr bók­inni um Svan­te. „Ég get ekk­ert verið þessi Svan­te,“ sagði Povl. „Ég er ekki að biðja þig að vera Svan­te, bara að syngja lögin með þínum hætt­i,“ svar­aði Benny.

Povl lét til leið­ast og þeir komu fram á nokkrum bóka­söfn­um. Benny spil­aði á píanó og Povl á gít­ar. Við­tök­urnar voru góðar og í fram­hald­inu var ákveðið að setja efnið á plötu. Tón­list­ar­mað­ur­inn Peter Abra­ham­sen átti lítið útgáfu­fyr­ir­tæki, Abra Cada­bra, og hann gaf plöt­una út. Fyr­ir­tækið var ekki stöndugt og til að fjár­magna útgáf­una seldi Peter Abra­ham­sen bíl­inn sinn, með lof­orði kaup­and­ans um að Peter gæti keypt bíl­inn til baka ef platan seld­ist. Fimm þús­und ein­tök þurfti Peter að selja til að fá bíl­inn aft­ur. Það tók­st, og gott betur reynd­ar. Nú, tæpum fimm­tíu árum síð­ar, hafa selst hátt á annað hund­rað þús­und ein­tök, fyrir utan nið­ur­hal og hlustun af net­inu.

Þeir Povl Diss­ing, Benny And­er­sen og Svante Svend­sen urðu nán­ast á svip­stundu þjóð­þekktir í Dan­mörku og víð­ast hvar á Norð­ur­lönd­um. Beiðnir um að koma fram streymdu til þeirra Benny og Povl sem sagði í við­tali fyrir nokkrum árum að hann hefði ekki hug­mynd um hve mörg þús­und sinnum hann hefði sungið vin­sælasta lagið á plöt­unni um Svan­te, lagið um kaffið sem er rétt að verða til­bú­ið, á meðan Nina er í sturt­unni. Heitir reyndar Svantes lykk­elige dag.

Eftir Svante

Sam­starf þeirra Benny og Povl hélt áfram eftir Svante tíma­bil­ið, eins og þeir kalla það og þeir gáfu út fjórar plötur til við­bót­ar, þeirra þekkt­ust er Oven visse vande sem kom út árið 1982. Þeir fóru jafn­framt í margar tón­leika­ferð­ir, innan lands og utan.

Eins og nefnt hefur verið var Benny And­er­sen orð­inn þekkt skáld þegar leiðir hans og Povl Diss­ing lágu sam­an. Hann er meðal þekkt­ustu rit­höf­unda Dana og hefur skrifað tugi bóka. Ljóð og skáld­sögur fyrir börn og full­orðna, leik­rit og hand­rit fyrir sjón­varps­þætti. Fyrir utan auð­vitað öll lög­in!

Þegar Benny And­er­sen varð sjö­tugur var blys­för honum til heið­urs við Thor­vald­sen safnið í Kaup­manna­höfn. Ein­ungis tveimur öðrum dönskum skáldum hefur hlotn­ast slíkur heið­ur, þeim H.C. And­er­sen og Adam Oehlenschlä­ger. Benny And­er­sen var fæddur 7. nóv­em­ber 1929 og lést 16. ágúst 2018.

Povl Diss­ing sat ekki heldur auðum höndum eftir Svante ævin­týrið, eins og hann kallar það iðu­lega. Á ferl­inum gaf hann út 25 plötur og kom að auki fram á tugum ann­arra platna. Hann starf­aði á fyrsta ára­tug ald­ar­innar með tveimur sonum sínum af fyrra hjóna­bandi, en Povl var tví­gift­ur.

Hatt­arnir

Fyrir utan rödd­ina sér­stæðu og leik­ræna fram­komu á sviði var hattur eins konar ein­kenn­is­tákn Povl Diss­ing. Framan af voru hatt­arnir venju­legir búð­ar­hatt­ar, eins og Povl kall­aði það, en á síð­ari árum ætíð ítalskir Bor­sal­ino hatt­ar. Hatt­ur­inn sat þó ekki alltaf fastur á höfði söngv­ar­ans því til áherslu­auka í söngnum tók hann hatt­inn ofan, oft í hverju lagi.

Svartur Borsalino hattur. Mynd: Borsalino

Spán­ar­ferðin örlaga­ríka og ævi­lok

Vet­ur­inn 2017 fór Povl Diss­ing til Spán­ar. Þar ætl­aði hann, með þar­lendum tón­list­ar­mönn­um, að taka upp plötu með fla­menkó tón­list sem hann hafði mikið dálæti á. Rétt áður en upp­tök­urnar áttu að hefj­ast fékk Povl vægt heila­blóð­fall, féll niður á hart gólfið og fékk þungt höf­uð­högg. Hann var í skyndi fluttur á spít­ala þar sem hann lá þungt hald­inn í rúman mán­uð. Missti meðal ann­ars heyrn­ina. Heyrn­ina end­ur­heimti hann með hjálp lækna­vís­ind­anna en tón­list­ar­fer­ill­inn var á enda. Hann náði sér aldrei að fullu eftir slysið á Spáni og glímdi við erfið veik­indi síð­ustu árin.

Mánu­dag­inn 18. júlí sl. voru syn­irnir Jonas og Rasmus á heim­ili föður þeirra og eig­in­kon­unnar Piu Jac­obæus við Hund­e­sted á Sjá­landi. Pia hafði hringt til þeirra um morg­un­inn og sagt að kveðju­stundin nálg­að­ist. Povl Diss­ing lést síðar þann sama dag. Merki­legum kafla í danskri tón­list­ar­sögu var lok­ið.

Hér í lokin má bæta því við að skrif­ari þessa pistils sótti tón­leika sem þeir Benny og Povl héldu árið 2013 í til­efni þess að 40 ár voru liðin frá útgáfu Svantes viser. Þótt Povl setti annað slagið upp gler­augun og Benny ögn lengur að fikra sig að hljóð­nem­an­um, til að segja frá, var allt á sínum stað. Þeir höfðu engu gleymt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar