Segja verðtryggða íbúðalánavexti mögulega vera orðna hagkvæmari en óverðtryggða

Fyrir rúmum tveimur árum boðaði seðlabankastjóri dauða verðtryggingarinnar. Síðan þá hefur verðbólgan aukist gríðarlega og stýrivextir hækkað tíu sinnum í röð. Nú segir HMS að verðtryggð lán séu mögulega hagkvæmari.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri boðaði dauða verðtryggingarinnar í viðtali sumarið 2020.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri boðaði dauða verðtryggingarinnar í viðtali sumarið 2020.
Auglýsing

Frá byrjun árs 2019 hefur verið hag­kvæmara að taka óverð­tryggð lán á Íslandi en verð­tryggð. Lág verð­bólga framan af tíma­bil­inu sam­hliða því að vextir voru lækk­aðir skarpt skóp þessa stöð­u. 

Í nóv­em­ber 2019 hélt Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri erindi á Pen­inga­mála­fundi Við­skipta­ráðs Íslands. Þar sagði hann meðal ann­ars að Seðla­bank­inn hefði getað lækkað vexti en samt gert ráð fyrir hjaðn­andi verð­bólgu. „Ís­land er því að verða eins og venju­leg þjóð í því hvernig við beitum pen­inga­stefn­unn­i.“

Sum­arið 2020, þegar stýri­vextir voru eitt pró­sent og verð­bólga 2,6 pró­sent, sagði Ásgeir í við­tali við Frétta­blaðið að verð­trygg­ingin hefði upp­haf­lega verið sett til að Íslend­ingar gætu ráðið við verð­bólgu. „Núna eru tím­arnir breytt­ir. Í fyrsta sinn er það raun­veru­legur val­kostur fyrir heim­ilin að skipta yfir í nafn­vexti og þannig afnema verð­trygg­ing­una að eigin frum­kvæði af sínum lán­um. Þetta eru mikil tíma­mót og fela í sér að verð­trygg­ingin mun deyja út.“ 

Nú er staðan önn­ur. Stýri­vextir eru komnir í sex pró­sent sem skilað hefur óverð­tryggðum íbúða­lána­vöxtum í að fara að nálg­ast átta pró­sent að jafn­aði og óverð­tryggðir vextir stærstu bank­anna þriggja, sem halda á 72 pró­sent af útistand­andi íbúða­lán­um, hafa ekki verið jafn háir síðan 2010. Verð­bólgan stendur í 9,6 pró­sent­u­m. 

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) kemur fram að ef verð­bólgu­spá Seðla­banka Íslands, sem spáir því að hún muni hjaðna niður í 4,4 pró­sent næsta árið, gengur eftir og vextir á hús­næð­is­lánum hald­ist óbreyttir þá „ borgar sig nú frekar að taka verð­tryggt lán en óverð­tryggt og hefur sú verið raunin frá því í júní síð­ast­liðn­um.“

Hins vegar eru óverð­tryggð lán enn hag­kvæm­ari ef verð­bólga á eftir að hjaðna hægar en í spánni.

Ekki ráð­legg­ing

HMS tekur sér­stak­lega fram að í þessu felist ekki ráð­legg­ing um lán­tök­ur. Það geti borgað sig að taka óhag­kvæmara lán þegar tekið sé til­lit til ann­arra þátta. Þar er sér­stak­lega nefnt að verð­tryggð lán geri fólki kleift að kaupa dýr­ari íbúðir en óverð­tryggð. „Meiri eigna­myndun vegna hækk­andi íbúða­verðs getur vegið á móti hærri fjár­magns­kostn­aði. Þetta á sér­stak­lega við um fólk sem hefur tök á að kaupa sér íbúð með verð­tryggðu láni en ekki með óverð­tryggðu því það ræður ekki við greiðslu­byrð­ina.“

Auglýsing
Í ágúst gerð­ust þau tíð­indi að að hrein ný verð­tryggð útlán voru jákvæð í fyrsta sinn síðan í byrjun árs 2020. Það þýðir að útlán voru hærri en upp­greiðslur og óreglu­legar inn­borg­an­ir. Í skýrsl­unni kemur fram að verð­tryggð lán hafi unnið hratt á síðan þá. Í októ­ber voru þau tæp­lega 47 pró­sent allra nýrra útlána og því nokkurn veg­inn á pari við óverð­tryggð lán í vin­sæld­um. 

Því er morg­un­ljóst að verð­trygg­ingin er ekki dauð. Þvert á móti eru verð­tryggð lán að sækja í sig veðr­ið. 

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Íslands hafði lýst yfir áhyggjum af þess­ari mögu­legu þróun í júlí síð­ast­liðn­um. Í fund­ar­gerð hennar frá þeim tíma sagði að nefndin teldi þá auknar líkur á að heim­ilin væru að leita í verð­­tryggð lán til að lækka greiðslu­­byrði til skamms tíma. „Töldu nefnd­­ar­­menn að sú þróun gæti verið vara­­söm. [...] Verð­­bólgan legð­ist beint ofan á höf­uð­stól lán­anna sem gæti dregið veru­­lega úr við­­náms­­þrótti skuld­­settra lán­tak­enda.“

Yfir 100 pró­sent hækkun á greiðslu­byrði

Ástæða þess að fólk leitar í verð­tryggð lán er, líkt og áður sagði, meðal ann­ars sú að þá getur það keypt dýr­ari íbúð en fyrir óverð­tryggt en samt stað­ist greiðslu­mat. Það er vegna þess að í verð­tryggðum lánum er greiðslu­byrðin lægri en á móti leggj­ast verð­bætur á höf­uð­stól láns­ins sem þýðir að það greið­ist mun hægar nið­ur. 

Þegar vextir voru í sögu­legu lág­marki á Íslandi á árunum 2019 og fram til maí­mán­aðar í fyrra, þegar stýri­vextir stóðu í 0,75 pró­sent, flykkt­ust heim­ili lands­ins í óverð­tryggð lán. 

Það hefur lækkað hlut­­deild verð­­tryggðra lána af útistand­and­andi lánum en sam­kvæmt nýj­ustu útgáfu rits­ins Pen­inga­mál, sem Seðla­banki Íslands heldur úti, er hún samt sem áður en um 56 pró­­sent. Meiri­hluti útistand­andi lána er því verð­tryggð­ur. 

Auglýsing
Þegar stýri­vextir fóru að hækka – þeir hafa nú verið hækk­aðir tíu sinnum í röð og standa í sex pró­sentum – hækk­aði greiðslu­byrði þeirra sem voru með óverð­tryggð lán gríð­ar­lega. Í skýrslu HMS kemur fram að frá miðju ári 2020 hafi greiðslu­byrði fast­eigna­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 34,7 pró­sent ef miðað er við verð­tryggð lán og heil 105,1 pró­sent ef miðað er við óverð­tryggð lán.

Stór hluti heim­ila með veru­lega auk­inn kostnað

Um fjórð­ungur allra íbúða­lána eru óverð­tryggð og á breyti­legum vöxt­um. Sá hópur tekur því á sig þessar vaxta­hækk­­­anir af fullum þunga. 

Í skýrslu HMS kemur fram að greiðslu­­byrði óverð­­tryggðra lána væri 63.600 krónur fyrir hverjar tíu millj­­ónir króna sem teknar eru að láni. Það þýðir að fyrir þann sem er með 50 milljón króna lán er greiðslu­­byrðin á mán­uði 318.000 krón­­ur. Í maí í fyrra, þegar stýri­vextir voru í sög­u­­legu lág­­marki, var greiðslu­­byrði af láni upp á sömu upp­­hæð 188.500 krón­­ur. Hún hefur því hækkað um 129.500 krónur á einu og hálfu ári, eða um 69 pró­­sent. Það er aukin greiðslu­­byrði upp á rúm­­lega 1,5 millj­­ónir króna á ári.

Ef horft er styttra aftur í tím­ann, til maí 2022, hefur greiðslu­­byrðin af ofan­­greindu láni hækkað um 89.500 krónur á mán­uði, eða um 39 pró­­sent. 

Ofan á þetta eru 4.451 heim­ili með óverð­­tryggð lán á föstum vöxtum sem komi til end­­ur­­skoð­unar næsta árið. Fjöldi heim­ila lýkur líka fast­­vaxta­­tíma­bili sínu á árinu 2024 en alls koma 340 millj­­arðar króna í óverð­­tryggðum íbúða­lánum til vaxta­end­­ur­­skoð­unar á þessum tveimur árum. Á árinu 2025 koma svo lán upp á 250 millj­­arða króna í við­­bót til end­­ur­­skoð­un­­ar, en þorri þeirra lána eru óverð­­tryggð. 

Því er ljóst að stór hluti heim­ila í land­inu annað hvort býr við veru­­­lega auk­inn hús­næð­is­­­kostnað eða sér fram á veru­­­lega aukn­ing­u.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar