Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham

Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.

Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Auglýsing

Það fór hreint ekki lítið fyrir fram­boðs­málum Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um síð­ustu helgi. Þau tvö sem sækj­ast eftir efsta sæti í próf­kjöri flokks­ins í Reykja­vík birt­ust í burð­ar­við­tölum helg­ar­blað­anna tveggja, sem segja má að hafi markað upp­haf próf­kjörs­bar­átt­unnar í borg­inni.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra var til við­tals í Frétta­blað­inu og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra í Morg­un­blað­inu. „Ég vil vinna,“ sagði Áslaug Arna Mogg­anum á meðan Guð­laugur Þór sagði Frétta­blað­inu meðal ann­ars hvernig það að vera ætt­leiddur í frum­bernsku hefði mótað hann sem mann­eskju.

„Hef ekki áður fengið jafn jákvæð og hlý við­brögð við við­tali sem ég hef farið í. Fyrstu skila­boðin komu rúm­lega 6 í morg­un,“ sagði utan­rík­is­ráð­herr­ann í kost­aðri færslu sem hann dreifði á Face­book.

Allir sitj­andi þing­menn gefa kost á sér að nýju

Síð­ast þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík hélt sam­eig­in­legt próf­kjör var árið 2016. Ólöf heitin Nor­dal var þá efst í vali flokks­manna, Guð­laugur Þór í öðru sæti og Áslaug Arna í því fjórða, í sínu fyrsta próf­kjöri. Brynjar Níels­son var á milli þeirra í þriðja sæt­inu og Sig­ríður Á. And­er­sen í því fimmta. Þing­flokks­for­mað­ur­inn Birgir Ármanns­son tók svo sjötta sæt­ið.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Eng­inn tími gafst til að halda próf­kjör að nýju fyrir kosn­ing­arnar 2017, sem báru brátt að eftir að rík­is­stjórn flokks­ins með Við­reisn og Bjartri fram­tíð féll skyndi­lega. Þá var stillt upp á lista, Guð­laugur Þór og Áslaug Arna stóðu í stafni í Reykja­vík norður og Sig­ríður og Brynjar í Reykja­vík suð­ur. Auk þess­ara fjög­urra náði Birgir inn á þing fyrir flokk­inn í Reykja­vík norð­ur.

Fram­boðs­frestur fyrir próf­kjörið rennur út í dag og hafa allir þessir sitj­andi þing­menn flokks­ins boðað að þeir gefi kost á sér að nýju. Sig­ríður og Brynjar sækj­ast eftir öðru sæti í próf­kjör­inu og Birgir gefur kost á sér í 2.-3. sæti.

Sig­ríður stærir sig af skipun Lands­réttar

Sig­ríður fer yfir fram­lag sitt til stjórn­mál­anna í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar seg­ist hún meðal ann­ars hafa „haldið uppi mál­efna­legri gagn­rýni frá hægri á ýmis mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar“ og „liðkað fyrir sam­starfi þeirra ólíku flokka sem rík­is­stjórn­ina mynda.“

Sigríður Á. Andersen. Mynd: Bára Huld Beck

Einnig stærir hún sig af því að hafa skipað dóm­ara við Lands­rétt: „Ég skip­aði 15 dóm­ara við nýjan dóm­stól í ríkri sam­vinnu við Alþingi og að und­an­geng­inni stað­fest­ingu Alþing­is. Hvorki fyrr né síðar hefur jafn­mik­il­væg stofnun verið skipuð konum og körlum til jafns frá upp­hafi.“

Eins og Kjarn­inn sagði frá í febr­úar er beinn kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna þess að Sig­ríður sinnti ekki rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­laga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dóm­ara sem ætti að skipa við Lands­rétt orð­inn að minnsta kosti tæp 141 millj­ón.

Af stein­tröllum

„Hug­myndir mínar og grund­vall­araf­staða til þess hvernig þjóð­fé­lagið á að þró­ast fara mjög vel saman við stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins,“ sagði Brynjar í sinni fram­boðstil­kynn­ingu í síð­ustu viku.

Auglýsing

Ekki er víst að allir með­fram­bjóð­endur Brynjars séu á því að hug­myndir hans um þróun þjóð­fé­lags­ins séu þær sem eigi að marka leið­ina fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn til fram­tíð­ar, sér í lagi Frið­jón Frið­jóns­son almanna­teng­ill, sem gefur kost á sér í fjórða sætið í próf­kjör­inu.

Friðjón R. Friðjónsson. Mynd: Skjáskot/RÚV

Hann rit­aði grein í Morg­un­blaðið í upp­hafi árs þar sem hann sagði flokk­inn hafa á sér yfir­bragð þess sem vilji ekki að íslenskt sam­fé­lag breyt­ist. Skipti flokk­ur­inn ekki um kúrs myndi hann „daga uppi og verða að stein­i“. Þóttu greina­skrifin og svar­grein Brynjars við þeim varpa skýru ljósi á djúp­stæðan hug­mynda­fræði­legan mis­mun­andi afla í flokkn­um, en Frið­jón er náinn for­ystu flokks­ins, situr í mið­stjórn og var m.a. póli­tískur aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Brynjar Níelsson. Mynd: Bára Huld Beck.

„Hefði ekki komið mér á óvart að þessi grein hefði verið skrifuð í þing­flokks­her­bergi Við­reisn­ar. Frið­jón notar alla sömu fra­sana sem þaðan koma án þess að segja nokkuð um hverju eigi að breyta og hvernig eða af hverju. En eitt er víst, að skrif hans end­ur­spegla djúp­stæða óánægju með for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins,“ sagði Brynjar í svar­grein í Mogg­anum sem bar fyr­ir­sögn­ina „Stein­tröll­in“.

Frétta­blaðið sagði frá fram­boði Frið­jóns í morg­un, en hann seg­ist vera að bjóða sig fram ekki síst til þess að vinna að bættu rekstr­ar­um­hverfi lít­illa fyr­ir­tækja, en sjálfur rekur hann ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið KOM.

Fleiri koma kölluð

Dilja Mist Ein­ars­dótt­ir, lög­maður og aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra, boð­aði fram­boð sitt á fyrsta degi mán­að­ar­ins og sæk­ist eftir þriðja sæti í próf­kjör­inu, sem myndi þýða 2. sætið í öðru hvoru kjör­dæmanna í Reykja­vík, ef það félli í hennar skaut.

Auglýsing sem Diljá Mist birti í bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í byrjun mánaðar.

Nokkuð hefur borið á fram­boði henn­ar, en það var aug­lýst á heilli opnu í bæði Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur látið hrekja sig í vörn í mörgum grund­vall­ar­mál­um. Því þarf að linna og tals­menn flokks­ins þurfa að vera reiðu­búnir að taka þennan slag,“ segir Diljá Mist meðal ann­ars um erindi sitt á fram­boðsvef sín­um.

Hildur Sverr­is­dóttir vara­þing­maður og aðstoð­ar­maður Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur ráð­herra býður sig einnig fram í 3.-4. sæti í próf­kjör­inu, rétt eins og Kjartan Magn­ús­son fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi flokks­ins til hart­nær tveggja ára­tuga.

Kjartan sótt­ist eftir því að leiða lista flokks­ins í Reykja­vík fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 en laut í lægra haldi fyrir Eyþóri Arn­alds, sem vann yfir­burða­sigur í því kjöri. Honum var síðan ekki boðið sæti á lista af upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins í borg­inni.

Dóm­ara­fram­boð í Krag­anum

Sjálf­stæð­is­menn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi hafa einnig boðað að fram­boð verði haldið hjá þeim í júní­mán­uði og hafa nokkur þegar til­kynnt um fram­boð í þessu kjör­dæmi for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Fram­boð hér­aðs­dóm­ar­ans Arn­ars Þór Jóns­sonar hefur vakið athygli enda alls ekki á hverjum degi sem dóm­arar boða að þeir ætli að stökkva yfir í fram­boð fyrir stjórn­mála­flokka. Sjálfur hefur Arnar Þór sagt við fjöl­miðla á að hann sjái fyrir sér að fara ein­fald­lega í leyfi frá dóm­störfum á meðan próf­kjörs­bar­átt­unni stendur og snúa aftur til dóm­starfa ef nið­ur­staðan í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Krag­an­um, verður honum ekki í hag.

Arnar Þór Jónsson dómari gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi.

Arnar Þór sagði sig nýverið úr Dóm­ara­fé­lag­inu vegna óánægju með siða­reglur þess, þar sem meðal ann­ars er mælt gegn þátt­töku dóm­ara í stjórn­mála­starfi, en Arnar Þór hefur skrifað fjölda blaða­greina á und­an­förnum árum og m.a. gagn­rýnt hvernig staðið er að hags­muna­gæslu Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu.

Sumir þótt­ust vissir um að dóm­ar­inn ætl­aði sér í fram­boð þegar Arnar Þór var sem ákafastur í greina­skrifum um þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins fyrr á kjör­tíma­bil­inu. „Orð hans um valdagíruga menn, jafn­vel í tein­óttum jakka­föt­um, alríki og ein­ræð­is­ríki fá mann til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórn­mála­þátt­töku en ekki maður sem vill, á grunni sér­fræði­þekk­ingar sinnar og stöðu sem hér­aðs­dóm­ari, láta taka mark á sér,“ skrif­aði Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar um Arnar Þór sum­arið 2019.

Í aðsendri grein á Vísi í gær sagði hér­aðs­dóm­ar­inn að hann gefi kost á sér í þeim til­gangi að hjálpa til ef fólk óski þess að fá sjón­ar­mið sín inn á Alþingi. „Þetta snýr ekki að öðru. Allir eiga að hafa slíkan rétt, hvort sem þeir eru dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, smið­ir, píparar eða versl­un­ar­menn. Svo er bara kos­ið. Út á það gengur lýð­ræð­ið,“ segir Arnar Þór.

Áhuga­verð bar­átta framundan

Síð­ast þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt próf­kjör í Krag­an­um, árið 2016, röð­uð­ust fjórir karlar í fjögur efstu sæt­in. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, sem hafn­aði í fimmta sæti í próf­kjör­inu var færð upp í annað sæti á list­anum til þess að laga þessa kynja­skekkju.

Hún gefur aftur kost á sér í 2. sætið og það gera karl­arnir sem voru færðir niður list­ann árið 2016 líka. Þing­menn­irnir Jón Gunn­ars­son og Óli Björn Kára­son vilja annað sætið á list­an­um. Vil­hjálmur Bjarna­son, sem náði fjórða sæti í próf­kjör­inu 2016 en var færður niður í það fimmta, ætlar sér einnig að reyna við þing­sæti að nýju.

Fleiri hafa boðað fram­boð. Kristín Thorodd­sen bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði og Karen Elísa­bet Hall­dórs­dóttir bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi hafa gefa báðar kost á sér í þriðja sæti á lista flokks­ins og Bergur Þorri Benja­míns­son for­maður Sjálfs­bjargar gefur kost á sér í fjórða sæti.

Stefnt er að því að próf­kjörið í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fari fram um miðjan júní, þegar flokks­menn í Reykja­vík verða búnir að velja sér sína full­trúa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar