Mögnuð heimsókn til Spotify - Aldrei kreppa í tónlist

spotify.jpg
Auglýsing

Á dög­unum heim­sótti Kjarn­inn höf­uð­stöðvar Spotify í Stokk­hólmi við Birger Jarls­götu. Það var skemmti­legt og áhuga­vert. Ekki síst af því að maður telur sig þekkja ­Spotify út og inn, það er þjón­ust­una sem slíka. Sem kúnni og not­andi hug­bún­að­ar­ins á hverjum degi. En það var erfitt að ímynda sér hvað þetta er magnað fyr­ir­tæki og hvað upp­gang­ur­inn hefur verið hrað­ur.

Fyr­ir­ utan skrif­stof­urnar var skilti þar sem því var fagnað að fjöldi með Prem­ium áskrift (áskrift sem veitir fullan aðgang að allri tón­list á Spoti­fy) á heims­vísu væri nú 10 millj­ón­ir. Sé miðað við 10 dali í kostnað á mán­uði fyrir hverja áskrift, þá gerir það fjár­streymi upp á 100 millj­ónir dala á mán­uði, eða sem nemur um 12 millj­örðum á mán­uði. Það gerir 144 millj­arðar á ári. Spotify sam­fé­lagið stækkar hratt og umfangið með.

Nokkrir punktar sitja í manni eftir þessa heim­sókn, sem ég deili hér með ykk­ur. ­Spotify er eitt allra árang­urs­mesta frum­kvöðla­fyr­ir­tæki í sögu Norð­ur­land­anna. 

Auglýsing

- Um 70 pró­sent af inn­kom­unni fer til tón­list­ar­iðn­að­ar­ins. Útgáfu­fyr­ir­tækin taka lang­mest til sín, á meðan tón­list­ar­fólkið fær minna beint. Það hefur verið mikið debate í gangi um þetta, og verður eflaust alltaf. En heilt yfir þá er Spotify stofnað bein­línis vegna þess að það var fyrir hendi vanda­mál á mark­aði með tón­list vegna ólölegs nið­ur­hals ekki síst og síminnk­andi tekna af sölu á diskum og slíkum varn­ingi.

- Fyr­ir­tækið vinnur eftir þeirri aðferð­ar­fræði að upp­lýsa alla starfs­menn mjög ítar­lega um allt sem stjórn­endur eru að hugsa og halda reglu­lega fundi í stórum sal (hann var hrika­lega  flott­ur!) þar sem farið er yfir hvar fyr­ir­tækið er statt og hvert það er að fara. Sá sem fór með okkur um fyr­ir­tækið sagði það vera magnað að allir héldu trúnað um þessi mál, og væru með­vit­aðir um að margt sem væri verið að ræða og kynna væri við­kvæmt. Þetta hljómar kannski svipað og gert er í öðrum fyr­ir­tækj­um, en það er það ekki, eins og þessu var lýst fyrir okk­ur. Þetta er mun ítar­legra en gengur og ger­ist. Stjórn­end­urnir ná að hugsa upp­hátt, svo að segja. Stefnan verður lif­andi og allir starfs­menn taka virkan þátt í henni.

- Starfs­manna­hópnum er skipt upp í teymi sem vinna saman að öllum mark­mið­um, og hafa sjálf­stæði um hvernig farið er að, innan þess ramma sem verk­efni þeirra marka. Þetta var mjög flott og setti mik­inn svip á vinnu­stað­inn; teymi að störfum hér og þar, svo­lítið afmörkuð frá hinum stundum en opin fund­ar­rými tengdu svæðið saman (hönn­unin á öllu var auð­vitað mögn­uð, og mikið lagt í starfs­að­stöð­una, leik­her­bergi fyrir krakka starfs­manna og slíkt. Ævin­týra­legt magn örbylgju­ofna, Svíar eru víst óðir í örbylgju­mat! Fólki verður að líða vel í vinn­unni, góður frasi það). 

- Spotify var launch-að í októ­ber 2008. Þá var svona dass óvissa á mörk­uðum og óljóst rekstr­ar­um­hverfi. Nú, sex árum síð­ar, er ljóst að þetta var afar góð tíma­setn­ing og ekki til­vilj­un. Stra­tegían var að vera on top of things þegar snjall­síma- og spjald­tölvu­bylt­ingin færi um heim­inn; vaxa með henni. Svo má nú segja, að þó partý­inu hafi lokið hjá bönk­unum í októ­ber 2008 - eða í það minnsta hjá mörgum þeirra - þá hélt tón­listin áfram að hljóma. Fólk hefur alltaf áhuga á tón­list, það er aldrei nein kreppa í henni.

- Mikið er lagt upp úr því hjá Spotify að rétta fólkið sé ráðið í vinnu. Mjög miklar kröfur eru gerðar til for­rit­ara og strangt kerfi sett upp við ráðn­ing­ar, sem á að passa upp á að gott fólk sé ráð­ið. Til marks um það, þá hefur fyr­ir­tækið aldrei sagt upp starfs­manni! Ef hlut­irnir eru ekki að ganga, þá er unnið með fólk­inu og vanda­málin greind. Styrk­leikar fólks eru mis­mun­andi og Spotify telur að fólkið hljóti að vera nógu gott fyrst það komst í gegnum nál­ar­aug­að. Starfs­manna­veltan er því minni en gengur og ger­ist, þó vita­skuld hætti alltaf ein­hverj­ir, t.d. vegna flutn­inga, nýrra starfa eða náms. En þá er passað upp á að sá sem komi í stað­inn sé jafn góður eða betri. Með þessu móti tekst að búa til gríð­ar­lega þéttan hóp, góðan móral, metnað og sam­fé­lags­lega hugs­un; þá sömu og Spotify leggur upp með að við­skipta­vinir finni fyr­ir; að þeir séu hluti af Spoti­fy-­sam­fé­lag­inu.

- Eftir að heim­sókn­inni lauk var ég mjög hugsi yfir því hvað þetta getur raun­veru­lega orðið stórt fyr­ir­tæki, einkum og sér í lagi útaf einu; gögnum og not­enda­upp­lýs­ing­um. Spotify veit hvað umheim­ur­inn er að hlusta á, við allar mögu­legar aðstæð­ur, út frá aldri, stöðu, áhuga­mál­um, stað­setn­ingu og fleiri smá­at­rið­um. Margt smátt gerir eitt stórt þegar að kemur að gögn­un­um. Fyr­ir­tækið er varla byrjað að nýta sér þetta að neinu marki, en það má rétt ímynda sér hvaða áhrif það getur haft á tón­list­ar­iðn­að­inn til fram­tíð­ar, þegar byrjað er að greina Spoti­fy-­sam­fé­lagið ofan í dýpstu ræt­ur. Núna eru starfs­menn að störfum á átján stöðum um allan heim og þeim fjölgar hratt. Það mun ekki líða á löngu þar til nýjar vörur koma fram á sjón­ar­sviðið frá þessu magn­aða fyr­ir­tæki.

(Þessar pæl­ingar birt­ust fyrst inn á Face­book síð­unni minni, en það er alveg eins gott að deila þeim með les­endum Kjarn­ans. Ég læt hér fylgja með einn góðan Spoti­fy-laga­lista sem ég kalla mánu­dag. Mik­il­vægt að sá listi gefi réttan tón fyrir vik­una).

photo 1 (1) 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None