Minnihlutastjórn Lars Løkke Rasmussen tekur við völdum í Danmörku

h_52016136-1.jpg
Auglýsing

Lars Løkk­e Rasmus­sen for­maður Ven­stre flokks­ins kynnti fyrir stundu nýja rík­is­stjórn Dan­merk­ur. Stjórnin er minni­hluta­stjórn, minni minni­hluta­stjórn eins og nýi for­sæt­is­ráð­herr­ann komst að orði. Í nýju stjórn­inni sitja sautján ráð­herr­ar, fimm konur og tólf karl­ar.

Það tekur stundum á sig ein­kenni­lega mynd lýð­ræð­ið.  Í nýaf­stöðnum þing­kosn­ingum í Dan­mörku tap­aði Ven­stre flokk­ur­inn mestu fylgi, missti 13 þing­menn og hefur nú 34 full­trúa af þeim 179 sem sitja á  danska þing­inu. Sós­í­alde­mókratar sem voru í for­ystu frá­far­andi stjórnar eru stærsti flokkur lands­ins, hefur 47 þing­menn, þremur fleiri  en á nýliðnu kjör­tíma­bili. Tap ann­arra stjórn­ar­flokka olli hin­vegar því að rík­is­stjórnin féll. Naum­lega.

Lars Løkke fékk umboðiðÞegar ljóst var að stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt væri fallin kall­aði Mar­grét Þór­hildur drottn­ing for­menn flokk­anna á sinn fund. Þar bentu full­trúar flokk­anna sem til­heyra bláu blokk­inni svoköll­uðu, sem áður voru í stjórn­ar­and­stöðu, á Lars Løkk­e Rasmus­sen og drottn­ing fól honum myndun meiri­hluta­stjórn­ar. Lars Løkke var í þeirri ein­kenni­legu stöðu að flokkur hans var ekki lengur stærsti flokk­ur­inn á hægri væng danskra stjórn­mála, þann sess hafði nú Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hreppt eftir geysi­mikla fylg­is­aukn­ingu í kosn­ing­un­um, flokk­ur­inn bætti við sig 15 þing­mönnum og hefur nú 37 full­trúa á þingi.

L­ars Løkke var í þeirri ein­kenni­legu stöðu að flokkur hans var ekki lengur stærsti flokk­ur­inn á hægri væng danskra stjórn­mála, þann sess hafði nú Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hreppt eftir geysi­mikla fylg­is­aukn­ingu í kosn­ing­un­um, flokk­ur­inn bætti við sig 15 þing­mönnum og hefur nú 37 full­trúa á þingi

Auglýsing

For­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins hafði lýst því yfir fyrir kosn­ingar að flokkur sinn stefndi ekki að stjórn­ar­setu hver sem kosn­inga­úr­slitin yrðu. Lars Løkk­e til­kynnti drottn­ingu, eftir að hafa rætt við for­ystu­menn ann­arra flokka bláu blokk­ar­innar að hann gæti ekki myndað meiri­hluta­stjórn hægri og miðju­flokka, til þess væri allt of margt sem flokk­ana greindi á um og mörg lyk­il­at­riði sem flokk­arnir gætu ekki sam­mælst um.

Þá veitti Mar­grét Þór­hildur honum nýtt umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar, svo­nefnt alls­herj­ar­um­boð. Það umboð tak­mark­að­ist semsé ekki við meiri­hluta­stjórn. Eftir að hafa rætt aftur og aftur við for­ystu­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins, Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins og Íhalds­flokks­ins var eini mögu­leiki Lars Løkk­e sá að mynda minni­hluta­stjórn Ven­stre flokks­ins.  Það var stjórnin sem hann kynnti Mar­gréti Þór­hildi drottn­ingu í gær og hún lagði blessun sína yfir.  Lars Løkk­e Rasmus­sen kynnti ráð­herra sína í morg­un, eins og venjan býður þegar ný stjórn tekur við.

Sautján ráð­herrarRáð­herr­arnir verða sam­tals sautján. Tíu þeirra hafa áður gegnt ráð­herra­emb­ætt­um. Reynd­asti mað­ur­inn í hópnum er Ber­tel Haarder sem fyrsta var kjör­inn á þing árið 1975. Hann verður menn­ing­ar-og kirkju­mála­ráð­herra. Claus Hjort Frederik­sen verður fjár­mála­ráð­herra, hann gegndi sama emb­ætti í stjórn Lars Løkk­e frá 2009-2011 en hafði þá verið atvinnu­mála­ráð­herra frá 2001. Krist­ian Jen­sen vara­for­maður Ven­stre verður utan­rík­is­ráð­herra, Søren Pind, einn nán­asti sam­starfs­maður Lars Løkk­e verður dóms­mála­ráð­herra og Inger Stöjberg, sem einnig er í innsta valda­hring flokks­ins verður ráð­herra útlend­inga-inn­flytj­enda og hús­næð­is­mála.

Í stjórn­inni verður sér­stakur ráð­herra mál­efna aldr­aðra, því emb­ætti gegnir Sophi­e Løhde sem jafn­framt verður heil­brigð­is­ráð­herra. Nokkra athygli vekur að ekki verður í nýju stjórn­inni sér­stakur Evr­ópu­mála­ráð­herra en Lars Løkk­e hefur margoft lýst yfir nauð­syn þess að Dan­mörk eigi sterkan málsvara til vinna að málum Dana innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Einn nýju ráð­herr­anna á ekki sæti á þingi, það er atvinnu­mála­ráð­herr­ann Jørn Neergaard Larsen, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka danskra atvinnu­rek­enda.

Danskir stjórn­mála­skýrendur eru sam­mála um að þessi nýja rík­is­stjórn sé afar veik, hefur aðeins 34 þing­menn af 179 og verður því að reiða sig á stuðn­ing ann­arra flokka í hverju ein­asta máli sem hún vill koma í gegnum þing­ið.  "L­ars Løkke verður að sitja við sikk sakk sauma­vél­ina dag og nótt til koma málum áfram og semja út og suður um nán­ast hvað sem er” sagði blaða­maður Berl­ingske. Danskar minni­hluta­stjórnir hafa sjaldn­ast orðið lang­lífar og stjórn­mála­skýrendur dönsku fjöl­miðl­anna spá því að þessi nýja stjórn lifi í hæsta lagi tvö ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None