Ný þróunarmarkmið - breytingin byrjar heima

un-building.jpg
Auglýsing

Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna er búið að sam­þykkja háleit heims­mark­mið fyrir sjálf­bæra þró­un, sem munu leysa af hólmi þús­ald­ar­mark­mið sam­tak­anna. Fyrir árið 2030 á að útrýma hungri og örbirgð, ná kynja­jafn­rétti, tryggja öllum jarð­ar­búum hreint  drykkj­ar­vatn, næga orku og örugg hús. Og þetta er bara sýn­is­horn.

Heims­mark­miðin munu vera horn­steinn­inn í stefnu og starfi Sam­ein­uðu þjóð­anna næstu 15 árin. Í stað­inn fyrir átta hnit­miðuð þús­ald­ar­mark­mið sem beindu athygl­inni þangað sem neyðin var mest, koma nú sautján yfir­grips­mikil þró­un­ar­mark­mið sem vekja athygli á vel flestu sem betur má fara í heim­in­um. Þessi mark­mið stað­næm­ast ekki við að eyða sjúk­dómum og hungri í fátæk­ari lönd­um. Nýju mark­miðin krefj­ast þess líka að við á Vest­ur­löndum breytum því hvernig við lif­um.

Auð­melt þús­ald­ar­mark­mið



Sagan segir að hin upp­runa­legu þús­ald­ar­mark­mið hafi verið skrifuð niður á bak­hlið serví­ettu yfir hádeg­is­mat í mötu­neyti Alþjóða­bank­ans. Flest þeirra eru ein­föld mark­mið til að bæta líf þeirra allra fátæk­ustu í heim­inum á mæl­an­legan hátt fyrir árs­lok 2015, með beinni aðstoð og fjár­mögnun frá rík­ari lönd­um. Þau náðu að beina kröftum allra landa í sömu átt, til að bæta úr krefj­andi vanda­málum með sam­stilltu átaki. Lík­lega er það lyk­ill­inn að þeim árangri sem þó hefur náðst í átt að þús­ald­ar­mark­mið­un­um. Þetta eru auð­skilj­an­leg, og að mörgu leyti auð­fram­kvæm­an­leg mark­mið, sem flestir geta verið sam­mála um.

Það er engin rík­is­stjórn mót­fallin því að bjarga lífum ung­barna; eng­inn and­vígur því að fólk eigi að hafa hreint drykkj­ar­vatn. (Reyndar hafa fram­far­irnar verið seig­fljót­andi í átt að rétt­indum kvenna og betri mæðra­heilsu, enda gjarnan póli­tískt bit­bein á alþjóða­vett­vang­i.) Þús­ald­ar­mark­miðin hafa hins vegar verið gagn­rýnd fyrir að beina sjónum að ein­kennum fátæktar og dreifa athygl­inni frá rótum vand­ans, svo sem vax­andi mis­skipt­ingu ver­ald­legra gæða í heim­inum og lofts­lags­breyt­ing­um.

Auglýsing

Nú leysum við vanda­mál heims­ins



Með nýju þró­un­ar­mark­mið­unum á hins vegar að taka til hend­inni og leysa vanda­mál heims­ins, ekki bara vanda­mál fátæka fólks­ins. Þá nægir ekki lengur að grafa brunna í Afr­íku og byggja skóla í Afganist­an. Nýju mark­miðin krefj­ast þess líka að hinir ríku hugi að eigin stjórn­háttum og lifn­að­ar­hátt­um. Þau krefj­ast þess meðal ann­ars að við á Vest­ur­löndum minnkum mengun og drögum úr neyslu. Þau eru einnig undir því komin að vest­ræn ríki hleypi hinum fátæk­ari að kjöt­kötl­unum og dragi mark­visst úr ójöfn­uði.

Að auki á að ganga enn hraust­legar til verks. Ekk­ert hálf­kák í þetta skipt­ið. Þús­ald­ar­mark­miðið um hungur var að helm­ingi færri skyldu líða hungur árið 2015 en árið 1990. Nú skulu bæði hungur og nær­ing­ar­skortur verða úr sög­unni. Hvert ein­asta manns­barn á að hafa aðgang að nægum og nær­ing­ar­ríkum mat alltaf. Þrátt fyrir að þús­ald­ar­mark­miðið um að minnka barna­dauða um tvo þriðju hafi ekki náð­st, þá er samt stefnt að því að árið 2030 skuli engin börn undir skóla­aldri lát­ast af kvillum sem hægt er að koma í veg fyr­ir.

Hinn besti allra heima



Líkt og flestir aðrir alþjóða­sátt­málar, -samn­ingar og yfir­lýs­ingar eru heims­mark­miðin ekki eitt­hvað sem verður til í með­förum leið­tog­anna sem sam­þykkja þau núna. Að baki liggur rúm­lega tveggja ára ferli. Ísland hefur beitt sér hart til að meðal ann­ars rétt­indi kvenna og umhverf­is­mál fái sinn stað í skjal­inu. Að sama skapi hafa önnur lönd, félaga­sam­tök, stofn­anir og aðrir aðilar barist fyrir því að fá sín hugð­ar- og áhyggju­efni inn.

Úr því verður langur listi og á köflum útópísk­ur. Ef fyr­ir­sögnin á þús­ald­ar­mark­mið­unum hinum fyrstu væri “sam­ein­umst hjálpum þeim”, þá gætu nýju heims­mark­miðin verið vers úr lag­inu Imagine eftir John Lennon. Hér er hugs­unin ekki: hverju getum við áork­að? held­ur: hvað þarf að bæta til þess að við getum öll lifað í sátt og sam­lyndi, mett og sæl?

Jafn­ingjar og jöfn­uður



Það er þarft að beina sjónum að rótum vanda­mál­anna og því að allir þurfa að leggja sitt af mörkum og líta í eigin barm. Nýju mark­miðin leysa af hólmi hefð­bundna þró­un­ar­nálgun sem á tíðum hefur farið út í óheil­brigða yfir­burða­hugsun vest­rænna ríkja á kostnað hinna fátæk­ari.

Hér kveður við annan tón. Þetta eru ekki fyr­ir­mæli og pen­inga­að­stoð frá ríkum til fátækra, heldur jafn­ingja­nálgun og jafn­að­ar­hugsun sem er sjald­gæf í alþjóða­stjórn­mál­um. Það er í raun­inni ótrú­legt að leið­togar heims­ins séu búnir að sam­þykkja svo rót­tækan lista. Hann gæti nán­ast farið í kennslu­bækur stjórn­mála­heim­spek­innar yfir til­raunir mann­kyns til að búa til hið full­komna sam­fé­lag mann­anna.

Grýtt braut – en eina leiðin



Því miður eru veik­leik­arnir ekki ein­skorð­aðir við háleit mark­mið og víð efn­is­tök. Nú er búið að skil­greina vanda­mál og verk­efna­lista heims­byggð­ar­innar á svo yfir­grips­mik­inn hátt að það þarf að halda mjög vel á spöð­unum til að hver þjóð hverfi ekki til síns heima og vinni að sínum hugð­ar­efnum – af því þau eru á list­an­um. Ísland gæti sagt: já, en við erum að berj­ast gegn mengun hafs­ins, það er sam­eig­in­legt vanda­mál heims­byggð­ar­inn­ar. Og Nor­egur gæti sagt: já, en við erum að bólu­setja börn um allan heim, það er líka á list­an­um. Á meðan myndu önnur erfið póli­tísk bit­bein sitja á hak­anum og fá litla athygli því allir eru jú að vinna í verk­efna­list­an­um.

Nýju markmiðin leysa af hólmi hefðbundna þróunarnálgun sem á tíðum hefur farið út í óheilbrigða yfirburðahugsun vestrænna ríkja á kostnað hinna fátækari. Mynd: EPA. Nýju mark­miðin leysa af hólmi hefð­bundna þró­un­ar­nálgun sem á tíðum hefur farið út í óheil­brigða yfir­burða­hugsun vest­rænna ríkja á kostnað hinna fátæk­ari. Mynd: EPA.

Það er nefni­lega ekk­ert alþjóð­legt yfir­vald sem getur sektað eða skammað ríki sem ekki vinnur heima­vinn­una sína og tekur til í eigin ranni. Ríkin hafa bundið sig af eigin vilja og munu setja sér sínar eigin áætl­anir um það hvernig á að ná mark­mið­un­um. En jafn­ingja­þrýst­ing­ur­inn á alþjóða­sam­starfi er sterkur og það eru til margar leiðir til að þvinga og þrýsta á.

Því hér verða allir að taka þátt og leggja sitt af mörk­um. Þetta er sam­komu­lag sem tekur inn í mynd­ina að vanda­mál heims­ins eru sam­sett. Það er ekki hægt að bæta heilsu án þess að minnka fátækt, ekki hægt að útrýma hungri án þess að stöðva lofts­lags­breyt­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None