Refskákin stigmagnast á milli austurs og vesturs - Rússar eiga næsta leik

Ómar Þorgeirsson
putin_janukovits.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­menn boð­uðu í síð­ustu viku frekara við­skipta­bann gegn Rússum en á “nýja” bann­list­anum er meðal ann­ars að finna rúss­neska ein­stak­linga og rúss­nesk fyr­ir­tæki sem sökuð eru um að hafa brotið gegn NPT-sátt­mál­anum svo­kall­aða með aðkomu sinni að útbreiðslu á kjarna­vopnum til Írans, Norð­ur­-Kóreu og Sýr­lands.

Í frétta­til­kynn­ingu frá rúss­neska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem birt var í rúss­neskum fjöl­miðlum fljót­lega eftir að nýjasta útspil Banda­ríkja­manna var kunn­gjört, eru aðgerðir Banda­ríkja­manna for­dæmdar og enn­fremur ítrekað að Rússar muni svara í sömu mynt.

Rúss­nesk stjórn­völd gera sér raunar engar grillur um að við­skipta­bönn -og við­skipta­þving­anir Banda­ríkja­manna og Evr­ópu­sam­bands­ins séu á und­an­haldi á næst­unni. Þvert á móti telja Rússar mun meiri líkur á því að frek­ari við­skipta­bönn séu á döf­inni ef marka má orð Sergei Rya­bkov, aðstoðar utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands. “Við reiknum með því að við­skipta­bönnin séu komin til að vera til lengri tíma og munu eflaust fær­ast í auk­ana. Það gerir alla vega eng­inn hér í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu ráð fyrir því að við­skipta­bönnin verði dregin til baka í bráð,” sagði Rya­bkov í við­tali við TASS frétta­stof­una á mið­viku­dag.

Auglýsing

Utanríkisráðuneyti Rússlands í Moskvu, er tilkomumikil bygging. Mynd: Ómar. Utan­rík­is­ráðu­neyti Rúss­lands í Moskvu, er til­komu­mikil bygg­ing. Mynd: Ómar.

Hertar aðgerðir rúss­neskra stjórn­valda



Rúss­nesk stjórn­völd hafa und­an­farið jafnt og þétt verið að auka eft­ir­lit og þyngja refsi­að­gerðir gegn ólög­legum inn­flutn­ingi á mat­vælum sem hafa verið bönnuð í kjöl­farið á við­skipta­bönnum sem sett voru ágúst 2014 og svo frekar útvíkkuð í ágúst síð­ast­liðn­um.

Dúman, neðri deild rúss­neska þings­ins, er meðal ann­ars sögð vera að und­ir­búa laga­setn­ingu sem mun þyngja til muna dóma gegn smygl­urum sem ger­ast sekir um ólög­mætan inn­fluttn­ing á vest­rænum mat­væl­um. Sam­kvæmt heim­ildum rúss­neska dag­blaðs­ins Izvestia mun refs­ingin fyrir dæmda smygl­ara hljóða upp á allt að tólf ár í fang­elsi.

Fregnir bár­ust svo af því í rúss­neskum fjöl­miðlum í lok ágúst að rúss­neska lög­reglan hafi náð að hand­sama alþjóð­legan hóp smygl­ara sem hafði verið að flytja inn osta sem eru á bann­lista, til sölu í Moskvu og Pét­urs­borg. Rúss­nesk yfir­völd lögðu hald á tæp­lega 500 tonn af ólög­legum osti sem var sam­kvæmt reglum í Rúss­landi eyði­lagður af mat­væla­stofn­un­inni Rosselk­hozna­dzor.

Reiði vegna eyði­legg­ingar mat­væla



Rosselk­hozna­dzor hóf skipu­lagða eyði­legg­ingu á inn­fluttum mat­vælum sem brjóta gegn við­skipta­banni Rússa þann 6. ágúst síð­ast­lið­inn eftir til­skipun frá Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta. Á heima­síðu Rosselk­hozna­dzor má sjá skýrslur yfir hversu miklu magni af ólög­legum mat­vælum hafi verið eytt til­tekna daga síðan aðgerð­irnar hófust.

Alex­ander Tkachev, land­bún­að­ar­ráð­herra Rúss­lands, full­yrti í nýlegu við­tali við sjón­varps­stöð­ina Rossiya 24 að hertar aðgerðir stjórn­valda væru að skila til­settum árangri. “Að­gerð­irnar mið­uðu fyrst og fremst að því að vernda heilsu almenn­ings í Rúss­landi gegn varn­ingi sem er bæði ólög­legur og óvott­aður af rúss­neskum eft­ir­lits­stofn­un­um. Enn­fremur reikn­uðum við með því að hertar aðgerðir myndu valda því að smygl­ar­arnir myndu draga úr ólög­legum inn­fluttn­ingi sínum vegna auk­innar hættu á að verða fyrir fjár­hags­legu tjóni og það virð­ist einmitt vera raun­in. Á rétt rúmum mán­uði hefur til­fellum af ólög­legum inn­fluttn­ingi tífalt fækkað og því mun minna af ólög­legum vörum sem þarf að eyði­leggja,” sagði Tkachev.

Aðgerð­irnar sem slíkar hafa aftur á móti vakið hörð við­brögð meðal almenn­ings í Rúss­landi sem finnst illa farið með mat­væl­in, þótt ólög­leg séu. Í því sam­hengi nægir að minn­ast vöru­skorts­ins og taum­lausra verð­hækk­anna sem margir Rússar bjuggu við á tímum fyrir fall Sov­ét­ríkj­anna. Enn­fremur lifa nú til dags um fjórtán pró­sent íbúa í Rúss­landi undir fátækra­mörk­um, sam­kvæmt áætl­uðum útreikn­ingum Alþjóða­bank­ans.

Á meðal mót­væg­is­að­gerða almenn­ings má nefna und­ir­skrifta­söfnun sem akti­vist­inn Olga Saveli­eva efndi til á vef­síð­unni change.org - en þar hafa nú þegar rúm­lega fjögur hund­ruð þús­und manns skorað á Rúss­lands­for­seta að fella niður lög um eyði­legg­ingu ólög­legra mat­væla og gefa þau þess í stað til fátækra og ann­arra sem minna mega sín í Rúss­landi.

Dorogomilovsky-markaðurinn er einn af ótal mörgum útimörkuðum í Mosvku þar sem gera má góð kaup á ýmsum matvælum. Jafnvel kemur fyrir að bönnuð matvæli séu þar á boðstólunum enda erfitt að vera með fullt eftirlit á slíkum stöðum. Í bakgrunni má sjá háar byggingar viðskiptahverfis borgarinnar. Mynd: Ómar. Dorogomilov­sky-­mark­að­ur­inn er einn af ótal mörgum úti­mörk­uðum í Mosvku þar sem gera má góð kaup á ýmsum mat­væl­um. Jafn­vel kemur fyrir að bönnuð mat­væli séu þar á boðstól­unum enda erfitt að vera með fullt eft­ir­lit á slíkum stöð­um. Í bak­grunni má sjá háar bygg­ingar við­skipta­hverfis borg­ar­inn­ar. Mynd: Ómar.

Biðla til almenn­ings um aðstoð við eft­ir­lit



Þrátt fyrir ágrein­ing um hvað skuli gera við hin ólög­legu mat­væli þá hafa rúss­nesk stjórn­völd engu að síður biðlað til almenn­ings í Rúss­landi um aðstoð í bar­átt­unni gegn ólög­legum inn­flutn­ingi og sölu á hinum bönn­uðu vest­rænu mat­væl­um.

Þannig hafi rúss­neskir eft­ir­lits­að­ilar oft staðið í ströngu við að hafa upp á vörum frá löndum sem eru í við­skipta­banni þar sem vör­urnar komi inn til Rúss­lands á fölsuðum papp­írum í gegnum þriðja aðila. Það er að segja land sem er ekki á bann­lista Rússa. Þá geti einnig reynst erfitt fyrir eft­ir­lits­að­ila að hafa hemil á sölu á ólög­legum vörum á hinum fjöl­mörgu úti­mörk­uðum í Rúss­landi sem búa ekki við sömu rekstr­ar­kröfur og mat­vöru­versl­an­irn­ar.

Opnað hefur því verið fyrir vakt­stöðvar sem taka sím­leiðis við ábend­ingum um sölu á ólög­legum mat­vælum og Rússar hvattir á þjóð­ern­is­legum nótum til að leggja sitt af mörk­um. Stjórn­völd hafa þannig gefið almenn­ingi í Rúss­landi rullu í bar­átt­unni gegn vestr­inu. Á sama tíma og höfðað er til neyt­enda að velja frekar rúss­neskar vörur og efla þar með inn­lenda fram­leiðslu.

Camem­bert frá Krasn­odar og Parmesan frá Pét­urs­borg



Þegar rúss­nesk stjórn­völd boð­uðu við­skipta­bann á völdum vest­rænum mat­vælum var talað um að aðgerð­irnar myndu veita inn­lendum land­bún­aði svig­rúm til þess að blómstra. Sér­stak­lega áttu aðgerð­irnar að vera jákvæðar fyrir rúss­neska osta­fram­leið­endur því á meðal mat­vöru á bann­lista voru franskir Camem­bert ostar og ítalskir Parmesan -og Mozzarella ost­ar.

Stað­reyndin er reyndar sú að mikil vöru­þróun og fram­leiðni­aukn­ing hefur átt sér stað hjá inn­lendum osta­fram­leið­endum síðan við­skipta­bannið skall á, sam­kvæmt töl­fræði rúss­nesku hag­stof­unnar Ross­tat. Þar kemur fram að fjór­falt fleiri teg­undir af rúss­neskum ostum séu nú fram­leiddar miðað við það sem var fyrir við­skipta­bann­ið. Þá var fram­leiðni­aukn­ing á rúss­neskum ostum upp á tæp­lega þrjá­tíu pró­sent fyrir fyrstu fjóra mán­uð­ina árið 2015 sam­an­borið við fyrstu fjóra mán­uð­ina árið 2014.

Ekki eru þó allir sam­mála um að upp­sveifl­una í inn­lendri osta­fram­leiðslu megi rekja beint til við­skipta­banns­ins. Mennta -og rann­sókn­ar­stofn­unin RANEPA hefur meðal ann­ars bent á að fall rúblunnar sé raunar miklu lík­legri skýr­ing á fram­leiðslu -og sölu­aukn­ingu á rúss­neskum ost­um. Neyt­endur í Rúss­landi hafi nú ein­fald­lega mun minna milli handana vegna krepp­unnar og velji því frekar ódýr­ari rúss­neska fram­leiðslu heldur en inn­fluttar vörur sem und­an­farið hafa rokið upp í verði.

Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í bæði vöruþróun -og framleiðslu á rússneskum ostum undanfarið. Hér má sjá Camembert ost sem framleiddur er í Krasnodar og Parmesan ost frá Pétursborg í Rússlandi. Mynd: Ómar. Mikil upp­sveifla hefur átt sér stað í bæði vöru­þróun -og fram­leiðslu á rúss­neskum ostum und­an­far­ið. Hér má sjá Camem­bert ost sem fram­leiddur er í Krasn­odar og Parmesan ost frá Pét­urs­borg í Rúss­landi. Mynd: Ómar.

Það verður þó ekki horft fram­hjá því að við­skipta­bannið hafi vissu­lega hjálpað inn­lendum osta­fram­leið­end­um, sem og öðrum inn­lendum fram­leið­endum land­bún­að­ar­vöru, að styrkja mark­aðs­stöðu sína í Rúss­landi. Það verður hins vegar fróð­legt að sjá hvað ger­ist ef rúblan styrk­ist og/eða við­skipta­banni á erlendum land­bún­að­ar­vörum verði aflétt. Hvort inn­lend land­bún­að­ar­fram­leiðsla í Rúss­landi muni þá hrynja jafn fljótt og hún hefur rokið upp? Hvernig sem því líður þá er í augna­blik­inu fátt sem bendir til þess að við­skipta­bönnum verði aflétt í bráð. Gjáin á milli aust­urs og vest­urs virð­ist raunar heldur vera að breikka.

Höf­undur er sagn- og við­skipta­fræð­ing­ur, búsettur í Moskvu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None