Ráðþrota gagnvart flóttamannavandanum

h_51901089-1.jpg
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bands­ríkin standa ráð­þrota frammi fyrir flótta­manna­straumnum frá Afr­íku og löndum fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs og tókst ekki að ná sam­komu­lagi  um aðgerðir á átaka­fundi í Brus­sel fyrir helgi. Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands segir þetta erf­ið­asta úrlausn­ar­efni sem hún hafi staðið frammi fyrir síðan hún tók við kansl­ara­emb­ætt­inu fyrir tíu árum. Vandi ESB-­ríkj­anna virð­ist þó lít­ill sam­an­borið við Tyrk­land en þar eru nú um þrjár millj­ónir flótta­fólks.

Í maí lagði Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins það til, með óform­legum hætti að aðild­ar­ríki ESB myndu taka á móti 20 þús­und manns sem dvelja í flótta­manna­búðum Sam­ein­uðu Þjóð­anna utan Evr­ópu og að ESB ríkin myndu jafn­framt skuld­binda sig til að taka á móti, eftir eins konar kvóta­kerfi, þeim 40 þús­und flótta­mönnum frá Sýr­landi og Eritreu sem haf­ast við á Ítalíu og í Grikk­land­i.  Þessi óform­lega til­laga Fram­kvæmda­stjórn­ar­innar féll í grýttan jarð­veg, full­trúar marga aðild­ar­ríkja ESB höfðu í apr­íl, þegar hug­myndin var fyrst rædd, sagt að ekki kæmi til greina að fall­ast á slíkt fyr­ir­komu­lag. Löndin yrðu að sjálf að ráða hve mörgu fólki þau gætu, og vildu, taka á móti.

Átaka­fundurFram­kvæmda­stjórnin sat þó við sinn keip og til­lagan var rædd á fundi leið­toga Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna á fundi sem hald­inn var í Brus­sel á fimmtu­dag­inn og stóð fram á nótt. Þótt þjóð­ar­leið­tog­arnir séu alla jafna orð­varir og gæti fyllstu kurt­eisi i sam­skiptum sínum var þó annað upp á ten­ingnum að þessu sinni. Hörð orð voru látin falla og meðal ann­ars hafði ítalski for­sæt­is­ráð­herr­ann Matteo Rensi harð­lega gagn­rýnt það sam­stöðu­leysi sem ein­kenndi fund­inn og spurði hvort þetta væri sú Evr­ópa sem alla dreymdi um. „Hver höndin upp á móti annarri og hver og einn hugsar bara um sig,“ sagði ítalski for­sæt­is­ráð­herr­ann og var heitt í hamsi. Aðrir lýstu óánægju sinni með að fram­kvæmda­stjórnin kæmi fram með til­lögu sem vitað væri að ekki yrði sam­þykkt. Meðal þeirra landa sem ekki vildu fall­ast á að taka á móti til­teknum fjölda flótta­fólks (kvóta­kerfi) voru Bret­land, Tékk­land, Lit­háen og Spánn. Í hópi þeirra sem gjarna vildu slíka skuld­bind­ingu voru Ítal­ía, Sví­þjóð, Aust­ur­ríki, Belgía og Hol­land. Danir eru með fyr­ir­vara varð­andi mál flótta­fólks og taka því ekki afstöðu í málum af þessu tagi.

Hvert land fyrir sig ákveður fjöld­annNið­ur­staða fund­ar­ins varð sú að hvert land fyrir sig ákveður fjölda þess flótta­fólks sem tekið verður á móti. Leið­tog­arnir sam­þykktu að þeir 40 þús­und flótta­menn (hæl­is­leit­end­ur) sem nú eru á Ítalíu og í Grikk­landi ásamt 20 þús­und manns sem dvelja í flótta­manna­búðum Sam­ein­uðu þjóð­anna fái leyfi til að setj­ast að í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins en nán­ari útfærsla var ekki ákveð­in. Þetta á að ger­ast á næstu tveimur árum. Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, kall­aði þessa nið­ur­stöðu „tak­mark­aðan árang­ur“ þegar hann ræddi við frétta­menn eftir fund­inn.

Ung­verjar hafa í hót­unumFyrr í vik­unni hót­uðu Ung­verjar að hætta skrán­ingu flótta­fólks sem þangað kæmi en þeir myndu ein­fald­lega senda það áfram til ann­arra Evr­ópu­landa. Þegar þessar fréttir bár­ust reidd­ust Aust­ur­rík­is­menn og hót­uðu að þeir myndu þá gera slíkt hið sama. Ung­verjar til­kynntu þá að þeir sem ESB ríki myndu í einu og öllu fylgja reglum Evr­ópu­sam­bands­ins en greindu hins­vegar frá því að þeir myndu reisa fjög­urra metra háan vegg á landa­mær­unum að Serbíu.„Við getum ekki beðið eftir að Evr­ópu­sam­bandið finni lausnir“ sagði ung­verski utan­ríksi­ráð­herr­ann Péter Szi­jjártó þegar hann til­kynnti þessa ákvörð­un. Frakkar hafa lokað landa­mærum sínum að Ítal­íu, þeir saka Ítali um að senda flótta­fólk til Frakk­lands án þess að skrá það eins og reglur ESB gera ráð fyr­ir.

ESB frétta­maður Danska útvarps­ins sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að sann­leik­ur­inn væri sá að leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins vissu ekki sitt rjúk­andi ráð og stæðu nán­ast ráð­þrota frammi fyrir vand­an­um. Það segði allt um ástandið að Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari hefði sagt við frétta­menn að þetta verk­efni væri það erf­ið­asta sem hún hafi staðið frammi fyrir á þeim tíu árum sem hún hefur gegnt kansl­ara­emb­ætt­inu. „Erf­ið­ara en efna­hag­skrepp­an“ spurði þýskur frétta­mað­ur. „Miklu erf­ið­ara“ var svar kanslar­ans.

Auglýsing

Þrjár millj­ónir flótta­fólks í Tyrk­landiFlótta­manna­vandi Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna bliknar þó í sam­an­burði við Tyrk­land. Skrif­stofu­stjóri í tyrk­neska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu sem var í Kaup­manna­höfn fyrir nokkrum dögum sagði frétta­mönnum að í Tyrk­landi væru tvær millj­ónir flótta­fólks frá Sýr­landi og mörg hund­ruð þús­und til við­bótar frá Írak, Afganistan og fleiri lönd­um. Sam­tals um þrjár millj­ón­ir.

„Við erum í stand­andi vand­ræðum og vitum ekk­ert hvað við eigum að gera og getum gert“ sagði skrif­stofu­stjór­inn. Hann full­yrti að kostn­aður Tyrkja vegna flótta­fólks­ins næmi 42 millj­örðum danskra króna (833 millj­örðum íslenskum) og sú aðstoð sem Tyrkir hafa fengið frá öðrum ríkjum næmi aðeins fimm til sex pró­sentum af þeim kostn­aði. „Við Tyrkir viljum auð­vitað gera allt sem við getum fyrir þetta fólk, sem leitar hingað en getum ekki einir og óstuddir tek­ist á við þetta gríð­ar­mikla verk­efni“ sagði skrif­stofu­stjór­inn.  Hann benti jafn­framt á að rík­is­stjórnir í Evr­ópu hefðu mörg orð um nauð­syn þess að flótta­fólk dvelji sem næst heima­land­inu og auk þess sé það ódýr­ara.

„Þetta er gott og blessað en þá þurfa líka þær þjóðir sem fjær búa að aðstoða þær þjóðir sem tak­ist á hendur það erf­iða hlut­verk  að skjóta skjóls­húsi yfir flótta­fólk­ið.  Það hefur bara ekki ger­st, við sitjum uppi með vand­ann“ sagði tyrk­neski skrif­stofu­stjór­inn. Hann benti líka á að í Sýr­landi hefðu um sjö millj­ónir fólks, fyrir utan þá sem hafa flúið land, hrak­ist frá heim­ilum sínum og væri á ver­gangi. Ekki væri ósenni­legt að stór hluti þessa hóps myndi reyna að kom­ast til Tyrk­lands. „Slíkt yrði okkur Tyrkjum algjör­lega ofviða“ sagði skrif­stofu­stjór­inn og bætti við „Því miður hillir ekki undir neina lausn í Sýr­landi og við Tyrkir getum ekki annað en biðlað til ann­arra ríkja um aðstoð. Öðru­vísi getum við ekki risið undir ábyrgð­inn­i“.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None