Ríkisstjórnin ætlar ekki að greiða neitt inn á lífeyrisskuld á næsta ári

21092434468_30fb7b950a_b-1.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ætlar ekki að greiða inn á ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar sínar á næsta ári. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Sam­tals eru skuld­bind­ingar umfram eignir hjá B-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóði hjúkr­un­ar­fræð­inga (LH) tæp­lega 460 millj­arðar króna. Allir fjár­munir sjóð­anna munu verða upp­urnir árið 2030 og eftir það falla greiðslur til sjóðs­fé­laga beint á rík­is­sjóð.

Til að byrja með verður upp­hæðin um 28 millj­arðar króna á ári sam­kvæmt áætl­unum en mun síðan fara lækk­andi ára­tug­ina á eft­ir.Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem lagt var fram í sept­em­ber, seg­ir: „Í upp­sigl­ingu er því mikið vanda­mál fyrir rík­is­sjóð ef ekk­ert verður að gert.“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í blaða­við­tali í mars síð­ast­liðnum að greiðsl­urnar myndu hefj­ast á næsta ári. ­Rík­is­stjórnin hefur hins vegar ákveð­ið, sam­kvæmt því sem kemur fram í fjár­laga­frum­varp­inu, að gera ekk­ert í þessum málum á árinu 2016, þrátt fyrir að hún fái þá greitt stöð­ug­leika­fram­lag frá slita­búum föllnu bank­anna upp á 334 millj­arða króna til við­bótar við reglu­legar tekjur rík­is­sjóðs.

Auglýsing

Greiðslum hætt eftir hruniðÓfjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hins opin­bera hafa verið risa­stórt vanda­mál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofn­uð. Hún byggir á stiga­kerfi þar sem sjóðs­fé­lagi ávinnur sér rétt­indi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðs­söfn­un. Þ.e. LSR safnar iðgjöld­um, ávaxtar þau og greiðir út í sam­ræmi við áunnin rétt­indi. Ef sjóð­ur­inn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðs­ins, hin svo­kall­aða B-deild, lokuð fyrir sjóðs­fé­lög­um. Í henni ávinna sjóðs­fé­lagar sér tvö pró­sent rétt­indi á ári miðað við fullt starf. Reglur LH eru áþekkar B-deild­inn­i.  Þetta kerfi byggir að mestu á gegn­um­streymi fjár­magns, og ein­ungis að hluta til á sjóðs­söfn­un. Ástæða þess að kerfið var lagt niður var sú að það blasti við að það gæti ekki staðið undir sér. Því var settur plástur á sárið og lokað á nýliðun í B-deild­ina. Það breytir því ekki að henni blæðir enn mik­ið. Það var alltaf morg­un­ljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjár­hæðir með þessu gamla kerfi.

Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar greiðslur vegna bakábyrgðar ríkisins hófust árið 1999. Þeim var hætt eftir hrunið og síðan þá hefur umfang vandans fengið að magnast. Geir H. Haarde var fjár­mála­ráð­herra þegar greiðslur vegna baká­byrgðar rík­is­ins hófust árið 1999. Þeim var hætt eftir hrunið og síðan þá hefur umfang vand­ans fengið að magn­ast.

Þess vegna ákvað Geir H. Haar­de, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, árið 1999 að rík­is­sjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram laga­skyldu. Mark­miðið var að milda höggið sem fram­tíð­ar­kyn­slóðir skatt­greið­enda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóð­irnir tæmd­ust.

Árið 2008, eftir hrun­ið, var þessum við­bót­ar­greiðslum hins vegar hætt. Þá hafði rík­is­sjóð­ur, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 millj­arða króna inn á útistand­andi skuld sína við B-deild LSR og LH. Um síð­ustu ára­mót var sú fjár­hæð, upp­færð með ávöxtun sjóð­anna, orðin 231,8 millj­arðar króna. Því er ljóst að greiðsl­urnar skiptu veru­legu máli. Ef ekki hefði komið til þess­ara greiðslna væru sjóð­irnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á rík­is­sjóð.

Staðan teiknuð upp á rík­is­stjórn­ar­fundi í ágústÞrátt fyrir þetta er vanda­málið enn risa­vax­ið. Á rík­is­stjórn­ar­fundi, sem fram fór 20. ágúst síð­ast­lið­inn, kynnti Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efn­hags­ráð­herra, sam­an­tekt um líf­eyr­is­skuld­bind­ingar vegna LSR. Sam­an­tektin var unnin í kjöl­far funda með fram­kvæmda­stjóra, for­manni og vara­for­manni stjórnar LSR sem fram fór 30. júní 2015.

Í sam­an­tek­inni kom fram að skuld­bind­ingar B-deildar LSR eru 407,1 millj­arðar króna umfram eignir deild­ar­inn­ar. Hjá LH eru þær 50,6 millj­arðar króna og því vantar sam­tals 457,7 millj­arða króna í þessar tvær deildir til að þær eigi fyrir skuld­bind­ingum sín­um. Rík­is­sjóður er í baká­byrgð fyrir þessum greiðsl­um, sem þýðir að þær falla á hann þegar engar eignir eru lengur til í sjóð­un­um.

Fjallað er um þessa stöðu í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2016. Þar stend­ur: „Áætlað er að árið 2030 verði allir fjár­munir sjóð­anna upp­urnir og falla þá allar greiðslur úr sjóð­unum beint á rík­is­sjóð. Áætlað er að upp­hæðin muni nema um 28 mia.kr. fyrst í stað en fari síðan lækk­andi næstu ára­tugi þar á eft­ir. Í upp­sigl­ingu er því mikið vanda­mál fyrir rík­is­sjóð ef ekk­ert verður að gert.“

Þar segir einnig að nauð­syn­legt verði að reka rík­is­sjóð með mynda­legum afgangi á fjár­lögum og losa um stórar rík­is­eign­ir, til dæmis í Lands­bank­anum "til að greiða upp skuldir og eftir atvikum takast á við ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar".

Ríkið sleppur við greiðslur og fær skatt­tekjur á mótiÞegar verið er að meta skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs vegna opin­berra starfs­manna verður að hafa í huga að ríkið „slepp­ur“ við að greiða líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur úr almanna­trygg­inga­kerf­inu með því að borga þessar skuldir og hefur auk þess nokkuð háar skatt­tekjur af líf­eyr­is­greiðsl­um.

Stjórn LSR fékk í vor Bene­dikt Jóhann­es­son trygg­inga­stærð­fræð­ing til að meta þetta sam­spil. Nið­ur­staða hans er sú að ríkið spari sér 123 millj­arða króna í líf­eyr­is­greiðslur og fái 204 millj­arða króna í skatt­tekjur þegar það er búið að greiða upp skuld­ina. Til við­bótar komi sparn­aður og skatt­tekjur vegna sjóðs­fé­laga í LH.

Þá stendur samt sem áður eftir baká­byrgð rík­is­sjóðs. Þ.e. bein­harðir pen­ingar sem þarf að greiða í skulda­hít­ina og fást ekki aftur með sparn­aði í almanna­trygg­inga­kerf­inu eða með skatt­greiðsl­um. Á rík­is­stjórn­ar­fund­inum í ágúst kom fram að þessi upp­hæð er áætl­uð, fyrir B-deild LSR og LH sam­an, 104,8 millj­arðar króna. Inn á þessa skuld þarf að hefja greiðsl­ur, ann­ars sitja fram­tíð­ar­kyn­slóðir uppi með tug­millj­arða króna kostnað á ári frá 2030.

Í lok sam­an­tekt­ar­innar sem kynnt var á rík­is­stjórn­ar­fund­inum sagði enda að „brýnt er að taka ákvörðun um hvort slíkar greiðslur verði teknar upp aftur og þá í hvaða formi það yrði gert“.

Ef ekkert verður gert tæmast sjóðirnir árið 2030. Þá þarf ríkissjóður að greiða 28 milljarða króna, það árið eitt og sér, til að standa undir skuldbindingum þeirra. Þeirri fjárhagslegu byrði verður að óbreyttu velt á komandi kynslóðir. Ef ekk­ert verður gert tæm­ast sjóð­irnir árið 2030. Þá þarf rík­is­sjóður að greiða 28 millj­arða króna, það árið eitt og sér, til að standa undir skuld­bind­ingum þeirra. Þeirri fjár­hags­legu byrði verður að óbreyttu velt á kom­andi kyn­slóð­ir.

Bjarni sagði að greiðslur myndu hefj­astRaunar hefur málið verið á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í nokkurn tíma. Og svo virt­ist sem að hún væri búin að taka ákvörðun um að hefja greiðslur inn á baká­byrgð rík­is­ins vegna þess­arra skulda, sem eru ekki sýni­legar í rík­is­reikn­ingi, á ný.

Forsíða Morgunblaðsins 11. mars 2015. Í forsíðufréttinni er haft eftir Bjarna Benediktssyni að greiðslur inn á ófjármagnaðar skuldbindingar opinberra lífeyrissjóða muni hefjast árið 2016. For­síða Morg­un­blaðs­ins 11. mars 2015. Í for­síðu­frétt­inni er haft eftir Bjarna Bene­dikts­syni að greiðslur inn á ófjár­magn­aðar skuld­bind­ingar opin­berra líf­eyr­is­sjóða muni hefj­ast árið 2016.

Bjarni Bene­dikts­son var mjög afdrátt­ar­laus í við­tali við Morg­un­blaðið þann 11. mars síð­ast­lið­inn. Fyr­ir­sögn for­síðu­fréttar blaðs­ins, sem vís­aði í við­talið, var „Fyr­ir­fram­greiða líf­eyr­inn“. Í við­tal­inu sagði Bjarni að rík­is­sjóður myndi á næsta ári, árið 2016, greiða inn á upp­safn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar opin­berra starfs­manna í fyrsta sinn frá efna­hags­hruni. Jafn­framt væri áformað að gera það árlega á næstu árum og að bætt staða rík­is­sjóðs gerði þetta mögu­legt. „Verði þetta ekki gert mun falla á rík­is­sjóð árleg gjald­færsla upp á um 20 millj­arða eftir tíu ár. Með þess­ari greiðslu og frek­ari greiðslum á næstu árum er ætl­unin að forða þessu og ýta því lengra inn í fram­tíð­ina,“ sagði Bjarni.

Það vakti því athygli þegar þessi greiðsla inn á baká­byrgð­ina var ekki  sýni­leg í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og spurði hvort það væri réttur skiln­ingur að ekki væri gert ráð fyrir greiðslum inn á skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs vegna B-deildar LSR og LH í fjár­laga­frmu­varpi árs­ins 2016. Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að það sé réttur skiln­ing­ur.

Þrátt fyrir að í upp­sigl­ingu sé„­mikið vanda­mál fyrir rík­is­sjóð ef ekk­ert verður að gert“, verður ekk­ert að gert.

Bráða­birgða­á­kvæði fellur úr gildi á næsta áriÞetta er ekki eina málið sem snýr að opin­bera líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu sem þarf að taka á í nán­ustu fram­tíð. Það þarf einnig að grípa til aðgerða gagn­vart A-deild LSR. Heild­ar­staða hans, að teknu til­liti til fram­tíð­ar­ið­gjalda og skuld­bind­inga vegna þeirra, er nei­kvæð um 55,6 millj­arða króna, eða um 9,6 pró­sent af heild­ar­eign hans. Í gildi er bráða­birgð­ar­á­kvæði sem heim­ilar sjóðnum að virði eigna hans megi vera allt að 15 pró­sent minna virði en fram­tíð­ar­skuld­bind­ingar hans. Þetta bráða­birgða­á­kvæði, sem sett var í kjöl­far hruns­ins, fellur úr gildi á næsta ári. Þá verður mun­ur­inn að vera innan fimm pró­senta.

Til að ná þessu marki er stjórn LSR skylt, sam­kvæmt lög­um, að hækka iðgjald launa­greið­enda úr 11,5 pró­sent í 13,4 pró­sent til að vera innan fimm pró­senta marks­ins. Það þýddi að launa­greið­and­inn í líf­eyr­is­sjóð­inn, íslenska rík­ið, þyrfti að greiða 1,7 millj­arð króna til við­bótar í iðgjöld á ári. Til að ná jafn­vægi þyrfti að hækka iðgjaldið í 15,4 pró­sent, sem myndi þýða að ríkið greiddi 3,5 millj­arða króna til við­bótar í sjóð­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None