Minnihlutastjórn Lars Løkke Rasmussen tekur við völdum í Danmörku

h_52016136-1.jpg
Auglýsing

Lars Løkk­e Rasmus­sen for­maður Ven­stre flokks­ins kynnti fyrir stundu nýja rík­is­stjórn Dan­merk­ur. Stjórnin er minni­hluta­stjórn, minni minni­hluta­stjórn eins og nýi for­sæt­is­ráð­herr­ann komst að orði. Í nýju stjórn­inni sitja sautján ráð­herr­ar, fimm konur og tólf karl­ar.

Það tekur stundum á sig ein­kenni­lega mynd lýð­ræð­ið.  Í nýaf­stöðnum þing­kosn­ingum í Dan­mörku tap­aði Ven­stre flokk­ur­inn mestu fylgi, missti 13 þing­menn og hefur nú 34 full­trúa af þeim 179 sem sitja á  danska þing­inu. Sós­í­alde­mókratar sem voru í for­ystu frá­far­andi stjórnar eru stærsti flokkur lands­ins, hefur 47 þing­menn, þremur fleiri  en á nýliðnu kjör­tíma­bili. Tap ann­arra stjórn­ar­flokka olli hin­vegar því að rík­is­stjórnin féll. Naum­lega.

Lars Løkke fékk umboðiðÞegar ljóst var að stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt væri fallin kall­aði Mar­grét Þór­hildur drottn­ing for­menn flokk­anna á sinn fund. Þar bentu full­trúar flokk­anna sem til­heyra bláu blokk­inni svoköll­uðu, sem áður voru í stjórn­ar­and­stöðu, á Lars Løkk­e Rasmus­sen og drottn­ing fól honum myndun meiri­hluta­stjórn­ar. Lars Løkke var í þeirri ein­kenni­legu stöðu að flokkur hans var ekki lengur stærsti flokk­ur­inn á hægri væng danskra stjórn­mála, þann sess hafði nú Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hreppt eftir geysi­mikla fylg­is­aukn­ingu í kosn­ing­un­um, flokk­ur­inn bætti við sig 15 þing­mönnum og hefur nú 37 full­trúa á þingi.

L­ars Løkke var í þeirri ein­kenni­legu stöðu að flokkur hans var ekki lengur stærsti flokk­ur­inn á hægri væng danskra stjórn­mála, þann sess hafði nú Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hreppt eftir geysi­mikla fylg­is­aukn­ingu í kosn­ing­un­um, flokk­ur­inn bætti við sig 15 þing­mönnum og hefur nú 37 full­trúa á þingi

Auglýsing

For­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins hafði lýst því yfir fyrir kosn­ingar að flokkur sinn stefndi ekki að stjórn­ar­setu hver sem kosn­inga­úr­slitin yrðu. Lars Løkk­e til­kynnti drottn­ingu, eftir að hafa rætt við for­ystu­menn ann­arra flokka bláu blokk­ar­innar að hann gæti ekki myndað meiri­hluta­stjórn hægri og miðju­flokka, til þess væri allt of margt sem flokk­ana greindi á um og mörg lyk­il­at­riði sem flokk­arnir gætu ekki sam­mælst um.

Þá veitti Mar­grét Þór­hildur honum nýtt umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar, svo­nefnt alls­herj­ar­um­boð. Það umboð tak­mark­að­ist semsé ekki við meiri­hluta­stjórn. Eftir að hafa rætt aftur og aftur við for­ystu­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins, Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins og Íhalds­flokks­ins var eini mögu­leiki Lars Løkk­e sá að mynda minni­hluta­stjórn Ven­stre flokks­ins.  Það var stjórnin sem hann kynnti Mar­gréti Þór­hildi drottn­ingu í gær og hún lagði blessun sína yfir.  Lars Løkk­e Rasmus­sen kynnti ráð­herra sína í morg­un, eins og venjan býður þegar ný stjórn tekur við.

Sautján ráð­herrarRáð­herr­arnir verða sam­tals sautján. Tíu þeirra hafa áður gegnt ráð­herra­emb­ætt­um. Reynd­asti mað­ur­inn í hópnum er Ber­tel Haarder sem fyrsta var kjör­inn á þing árið 1975. Hann verður menn­ing­ar-og kirkju­mála­ráð­herra. Claus Hjort Frederik­sen verður fjár­mála­ráð­herra, hann gegndi sama emb­ætti í stjórn Lars Løkk­e frá 2009-2011 en hafði þá verið atvinnu­mála­ráð­herra frá 2001. Krist­ian Jen­sen vara­for­maður Ven­stre verður utan­rík­is­ráð­herra, Søren Pind, einn nán­asti sam­starfs­maður Lars Løkk­e verður dóms­mála­ráð­herra og Inger Stöjberg, sem einnig er í innsta valda­hring flokks­ins verður ráð­herra útlend­inga-inn­flytj­enda og hús­næð­is­mála.

Í stjórn­inni verður sér­stakur ráð­herra mál­efna aldr­aðra, því emb­ætti gegnir Sophi­e Løhde sem jafn­framt verður heil­brigð­is­ráð­herra. Nokkra athygli vekur að ekki verður í nýju stjórn­inni sér­stakur Evr­ópu­mála­ráð­herra en Lars Løkk­e hefur margoft lýst yfir nauð­syn þess að Dan­mörk eigi sterkan málsvara til vinna að málum Dana innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Einn nýju ráð­herr­anna á ekki sæti á þingi, það er atvinnu­mála­ráð­herr­ann Jørn Neergaard Larsen, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka danskra atvinnu­rek­enda.

Danskir stjórn­mála­skýrendur eru sam­mála um að þessi nýja rík­is­stjórn sé afar veik, hefur aðeins 34 þing­menn af 179 og verður því að reiða sig á stuðn­ing ann­arra flokka í hverju ein­asta máli sem hún vill koma í gegnum þing­ið.  "L­ars Løkke verður að sitja við sikk sakk sauma­vél­ina dag og nótt til koma málum áfram og semja út og suður um nán­ast hvað sem er” sagði blaða­maður Berl­ingske. Danskar minni­hluta­stjórnir hafa sjaldn­ast orðið lang­lífar og stjórn­mála­skýrendur dönsku fjöl­miðl­anna spá því að þessi nýja stjórn lifi í hæsta lagi tvö ár.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None