Risa ákvörðun um makríl - 150 til 170 milljarða verðmæti?

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Ein umfangs­mesta ákvörðun sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, stendur frammi fyrir er hvort hann ákveður að úthluta mak­ríl­kvóta var­an­lega til þeirra útgerða sem hafa afla­reynslu af veiðum á mak­ríl.

Veiðar og vinnsla á mak­ríl er ein skýr­ingin á góðri afkomu stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sem hafa lagt stund á mak­ríl­veiðar á síð­ustu árum. Mak­ríll veidd­ist fyrst sem með­afli á síld­veiðum en svo smám saman jókst magn hans innan lög­sög­unn­ar, og hefur mak­ríll­inn verið mikil himna­send­ing fyrir íslenska hag­kerfið frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins og krón­unn­ar.

Kom sér vel

Þetta kom sér best fyrir þau fyr­ir­tæki sem lögðu stund á upp­sjáv­ar­veiðar enda eru þau með lang mesta afla­reynslu frá því mak­ríl­veiðar hófust fyrir ein­ungis fáum árum síð­an.  Öðrum útgerð­ar­flokkum líkt og frysti­tog­ur­um, ísfisk­skipum og smá­bátum hefur þó einnig verið skammt­aður hluti hins árlega kvóta und­an­farin ár.  Úthlut­unin til skipa í mis­mun­andi útgerð­ar­flokkum fer ein­ungis fram árlega og kvót­anum hefur því ekki ennþá verið úthlutað var­an­lega.

Auglýsing

Frá því kvóta­kerfið var sett á lagg­irnar árið 1984 hefur svo verð­mæt teg­und sem mak­ríll­inn aug­ljós­lega er ekki bæst við inní kerf­ið.  Þó hafa aðrar teg­undir verið kvóta­settar á und­an­gengnum árum, nýjasta dæmið er blá­langa.  Sig­urði Inga er því vandi á höndum í ljósi þess hve mikil verð­mæti eru í spil­un­um.

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðarmála, stendur frammi fyrir stórum ákvörðunum þegar kemur að makrílveiðum. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ráð­herra sjáv­ar­út­vegs og land­bún­að­ar­mála, stendur frammi fyrir stórum ákvörð­unum þegar kemur að mak­ríl­veið­u­m.

Fær­ey­ingar bjóða kvóta til leigu

Samn­ingar um mak­ríl­veiðar hafa ennþá ekki náðst fram á milli þjóð­anna í N-Atl­ants­hafi eins og þekkt er.  Þrátt fyrir þetta hefur fær­eyska heima­stjórnin boðið út hluta af sínum mak­ríl­kvóta til leigu til árs í senn.  Græn­lenska heima­stjórnin hefur umtals­verðar tekjur af sínum mak­ríl­kvóta og rukka ákveðna krónu­tölu á hvert veitt kíló.

Mikil verð­mæti

Á núver­andi fisk­veiði­ári er þorskígild­is­stuð­ull­inn fyrir mak­ríl 0,41.  Stuð­ull­inn hefur farið hækk­andi á síð­ustu árum enda er mak­ríll verð­mæt teg­und og stærstur hluti nýttur til mann­eld­is. Þetta hefur skilað sér í afburða góðri afkomu fyr­ir­tækja sem veiða, vinna og selja mak­ríl á alþjóða­mark­að.

Til sam­an­burðar er stuð­ull­inn fyrir kolmuna 0,10 og 0,29 fyrir norsk-­ís­lenska síld.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er verð á þorsk­kvóta um það bil 2.500 kr/kg í nýlegum við­skipt­um.  Miðað við þessar for­sendur er ein­falt að finna út að verð­mæti mak­ríl­kvót­ans, ef hann verður úthlut­aður var­an­lega án end­ur­gjalds til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna, gæti verið á bil­inu 150 til 170 millj­arð­ar.  Að sjálf­sögðu fer verð­mætið eftir því hversu kvót­inn er stór hverju sinni og eflaust eru þorskígild­is­stuðlar ekki hinn end­an­lega rétti mæli­kvarði. Þessi ein­faldi útreikn­ingur gefur þó vís­bend­ingu um að ákvörðun Sig­urðar Inga er umfangs­mikil mælt í krónum og aur­um, og miklir hags­munir í húfi fyrir bæði almenn­ing og útgerð­irnar sem hafa hagn­ast vel á mak­ríl­gengd­inni und­an­farin ár.

Mak­ríll
Úthlut. Kvóti Verð á þorski Þorskígild­is­stuð­ull Verð­mæti kvóta
Þús. tonn kr/kg m.kr.
167,8 2.500 0,41 171.995
147,7 2.500 0,41 151.393


 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None