Öfga-hægriflokkur gæti náð fótfestu í Portúgal

Portúgalir ganga að kjörkössunum á sunnudag, einu og hálfu ári á undan áætlun. Samkvæmt skoðanakönnunum gæti öfgaflokkurinn Chega bætt þar töluvert við sig og orðið þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins.

Leiðtogi Chega-flokksins, André Ventura, er hér fyrir miðju.
Leiðtogi Chega-flokksins, André Ventura, er hér fyrir miðju.
Auglýsing

Þrátt fyrir sögu­legan póli­tískan stöð­ug­leika, sér­stak­lega ef miðað er við lönd í sunn­an­verðri Evr­ópu, ganga Portú­galar að kjör­kössum á sunnu­dag, einu og hálfu ári á undan áætl­un. For­seti Portú­gals, Marcelo Rebelo de Sousa, leysti upp þingið og boð­aði til kosn­inga seint á síð­asta ári eftir að Sós­í­alista­flokkur Ant­onio Costa náði ekki að koma fjár­lögum í gegnum þing­ið.

Ástæðan fyrir því að fjár­laga­frum­varpið var fellt í þing­inu er sú að Komm­ún­ista­flokk­ur­inn og vinstri blokk­in, sem stóðu á bak við minni­hluta­stjórn Sós­í­alista­flokks­ins, studdu það ekki. Þetta var í fyrsta sinn sem fjár­laga­frum­varp er fellt í Portú­gal síðan lýð­ræði var tekið upp í land­inu 1974 - þegar landið losn­aði undan hinu fasíska Estado Novo (Nýja Rík­in­u), sem stýrt var af ein­ræð­is­herr­anum Ant­onio Sal­az­ar.

Sós­í­alistar dala í skoð­ana­könn­unum

Fylgi við flokk Antiono Costa hefur dalað í skoð­ana­könn­unum und­an­farnar vik­ur, úr 39% fylgi niður í 37%, en flokk­ur­inn fékk 36,4% í síð­ustu kosn­ing­um. Helsti and­stæð­ingur Sós­í­alista­flokks­ins, Sós­í­alde­mókrat­ar, bæta við sig fylgi og fara úr rúmum 27 í síð­ustu kosn­ingum í 33%. Sós­í­alistar eiga því langt í land með að ná meiri­hluta þing­sæta, en til þess þarf á bil­inu 42-45% atkvæða sam­kvæmt portú­gölskum lög­um. Á sama tíma hefur Vinstri blokkin misst eitt pró­sentu­stig af fylgi sínu frá því síð­ustu skoð­ana­könnun og mælist nú með sama fylgi og Komm­ún­ista­flokk­ur­inn, eða 5%. Margir telja að kjós­endur muni refsa þessum tveimur vinstri flokkum fyrir að steypa minni­hluta­stjórn­inni.

Auglýsing

Ant­onio Costa er þó af flestum tal­inn hæf­ari leið­togi en for­maður Sós­í­alde­mókrata, Rui Rio, en sundr­ung hefur ríkt innan flokks­ins und­an­farin ár. Þrisvar sinnum á síð­ustu fjórum árum hafa með­limir Sós­í­alde­mókrata reynt að steypa honum úr for­manns­stóli án árang­urs en margir hafa kallað eftir því að hann verði rót­tæk­ari gagn­vart Ant­onio Costa og Sós­í­alist­um.

„Costa er fæddur leið­togi og í augum kjós­enda er hann betur und­ir­bú­inn en Rui Rio,“ sagði stjórn­mála­fræði pró­fess­or­inn Mar­ina Costa Lobo í sam­tali við France 24.

Chega komið með nóg

Það sem vekur sér­staka athygli er að til­tölu­lega nýr stjórn­mála­flokk­ur, Chega (sem þýðir „Nóg“) gæti bætt við sig allt að 9 nýjum þing­mönnum en flokk­ur­inn fékk ekki nema eitt af 230 þing­sætum í síð­ustu kosn­ingum og yrði því þriðji stærsti flokk­ur­inn í Portú­gal sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. Chega hall­ast mikið til hægri miðað við aðra portú­galska stjórn­mála­flokka og hafa sumir stjórn­mála­skýrendur gengið svo langt að kalla hann öfga-hægri­flokk. Ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum Suð­ur­-­Evr­ópu­ríkjum hefur öfga-hægri­stefna ekki náð fót­festu í land­inu fyrr en nú.

Erfitt er að útskýra nákvæm­lega af hverju þessi popúl­íski flokkur er að fá slíkan með­byr en stjórn­mála­skýrendur telja að það megi rekja til ýmissa þátta. Lokun veit­inga­staða og sam­dráttur í atvinnu­líf­inu hefur eflaust haft sitt að segja. Á sama tíma hefur borið á nostal­g­íu, aðdáun á fyrri tímum þegar að Portú­gal átti nýlendur og var talið heims­veldi. „Guð, land, fjöl­skylda og atvinna,“ er slag­orð Chega, en margir hafa illan bifur á slag­orð­inu og minna á að í Nýja Ríki Sal­azar var það „Guð, land og fjöl­skylda“.

For­maður Chega, André Ventura, er því veru­lega umdeild­ur. Flokk­ur­inn telur fátæka minni­hluta­hópa vera á spena portú­gölsku milli­stétt­ar­innar og því verði að ljúka, segir André Ventura. Sjálfur var hann nýlega kærður fyrir að kalla portú­galska fjöl­skyldu af afrískum upp­runa „glæpa­gengi“ en fjöl­skyldan var fest á mynd með for­seta Portú­gals. Chega brást við þessum ásök­unum með mót­mælum undir nafn­inu „Portú­gal er ekki rasískt land“ þar sem því var haldið fram að vinstri væng­ur­inn í portú­gölskum stjórn­málum not­aði ras­isma sem verk­færi til að grafa undan Chega. Þrátt fyrir þennan aukna með­byr innan Portú­gal búast fáir við því að aðrir flokkar vilji mynda stjórn­ar­meiri­hluta með Chega, þrátt fyrir að Sós­í­alde­mókratar hafi þó ekki stað­fest það. .

Nýlega sagði André Ventura í ræðu sem hann flutti að það „yrði ekki mynduð rík­is­stjórn til hægri án Chega.“. André Ventura er fyrr­ver­andi félagi í flokki Sós­í­alde­mókrata en hann sagði sig úr flokknum árið 2018 og stofn­aði Chega. Sjálfur bauð hann sig fram til for­seta í fyrra og hlaut um það bil 12% atkvæða.

Erfitt að mynda rík­is­stjórn

Því gæti það reynst flokk­unum á portú­galska þing­inu erfitt að mynda rík­is­stjórn. Ant­onio Costa sjálfur seg­ist ætla að mynda stjórn með hjálp minni stjórn­mála­flokka en stjórn­mála­skýrendum í Portú­gal þykir það fjar­lægur mögu­leiki án hjálpar frá Komm­ún­ista­flokknum og vinstri blokk­inni. Ant­onio Costa hefur hafnað því að mynda banda­lag með þeim aft­ur. Þarf hann því að leita til enn minni flokka, eins og græna flokks­ins PAN sem mælist með 2% atkvæða sam­kvæmt skoð­anna­könn­un­um. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn IL mælist með 5% atkvæða meðan að hægri flokk­ur­inn CDS-PP og Græn­ingja­flokk­ur­inn L mæl­ast báðir með um 2% atkvæða.

Búist er við dræmri kjör­sókn en ein­ungis 48.6% kjós­enda kusu í síð­ustu kosn­ing­um, 7,2% færri en kusu árið 2015 og gæti Covid-19 far­ald­ur­inn spilað þar inn í. Rétt eins og ann­ars staðar í heim­inum hefur Portú­gal þurft að glíma við Omíkron-af­brigðið sem gæti haft enn frek­ari áhrif á kosn­inga­þátt­töku þrátt fyrir að landið sé með eitt hæsta bólu­setn­ing­ar­hlut­fall í heimi. Þegar þetta er skrifað eru samt sem áður um það bil 600.000 manns í ein­angrun eða sótt­kví en þeim verður þó leyft að mæta á kjör­staði milli klukkan 18:00 og 19:00 á kjör­dag. Meira en 300.000 manns hafa skráð sig til að kjósa í utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslu, en þær hófust sunnu­dag­inn 23. jan­ú­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGrettir Gautason
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar