Ný þróunarmarkmið - breytingin byrjar heima

un-building.jpg
Auglýsing

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er búið að samþykkja háleit heimsmarkmið fyrir sjálfbæra þróun, sem munu leysa af hólmi þúsaldarmarkmið samtakanna. Fyrir árið 2030 á að útrýma hungri og örbirgð, ná kynjajafnrétti, tryggja öllum jarðarbúum hreint  drykkjarvatn, næga orku og örugg hús. Og þetta er bara sýnishorn.

Heimsmarkmiðin munu vera hornsteinninn í stefnu og starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Í staðinn fyrir átta hnitmiðuð þúsaldarmarkmið sem beindu athyglinni þangað sem neyðin var mest, koma nú sautján yfirgripsmikil þróunarmarkmið sem vekja athygli á vel flestu sem betur má fara í heiminum. Þessi markmið staðnæmast ekki við að eyða sjúkdómum og hungri í fátækari löndum. Nýju markmiðin krefjast þess líka að við á Vesturlöndum breytum því hvernig við lifum.

Auðmelt þúsaldarmarkmið


Sagan segir að hin upprunalegu þúsaldarmarkmið hafi verið skrifuð niður á bakhlið servíettu yfir hádegismat í mötuneyti Alþjóðabankans. Flest þeirra eru einföld markmið til að bæta líf þeirra allra fátækustu í heiminum á mælanlegan hátt fyrir árslok 2015, með beinni aðstoð og fjármögnun frá ríkari löndum. Þau náðu að beina kröftum allra landa í sömu átt, til að bæta úr krefjandi vandamálum með samstilltu átaki. Líklega er það lykillinn að þeim árangri sem þó hefur náðst í átt að þúsaldarmarkmiðunum. Þetta eru auðskiljanleg, og að mörgu leyti auðframkvæmanleg markmið, sem flestir geta verið sammála um.

Það er engin ríkisstjórn mótfallin því að bjarga lífum ungbarna; enginn andvígur því að fólk eigi að hafa hreint drykkjarvatn. (Reyndar hafa framfarirnar verið seigfljótandi í átt að réttindum kvenna og betri mæðraheilsu, enda gjarnan pólitískt bitbein á alþjóðavettvangi.) Þúsaldarmarkmiðin hafa hins vegar verið gagnrýnd fyrir að beina sjónum að einkennum fátæktar og dreifa athyglinni frá rótum vandans, svo sem vaxandi misskiptingu veraldlegra gæða í heiminum og loftslagsbreytingum.

Nú leysum við vandamál heimsins


Með nýju þróunarmarkmiðunum á hins vegar að taka til hendinni og leysa vandamál heimsins, ekki bara vandamál fátæka fólksins. Þá nægir ekki lengur að grafa brunna í Afríku og byggja skóla í Afganistan. Nýju markmiðin krefjast þess líka að hinir ríku hugi að eigin stjórnháttum og lifnaðarháttum. Þau krefjast þess meðal annars að við á Vesturlöndum minnkum mengun og drögum úr neyslu. Þau eru einnig undir því komin að vestræn ríki hleypi hinum fátækari að kjötkötlunum og dragi markvisst úr ójöfnuði.

Auglýsing

Að auki á að ganga enn hraustlegar til verks. Ekkert hálfkák í þetta skiptið. Þúsaldarmarkmiðið um hungur var að helmingi færri skyldu líða hungur árið 2015 en árið 1990. Nú skulu bæði hungur og næringarskortur verða úr sögunni. Hvert einasta mannsbarn á að hafa aðgang að nægum og næringarríkum mat alltaf. Þrátt fyrir að þúsaldarmarkmiðið um að minnka barnadauða um tvo þriðju hafi ekki náðst, þá er samt stefnt að því að árið 2030 skuli engin börn undir skólaaldri látast af kvillum sem hægt er að koma í veg fyrir.

Hinn besti allra heima


Líkt og flestir aðrir alþjóðasáttmálar, -samningar og yfirlýsingar eru heimsmarkmiðin ekki eitthvað sem verður til í meðförum leiðtoganna sem samþykkja þau núna. Að baki liggur rúmlega tveggja ára ferli. Ísland hefur beitt sér hart til að meðal annars réttindi kvenna og umhverfismál fái sinn stað í skjalinu. Að sama skapi hafa önnur lönd, félagasamtök, stofnanir og aðrir aðilar barist fyrir því að fá sín hugðar- og áhyggjuefni inn.

Úr því verður langur listi og á köflum útópískur. Ef fyrirsögnin á þúsaldarmarkmiðunum hinum fyrstu væri “sameinumst hjálpum þeim”, þá gætu nýju heimsmarkmiðin verið vers úr laginu Imagine eftir John Lennon. Hér er hugsunin ekki: hverju getum við áorkað? heldur: hvað þarf að bæta til þess að við getum öll lifað í sátt og samlyndi, mett og sæl?

Jafningjar og jöfnuður


Það er þarft að beina sjónum að rótum vandamálanna og því að allir þurfa að leggja sitt af mörkum og líta í eigin barm. Nýju markmiðin leysa af hólmi hefðbundna þróunarnálgun sem á tíðum hefur farið út í óheilbrigða yfirburðahugsun vestrænna ríkja á kostnað hinna fátækari.

Hér kveður við annan tón. Þetta eru ekki fyrirmæli og peningaaðstoð frá ríkum til fátækra, heldur jafningjanálgun og jafnaðarhugsun sem er sjaldgæf í alþjóðastjórnmálum. Það er í rauninni ótrúlegt að leiðtogar heimsins séu búnir að samþykkja svo róttækan lista. Hann gæti nánast farið í kennslubækur stjórnmálaheimspekinnar yfir tilraunir mannkyns til að búa til hið fullkomna samfélag mannanna.

Grýtt braut – en eina leiðin


Því miður eru veikleikarnir ekki einskorðaðir við háleit markmið og víð efnistök. Nú er búið að skilgreina vandamál og verkefnalista heimsbyggðarinnar á svo yfirgripsmikinn hátt að það þarf að halda mjög vel á spöðunum til að hver þjóð hverfi ekki til síns heima og vinni að sínum hugðarefnum – af því þau eru á listanum. Ísland gæti sagt: já, en við erum að berjast gegn mengun hafsins, það er sameiginlegt vandamál heimsbyggðarinnar. Og Noregur gæti sagt: já, en við erum að bólusetja börn um allan heim, það er líka á listanum. Á meðan myndu önnur erfið pólitísk bitbein sitja á hakanum og fá litla athygli því allir eru jú að vinna í verkefnalistanum.

Nýju markmiðin leysa af hólmi hefðbundna þróunarnálgun sem á tíðum hefur farið út í óheilbrigða yfirburðahugsun vestrænna ríkja á kostnað hinna fátækari. Mynd: EPA. Nýju markmiðin leysa af hólmi hefðbundna þróunarnálgun sem á tíðum hefur farið út í óheilbrigða yfirburðahugsun vestrænna ríkja á kostnað hinna fátækari. Mynd: EPA.

Það er nefnilega ekkert alþjóðlegt yfirvald sem getur sektað eða skammað ríki sem ekki vinnur heimavinnuna sína og tekur til í eigin ranni. Ríkin hafa bundið sig af eigin vilja og munu setja sér sínar eigin áætlanir um það hvernig á að ná markmiðunum. En jafningjaþrýstingurinn á alþjóðasamstarfi er sterkur og það eru til margar leiðir til að þvinga og þrýsta á.

Því hér verða allir að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Þetta er samkomulag sem tekur inn í myndina að vandamál heimsins eru samsett. Það er ekki hægt að bæta heilsu án þess að minnka fátækt, ekki hægt að útrýma hungri án þess að stöðva loftslagsbreytingar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None