Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham

Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.

Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Auglýsing

Það fór hreint ekki lítið fyrir fram­boðs­málum Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um síð­ustu helgi. Þau tvö sem sækj­ast eftir efsta sæti í próf­kjöri flokks­ins í Reykja­vík birt­ust í burð­ar­við­tölum helg­ar­blað­anna tveggja, sem segja má að hafi markað upp­haf próf­kjörs­bar­átt­unnar í borg­inni.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra var til við­tals í Frétta­blað­inu og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra í Morg­un­blað­inu. „Ég vil vinna,“ sagði Áslaug Arna Mogg­anum á meðan Guð­laugur Þór sagði Frétta­blað­inu meðal ann­ars hvernig það að vera ætt­leiddur í frum­bernsku hefði mótað hann sem mann­eskju.

„Hef ekki áður fengið jafn jákvæð og hlý við­brögð við við­tali sem ég hef farið í. Fyrstu skila­boðin komu rúm­lega 6 í morg­un,“ sagði utan­rík­is­ráð­herr­ann í kost­aðri færslu sem hann dreifði á Face­book.

Allir sitj­andi þing­menn gefa kost á sér að nýju

Síð­ast þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík hélt sam­eig­in­legt próf­kjör var árið 2016. Ólöf heitin Nor­dal var þá efst í vali flokks­manna, Guð­laugur Þór í öðru sæti og Áslaug Arna í því fjórða, í sínu fyrsta próf­kjöri. Brynjar Níels­son var á milli þeirra í þriðja sæt­inu og Sig­ríður Á. And­er­sen í því fimmta. Þing­flokks­for­mað­ur­inn Birgir Ármanns­son tók svo sjötta sæt­ið.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Eng­inn tími gafst til að halda próf­kjör að nýju fyrir kosn­ing­arnar 2017, sem báru brátt að eftir að rík­is­stjórn flokks­ins með Við­reisn og Bjartri fram­tíð féll skyndi­lega. Þá var stillt upp á lista, Guð­laugur Þór og Áslaug Arna stóðu í stafni í Reykja­vík norður og Sig­ríður og Brynjar í Reykja­vík suð­ur. Auk þess­ara fjög­urra náði Birgir inn á þing fyrir flokk­inn í Reykja­vík norð­ur.

Fram­boðs­frestur fyrir próf­kjörið rennur út í dag og hafa allir þessir sitj­andi þing­menn flokks­ins boðað að þeir gefi kost á sér að nýju. Sig­ríður og Brynjar sækj­ast eftir öðru sæti í próf­kjör­inu og Birgir gefur kost á sér í 2.-3. sæti.

Sig­ríður stærir sig af skipun Lands­réttar

Sig­ríður fer yfir fram­lag sitt til stjórn­mál­anna í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar seg­ist hún meðal ann­ars hafa „haldið uppi mál­efna­legri gagn­rýni frá hægri á ýmis mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar“ og „liðkað fyrir sam­starfi þeirra ólíku flokka sem rík­is­stjórn­ina mynda.“

Sigríður Á. Andersen. Mynd: Bára Huld Beck

Einnig stærir hún sig af því að hafa skipað dóm­ara við Lands­rétt: „Ég skip­aði 15 dóm­ara við nýjan dóm­stól í ríkri sam­vinnu við Alþingi og að und­an­geng­inni stað­fest­ingu Alþing­is. Hvorki fyrr né síðar hefur jafn­mik­il­væg stofnun verið skipuð konum og körlum til jafns frá upp­hafi.“

Eins og Kjarn­inn sagði frá í febr­úar er beinn kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna þess að Sig­ríður sinnti ekki rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­laga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dóm­ara sem ætti að skipa við Lands­rétt orð­inn að minnsta kosti tæp 141 millj­ón.

Af stein­tröllum

„Hug­myndir mínar og grund­vall­araf­staða til þess hvernig þjóð­fé­lagið á að þró­ast fara mjög vel saman við stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins,“ sagði Brynjar í sinni fram­boðstil­kynn­ingu í síð­ustu viku.

Auglýsing

Ekki er víst að allir með­fram­bjóð­endur Brynjars séu á því að hug­myndir hans um þróun þjóð­fé­lags­ins séu þær sem eigi að marka leið­ina fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn til fram­tíð­ar, sér í lagi Frið­jón Frið­jóns­son almanna­teng­ill, sem gefur kost á sér í fjórða sætið í próf­kjör­inu.

Friðjón R. Friðjónsson. Mynd: Skjáskot/RÚV

Hann rit­aði grein í Morg­un­blaðið í upp­hafi árs þar sem hann sagði flokk­inn hafa á sér yfir­bragð þess sem vilji ekki að íslenskt sam­fé­lag breyt­ist. Skipti flokk­ur­inn ekki um kúrs myndi hann „daga uppi og verða að stein­i“. Þóttu greina­skrifin og svar­grein Brynjars við þeim varpa skýru ljósi á djúp­stæðan hug­mynda­fræði­legan mis­mun­andi afla í flokkn­um, en Frið­jón er náinn for­ystu flokks­ins, situr í mið­stjórn og var m.a. póli­tískur aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Brynjar Níelsson. Mynd: Bára Huld Beck.

„Hefði ekki komið mér á óvart að þessi grein hefði verið skrifuð í þing­flokks­her­bergi Við­reisn­ar. Frið­jón notar alla sömu fra­sana sem þaðan koma án þess að segja nokkuð um hverju eigi að breyta og hvernig eða af hverju. En eitt er víst, að skrif hans end­ur­spegla djúp­stæða óánægju með for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins,“ sagði Brynjar í svar­grein í Mogg­anum sem bar fyr­ir­sögn­ina „Stein­tröll­in“.

Frétta­blaðið sagði frá fram­boði Frið­jóns í morg­un, en hann seg­ist vera að bjóða sig fram ekki síst til þess að vinna að bættu rekstr­ar­um­hverfi lít­illa fyr­ir­tækja, en sjálfur rekur hann ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið KOM.

Fleiri koma kölluð

Dilja Mist Ein­ars­dótt­ir, lög­maður og aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra, boð­aði fram­boð sitt á fyrsta degi mán­að­ar­ins og sæk­ist eftir þriðja sæti í próf­kjör­inu, sem myndi þýða 2. sætið í öðru hvoru kjör­dæmanna í Reykja­vík, ef það félli í hennar skaut.

Auglýsing sem Diljá Mist birti í bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í byrjun mánaðar.

Nokkuð hefur borið á fram­boði henn­ar, en það var aug­lýst á heilli opnu í bæði Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur látið hrekja sig í vörn í mörgum grund­vall­ar­mál­um. Því þarf að linna og tals­menn flokks­ins þurfa að vera reiðu­búnir að taka þennan slag,“ segir Diljá Mist meðal ann­ars um erindi sitt á fram­boðsvef sín­um.

Hildur Sverr­is­dóttir vara­þing­maður og aðstoð­ar­maður Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur ráð­herra býður sig einnig fram í 3.-4. sæti í próf­kjör­inu, rétt eins og Kjartan Magn­ús­son fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi flokks­ins til hart­nær tveggja ára­tuga.

Kjartan sótt­ist eftir því að leiða lista flokks­ins í Reykja­vík fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 en laut í lægra haldi fyrir Eyþóri Arn­alds, sem vann yfir­burða­sigur í því kjöri. Honum var síðan ekki boðið sæti á lista af upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins í borg­inni.

Dóm­ara­fram­boð í Krag­anum

Sjálf­stæð­is­menn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi hafa einnig boðað að fram­boð verði haldið hjá þeim í júní­mán­uði og hafa nokkur þegar til­kynnt um fram­boð í þessu kjör­dæmi for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Fram­boð hér­aðs­dóm­ar­ans Arn­ars Þór Jóns­sonar hefur vakið athygli enda alls ekki á hverjum degi sem dóm­arar boða að þeir ætli að stökkva yfir í fram­boð fyrir stjórn­mála­flokka. Sjálfur hefur Arnar Þór sagt við fjöl­miðla á að hann sjái fyrir sér að fara ein­fald­lega í leyfi frá dóm­störfum á meðan próf­kjörs­bar­átt­unni stendur og snúa aftur til dóm­starfa ef nið­ur­staðan í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Krag­an­um, verður honum ekki í hag.

Arnar Þór Jónsson dómari gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi.

Arnar Þór sagði sig nýverið úr Dóm­ara­fé­lag­inu vegna óánægju með siða­reglur þess, þar sem meðal ann­ars er mælt gegn þátt­töku dóm­ara í stjórn­mála­starfi, en Arnar Þór hefur skrifað fjölda blaða­greina á und­an­förnum árum og m.a. gagn­rýnt hvernig staðið er að hags­muna­gæslu Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu.

Sumir þótt­ust vissir um að dóm­ar­inn ætl­aði sér í fram­boð þegar Arnar Þór var sem ákafastur í greina­skrifum um þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins fyrr á kjör­tíma­bil­inu. „Orð hans um valdagíruga menn, jafn­vel í tein­óttum jakka­föt­um, alríki og ein­ræð­is­ríki fá mann til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórn­mála­þátt­töku en ekki maður sem vill, á grunni sér­fræði­þekk­ingar sinnar og stöðu sem hér­aðs­dóm­ari, láta taka mark á sér,“ skrif­aði Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar um Arnar Þór sum­arið 2019.

Í aðsendri grein á Vísi í gær sagði hér­aðs­dóm­ar­inn að hann gefi kost á sér í þeim til­gangi að hjálpa til ef fólk óski þess að fá sjón­ar­mið sín inn á Alþingi. „Þetta snýr ekki að öðru. Allir eiga að hafa slíkan rétt, hvort sem þeir eru dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, smið­ir, píparar eða versl­un­ar­menn. Svo er bara kos­ið. Út á það gengur lýð­ræð­ið,“ segir Arnar Þór.

Áhuga­verð bar­átta framundan

Síð­ast þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt próf­kjör í Krag­an­um, árið 2016, röð­uð­ust fjórir karlar í fjögur efstu sæt­in. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, sem hafn­aði í fimmta sæti í próf­kjör­inu var færð upp í annað sæti á list­anum til þess að laga þessa kynja­skekkju.

Hún gefur aftur kost á sér í 2. sætið og það gera karl­arnir sem voru færðir niður list­ann árið 2016 líka. Þing­menn­irnir Jón Gunn­ars­son og Óli Björn Kára­son vilja annað sætið á list­an­um. Vil­hjálmur Bjarna­son, sem náði fjórða sæti í próf­kjör­inu 2016 en var færður niður í það fimmta, ætlar sér einnig að reyna við þing­sæti að nýju.

Fleiri hafa boðað fram­boð. Kristín Thorodd­sen bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði og Karen Elísa­bet Hall­dórs­dóttir bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi hafa gefa báðar kost á sér í þriðja sæti á lista flokks­ins og Bergur Þorri Benja­míns­son for­maður Sjálfs­bjargar gefur kost á sér í fjórða sæti.

Stefnt er að því að próf­kjörið í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fari fram um miðjan júní, þegar flokks­menn í Reykja­vík verða búnir að velja sér sína full­trúa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar