Mun þétting byggðar fylla skólana í borginni?

Með þéttingu byggðar og fólksfjölgun í Reykjavíkurborg má vænta þess að börnum fjölgi í sumum grónum hverfum borgarinnar – fyrir utan nýju hverfin. Kjarninn kannaði hvernig áætlanir borgarinnar um grunnskóla- og leikskólamál líta út til næstu ára.

Borgin hefur verið að vinna með það að markmiði að hægt verði að bjóða öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur innan nokkurra ára.
Borgin hefur verið að vinna með það að markmiði að hægt verði að bjóða öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur innan nokkurra ára.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg býst við því að á næstu árum þurfi að bregð­ast við auk­inni fólks­fjölgun í Vest­ur­bæ, Mið­borg, Hlíð­um, Laug­ar­dal og Háa­leiti með því meðal ann­ars að stækka leik­skóla með við­bygg­ingum og nýjum leik­skóla­deildum sem ýmist verði í var­an­legu hús­næði, eða fær­an­legu, sem nýta má til að mæta breyt­ingum á þróun íbúa­fjölda í hverfum borg­ar­inn­ar.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svörum skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem send var til þess að fá fram hvernig borgin sæi fyrir sér að skóla­mál í borg­inni þró­uð­ust sam­fara upp­bygg­ingu hús­næð­is.

Áætl­anir borg­ar­innar gera jú ráð fyrir því að á næstu árum bygg­ist upp tölu­vert mikið af nýjum íbúðum inni í grónum hverfum borg­ar­innar – ekki síst umhverfis legu fyr­ir­hug­aðrar Borg­ar­línu – og vænt­an­lega flytja þangað ein­hver börn.

Nýir grunn­skólar í nýjum og stækk­andi hverfum

Fyr­ir­spurnin til borg­ar­innar laut bæði að leik­skólum og grunn­skól­um. Hvað grunn­skóla varðar segir borgin að nýir grunn­skólar séu skipu­lagðir víða um borg­ina í tengslum við upp­bygg­ingu hús­næð­is. Þannig eru nýir grunn­skólar á áætl­unum í Skerja­firði, Voga­byggð, Ártúns­höfða og Bryggju­hverfi, en þetta eru þau svæði í borg­inni þar sem stendur til að byggja mest af nýjum íbúðum á næsta ára­tug eða svo.

Eins og Kjarn­inn rakti fyrr á árinu er gert ráð fyrir því að íbúðir í hinu nýja borg­ar­hluta á Ártúns­höfða verði jafn­vel um 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­­­byggt, en það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­­ar­vogi í dag. Land­svæðið í nýja borg­ar­hlut­anum er hins vegar rösk­lega fjórum sinnum minna.

Þrír nýir grunnskólar eiga að byggjast upp í hinum nýja borgarhluta í Elliðaárvogi/Ártúnshöfða.

Auk þess er tekið fram að borgin hafi keypt Vörðu­skóla, sem stendur við Bar­óns­stíg, við hlið Aust­ur­bæj­ar­skóla. Til­gangur þeirra kaupa var að byggja upp safn­skóla á ung­linga­stigi í ljósi áætl­aðrar fjölg­unar íbúa til fram­tíðar á þessu svæði, en Aust­ur­bæj­ar­skóli er eini grunn­skól­inn sem Reykja­vík­ur­borg rekur í mið­borg­inni í dag.

Borgin rekur í dag alls 36 almenna grunn­skóla í hverfum borg­ar­inn­ar, auk tveggja sér­skóla. Til við­bótar eru sex einka­reknir skólar í Reykja­vík og alls stunda um 15.500 nem­endur nám í þessum skólum í dag.

Leik­skólar sumir að opna og aðrir á skipu­lagi

Hvað leik­skól­ana varðar segir skóla- og frí­stunda­svið í svörum til Kjarn­ans að nýir leik­skólar séu skipu­lagðir víðs­vegar um borg­ina.

Auglýsing

Þar á meðal er gert ráð fyrir leik­skólum á upp­bygg­ing­ar­svæðum í Skerja­firði, Voga­byggð og einnig í Völvu­felli í Breið­holti „á allra næstu árum“ en lengra er í að leik­skólar sem eru í skipu­lagi á Ártúns­höfða og í Bryggju­hverfi verði byggðir og teknir í notk­un.

Aðrir leik­skólar eru nær því að opna og sagðir gera það á „kom­andi miss­erum“ en þeir eru hinn svo­kall­aði „mið­borg­ar­leik­skóli“ við Njáls­götu, leik­skól­inn við Klepps­veg (Brák­ar­borg-Sund), auk þess sem leik­skólar eiga að opna í Safa­mýri, á Kirkju­sandi og í Brí­et­ar­túni.

Ævin­týra­borgir til að brúa bilið

Leik­skóla­málin eru mála­flokkur sem núver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti sagð­ist ætla sér að taka föstum tökum í upp­hafi yfir­stand­andi kjör­tíma­bils. „Við viljum brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla með fjölgun ung­barna­deilda og bygg­ingu nýrra leik­skóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dag­for­eldrum,“ segir auk ann­ars í meiri­hluta­sátt­mála Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og VG.

Nokkur gagn­rýni hefur þó verið á að inn­ritun á leik­skóla sé ekki í takt við mark­mið borg­ar­yf­ir­valda, sem hafa verið að öll 18 mán­aða börn eigi að geta gengið að leik­skóla­plássi vísu og hafa ein­sett sér að lækka þann aldur niður í 12 mán­aða börn, svo hægt væri að bjóða upp á leik­skóla­pláss um leið og fæð­ing­ar­or­lofi slepp­ir.

Frá kynningu nýs borgarstjórnarmeirihluta vorið 2018. Mynd: Bára Huld Beck.

Í frétt Rík­is­út­varps­ins frá því í febr­úar kom fram að um 200 börn sem orðin væru 18 mán­aða biðu eftir því að kom­ast að á leik­skólum og að rúm­lega 540 börn sem hefðu náð eins árs aldri væru að auki á biðlista eftir plássi.

Til við­bót­ar, sagði Helgi Gríms­son sviðs­stjóri, voru um 400 börn á biðlistum eftir því að fá færslu á annan leik­skóla, til dæmis leik­skóla sem væru nær heim­ili eða vinnu­stað for­eldra. Það væri því ýmis­legt til að leysa úr, í leik­skóla­mál­un­um.

Nýlega kynnti borgin til sög­unnar tíma­bundnar lausnir til þess að fjölga leik­skóla­pláss­um. Þetta verða nýir fær­an­legir leik­skól­ar, sem borgin kallar Ævin­týra­borgir.

Þær verða stað­settar við Egg­erts­götu, Naut­hóls­veg, Vörðu­skóla og í Voga­byggð og eiga að verða til­búnar til notk­unar á allra næstu mán­uð­um, sam­kvæmt svörum skóla- og frí­stunda­sviðs. Alls eiga þetta að verða um 340 ný leik­skóla­pláss.

Alls rekur skóla- og frí­stunda­svið 63 leik­skóla þar sem dvelja um 5.200 börn. Að auki eru sautján sjálf­stætt starf­andi leik­skólar eru í borg­inni og alls eru leik­skóla­börnin um 6.450 tals­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef borg­ar­inn­ar.

Boða að bætt verði í Brúum bilið

Sam­kvæmt svörum sviðs­ins er í leik­skóla­mál­unum unnið eftir aðgerða­á­ætl­un­inni Brúum bilið hvað leik­skóla­málin varð­ar, en sú ætlun sem sam­þykkt var undir lok árs 2020 gerði ráð fyrir því að fjölga leik­skóla­plássum um 700-750 fram til árs­loka 2023.

„Nú er verið að end­ur­skoða þá áætlun og fjölga enn frekar plássum til að mæta auknum íbúa­fjölda og verður sú áætlun kynnt fyrir ára­mót. Þá er verið að vinna áætlun til næstu ára varð­andi við­bygg­ingar við leik­skóla og grunn­skóla og end­ur­skoða áætlun um grunn- og leik­skóla sem tengj­ast nýjum hverf­um,“ segir í svari skóla- og frí­stunda­sviðs borg­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar