Partýstandið í Downingstræti: Sérstakur saksóknari með 16 samkomur til rannsóknar

Brot á sóttvarnareglum í Downingstræti 10 eru til rannsóknar hjá Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, og búist er við að skýrsla hennar verði birt eftir helgi. En hvað er það nákvæmlega sem Gray er að rannsaka og hvaða völd hefur hún?

16 samkomur á vegum breskra stjórnvalda, margar hverjar í Downingstræti 10, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
16 samkomur á vegum breskra stjórnvalda, margar hverjar í Downingstræti 10, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Auglýsing

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur beðist afsök­unar á að hafa verið við­staddur um þrjá­tíu manna veislu í Down­ing­stræti 10, 20 maí 2020, þegar útgöng­u­­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi. Veislu­höldin fóru fram í garði Down­ing­stræti og var hund­rað boðs­gestum meðal ann­ars bent á að „hafa eigið áfengi með­ferðis til að njóta góða veð­urs­ins eins best væri á kos­ið“. Um 30 manns þekkt­ust boð­ið, þar á meðal John­son sjálfur og Carrie John­son, eig­in­kona hans.

John­­son sagð­ist skilja reiði almenn­ings á þátt­­töku hans í veislu­höld­unum en hann sagð­ist hafa verið sann­­færður um að „um vinn­u­tengdan við­­burð hafi verið að ræða“.

Rann­sókn Sue Gray, sér­staks sak­sókn­ara, felst í að meta eðli og til­gang veislu­hald­anna ásamt því að taka saman hverjir voru við­stadd­ir. Um innri rann­sókn er að ræða frekar en sjálf­stæða rann­sókn og er hún fyr­ir­skipuð af John­son sjálf­um. Kraf­ist er hlut­leysi af hálfu Gray og ber henni að skila nið­ur­stöðum sínum til for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing
16 sam­komur á vegum stjórn­valda til skoð­unar

Sue Gray er eins og gefur að skilja ein umtal­að­asta mann­eskjan í breskum fjöl­miðlum þessa dag­ana. Gray starfar á vegum rík­is­stjórn­ar­innar og því hefur hæfi hennar verið dregið í efa. Hún hefur sinnt starfi sínu um ára­bil og unnið bæði með Íhalds­flokknum og Verka­manna­flokkn­um.

Sue gray, sérstakur saksóknari. Mynd: Ríkisstjórn Bretlands.

Í des­em­ber tók Gray við af Simon Case sem sér­stökum sak­sókn­ara, sem sagði af sér eftir að upp komst um gleð­skap sem hald­inn var á skrif­stofu hans á tímum sam­komu­tak­mark­ana. Rann­sókn Gray bein­ist einmitt að fleiri sam­komum en ein­ungis garð­veisl­unni eða gleð­skap á skrif­stofu fyrr­ver­andi sér­staks sak­sókn­ara. Alls er um sextán sam­komur að ræða en tíma­lína veislu­halda á vegum stjórn­valda á tímum sam­komu­tak­mark­ana er á þessa leið:

10. maí 2020:

Boris John­son kynnir fyrstu skref aflétt­inga eftir útgöngu­bann sem hafði verið í gildi frá því í mars. Hann ráð­lagði almenn­ingi hins vegar að fara áfram eftir reglum um fjar­lægð­ar­tak­mark­anir og til að fram­fylgja þeim reglum var komið á sektum „fyrir þann smáa minni­hluta sem brýtur þær“. Sam­kvæmt gild­andi reglum mátti aðeins fara út fyrir húss­ins dyr af brýnni nauð­syn og aðeins mátti hitta eina mann­eskju utandyra.

15. maí 2020:

Mynd sem tekin var fyrr í mán­uð­inum sýnir for­sæt­is­ráð­herr­ann og starfs­fólk hans gæða sér á víni og ostum í garði Down­ingstræt­is. Aðspurður sagði John­son að þarna hafi verið á ferð­inni fólk á vinnu­tíma að tala um vinnu­tengd mál.

20. maí 2020:

Um 100 manns var boðið í garð­veislu í Down­ingstrætií boði for­sæt­is­ráð­herra og einka­rit­ara hans, Martin Reynolds. Um 30 manns mættu, þar á meðal Boris John­son, sem hefur við­ur­kennt að hafa verið við­staddur í um 25 mín­útur og að hann hafi talið að „um vinnu­tengdan við­burð“ hafi verið að ræða.

5. nóv­em­ber 2020:

COVID-19 smitum fer fjölg­andi og John­son biður fólk „enn á ný að halda sig heima“. Útgöngu­bann tekur aftur gildi.

13. nóv­em­ber 2020:

BBC hefur eftir heim­ilda­mönnum að starfs­fólk Down­ingstrætis hafi komið saman ásamt Carrie John­son í íbúð hjón­anna. Tals­maður John­son þver­tekur fyrir að sam­koman hafi átt sér stað.

27. nóv­em­ber 2020:

Kveðju­hóf í til­efni af starfs­lokum Cleo Watson, starfs­manni Down­ingstræt­is. Áfengi var haft um hönd og John­son hélt ræðu að sögn heim­ilda­manna.

10. des­em­ber 2020:

Mennta­mála­ráðu­neytið við­ur­kenndi að hafa haldið gleð­skap til að þakka starfs­fólki fyrir verð­ugt fram­lag í heims­far­aldr­in­um. Drykkir og léttar veit­ingar voru í boði en engir gestir aðrir en starfs­fólk ráðu­neyt­is­ins voru leyfð­ir. Útgöngu­banni var aflétt 2. des­em­ber en fleiri en tveir máttu ekki koma sam­an.

14. des­em­ber 2020:

Íhalds­flokk­ur­inn við­ur­kennir að hafa haldið „óheim­ila sam­komu“ á skrif­stofu flokks­ins í West­min­st­er.

Íhaldsflokkurinn hélt partý þegar samkomutakmarkanir voru í gildi. Skjáskot: Daily Mirror

15. des­em­ber 2020:

Sunday Mir­ror birtir mynd frá „jóla­­spurn­inga­keppni“ sem haldin var fyrir starfs­fólk Down­ingstræt­is. Þegar John­­son var spurður út í við­burð­inn um ári seinna sagð­ist hann ekki hafa brotið neinar reglur en að atvikið væri til skoð­un­ar.

Boris Johnson í jólaveislunni. Skjáskot:Sunday Mirror

17. des­em­ber 2020:

Annað kveðju­hóf, nú til að kveðja yfir­mann Covid-að­gerða.

16. apríl 2021:

Enn og aftur er um kveðju­hóf starfs­manna Down­ingstrætis að ræða. Í þetta sinn tvö tals­ins og er umrætt kvöld kvöldið fyrir útför Fil­ippusar drottn­ing­ar­manns. Sam­­kvæmt regl­unum var óheim­ilt að umgang­­ast annað fólk inn­­an­dyra að und­an­­skildum þeim sem búa á sama heim­ili. Leyf­i­­legt var að koma saman utandyra í sex manna hóp­­um.

20. des­em­ber 2021:

John­­son þver­­tekur fyrir veislu­höld í Down­ing­stræti 15. maí 2020, þegar útgöng­u­­bann var í gildi. „Ég á heima hér og ég starfa hér. Þetta voru fundir á vinn­u­­tíma sem fjöll­uðu um vinn­una.“

Ekki í verka­hring Gray að meta lög­brot

Gray hefur rætt við sitj­andi og fyrr­ver­andi þing­menn, meðal ann­ars Dom­inic Cumm­ings, fyrr­ver­andi ráð­gjafa John­son, sem seg­ist hafa varað hann við því að veislu­höldin brytu gegn gild­andi regl­um. Sjálfur hefur John­son sagt að hann hafi ekki verið var­aður við og því ekki verið með­vit­aður um mögu­leg brot þar sem hann taldi að um vinnu­tengdan við­burð var að ræða.

John­son sagði í afsök­un­­ar­beiðni sinni fyrir þing­inu í síð­ustu viku að hann væri reið­u­­bú­inn að ræða við Gray um aðkomu sína að veislu­höld­un­­um. Ráð­herrar í stjórn John­­son, sem og hann sjálf­ur, hafa óskað eftir því við þing­­menn Íhalds­­­flokks­ins að þeir bíði eftur skýrslu Gray áður en fram­­tíð John­­son hjá flokkn­um, eða í stjórn­­­málum almennt, verði tek­in.

Búast má við að skýrsla Gray verði almenn sam­an­tekt á atburða­rásinni frekar en að ásak­anir á hendur ákveðnum ein­stak­lingum um sótt­varna­brot verði settar fram. Það verður því ekki í höndum Gray að meta hvort lög hafi verið brot­in. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar geta hins vegar leitt til þess að ein­stak­lingum verði birtar ákærur um brot á sótt­varna­lög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar