Loftslagsmarkmiðin munu ekki nægja til að ná markmiðum SÞ

loftslagsmal.jpg
Auglýsing

Þær áætl­anir sem rík­is­stjórnir heims­ins hafa þegar skilað til Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, fyrir fund­inn í París í des­em­ber (COP 21) duga ekki til að ná mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna í lofts­lags­mál­um, ef marka má gögn Climate Act­ion Tracker. Fram­lag Íslands, í slag­togi við Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg, er metið hóf­legt.

Mark­miðið er að hægja á hlýnun lofts­lags á jörð­inni þannig að það fari ekki 2°C yfir með­al­hita­stig jarðar fyrir iðn­bylt­ingu. Miðað við þau gögn og þær áætl­anir sem ríki heims hafa þegar sett sér verður þessu mark­miði ekki náð og með­al­hiti jarðar fara yfir þrjár gráður árið 2100.

Auglýsing


Climate Act­ion Tracker er sjálf­stætt vís­inda­legt grein­ing­ar­tól á vegum fjög­urra stofn­ana sem halda utan um aðgerðir og vænt­ingar heims­ins í lofts­lags­mál­um. Með því að magn­greina heild­ar­á­hrif núgild­andi stefnu stjórn­valda og mark­miða þeirra í lofts­lags­málum má bera afleið­ing­arnar saman við mark­mið­in, 2°C eða 1,5°C hlýnun árið 2100. 32 ríki eru tekin með í vísi­töl­una en saman bera þau ábyrgð á 80 pró­sent alls útblást­urs í heim­inum og þar búa 70 pró­sent mann­kyns.

Hér má sjá niðurstöður Climate Action Tracker grafískt. Rauða línan sýnir væntanlega þróun miðað við markmið ríkja heimsins, græna línan sýnir æskilega þróun og bláa lína sýnir afleiðingar óbreyttrar stefnumótunar. Hér má sjá nið­ur­stöður Climate Act­ion Tracker graf­ískt. Rauða línan sýnir vænt­an­lega þróun miðað við mark­mið ríkja heims­ins, græna línan sýnir æski­lega þróun og bláa lína sýnir afleið­ingar óbreyttrar stefnu­mót­un­ar.

Núgild­andi stefna stjórn­valda í heim­inum munu gera lofts­lag á jörð­inni 3,9°C hlýrra en fyrir iðn­bylt­ingu árið 2100. Vik­mörkin í þessum spám eru nokkuð stór: Efri mörkin eru 5,2°C en neðri mörkin 2,9°C. Standi ríki heims hins vegar við fram­lögð mark­mið sín má vænta þess að með­al­hit­inn verði 3,1°C hærri. Vik­mörkin eru minni: Efri mörkin eru 3,8°C en þau neðri 2,5°C.Áætl­anir og mark­mið ríkja heims­ins sem þegar hafa skilað mark­miðum sínum fyrir COP21 munu að öllum lík­indum hafa nokkur áhrif á hlýnun jarð­ar. Þær duga hins vegar ekki til að ná mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna.Climate Act­ion Tracker sér þó ástæðu til að benda á hvatana sem liggja að baki því að halda hlýnun undir tveimur gráð­um. „Sem betur fer sýnir IPCC 5AR (fimmta úttekt­ar­skýrsla þver­þjóð­legrar nefnd um lofts­lags­mál) að enn frek­ari aðgerðir sem nægi til að halda hlýnun undir 2°C er tækni­lega og efna­hags­lega fýsi­leg,“ segir á vef Climate Act­ion Tracker. Sam­kvæmt skýrslu nefnd­ar­innar er kostn­að­ur­inn við að halda hlýnun í skefjum hóf­leg­ur, jafn­vel áður en hlið­ar­verk­anir eru teknar með í reikn­ing­inn; aukið orku­ör­yggi og heilsu­fars­legar umbætur vegna minni loft­meng­un­ar.Þann 1. sept­em­ber, þegar þessar nið­ur­stöður voru teknar sam­an, höfðu þau lönd sem bera ábyrgð á 65 pró­sent alls útblást­urs í heim­inum skilað mark­miðum sínum eða 29 ríki. Kjarn­inn sagði svo frá könnun New Climate Institute hinn 7. sept­em­ber þar sem kom fram að búist er við að 76 pró­sent alls útblást­urs verði búið að setja mark­mið um í lok sept­em­ber.

Hellisheiði og Árnessýsla Inn­leið­ing end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa á borð við Hell­is­heið­ar­virkjun er ein meg­in­stoða áætl­ana um minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. (Mynd: Birgir Þór).

Mark­mið Íslands og Evr­ópu metin hóf­legMark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) um 40 pró­sent minni útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda árið 2030 miðað við árið 1990 er metið hóf­legt af Climate Act­ion Tracker. Mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins falla þar í hóp með Bras­il­íu, Kína, Banda­ríkj­un­um, Ind­landi og Indónesíu. Öll eru meðal stærstu eða mest vax­andi iðn­velda heims.Ísland og Nor­egur fylgja ESB í þessum efnum og fylgja sömu mark­mið­um. Um mark­mið ein­stakra ríkja verður svo samið í fram­hald­inu. Ísland er ekki meðal þeirra 32 landa sem tekin eru til greina í spánni og þess vegna eru nýj­ustu upp­lýs­ingar um Ísland síðan í nóv­em­ber 2013. Þar er mark­mið Íslands metið hóg­vært og ekki nægi­legt fram­lag til að stemma stigu við hlýnun jarð­ar.Í úttekt­inni um Ísland eru lang­tíma­mark­mið okkar listuð sem sam­kvæmt vef Umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins eru enn 50-75 pró­sent minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda árið 2050 miðað við losun árs­ins 1990. Það er mark­mið sem sett var árið 2007 og má lesa um for­sendur þess mark­miðs í nið­ur­stöðum sér­fræð­inga­nefndar á vegum Umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins frá 2009 . Ann­ars eru mark­mið Íslands byggð á los­un­ar­kvótum Kýóto-­bók­un­ar­innar sem rennur út árið 2020. Í Umhverf­is­ráðu­neyt­inu er nú unnið að und­ir­bún­ingi fyrir lofts­lags­ráð­stefn­una í París og mark­mið og áætl­anir upp­færðar í sam­ræmi við það.Lang­tíma­mark­mið ESB í loftlsags­málum er að minnka losun um 80-95 pró­sent árið 2050 miðað við losun árs­ins 1990. Aðeins eitt ríki af þessum 32 löndum sem reiknuð eru með í spá Climate Act­ion Tracker fær ein­kun­ina „fyr­ir­mynd“. Það er Bútan en þar er lang­tíma­mark­miðið að losa engar gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir.Mik­il­vægt er að hafa í huga að hér er fjallað um eitt af mörgum verk­efnum ráð­stefn­unnar í París í des­em­ber. ­Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna styðst við tvö lyk­il­hug­tök þegar stefna mann­kyns­ins er mörkuð í þessum mála­flokki. Það er mildun (e. mitigation) og aðlögun (e. adapta­tion). Það er mik­il­vægt fyrir heim­inn að milda áhrif mann­kyns á lofts­lag jarðar en það er einnig ljóst að mann­kynið verður að aðlag­ast breyttum aðstæðum vegna hlýn­unar jarð­ar.

Löndin og ein­kunir land­anna 32

Ein­kunna­þrepin eru þrjú í spá Climate Act­ion Tracker. Á kort­inu merkir dökk­grænn ein­kun­ina „Full­nægj­and­i“, ljós grænn merkir „Nægi­leg­t“, gulur merkir „hóf­legt“ og þau lönd sem merkt eru með rauðum lit fá ein­kun­ina „Ófull­nægj­and­i“. Fjólu­bláu löndin höfðu enn ekki skilað mark­miðum sínum og eru því ekki reiknuð með í spánni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None