Segir Seðlabankann hafa öll spil á hendi til að hafa hemil á húsnæðismarkaðnum

Seðlabankastjóri sendi frá sér ákall til annarra, sérstaklega aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, um að vinna með bankanum gegn verðbólgunni. Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að aðgerðir til að milda áhrif verðbólgu verði ekki almennar.

Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson.
Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson.
Auglýsing

„Þetta er ákall frá okkur um að gera þetta sam­an. En við gætum gert þetta ein.“ Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri á kynn­ing­ar­fundi vegna ákvörð­unar pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands um að hækka stýri­vexti um eitt pró­sentu­stig í 3,75 pró­sent. 

Þar átti Ásgeir við bar­átt­una við að berja niður verð­bólg­una, sem mælist nú 7,2 pró­sent og upp­færðar spár bank­ans gera ráð fyrir að fari yfir átta pró­sent. Vaxta­tækið er helsta vopn Seðla­bank­ans í þeirri bar­áttu og hann hefur beitt því skarpt síð­ustu miss­eri, enda stýri­vextir farið úr 0,75 í 3,0 pró­sent á einu ári. Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar sem birt var í morgun var boðað að taum­haldið yrði hert enn frekar á næstu mán­uð­um, sem þýðir að frek­ari vaxta­hækk­anir eru framund­an. Sú fyrsta gæti komið í næsta mán­uði, þegar næsti vaxta­á­kvörð­un­ar­fundur verður hald­inn.

Rann­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri pen­inga­stefnu bank­ans, sagði á fund­inum að Seðla­bank­anum væri falið af Alþingi að halda verð­bólgu við 2,5 pró­sent mark­mið og að bank­inn hefði tækin til að ná henni nið­ur. Það væri þó hægt að nota þau tæki, eins og vaxta­hækk­an­ir, minna ef aðrir tækju þátt í bar­átt­unni við verð­bólg­una með bank­an­um. „Ef við förum yfir umræð­una eins og hún hefur verið þá held ég að það skipti veru­lega miklu máli að orð­ræðan á vinnu­mark­aði fari að snú­ast um að auka kaup­mátt en ekki nafn­laun. Ég held að það geti haft veru­leg áhrif á lang­tíma­verð­bólgu­vænt­ing­ar.“

Auglýsing
Þá sagði Rann­veig að mik­il­vægt væri að þeir sem setji verð á vöru séu ekki að reyna að ná upp hagn­að­ar­margínu heldur virki­lega velti því fyrir sér hversu langt þurfi að ganga við að hækka verð. „Og síð­an, eins og  umræðan hefur verið svo­lítið núna, að ef hið opin­bera komi inn í til að milda áhrif verð­bólg­unn­ar, að það séu þá tar­get­erað en ekki almennar aðgerðir sem þar koma inn.“ Fyrir liggur að aukin verð­bólga mun hafa mest áhrif á þá sem hafa minnst milli hand­anna.

Von­brigði að hert skil­yrði hafi ekki bitið

Einn stærsti þátt­ur­inn í verð­bólg­unni er hús­næð­islið­ur­inn. Mikil hækkun á hús­næð­is­verði hefur því vigtað þungt í verð­bólgu­skrið­inu sem nú geis­ar, en án hús­næð­islið­ar­ins væri verð­bólga um fimm pró­sent. 

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­bank­ans hefur reynt að hemja þessar hækk­anir með því að herða lán­þega­skil­yrði. Í sept­­­em­ber í fyrra ákvað hún að setja reglur um hámark greiðslu­­­byrðar á fast­­­eigna­lánum og end­­­ur­vekja hinn svo­­­kall­aða sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­auka. Áður hafði nefndin lækkað hámark veð­­­­setn­ing­­­­ar­hlut­­­­falls fast­­­­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­­­­sent en hámarks­­­­hlut­­­­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­­­­sent.

Ásgeir sagði á fund­inum í dag að það væru von­brigði að hert lán­þega­skil­yrði hefðu ekki haldið betur aftur af hús­næð­is­mark­aðnum en raun ber vitni, en árs­hækkun hús­næð­is­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist 22,2 pró­sent í mars. „Þetta er ákveðin til­rauna­starf­semi. Þessi skil­yrði hafa ekki áður verið þannig að við vitum ekki hvert sam­spil vaxta­hækk­ana verður við þessi skil­yrði. “

Hann sagði horfur á því að hús­næð­islið­ur­inn yrði „akk­eri“ fyrir verð­bólg­una þegar fram líða stund­ir. „Seðla­bank­inn ætti að hafa öll spil á hendi til að hafa hemil á þessum mark­aði. Það er bara spurn­ing hversu fast við viljum kveða að orði í því.“

Óvissa um hvort það hægi á verð­hækkun hús­næðis

Það mikla skrið sem hús­næð­is­mark­að­ur­inn er á núna hófst eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á að Seðla­bank­inn lækk­aði vexti niður í sögu­lega lágar lægð­ir. Sam­hliða jók hann útlána­getu banka með því að afnema tíma­bundið sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann og bank­arnir ákváðu að nýta það svig­rúm aðal­lega til að lána til hús­næð­is­kaupa. Á sama tíma var geta lands­manna til að eyða pen­ingum skert veru­lega vegna þeirra tak­mark­ana sem far­ald­ur­inn setti og sparn­aður jókst því gríð­ar­lega sam­hliða því að ráð­stöf­un­ar­tekjur juku­st, meðal ann­ars vegna mik­illa launa­hækk­ana.  Lægri vext­ir, mik­ill upp­safn­aður sparn­aður og meiri ráð­stöf­un­ar­tekjur auð­veld­uðu kaup á stærra hús­næði og gerðu fleiri fyrstu kaup­endum kleift að kaupa sína fyrstu eign. 

Í nýjasta riti Pen­inga­mála, sem birt var í dag, er farið nokkuð ítar­lega yfir stöð­una á hús­næð­is­mark­aði. Þar er farið yfir þann mikla sam­drátt á fram­boði á mark­aðnum sem ýtt hefur undir verð­hækk­anir en bent á að bygg­inga­fram­kvæmdir hafi verið að glæð­ast að und­an­förnu sem ætti að auka fram­boð hús­næðis og létta á verð­þrýst­ingi á mark­að­i. 

Sam­kvæmt grunn­spá bank­ans eru horfur á að það hægi á verð­hækkun hús­næðis á seinni hluta þessa árs en nokkur óvissa er þó til stað­ar. „Þannig hafa stríðs­á­tök í Evr­ópu leitt til mik­illar verð­hækk­unar fjölda hrá­vara og skortur gæti orðið á aðföng­um. Það gæti gert bygg­ing­ar­verk­tökum erfitt fyrir og leitt til bakslags í fram­boði hús­næðis og frek­ari hækk­unar hús­næð­is­kostn­að­ar. Þá er einnig nokkur óvissa um áhrif kom­andi kjara­samn­inga og efna­hags­horfur almennt. Mikil fjölgun inn­flytj­enda og aukin skamm­tíma­leiga hús­næðis fyrir erlenda ferða­menn gæti einnig sett meiri þrýst­ing á hús­næð­is­verð en nú er gert ráð fyr­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar