James Meadway er aðalhagfræðingur New Economics Foundation (NEF), sem er hugveita í London. Meginmarkmið NEF eru að fást við hagfræðilegar lausnir sem stuðla að réttlæti í félags-, efnahags- og umhverfismálum.
Í apríl 2013, birti NEF skýrslu eftir James Meadway um niðurskurðarstefnu stjórnvalda í Bretlandi eftir kreppu.
Að hans mati var stefnan byggð á tveimur forsendum sem ekki stóðust. Í fyrsta lagi var því haldið fram að einkagerinn myndi fylla það skarð sem skapaðist með niðurskurði. Raunin er sú að fjárfestingar hafa verið langt undir spám og sýna ekki nægan bata. Í öðru lagi, gerði stefnan ráð fyrir vexti í útflutningi. Þrátt fyrir fall pundsins um tuttugu prósent frá árinu 2007, hefur útflutningur verið óstöðugur og ekki vaxið sem skyldi.
Í viðtali við Kjarnann, talar Meadway um hvað þessi stefna hefur leikið breskt samfélag grátt og færir rök fyrir því hvers vegna aðrar lausnir, sem byggja á skynsamlegri dreifingu gæða, séu líklegri til árangurs. Meadway og félagar hafa kynnt sér málefni Íslands og ræðir hann m.a. reynslu Íslands af fjármálakreppunni í þessu áhugaverða viðtali.
https://vimeo.com/122188644