Mynd: Birgir Þór Harðarson selabankinn_15367564864_o.jpg
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna

Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd. Á grundvelli ákvæðisins hefur Kjarninn reynt að nálgast gögn um Eignarsafn Seðlabanka Íslands, en án árangurs. Seðlabankinn hafnar því að í ákvæðinu felist efnisleg lagaheimild til að knýja á afhendingu gagna. Þess í stað sé um að ræða „heimild til birtingar upplýsinga að frumkvæði Seðlabankans, t.d. í tengslum við fréttir á vef bankans, skýrslur eða annað efni sem bankinn gefur út.“

Á árunum 2009 til 2017 starf­aði félag sem hét Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ). Hlut­verk þess var að koma eignum og kröfum sem Seðla­bank­inn sat uppi með eftir banka­hrunið í verð. Umfangið var gríð­ar­legt, eignir og kröfur voru metnar á 490 millj­arða króna. 

Um allskyns eignir var að ræða, verð­bréf, mörg hund­ruð fast­­eignir og ýmis­­­legt ann­að. Á starfs­­tíma sínum starf­­rækti ESÍ svo tvö dótt­­ur­­fé­lög, ann­­ars vega Sölv­hól sem hafði það hlut­verk að selja eign­irn­­ar, og hins vegar Hildu, sem ESÍ fékk í fangið árið 2011. ­Vegna eðlis starf­sem­innar hefur ESÍ oft verið nefnt „rusla­kista Seðla­bank­ans“.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingum ESÍ var einn hlut­hafi í félag­inu, Seðla­banki Íslands. Árið 2009, sem var fyrsta starfsár félags­ins, sátu í stjórn þess þáver­andi seðla­banka­stjóri, yfir­lög­fræð­ingur bank­ans og lyk­il­stjórn­andi innan hans. Eng­inn vafi er því á að félagið var undir stjórn Seðla­banka Íslands. 

Mikil leynd hefur ríkt yfir því hvernig eignum ESÍ var ráð­stafað, og til hverra. Þeir sem stýrðu því gátu iðkað þá leynd meðal ann­ars á grunni þess að for­sæt­is­ráðu­neytið veitti ESÍ und­an­þágu frá upp­lýs­inga­lög­um. Hún rann hins vegar út í des­em­ber 2018 og hefur ekki verið end­ur­nýj­uð. 

Slita­ferli ESÍ, og dótt­ur­fé­laga þess, hófst árið 2017 og lauk end­an­lega árið 2019. 

Hafa aldrei viljað svara sér­tækum spurn­ingum um ESÍ

Kjarn­inn hefur árum saman reynt að nálg­ast upp­lýs­ingar um hvaða eignir hafi verið settar inn í ESÍ, hvenær hver eign var seld, á hvaða verði þær voru seld­ar, hverjir milli­liðir við sölu eign­anna voru, hverjar þókn­anir þeirra voru og hverjir kaup­end­urnir voru.

Seðla­bank­inn, og ESÍ á meðan að félagið starfaði, hafa aldrei viljað svara þessum spurn­ingum og vísað annað hvort í þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um Seðla­banka Íslands eða áður­nefnda und­an­þágu frá upp­lýs­inga­lög­um, sem rann út fyrir næstum fjórum árum síð­an. 

Í vor ákvað Kjarn­inn að gera aðra til­raun til að nálg­ast þessar upp­lýs­ing­ar. Til­efnið þá var ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að leggja „sjálf­stætt mat“ á almanna­hags­muni af birt­ingu lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslands­banka í lok­uðu útboði í mars 2022. Þegar Bjarni lagði það mat á birt­ing­una lá þegar fyrir lög­fræði­á­lit unnið fyrir Banka­sýslu rík­is­ins sem mælti gegn birt­ing­unn­i. 

Beit­ing „sjálf­stæðs mats“ var því ný teg­und af stjórn­sýslu­fram­kvæmd.

For­sæt­is­ráðu­neytið beðið um að leggja „sjálf­stætt mat“ á birt­ingu

Á grund­velli þess fór Kjarn­inn fram á að for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, sem Seðla­bank­inn heyrir að mestu und­ir, myndi leggja sam­bæri­legt „sjálf­stætt mat“ á birt­ingu gagna um ráð­staf­anir eigna út úr ESÍ. Kjarn­inn vís­aði einnig í til­kynn­ingu for­manna sitj­andi stjórn­ar­flokka sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins 19. apríl síð­ast­lið­inn, þar sem stóð að traust og gagn­sæi verði að ríkja um sölu á eignum rík­is­ins. Í þeirri til­kynn­ingu sagði orð­rétt: „Al­menn­ingur á skýra og óum­deilda kröfu um að allar upp­lýs­ingar séu uppi á borðum um slík áform, mark­mið þeirra og áhrif.“

Í maí svar­aði ráðu­neytið því til að það teldi það ekki sitt hlut­verk að leggja mat á hvort hags­munir almenn­ings af birt­ingu gagna um ESÍ vegi þyngra en þeir hags­munir sem mæli með leynd. Það þyrfti Seðla­bank­inn sjálfur að ger­a. 

Í svari ráðu­­neyt­is­ins var hins vegar bent á að með nýjum lögum um Seðla­­banka Íslands, sem sett voru árið 2019, hafi verið bætt við ákvæði þar sem bank­­anum er veitt heim­ild til að víkja frá þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði, „enda vegi hags­munir almenn­ings af birt­ing­unni þyngra en hags­munir sem mæla með leynd.“ 

Í svari ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur var bent á að bætt hafi verið við ákvæði við lög um Seðlabanka Íslands sem veiti bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu eru miklir.
Mynd: Eyþór Árnason

Í athuga­­semdum með frum­varp­inu sem varð að lög­­unum sagði að áður en ákvörðun sé tekin um slíka afhend­ingu þurfi að liggja fyrir grein­ing á þeim hags­munum sem veg­­ast á í hverju til­­viki fyrir sig. „Þá beri við mat á hags­munum almenn­ings af birt­ingu upp­­lýs­inga m.a. að líta til þess hvort þær varði ráð­­stöfun opin­berra hags­muna, sem almenn­ingur eigi almennt ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið er að.“

For­sæt­is­ráðu­neytið var því þeirrar skoð­unar að Seðla­banki Íslands ætti að líta til þess hvort umræddar upp­lýs­ingar varði ráð­stöfun opin­berra hags­muna, sem almenn­ingur eigi almennt ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið er að og að bank­inn eigi að leggja mat á það hvort hags­munir almenn­ings af birt­ingu upp­lýs­ing­anna vegi þyngra en þeir hags­munir sem mæla með leynd.

Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­­spurn til Seðla­­bank­ans þar sem hann var beð­inn um að leggja mat á hags­muni almenn­ings af birt­ingu gagn­anna og að rök­­styðja það mat.

Ein­blínt á þagn­ar­skyldu

Fyrsta svar Seðla­bank­ans barst 24. maí. Í því sagði að bank­inn mæti það sem svo að nýja ákvæð­ið, sem kall­aði á að hags­munir almenn­ings af birt­ingu gagna yrðu metn­ir, hefði ekk­ert gildi ef lög­menn bank­ans teldu að þagn­ar­skylda ætti að gilda um þær upp­lýs­ingar sem spurt væri um. „Að mati Seðla­bank­ans er nægj­an­legt að umbeðnar upp­lýs­ingar falli að þagn­ar­skyldu­á­kvæði [...] þ.e. að þær varði hagi við­skipta­manna bank­ans, við­skipti og rekstur eft­ir­lits­skyldra aðila, tengdra aðila eða ann­arra og mál­efni bank­ans sjálfs, svo og önnur atriði sem leynt skulu fara sam­kvæmt lögum eða eðli máls, til að upp­lýs­inga­réttur almenn­ings verði tak­mark­aður á grund­velli ákvæð­is­ins.“

Auk þess kom fram að Seðla­bank­inn, sem var eini hlut­haf­inn í ESÍ, teldi félagið sér alls óvið­kom­andi. „Fyrir slit félags­ins var það ekki Seðla­bank­ans að svara beiðnum um gögn og upp­lýs­ingar sem beint var til þess. Slíkum beiðnum var eðli máls sam­kvæmt beint til félags­ins sjálfs. Þó því hafi nú verið slitið og það afskráð færir það, að mati Seðla­bank­ans, ekki skyld­una til að svara slíkri beiðni til bank­ans.“

Lof­uðu loks efn­is­legri með­ferð

Kjarn­inn óskaði því eftir að Seðla­bank­inn myndi end­ur­skoða svar sitt og ef eini hlut­haf­inn í ESÍ teldi sig ekki bera skyldu til að svara spurn­ingum um starf­semi dótt­ur­fé­lags síns var óskað eftir upp­lýs­ingum um hvert ætti að beina slíkum spurn­ing­um, meðal ann­ars nafni þess ein­stak­lings sem færi með mál­efni ESÍ. 

Auk þess var óskað eftir frek­ari skýr­ingum á því hvernig Seðla­banki Íslands gæti ákveðið ein­hliða að við­bót­ar­á­kvæði sem sett var inn í lög um starf­semi hans, og átti að tryggja rík­ari rétt almenn­ings til upp­lýs­inga, væri mark­laust. Í fyr­ir­spurn Kjarn­ans stóð að sú túlkun bank­ans væri „senni­lega frétt­næm fyrir þá ráð­herra og þing­menn sem stóðu að breyt­ing­unni á lög­unum og ætl­uðu ákvæð­inu að hafa raun­veru­lega virkni þar sem hags­munir almenn­ings á að fá að vita yrðu raun­veru­lega metn­ir.“ 

130 dagar frá því að kæra barst

Þetta er ekki eina málið þar sem Seðlabanki Íslands hefur neitað að afhenda Kjarnanum gögn sem fjölmiðilinn telur að eigi skýrt erindi við almenning, og bankinn eigi þar af leiðandi að vega á grundvelli nýja ákvæðisins frá 2019. Þann 5. maí 2022 óskaði Kjarninn eftir aðgengi að stöðugleikasamningunum sem gerðir voru við slitabú föllnu bankanna. Tólf dögum síðar, 17. maí, óskaði Kjarninn eftir upplýsingum um nöfn þeirra sem fengu að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabankans frá febrúar 2012 til febrúar 2015. Kjarninn hefur reynt að nálgast þær upplýsingar með upplýsingabeiðnum sem settar voru fram á árunum 2016 til 2018, án árangurs.

Síðastnefnda upplýsingabeiðnin rataði til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem staðfesti ákvörðun Seðlabankans með úrskurði 31. janúar 2019. Síðan þá hefur áðurnefndu ákvæði, sem leggur auknar kröfur á Seðlabankann um upplýsingagjöf, hins vegar verið bætt við lög um starfsemi hans. Því lét Kjarninn á það reyna hvort bankinn ætti að afhenda upplýsingarnar á grundvelli þess og kærði nýjustu synjun Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar 8. júní síðastliðinn.

Seðlabankinn fékk ríflegan frest, tvær vikur, til að skila umsögn um kæruna. Í aðdraganda þeirrar dagsetningar óskaði bankinn eftir viðbótarfresti til 8. júlí til að fá að skila umsögn sinni og vísaði til „sumarleyfa og mikilla anna vegna annarra verkefna“. Kjarninn lagðist gegn því að viðbótarfresturinn yrði veittur en nefndin ákvað samt sem áður að veita hann.

Tveimur dögum áður en fresturinn rann út óskaði Seðlabankinn eftir enn einum frestinum, nú til 15. júlí, vegna veikinda barna lögfræðings og sumarleyfa.

Úrskurðarnefndin féllst á að veita frestinn en tók fram að engir frekari frestir myndu fást. Í tölvupósti starfsmanns nefndarinnar til lögfræðings Seðlabankans var tekið fram að ekki væri unnt að veita frekari frest umfram það. „Hafi umsögn bankans ekki borist innan þess tíma verður litið svo á að Seðlabankinn hyggist ekki veita umsögn um málið. Kæran verður þá tekin til afgreiðslu óháð því hvort afstaða Seðlabankans liggi fyrir eða ekki þegar þar að kemur.

Umsögnin barst loks 15. júlí og í henni eru endurtekin fyrri rök bankans fyrir því að afhenda ekki umrædd gögn.

Í lok júní fengust þær upplýsingar að málið væri það 44. elsta í málaskrá úrskurðarnefndarinnar. Síðan þá hefur hún fundað tvívegis og úrskurðað í níu málum. Samkvæmt lögum á nefndin að birta úrskurð í málum að jafnaði innan 150 daga frá því að kæra er móttekin. Árið 2020 náði nefndin því að meðalmálsmeðferðatíminn var 142 dagar. Í dag eru 130 dagar siðan að úrskurðarnefndinni barst kæra Kjarnans.

Þann 7. júní barst svar frá Seðla­bank­anum þess efnis að með vísan til nýfall­ins úrskurðar úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mála myndi bank­inn taka fyr­ir­spurn­ina til efn­is­legrar með­ferð­ar. Sá úrskurður sner­ist um fyr­ir­spurn sagn- og lög­fræð­ings­ins Björns Jóns Braga­sonar um úkra­ínska apó­tek­a­keðju sem var á meðal eigna ESÍ um tíma. Úrskurð­ar­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að Björn Jón ætti að fá umræddar upp­lýs­ingar en Seðla­bank­inn hefur enn ekki afhent honum þær, og seg­ist ekki hafa þær undir höndum.

Ekki bank­ans að svara fyr­ir­spurn um félag sem hann átti

Sú efn­is­lega með­ferð leiddi til þess að lög­fræð­ingur hjá Seðla­bank­anum sendi svar 22. júlí 2022 sem fól efn­is­lega í sér sömu svör og upp­lýs­inga­full­trúi bank­ans hafði veitt tveimur mán­uðum fyrr. Að það væri ekki Seðla­bank­ans að svara fyrir ESÍ, þar sem hann hefði ekki gert það fyrir slit félags­ins. Engar upp­lýs­ingar voru veittar um hver ætti að svara fyr­ir­spurn­un­um.

Sigurður Ingi Jóhannsson spurði Bjarna Benediktsson út í málefni ESÍ á þingi í september 2017, þegar hann var í stjórnarandstöðu. Þeir sitja nú saman í ríkisstjórn.
Mynd: Eyþór Árnason

Þess í stað vís­aði Seðla­bank­inn í svar við fyr­ir­spurn Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem hann beindi til Bjarna Bene­dikts­sonar í sept­em­ber. Sig­urður Ingi var þá í stjórn­ar­and­stöðu en hafði setið í rík­is­stjórn­inni á und­an, sem sat 2013 til 2016, þegar ESÍ var enn á fullu í að ráð­stafa eignum sín­um. Sig­urður Ingi hefur auk þess starfað í rík­is­stjórn með Bjarna frá því skömmu eftir að fyr­ir­spurn­inni var svarað og fram til dags­ins í dag. Spurn­ingar Sig­urðar Inga er hægt að sjá hér að neð­an. 

  • Hversu margar eign­ir/­­­kröfur hefur Seðla­­­banki Íslands selt, beint eða í gegnum dótt­­­ur­­­fé­lög, svo sem ESÍ, frá því að honum var falin umsjón þeirra eftir banka­hrunið árið 2008, hvert var sölu­and­virðið í heild og sund­­­ur­liðað eftir árum, hverjir keyptu og á hvaða kjörum, sund­­­ur­liðað ár fyrir ár?
  • Í hvaða til­­­vikum var lánað fyrir kaup­un­um, við hversu hátt láns­hlut­­­fall var mið­að, hvaða skil­yrði voru sett um trygg­ingar fyrir greiðslu kaup­verðs, hver var stefnan um vaxta­­­kjör, var í ein­hverjum til­­­vikum vikið frá henni og ef svo er, hvers vegna?
  • Hefur Seðla­­­bank­inn, beint eða í gegnum dótt­­­ur­­­fé­lög, keypt eign­ir/­­­kröfur eða fengið fram­­­seldar með öðrum hætti, svo sem í skiptum fyrir aðrar eign­ir/­­­kröf­­­ur, frá banka­hruni, hvaða eign­ir/­­­kröfur voru það, sund­­­ur­liðað ár fyrir ár, voru þær skráðar á mark­aði, hvaða ástæður voru fyrir kaup­unum og á hvaða laga­heim­ild byggði Seðla­­­bank­inn eða dótt­­­ur­­­fé­lög kaup­in?
  • Hafa eign­ir/­­­kröfur verið seldar aftur og ef svo er, hver er mun­­­ur­inn á kaup- og sölu­verði, hverjir voru kaup­endur og selj­endur í þeim við­­­skiptum og hefur Seðla­­­bank­inn eða dótt­­­ur­­­fé­lög fengið fram­­­seldar til sín eignir sem rýrnað hafa í verði eða jafn­­­vel tap­­­ast frá því að þeirra var aflað?
  • Fyrir hvaða sér­­­fræð­i­­­þjón­ustu, hverjum og hve mik­ið, hefur Seðla­­­banki Íslands, beint eða í gegnum dótt­­­ur­­­fé­lög, greitt vegna sölu á eign­um/­­­kröfum frá og með árinu 2013 til dags­ins í dag, var þjón­ustan aug­lýst og/eða boðin út, hvernig var staðið að ráðn­­­ingu á þjón­ust­u­að­il­um, hver voru sjón­­­­­ar­mið til grund­vallar ráðn­­­ingum og hvernig skipt­ust greiðslur milli aðila?
  • Var sala á eign­­­ar­hlut­u­m/­­­kröfum Seðla­­­banka Íslands eða dótt­­­ur­­­fé­laga bank­ans ávallt aug­lýst, hvernig var staðið að útboð­i/­­­sölu í þeim til­­­vik­um, við hvaða reglur var mið­að, voru við­miðin sam­­­bæri­­­leg í öllum til­­­vikum og ef ekki, hvers vegna?

Bjarni svar­aði fyr­ir­­­spurn Sig­­­urðar Inga með ítar­­­legu svari, en þó var ekki svarað efn­is­­­lega og sér­­­tækt, þeim atriðum sem spurt var út í. Í svar­inu var vísað til þagn­­­ar­­­skyldu Seðla­­­bank­ans um verk­efni ESÍ og að bank­inn myndi skila af sér skýrslu um ESÍ og starf­­­semi þess, þegar vinnu við slit væri lok­ið.

Skýrslan sem hefur ekki skilað sér fjórum árum eftir að hún átti að koma út

Skýrslan sem Seðla­banki Íslands átti að vinna um ESÍ, og átti að skila til banka­ráðs hans fyrir árs­lok 2018, er enn ekki komin út. Skýrslan átti að varpa heild­ar­mynd á starf­semi ESÍ og dótt­ur­fé­laga þess og taka átti saman hvert end­an­legt tjón bank­ans verður af veð­lána­starf­semi hans.

Þegar Við­skipta­blaðið leit­aði eftir upp­lýs­ingum um hvenær skýrslan ætti að koma út fyrir tæpum tveimur árum feng­ust þau svör að við­brögð við heims­far­aldr­inum hefðu valdið því að hlé hafi orðið á skýrslu­gerð­inni. Nokk­urra mán­aða vinna væri eftir við gerð henn­ar.

Í apríl síðastliðnum fengust þau svör hjá Seðlabankanum að miklar annir við önnur verkefni hefði valdið því að skýrslan væri ekki komin út. Bankinn gæti ekki gefið neinar upplýsingar um væntanlegan útgáfudag. Í sumar fengust hins vegar þær upplýsingar frá bankanum að vinna við gerð skýrslunnar væri hafin að nýju. Það bendir til þess að gögn varðandi starfsemi ESÍ séu til í bankanum, þvert á þau svör sem hann hefur gefið fjölmiðlum.

Margir vöruðu við því að setja upp eignasölufélag á borð við ESÍ eftir bankahrunið. Það gerðu meðal ann­ars hag­fræð­ing­arnir Gauti B. Egg­erts­son og Jón Steins­son í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í mars 2009. Þar sagði meðal ann­ars: „Það eru ýmsir ókostir á eigna­sölu­fé­lögum í eigu rík­is­ins. Stærsti ókost­ur­inn er hætta á spill­ingu. Reynslan hefur kennt Íslend­ingum – og raunar öðrum þjóðum – að þegar ríkið selur eignir er mikil hætta á því að umsjón­ar­menn sölu­ferl­is­ins selji vin­um, ætt­ingjum eða jafn­vel sjálfum sér verð­mætar eignir á und­ir­verð­i.“

Kjarn­inn sendi nýja fyr­ir­spurn á Seðla­bank­ann 22. júlí og fór fram á fá skýr­ari svör frá Seðla­bank­an­um. Enn og aftur varð mik­ill dráttur á svörum og það afsakað með því að starfs­fólk bank­ans væri í sum­ar­leyf­i. 

Svar barst loks 17. ágúst. Í því sagði að það væri túlkun bank­ans að ákvæðið sem bætt var við lög um Seðla­bank­ann árið 2019, þar sem honum var veitt heim­ild til að víkja frá þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði ef hags­munir almenn­ings af birt­ing­unni vega þyngra en hags­munir sem mæla með leynd, fælist ekki „efn­is­leg laga­heim­ild til að knýja á um afhend­ingu gagna heldur sé þar um að ræða heim­ild til birt­ingar upp­lýs­inga að frum­kvæði Seðla­bank­ans, t.d. í tengslum við fréttir á vef bank­ans, skýrslur eða annað efni sem bank­inn gefur út.“

Auk þess var aftur sagt að Seðla­bank­inn sæi ekki annað en að í svar­inu við fyr­ir­spurn Sig­urðar Inga frá því í sept­em­ber 2017 væri að finna þær upp­lýs­ingar sem Kjarn­inn væri að óska eft­ir. 

Kjarn­inn svar­aði því til að sú ályktun væri röng. Ef upp­lýs­ing­arnar væru þar að finna væri mið­ill­inn ekki að óska eftir þeim.

Síð­asta svar Seðla­bank­ans barst 13. sept­em­ber. Þar var fyr­ir­spurnum Kjarn­ans enn og aftur ekki svarað á grund­velli þagn­ar­skyldu­á­kvæðis í lögum um starf­semi bank­ans. Þar sagði enn frem­ur: „Frek­ari birt­ing gagna og upp­lýs­inga verður til umræðu þegar umrædd skýrsla um starf­semi ESÍ verður gefin út. Telur bank­inn þar með að ekki verði lengra kom­ist með nefnda fyr­ir­spurn þína að sinn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar