Ríkið reiknar með að fá 71 milljarð króna fyrir tæpan þriðjung í Landsbankanum

21269791462_07123a828b_b.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið reiknar með því að fá um 71 millj­arð króna fyrir 30 pró­sent hlut sinn í Lands­bank­an­um. Þetta kemur fram í fjárlaga­frum­varpi árs­ins 2016. Þar stend­ur: „Hluta­fé, eign­ar­hlutir í fyr­ir­tækjum og stofn­unum og erlent stofnfé í árs­lok 2014 nam 351 mia.kr. og áætlað er að þessar eignir verði svo til óbreyttar í lok árs 2015 eða 352 mia.kr. Á árinu 2016 er gert ráð fyrir að þessar eignir lækki um 71 mia.kr. og nemi 281 mia.kr. í lok árs­ins. Lækkun frá yfir­stand­andi ári skýrist af sölu á hluta af eign­ar­hluta rík­is­sjóðs í Lands­bank­an­um.“

Heim­ild til að selja hlut í Lands­bank­anum hefur verið í lögum frá því á árinu 2011. Ljóst er að mik­ill vilji hefur verið hjá hluta af núver­andi rík­is­stjórn, sér­stak­lega Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að nýta þá heim­ild. Í fjár­lögum fyrir árið 2015 var gert ráð fyrir að 15 pró­sent hlutur í bank­anum yrði seldur fyrir lok yfir­stand­andi árs og önnur 15 pró­sent um mitt ár 2016.

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2016 kemur fram að und­ir­bún­ingur söl­unnar hafi taf­ist „af ýmsum ástæð­um“ og hefur áformum um sölu allt að 30 pró­sent hlutar verið frestað fram á seinni hluta árs 2016.

Auglýsing

Sam­hliða stendur til að skrá Lands­bank­ann aftur á hluta­bréfa­mark­að, en for­veri hans var skráður þar áður en hann fór á hlið­ina í októ­ber 2008. Miðað við það verð sem ríkið reiknar með að fá fyrir 30 pró­sent hlut í bank­anum má ætla að mark­aðsvirði bank­ans sé um 237 millj­arðar króna að mati stjórn­valda.  Það er nán­ast sama upp­hæð og Lands­bank­inn á í eigin fé, en um mitt þetta ár var eigið fé hans 240 millj­arðar króna.

Vill borða kök­una og eiga hanaBjarni var spurður út í söl­una á Lands­bank­anum á Alþingi í gær og hvort honum væri alvara með því að rétt væri að hefja einka­væð­ingu á Lands­bank­anum á ný. Í svari sínu sagði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að hann hefði aldrei lagt það til að ríkið drægi sig alveg út sem eig­anda í Lands­bank­an­um. Hann sæi fyrir sér að ríkið yrði áfram aðal­eig­andi í Lands­bank­anum um langa fram­tíð. Bjarni hefur áður látið hafa eftir sér að hann sjái fyrir sér að ríkið muni í fram­tíð­inni eiga 40 pró­sent hlut í bank­an­um.

„Það var enda alltaf hugmyndin frá því að endurreisn Landsbankans stóð fyrir dyrum að ríkið myndi draga úr eignahlut sínum.“ Þannig væri hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. „Við verðum áfram berandi, ráðandi hluthafi, „Það var enda alltaf hug­myndin frá því að end­ur­reisn Lands­bank­ans stóð fyrir dyrum að ríkið myndi draga úr eigna­hlut sín­um.“ Þannig væri hægt að bæði borða kök­una og eiga hana. „Við verðum áfram ber­andi, ráð­andi hlut­hafi," sagði Bjarni Bene­dikts­son á Alþingi í gær.

Í þing­inu í gær sagði Bjarni það geta verið Íslend­ingum til hags­bóta að draga úr hlut rík­is­ins í bank­anum og hægt væri að nýta sölu­and­virð­ið til að borga niður skuldir og létta á vaxta­kostn­aði rík­is­ins. „Það var enda alltaf hug­myndin frá því að end­ur­reisn Lands­bank­ans stóð fyrir dyrum að ríkið myndi draga úr eigna­hlut sín­um.“ Þannig væri hægt að bæði borða kök­una og eiga hana. „Við verðum áfram ber­andi, ráð­andi hlut­hafi.“

Ágóð­inn verður not­aður til að greiða niður skulda­bréfa­flokkÍ fjár­laga­frum­varp­inu fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir því að ágóð­inn af sölu á 30 pró­sent hlut í Lands­bank­anum verði greiddur inn á ákveð­inn rík­is­skulda­bréfa­flokk, sem heitir RIK­H18. Sá flokkur var gef­inn út til að fjár­magna eig­in­fjár­fram­lag íslenska rík­is­ins til nýja Lands­bank­ans, Arion banka og Íslands­banka eftir banka­hrunið 2008. Flokk­ur­inn er á gjald­daga árið 2018 og sem stendur nemur útistand­andi fjár­hæð hans rúm­lega 213 millj­örðum króna.

Í frum­varp­inu segir beinum orðum að „upp­greiðsla skulda­bréf­anna er veru­lega íþyngj­andi í end­ur­greiðslu­ferli lána rík­is­sjóðs og því er gert ráð fyrir að nýta sölu­and­virði eign­ar­hluta rík­is­sjóðs í Lands­bank­anum á árinu 2016 til þess að greiða inn á þennan skulda­bréfa­flokk. Vaxta­gjöld af RIKH 18 eru veru­legur hluti vaxta­gjalda rík­is­sjóðs eða um 13 pró­sent á yfir­stand­andi ári en með sölu á hluta af eign­ar­hlut rík­is­sjóðs í bank­anum væri unnt að lækka þann kostnað um allt að 2 mia.kr. á ári frá og með árinu 2017.“

Miðað er við að eft­ir­stöðvar skulda­bréfa­flokks­ins nemi 141,5 millj­örðum króna í lok árs 2016, þegar búið verður að ráð­stafa sölu­and­virði á 30 pró­sent hlut í Lands­bank­anum inn á hann, alls 71 millj­arði króna.

Ein stærsta einka­væð­ing Íslands­sög­unnarSalan á 30 pró­sent hlut í Lands­bank­anum verður ein stærsta einka­væð­ing Íslands­sög­unn­ar. Ein­ungis salan á Sím­an­um, sem fór fram árið 2005, var stærri í krónum talið. Kaup­endur Sím­ans, Exista, og við­skipta­legir með­reið­ar­sveinar þess áður stór­tæka fjár­fest­ing­ar­fé­lags, keyptu Sím­ann af íslenska rík­inu undir hatti félags sem fékk nafnið Skipti á upp­hæð sem í dag myndi vera um 140 millj­arðar króna.

Til sam­an­burðar má nefna að 24 millj­arðar króna feng­ust fyrir Bún­að­ar­bank­ann þegar hann var seldur S-hópnum í jan­úar 2003. Á verð­lagi dags­ins í dag er sú upp­hæð um 46 millj­arðar króna. Þegar ríkið seldi Sam­son-hópnum 45,8 pró­sent síðla árs 2003 var kaup­verðið 12,3 millj­arðar króna, eða jafn­virði um 24 millj­arða krona í dag að teknu til­liti til verð­bólgu­þró­un­ar.

Óvissa um hvernig salan fer framÍs­lend­ingar eru nokkuð brenndir af einka­væð­ing­ar­ferl­um. Salan á eign­ar­hlutum rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum og Lands­bank­anum skömmu eftir ald­ar­mót hefur alla tíð verið gagn­rýnd fyrir spill­ingu, ógegn­sæi og ófag­leg­heit. Með henni voru tvö stærstu fjár­mála­fyr­ir­tæki lands­ins seld til manna sem höfðu litla sem enga reynslu af fjár­mála­starf­semi og annar hóp­ur­inn, sá sem fékk að eign­ast Bún­að­ar­bank­ann, var meðal ann­ars skip­aður mönnum úr innsta valda­kjarna Fram­sókn­ar­flokks­ins á þeim tíma.

Því skiptir miklu máli að vel tak­ist til nú þegar sala á rík­is­eignum er að hefj­ast á ný. En óvissa virð­ist uppi um hvernig salan muni fara fram, þótt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafi sagt að hann vilji skrá bank­ann á markað og að vinna við það muni fara fram í vet­ur.

Ástæða þess að óvissa er uppi er sú að til er stofnun sem heitir Banka­sýsla rík­is­ins. Hún var sett á fót af rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna og hlut­verk hennar er að halda á hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, meðal ann­ars Lands­bank­an­um.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sendi bréf til ráðherra þar sem hann boðar tillögu um sölumeðferð á hlut í Landsbankanum. Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, sendi bréf til ráð­herra þar sem hann boðar til­lögu um sölu­með­ferð á hlut í Lands­bank­an­um.

Banka­sýslan lögð niður og hlutir færðir beint undir ráð­herraÍ vor lagði Bjarni Bene­dikts­son fram frum­varp til laga um með­ferð og sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum þar sem gert er ráð fyrir því að Banka­sýslan verði lögð nið­ur. Þess í stað verða eign­ar­hlut­irnir í bönk­unum færðir undir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sem setur sér­staka eig­enda­stefnu vegna þeirra, skipar þriggja manna ráð­gjafa­nefnd, án til­nefn­inga, til að veita honum ráð­gjöf um með­ferð eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og und­ir­búa sölu og sölu­með­ferð þeirra eign­ar­hluta.

Sam­kvæmt frum­varp­inu eiga Rík­is­kaup síðan að ann­ast sölu­með­ferð­ina og skila ráð­herr­anum rök­studdu mati á því hvaða til­boð sé best. Hann á hins vegar einn að taka ákvörðun um hvort að taka eigi til­boði í við­kom­andi eign­ar­hlut í banka eða ekki.

Frum­varp­inu var vísað til fjár­laga­nefndar í maí eftir fyrstu umræðu og afgreitt þaðan í júní. Stefnt er að því að það verði að lögum fyrir árs­lok. Gangi það eftir munu lögin taka gildi um næstu ára­mót.

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2016 er gengið út frá því að umrætt frum­varp verði að lögum og að Banka­sýsla rík­is­ins verði lögð nið­ur. Henni eru því ætl­aðar núll krónur á fjár­lögum næsta árs. Þar segir síðan orð­rétt: „Breyt­ingin er til þess fallin að styrkja eig­enda­hlut­verk ráðu­neyt­is­ins gagn­vart fjár­mála­fyr­ir­tækjum og öðrum hluta­fé­lögum sem og félögum utan rík­is­ins. Fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag á stjórn­sýslu á þessu sviði verður áfram til skoð­unar í haust og gert er ráð fyrir að nið­ur­staða þeirrar skoð­unar muni liggja fyrir við loka­af­greiðslu frum­varps­ins.“

Banka­sýslan vill ekk­ert verða lögð niðurVilji fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og sam­flokks­manna hans er því nokkuð ljós í þessu máli. Það á að leggja niður Banka­sýsl­una og færa yfir­ráð yfir hlutum í bönkum beint undir ráð­herr­ann.

Það kom þess vegna nokkuð á óvart þegar for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Banka­sýsl­unnar sendu ráð­herr­anum bréf, dag­sett 9. sept­em­ber 2015, þess efnis að stofn­unin muni skila af sér til­lögu um sölu­með­ferð á 30 pró­sent eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum fyrir 31. jan­úar 2016. Sú til­laga gæti því borist 31 degi eftir að Banka­sýslan verður lögð niður með lög­um.

Í bréfi þeirra Jóns G. Jóns­son­ar, for­stjóra Banka­sýsl­unn­ar, og Lárusar L. Blön­dal, stjórn­ar­for­manns henn­ar, segir að stofn­unin muni fram að 31. jan­úar ræða mögu­lega útfærslu á sölu við Lands­bank­ann við stærstu stofn­ana­fjár­festa inn­an­lands eins og líf­eyr­is­sjóði og fjár­fest­inga­sjóði, og alþjóð­lega fjár­feest­ing­ar­banka, sem stofn­unin kann svo að kalla til ráð­gjafar við form­legt sölu­ferli. „Banka­sýsla rík­is­ins mun leggja ríka áherslu á að upp­lýsa fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið með reglu­bundnum hætti um fram­vindu máls­ins og að eiga fram­úr­skar­andi gott sam­starf við alla hags­muna­að­ila, sem munu þurfa að koma að ferl­in­u,“ segir í lok bréfs­ins.

Ríkisstjórnin virðist ekki ganga í takti þegar kemur að sölu á hlut í Landsbankanum. Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt ályktun á flokksþingi sem er beinlínis í andstöðu við þær hugmyndir að skrá bankann á markað. Rík­is­stjórnin virð­ist ekki ganga í takti þegar kemur að sölu á hlut í Lands­bank­an­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur sam­þykkt ályktun á flokks­þingi sem er bein­línis í and­stöðu við þær hug­myndir að skrá bank­ann á mark­að.

Fram­sókn vill sam­fé­lags­banka – í and­stöðu við skrán­inguNokkuð ljóst er að ekki er ein­ing milli stjórn­ar­flokk­anna um hver fram­tíð Lands­bank­ans eigi að vera. Á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í apríl síð­ast­liðnum var eft­ir­far­andi ályktun sam­þykkt: „Lands­bank­inn verði sam­fé­lags­banki í eigu þjóð­ar­innar með það mark­miði að þjóna sam­fé­lag­inu í stað þess að hámarka hagn­að. Til að bregð­ast við fákeppni á banka­mark­aði er nauð­syn­legt að Lands­bank­inn hafi þann til­gang að bjóða góða þjón­ustu á bestu kjörum til að efla sam­keppni í banka­þjón­ustu á lands­vísu. Lands­bank­inn verði bak­hjarl spari­sjóða­kerf­is­ins.“

Í við­tali í sjón­varps­þætt­inum Þjóð­braut, á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut, í sumar sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, meðal ann­ast að leita þyrfti leiða til að end­ur­vekja kröft­uga spari­sjóða­starf­semi í land­inu og sagði hann í því efni vert að skoða hug­myndir flokks­bróður síns, Frosta Sig­ur­jóns­sonar um að breyta Lands­bank­anum í svo­kall­aðan sam­fé­lags­banka.

Í frétt Hring­brautar um við­talið seg­ir: „Al­mennt taldi hann [Sig­mundur Dav­íð] að það sæist ekki á starf­semi Lands­bank­ans að hann væri að meg­in­hluta í eigu rík­is­ins, en ill­fært væri fyrir stjórn­mála­menn að ráða þar nokkru um vegna arm­lengd­ar­innar sem menn hefðu kosið að hafa á milli stjórn­mál­anna og fjár­mála­kerf­is­ins, en því væri samt ekki að leyna að stundum hin seinni miss­erin hefði það óneit­an­lega verið svo að sér hefði fund­ist nauð­syn­legt að geta gripið inn í atburða­rás­ina í banka­kerf­inu hér á landi. En hann væri bara ekki í færum til þess, mætti það ekki.“

Ályktun flokks­þings Fram­sókn­ar­flokks­ins frá því í apr­íl, sem for­maður flokks­ins hefur tekið undir opin­ber­lega, er í beinni and­stöðu við það að skrá Lands­bank­ann á hluta­bréfa­markað og selja allt að 60 pró­sent hlut í honum til fjár­festa, til dæmis líf­eyr­is­sjóða, sem munu gera arð­sem­is­kröfu til hans og ekki sætta sig við að Lands­bank­inn sinni sam­fé­lags­legu hlut­verki umfram það að hámarka hagn­að. Það er bein­línis and­stætt lögum um fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða að

Ýmis­legt gæti því enn gengið á áður en að hlutur í Lands­bank­anum verður seldur til einka­að­ila.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None