Makrílkvóta úthlutað til smábáta - Gæti umbreyst í mikil verðmæti

13223647734_9b7d6a5fec_k-1.jpg
Auglýsing

Á dög­unum ákvað Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra með sér­stakri reglu­gerð að breyta fyr­ir­komu­lagi við veiðar smá­báta á mak­ríl. Fyrir kom­andi ver­tíð sem hefst nú innan skamms verður mak­ríl­kvóta í fyrsta sinn úthlutað niður á ein­staka báta. Úthlut­unin mun byggja á afla­reynslu áranna 2009-2014 eftir ákveð­inni for­múlu.  Á síð­ustu árum hefur gilt svo­kallað „ólympískt“ fyr­ir­komu­lag.  Það felst í því að smá­báta­flokknum í heild er úthlutað heild­ar­kvóta fyrir kom­andi ver­tíð og svo hefur smá­bátum með gild veiði­leyfi verið frjálst að veiða þangað til heild­ar­kvót­anum er náð.

Þetta fyr­ir­komu­lag hefur haft það í för með sér að fjöl­margir útgerð­ar­menn smá­báta hafa verið kapp­samir að veiða sem allra mest þangað til heild­ar­kvót­anum er náð. Sókn­ar­þung­inn hefur því verið tals­vert mik­ill. Alls fá nú 192 smá­bátar úthlut­uðum mak­ríl­kvóta fyrir kom­andi ver­tíð. Um 86 af þessum bátum fá þó ein­ungis tíu tonn og minna í sinn hlut.  Tutt­ugu stærstu kvóta­haf­arnir munu verða með um 50 pró­sent af kvóta smá­bát­anna. Flestir stærstu kvóta­haf­arnir koma af sunn­an- og vest­an­verðu land­inu þar sem veiðin hefur verið best.  Ef þessi úthlutun nú niður á ein­staka báta mun leiða til þess að var­an­leg afla­hlut­deild muni í fram­tíð­inni byggja á henni er ljóst að umtals­verð verð­mæti verða til fyrir við­kom­andi útgerð­ir. Of snemmt er að segja til um hvernig þau mál þró­ast þar sem mak­ríl­frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra er í mik­illi óvissu á þing­inu.

Hlut­deild smá­báta nálægt 5% af heild



Út­gerð­ar­menn smá­báta hafa á síð­ustu árum náð sífellt betri tökum á veiðum á mak­ríl á sér­stak­lega útbúin veið­ar­færi. Afla­hæstu bát­arnir hafa veitt nokkur hund­ruð tonn á hverri ver­tíð og afl­inn hefur nán­ast allur farið til mann­eld­is­vinnslu. Útgerð­ar­menn bát­anna hafa smám saman þróað og fjár­fest fyrir umtals­verðar fjár­hæðir í veið­ar­færum fyrir veið­arnar með góðum árangri. Hlut­deild smá­báta í heildar mak­ríl­kvót­anum hefur hækkað á und­an­gengnum árum og nam í fyrra tæpum 5 pró­sent en þá veiddu smá­bátar um 7.400 tonn.  Líkt og hjá stóru upp­sjáv­ar­skip­unum hefur til­koma mak­ríls verið mikil lyfti­stöng fyrir margar byggðir og hafa margar smá­báta­út­gerðir fengið umtals­vert meiri verk­efni á sína báta fyrir vik­ið.

Lands­sam­band smá­báta­eig­anda ósátt við ráð­herra



At­hygli vekur að stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda seg­ist veru­lega ósátt við þessa úthlutun á mak­ríl­kvóta niður á ein­staka báta og telur ákvörðun Sig­urðar Inga for­kast­an­lega í til­kynn­ingu. Stjórn Lands­sam­bands­ins vill hafa fyr­ir­komu­lagið óbreytt frá fyrra ári – þ.e.a.s. „ólympískt“ fyr­ir­komu­lag en vill að heild­ar­kvóti smá­báta­flokks­ins verði stór­auk­inn og hefur horft til þess að í Nor­egi nemur hlut­deild smá­báta í heildar mak­ríl­veið­inni um 16 pró­sent­um. Þá telur stjórnin að með þess­ari reglu­gerð ráð­herra muni kvóta­setn­ingin sér­stak­lega gagn­ast þeim útgerðum smá­báta sem allra mest hafa veitt á und­an­gengnum árum en síður þeim sem síðar hófu veið­arnar og hafa nýlega fjár­fest í dýrum veið­ar­færa­út­bún­aði.

Mak­ríl­frum­varpið í óvissu



Þessi reglu­gerð um fyr­ir­komu­lag við veiðar smá­báta hefur verið gefin út þótt óvíst sé nú hvernig mak­ríl­frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra muni á end­anum líta út.  Frum­varpið hefur nú um nokk­urt skeið verið í með­förum atvinnu­vega­nefndar og ýmsar breyt­ing­ar­til­lögur hafa verið ræddar en nið­ur­staða liggur ekki fyr­ir. Svo gæti farið að frum­varpið næði ein­fald­lega ekki fram að ganga.  Ef svo verður mun veið­unum verða stýrt með útgáfu reglu­gerða sem gilda til árs í senn líkt og verið hefur und­an­farin ár.

Tutt­ugu stærstu með um 50% kvót­ans



Smá­bátar af Snæ­fells­nesi eru fyr­ir­ferð­ar­miklir á list­anum yfir þá sem fá mestan kvóta fyrir kom­andi ver­tíð enda hafa þeir náð mjög góðum árangri við mak­ríl­veið­arnar á síð­ustu árum. Sá bátur sem fær mestan mak­ríl­kvóta smá­báta fyrir ver­tíð­ina í ár er Fjóla GK með 331 tonn. Fjóla er með heima­höfn í Sand­gerð­i.  Útgerð­ar­maður þess báts er Davíð F. Jóns­son.  Vís­ir.is greindi nýlega frá því að Davíð hefði átt sæti í sjáv­ar­út­vegs­nefnd Fram­sókn­ar­flokks­ins.  Bát­arnir Sæhamar SH og Litli Hamar SH, báðir í eigu Krist­ins J. Frið­þjófs­sonar ehf. á Rifi , fá sam­tals 445 tonnum úthlutað eða 6,3% af heild­ar­kvót­an­um.  Þá fær Tryggvi Eðvarðs­son SH á Rifi 131 tonnum úthlutað en hann er í eigu fjöl­skyldu Ásbjarnar Ótt­ars­sonar fyrr­ver­andi þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Heild­ar­sölu­and­virð­i ­vegna mak­ríls í fyrra nam meira en tutt­ugu millj­örðum í fyrra, en helsti mark­aður fyrir mak­ríl er Aust­ur-­Evr­ópa, einkum Rúss­land.

Auglýsing

 

















































































































































































































































































































































































































Mak­rílút­hlutun smá­báta 2015



Nafn Útgerð Heima­höfn Úthlut­un, tonn Hlut­deild í smá­báta­flokki í %
1 Fjóla GK Arctic ehf Sand­gerði 331 4,72%
2 Siggi Bessa SF Erpur ehf Horna­fjörður 306 4,36%
3 Sæhamar SH Krist­inn J. Frið­þjófs­son ehf Rif 260 3,71%
4 Álfur SH Útgerð­ar­fé­lagið Álfar ehf Arn­ar­stapi 216 3,07%
5 Brynja II SH Bjart­sýnn ehf Ólafs­vík 199 2,84%
6 Litli Hamar SH Krist­inn J. Frið­þjófs­son ehf Rif 185 2,63%
7 Ólafur HF Rjúpna­fell ehf Hafn­ar­fjörður 176 2,50%
8 Særif SH Mel­nes ehf Rif 163 2,32%
9 Ingi­björg SH Ingi­björg ehf Rif 159 2,27%
10 Dögg SU Ölduós ehf Stöðv­ar­fjörður 158 2,24%
11 Pálína Ágústs­dóttir GK K & G ehf Sand­gerði 155 2,21%
12 Ísak AK Eiður Ólafs­son ehf Akra­nes 149 2,12%
13 Mangi á Búðum SH Útgerð­ar­fé­lagið okkar ehf Ólafs­vík 149 2,12%
14 Fjóla SH Þór­is­hólmi ehf Stykk­is­hólmi 144 2,05%
15 Tryggvi Eðvarðs SH Nes­ver ehf Rif 131 1,86%
16 Addi afi GK Útgerð­ar­fé­lag Íslands ehf Sand­gerði 119 1,69%
17 Blíða SH Royal Iceland ehf Stykk­is­hólmi 116 1,65%
18 Máni II ÁR Máni ÁR 70 ehf Eyr­ar­bakki 116 1,65%
19 Hlöddi VE Búhamar ehf Vest­manna­eyjar 112 1,59%
20 Strekk­ingur HF Stormur Seafood ehf Hafn­ar­fjörður 108 1,54%
21 Herja ST Hlökk ehf Hólma­vík 102 1,46%
Sam­tals 3.554 50,6%
Heim­ild: Lands­sam­band smá­báta­eig­enda

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None