„Dauður innflytjandi er besta jólagjöfin“ - nethatur í Svíþjóð

h_51189129-1.jpg
Auglýsing

Þegar Svíar vilja fá nán­ari upp­lýs­ingar um lík­ams­árásir og morð­mál en þeir fá í fjöl­miðlum fara þeir á spjall­síð­una Flas­hback. Þar má gjarnan finna spjall­þræði þar sem fólk er nafn­greint og bak­grunnur árásanna rak­inn í smá­at­rið­um. Þeir sem vilja kaupa eit­ur­lyf geta fengið upp­lýs­ingar á síð­unni og þar má einnig finna ein­kunna­gjöf fyrir vænd­is­konur og nudd­stof­ur. Þetta efni er ekki falið heldur aðgengi­legt frá for­síð­unni innan um umræðu­þræði um sjón­varps­þætti, umhverf­is­mál, sæl­gæti og raunar hvað eina sem fólk vill ræða um. Flas­hback er stór­merki­legur hluti af sænskri net­sögu sem einnig hefur getið af sér skrá­ar­deil­ing­ar­síð­una Pira­tebay og fyrsta Píra­ta­flokk­inn, stofn­að­ann 1. jan­úar árið 2006.

Síð­ustu vikur hefur sænska Afton­bla­det fjallað ítar­lega um Flas­hback og nafn­greint ein­stak­linga sem skrifa undir dul­nefni. Læknir við Karol­inska sjúkra­húsið reynd­ist hafa skrifað um sjúk­linga á síð­unni þar sem hann gerð­ist bæði sekur um gróft kyn­þátta­hatur auk þess sem hann opin­ber­aði trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar. Og það eru ekki bara Sví­þjóð­ar­demókratar sem breiða út hat­urs­boð­skap á net­inu undir dul­nefni. Joakim And­er­son sem tók lengi þátt í starfi Jafn­að­ar­manna en nú síð­ast Umhverf­is­flokks­ins hefur ítrekað fagnað því á síð­unni, undir dul­nefni, þegar ráð­ist er á inn­flytj­end­ur. Þegar fréttir bár­ust af skotárás þar sem inn­flytj­andi lét lífið lýsti hann atburð­inum sem bestu jóla­gjöf­inni. Opin­ber­lega talar hann hins vegar um nauð­syn þess að fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagið fái að þríf­ast. Þegar Afton­bla­det gekk á hann sagð­ist hann hafa rétt til að tjá skoð­anir sín­ar.

Pirate Bay Skrá­ar­deil­inga­síðan Pirate Bay, sem ítrekað hefur verið reynt að loka með tak­mörk­uðum árangri, varð til í Sví­þjóð.

Auglýsing

Enn og aftur um tjáning­ar­frelsið



Stofn­andi síð­unnar heitir Jan Axels­son og frá byrjun hefur hann sagst vilja vernda tján­ing­ar­frels­ið. Reyndar byrj­aði hann fer­il­inn með Flas­hback TV áður en hann gaf út dag­blað með sama nafni árið 1993. Þar var meðal ann­ars fjallað um til­raunir með LSD auk þess sem hann nafn­greindi og birti myndir af dæmdum nauðgur­um. Árið 1995 flutti síðan svo á inter­netið þar sem hún hefur verið þótt upp­gangur hennar hafi fyrst byrjað fyrir alvöru eftir alda­mótin þegar henni var breytt í spjall­svæði.

Hinn umdeildi Jan Axelsson, eigandi og stofnandi Flashback vefsíðunnar. Hinn umdeildi Jan Axels­son, eig­andi og stofn­andi Flas­hback vef­síð­unn­ar.

Fleiri en milljón not­endur eru skráðir á síð­unni sem eru að langstærstum hluta Sví­ar. Hún veltir millj­ónum og jafn­vel tugum millj­ónum sænskra á hverju ári en erfitt er að fá nákvæmar upp­lýs­ingar þar sem síðan er skráð í útlönd­um. Það er meðal ann­ars gert til að kom­ast hjá því að heyra undir sænska lög­sögu.

Stóra spurn­ingin er auð­vitað hvað fólki er heim­ilt að segja á net­inu. Eru allar skoð­anir jafn­gildar í þjóð­fé­lögum sem telja tján­ing­ar­frelsið til grunn­mann­rétt­inda? Þeir sem standa að síð­unni segja að það sé alls ekki þannig að öll ummæli fái að standa óbreytt. Á hverjum degi eru skrifuð milli 15 og 20 þús­und inn­legg og stjórn­endur síð­unnar segja að um það bil 10% þeirra sé breytt eða eytt af stjórn­end­um. Miðað við það sem fær að standa óbreytt á síð­unni veltir maður hins vegar fyrir sér hvað þurfi til að skrif séu rit­skoð­uð.

Nafn­leysi á net­inu er ekki bara skjól fyrir þá sem vilja breiða út hatur eða leggja aðra í ein­elti. Það er vernd fyrir þá sem í krafti stöðu sinnar geta ekki tjáð sig opin­ber­lega, fólk í ofbeld­is­sam­bandi sem leitar ráða, þá sem glíma við erf­iða sjúk­dóma og börn og ung­linga sem lent hafa í ein­elti. Flas­hback er alls ekki bara suðu­pottur þess versta sem inter­netið hefur upp á að bjóða heldur má finna þar mann­gæsku, sam­úð, góð ráð og stuðn­ing við þá sem eiga við erf­ið­leika að etja.

Segja að net­hatrið færi þeim völd



Afton­bla­det hafði sam­band við nokkra af þeim sem hafa skrifað gróf ummæli um nafn­greinda ein­stak­linga eða lagt fólk í ein­elti. Í svar­bréfi lýsir einn af net­höt­ur­unum því hvernig hann dróst sífellt lengra inn í þennan heim. „Á ein­hvern hátt sog­ast maður með og því meira sem maður skrifar því dýpra sekkur maður og fer að nota gróf­ari orð sem maður mundi ekki einu sinni hugsa. Að nota orð eins og negri verður eðli­legt. Umhverfið mótar mann“, skrifar hann í bréf­inu.

Hann segir að skömmin hafi komið þegar hann slökkti á tölv­unni en stuttu síðar hafi hann byrjað aft­ur. Hann lýsir þessu eins og tölvu­leik, hann leiki í raun per­sónu á síð­unni og hugsi ekki út í hvaða áhrif ummælin hafi á fólk. „Til­finn­ingin að geta séð það sem maður skrifar á síðu sem allur heim­ur­inn getur lesið er svaka­leg. Að hugsa sér, segir mað­ur, þetta skrif­aði ég. Ég hef völd.“

Forsíða Flashback vefsíðunnar. For­síða Flas­hback vef­síð­unn­ar.

Sál­fræð­ingur sem Afton­bla­det ræddi við segir að þetta lýsi sér á svip­aðan hátt og spilafíkn. Fólk byrji oft sak­leys­is­lega en fest­ist fljótt í víta­hring sem erfitt sé að losna úr. Til að byrja með skrifi fólk kannski að það eigi að drepa alla kett­linga en seinna að það eigi að nauðga öllum sómölskum börn­um. Þetta dæmi er ekki gripið úr lausu lofti. Lýs­ingar á grófu ofbeldi gagn­vart full­orðn­um, börnum og dýrum eru nán­ast dag­legt brauð á síð­unni. Eiit gróf­asta dæmið snýst um 27 ára gamla konu sem var myrt af barns­föður sínum í júlí árið 2013, en hann var frá Úganda. Móðir hennar stofn­aði minn­ing­ar­síðu á Face­book sem var lokað tveimur tímum seinna vegna grófra ummæla. Á Flas­hback má ennþá finna umræðu­þráð um kon­una þar sem hún er kölluð hóra, því er haldið fram að hún hafi svikið kyn­stofn­inn og að börnin hennar séu skrýmsli. Þrátt fyrir ítrek­aðar beiðnir hafa stjórn­endur síð­unnar ekki fjar­lægt þráð­inn.

Mega fjölmiðlar nýta sér allar upplýsing­ar?



Afton­bla­det fékk upp­lýs­ingar um not­endur frá sjálf­stæðum hópi sem seg­ist hafa kom­ist yfir gögn um not­endur án þess að útskýra það nán­ar. Í kjöl­farið hefur hins vegar verið rætt um sam­skipti fjöl­miðla við hópa sem af hug­mynda­fræði­legum ástæðum leka gögnum um bæði nafn­greindar og ónafn­greindar per­són­ur. Hvenær mega fjöl­miðlar nýta sér upp­lýs­ingar sem eru fengnar með ólög­legum eða að minnsta kosti vafasömum hætti? Þess utan má velta fyrir sér hver sé raun­veru­leg vernd þeirra sem skrifa á netið og telja sig gera það nafn­laust. Hóp­ur­inn sem situr nú á lista yfir not­endur Flas­hback segir að þeir sem eru sak­lausir þurfi ekk­ert að ótt­ast. En hver ákveður hver sé sak­laus? Er lær­dóm­ur­inn kannski sá að við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að það sem við skrifum geti komið í haus­inn á okkur síðar og hvað þýðir það fyrir hina kúg­uðu sem hingað til hafa getað tjáð sig í skjóli nafn­leys­is­ins?

Fæstir vilja láta loka Flas­hback og reyndar hefur þeirri skoðun verið haldið fram að síð­una ætti að vernda á sama hátt og sögu­frægar bygg­ingar eða önnur menn­ing­ar­verð­mæti. Gagn­rýnin nú snýr að því að stjórn­endur síð­unnar þurfi að ganga mun harðar fram í rit­skoð­un. Í raun má segja að þetta mál snú­ist um grund­vall­ar­spurn­ingar um við­horf okkar til nets­ins, hvort þar gildi sömu reglur og í sam­fé­lag­inu utan þess, eða hvort þetta sé frí­ríki utan laga og reglna þar sem venju­bundin sið­ferð­is­lög­mál gildi ekki. Við erum ennþá á gráa svæð­inu þar sem mörk milli hat­urs, hót­ana og skoð­ana eru ennþá hreif­an­leg. Hvar við svo drögum lín­una er verk­efni næstu ára og ára­tuga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None