Mun þétting byggðar fylla skólana í borginni?

Með þéttingu byggðar og fólksfjölgun í Reykjavíkurborg má vænta þess að börnum fjölgi í sumum grónum hverfum borgarinnar – fyrir utan nýju hverfin. Kjarninn kannaði hvernig áætlanir borgarinnar um grunnskóla- og leikskólamál líta út til næstu ára.

Borgin hefur verið að vinna með það að markmiði að hægt verði að bjóða öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur innan nokkurra ára.
Borgin hefur verið að vinna með það að markmiði að hægt verði að bjóða öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur innan nokkurra ára.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg býst við því að á næstu árum þurfi að bregð­ast við auk­inni fólks­fjölgun í Vest­ur­bæ, Mið­borg, Hlíð­um, Laug­ar­dal og Háa­leiti með því meðal ann­ars að stækka leik­skóla með við­bygg­ingum og nýjum leik­skóla­deildum sem ýmist verði í var­an­legu hús­næði, eða fær­an­legu, sem nýta má til að mæta breyt­ingum á þróun íbúa­fjölda í hverfum borg­ar­inn­ar.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svörum skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem send var til þess að fá fram hvernig borgin sæi fyrir sér að skóla­mál í borg­inni þró­uð­ust sam­fara upp­bygg­ingu hús­næð­is.

Áætl­anir borg­ar­innar gera jú ráð fyrir því að á næstu árum bygg­ist upp tölu­vert mikið af nýjum íbúðum inni í grónum hverfum borg­ar­innar – ekki síst umhverfis legu fyr­ir­hug­aðrar Borg­ar­línu – og vænt­an­lega flytja þangað ein­hver börn.

Nýir grunn­skólar í nýjum og stækk­andi hverfum

Fyr­ir­spurnin til borg­ar­innar laut bæði að leik­skólum og grunn­skól­um. Hvað grunn­skóla varðar segir borgin að nýir grunn­skólar séu skipu­lagðir víða um borg­ina í tengslum við upp­bygg­ingu hús­næð­is. Þannig eru nýir grunn­skólar á áætl­unum í Skerja­firði, Voga­byggð, Ártúns­höfða og Bryggju­hverfi, en þetta eru þau svæði í borg­inni þar sem stendur til að byggja mest af nýjum íbúðum á næsta ára­tug eða svo.

Eins og Kjarn­inn rakti fyrr á árinu er gert ráð fyrir því að íbúðir í hinu nýja borg­ar­hluta á Ártúns­höfða verði jafn­vel um 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­­­byggt, en það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­­ar­vogi í dag. Land­svæðið í nýja borg­ar­hlut­anum er hins vegar rösk­lega fjórum sinnum minna.

Þrír nýir grunnskólar eiga að byggjast upp í hinum nýja borgarhluta í Elliðaárvogi/Ártúnshöfða.

Auk þess er tekið fram að borgin hafi keypt Vörðu­skóla, sem stendur við Bar­óns­stíg, við hlið Aust­ur­bæj­ar­skóla. Til­gangur þeirra kaupa var að byggja upp safn­skóla á ung­linga­stigi í ljósi áætl­aðrar fjölg­unar íbúa til fram­tíðar á þessu svæði, en Aust­ur­bæj­ar­skóli er eini grunn­skól­inn sem Reykja­vík­ur­borg rekur í mið­borg­inni í dag.

Borgin rekur í dag alls 36 almenna grunn­skóla í hverfum borg­ar­inn­ar, auk tveggja sér­skóla. Til við­bótar eru sex einka­reknir skólar í Reykja­vík og alls stunda um 15.500 nem­endur nám í þessum skólum í dag.

Leik­skólar sumir að opna og aðrir á skipu­lagi

Hvað leik­skól­ana varðar segir skóla- og frí­stunda­svið í svörum til Kjarn­ans að nýir leik­skólar séu skipu­lagðir víðs­vegar um borg­ina.

Auglýsing

Þar á meðal er gert ráð fyrir leik­skólum á upp­bygg­ing­ar­svæðum í Skerja­firði, Voga­byggð og einnig í Völvu­felli í Breið­holti „á allra næstu árum“ en lengra er í að leik­skólar sem eru í skipu­lagi á Ártúns­höfða og í Bryggju­hverfi verði byggðir og teknir í notk­un.

Aðrir leik­skólar eru nær því að opna og sagðir gera það á „kom­andi miss­erum“ en þeir eru hinn svo­kall­aði „mið­borg­ar­leik­skóli“ við Njáls­götu, leik­skól­inn við Klepps­veg (Brák­ar­borg-Sund), auk þess sem leik­skólar eiga að opna í Safa­mýri, á Kirkju­sandi og í Brí­et­ar­túni.

Ævin­týra­borgir til að brúa bilið

Leik­skóla­málin eru mála­flokkur sem núver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti sagð­ist ætla sér að taka föstum tökum í upp­hafi yfir­stand­andi kjör­tíma­bils. „Við viljum brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla með fjölgun ung­barna­deilda og bygg­ingu nýrra leik­skóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dag­for­eldrum,“ segir auk ann­ars í meiri­hluta­sátt­mála Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og VG.

Nokkur gagn­rýni hefur þó verið á að inn­ritun á leik­skóla sé ekki í takt við mark­mið borg­ar­yf­ir­valda, sem hafa verið að öll 18 mán­aða börn eigi að geta gengið að leik­skóla­plássi vísu og hafa ein­sett sér að lækka þann aldur niður í 12 mán­aða börn, svo hægt væri að bjóða upp á leik­skóla­pláss um leið og fæð­ing­ar­or­lofi slepp­ir.

Frá kynningu nýs borgarstjórnarmeirihluta vorið 2018. Mynd: Bára Huld Beck.

Í frétt Rík­is­út­varps­ins frá því í febr­úar kom fram að um 200 börn sem orðin væru 18 mán­aða biðu eftir því að kom­ast að á leik­skólum og að rúm­lega 540 börn sem hefðu náð eins árs aldri væru að auki á biðlista eftir plássi.

Til við­bót­ar, sagði Helgi Gríms­son sviðs­stjóri, voru um 400 börn á biðlistum eftir því að fá færslu á annan leik­skóla, til dæmis leik­skóla sem væru nær heim­ili eða vinnu­stað for­eldra. Það væri því ýmis­legt til að leysa úr, í leik­skóla­mál­un­um.

Nýlega kynnti borgin til sög­unnar tíma­bundnar lausnir til þess að fjölga leik­skóla­pláss­um. Þetta verða nýir fær­an­legir leik­skól­ar, sem borgin kallar Ævin­týra­borgir.

Þær verða stað­settar við Egg­erts­götu, Naut­hóls­veg, Vörðu­skóla og í Voga­byggð og eiga að verða til­búnar til notk­unar á allra næstu mán­uð­um, sam­kvæmt svörum skóla- og frí­stunda­sviðs. Alls eiga þetta að verða um 340 ný leik­skóla­pláss.

Alls rekur skóla- og frí­stunda­svið 63 leik­skóla þar sem dvelja um 5.200 börn. Að auki eru sautján sjálf­stætt starf­andi leik­skólar eru í borg­inni og alls eru leik­skóla­börnin um 6.450 tals­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef borg­ar­inn­ar.

Boða að bætt verði í Brúum bilið

Sam­kvæmt svörum sviðs­ins er í leik­skóla­mál­unum unnið eftir aðgerða­á­ætl­un­inni Brúum bilið hvað leik­skóla­málin varð­ar, en sú ætlun sem sam­þykkt var undir lok árs 2020 gerði ráð fyrir því að fjölga leik­skóla­plássum um 700-750 fram til árs­loka 2023.

„Nú er verið að end­ur­skoða þá áætlun og fjölga enn frekar plássum til að mæta auknum íbúa­fjölda og verður sú áætlun kynnt fyrir ára­mót. Þá er verið að vinna áætlun til næstu ára varð­andi við­bygg­ingar við leik­skóla og grunn­skóla og end­ur­skoða áætlun um grunn- og leik­skóla sem tengj­ast nýjum hverf­um,“ segir í svari skóla- og frí­stunda­sviðs borg­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar