Sjávarútvegsfyrirtæki áberandi á meðal þeirra sem styrkja ríkisstjórnarflokkanna

19275723570_b237a0b0a2_c.jpg
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru áber­andi á meðal þeirra lög­að­ila sem styrktu stjórn­ar­flokk­anna, Fram­sókn­ar­flokk og Sjálf­stæð­is­flokk, með hámarks­fram­lögum í fyrra. Alls styrktu ell­efu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Fram­sókn­ar­flokk­inn með hámarks­fram­lagi á árinu 2014 og átta Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Tvö fyr­ir­tæki úr þeim geira styrkja Sam­fylk­ing­una en ekk­ert hina flokk­anna sem eiga full­trúa á Alþingi.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr útdráttum úr árs­reikn­ingum stjórn­mála­flokka sem birtir voru á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar í dag.

Auglýsing


Hagn­aður hjá Fram­sókn



Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­aði hagn­aði upp á 7,3 millj­ónir króna í fyrra eftir að hafa tapað 19,1 milljón króna árið 2013. Á tekju­hlið­inni mun­aði mestu um að flokk­ur­inn fékk 81,3 milljón króna í rík­is­fram­lög í fyrra en 55 millj­ónir króna. Ástæða þessa að svona mikil aukn­ing varð á rík­is­fram­lögum er sú að flokk­ur­inn var með mun fleiri þing­menn eftir þing­kosn­ing­arnar 2013 en fyrir þær. Í þeim vann Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stór­sigur og fékk 24,4 pró­sent atkvæða.

Rekstr­ar­kostn­aður flokks­ins dróst einnig umtals­vert saman á milli ára og var 27 millj­ónum krónum lægri árið 2014 en 2013. Ástæður þessa er aukin rekstr­ar­kostn­aður sem fylgir kosn­inga­bar­áttu á kosn­inga­ári. Alls voru rekstr­ar­gjöld í fyrra 108 millj­ónir króna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn á eignir sem metnar eru á 198 millj­ónir króna en skuldar 257 millj­ónir króna.

Ríkisstjórnarflokkarnir fá langhæstu framlögin frá fyrirtækjum. Sjávarútvegsfyrirtæki eru áberandi á meðal styrktaraðila þeirra beggja. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir fá lang­hæstu fram­lögin frá fyr­ir­tækj­um. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru áber­andi á meðal styrkt­ar­að­ila þeirra beggja.

 

Í útdrætti Rikisend­ur­skoð­unar má finna yfir­lit yfir þá lög­að­ila sem lögðu Fram­sókn­ar­flokknum til fé á árinu 2014. Slík fram­lög mega að hámarki vera 400 þús­und krón­ur. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru áber­andi á list­anum yfir þá lög­að­ila sem lögðu Fram­sókn til hámarks­fram­lag. Þeir sem slíkt gerðu voru Brim, BÚR, Bláa Lón­ið, Gjögur hf., HB Grandi hf., Hrað­frysti­húsið Gunn­vör, Hvalur hf., Icelandic Water Hold­ings, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Mann­vit hf., N1, Sam­skip, Skinn­ey- Þinga­nes hf., Skipti hf. (áður móð­ur­fé­lag Sím­ans), Sól­stjarna ehf., Ursus ehf., Vinnslu­stöð­in, Vísir og Þor­björn.

Af 20 ­fyr­ir­tækjum sem greiddu Fram­sókn­ar­flokknum 400 þús­und krónur í fyrra voru því ell­efu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Alls fékk flokk­ur­inn 18 millj­ónir króna frá lög­að­ilum á árinu 2014. Auk þess greiddu ein­stak­lingar 10,5 millj­ónir króna í fram­lög og félags­gjöld og flokk­ur­inn hafði 14,4 millj­ónir króna í aðrar rekstr­ar­tekj­ur.

Tap hjá Sjálf­stæð­is­flokknum



Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skil­aði tapi upp á 36,7 millj­ónir króna í fyrra. Það er tölu­vert minna tap en var hjá flokknum kosn­inga­árið 2013, þegar hann tap­aði 127 millj­ónum króna. Tekj­urnar voru tíu millj­ónum krónum hærri í fyrra en árið áður en mik­ill sam­dráttur var í rekstr­ar­út­gjöldum milli ára.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á eignir sem metnar eru á 766,5 millj­ónir króna en skuldar um 409 millj­ónir króna.

Þeir sem greiddu 400 þús­und krónur til Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fyrra voru Brim, Bygg­inga­fé­lag Gylfa og Gunn­ars, Eykt ehf., GAM Mana­gement, Gjög­ur, HB Grandi, Hóp­bíla­leigan ehf., Hrað­frysti­húsið Gunn­vör, Hvalur hf., Icelandair Group, Juris, Klapp­arás ehf., KPMG, Leigu­garðar ehf., Lýsi hf., Mann­vit, MP banki, N1, Reg­inn, Sam­herji, Sím­inn, Skelj­ung­ur, Straumur fjár­fest­inga­banki, Trygg­inga­mið­stöð­in, Tækni­vör­ur, Urriða­holt ehf., Vest­ur­garður ehf., Vísir og Þor­björn.

Af 29 lög­að­ilum sem greiddu hámarks­fjár­hæð í fram­lag til Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru átta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Auk þess greiddu fjöl­mörg sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lægri upp­hæð til flokks­ins. Sam­tals fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 28,9 millj­ónir króna frá lög­að­ilum í fyrra. Hann hafði auk þess 78,8 millj­ónir króna í tekjur af öðrum toga (að­al­lega leigu­tekj­ur, aug­lýs­ingar og seld þjón­usta) og fékk 39,3 millj­ónir króna í greidd félags­gjöld eða í formi fram­laga undir 200 þús­und krónum frá ein­stak­ling­um.

Mik­ill sam­dráttur í rík­is­fram­lögum til Sam­fylk­ingar



Sam­fylk­ingin skil­aði hagn­aði upp á 2,6 millj­ónir króna í fyrra eftir 55 milljón króna tap árið 2013. Þar skipti reyndar mestu máli að matsvirði fast­eignar í eigu Sam­fylk­ing­ar­innar var hækkað um 10,2 millj­ónir króna. Rík­is­fram­lög flokks­ins dróg­ust saman um 53 millj­ónir króna eftir kosn­ing­arnar 2013, þar sem flokk­ur­inn beið afhroð. Fram­lög ein­stak­linga juk­ust hins vegar umtals­vert í fyrra, úr 16,2 millj­ónum króna í 27,4 millj­ónir króna. Eignir Sam­fylk­ing­ar­innar voru metnar á 166 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót en skuldir hennar voru 121,4 millj­ónir króna.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sam­tals fékk Sam­fylk­ingin 8,4 millj­ónir króna í fram­lög frá lög­að­ilum á árinu 2014. Þar af greiddu eft­ir­far­andi fyr­ir­tæki hámarks­fram­lag upp á 400 þús­und krón­ur: Bergur Hug­inn, Bláa lón­ið, HB Grandi, Icelandair Group, Mann­vit, Mið­eind, N1, Skipti (fyrrum móð­ur­fé­lag Sím­ans), Straumur fjár­fest­inga­banki, Reyk­tal þjón­usta, GAM Mana­gement og Hof­garð­ar. Í hópnum eru tvö sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Engin önnur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lögðu fé til Sam­fylk­ing­ar­innar í fyrra.

Alls námu fram­lög ein­stak­linga og félags­gjöld 27,4 millj­ónum króna. Þær Björk Vil­helms­dóttir og Marta Sig­urð­ar­dóttir gáfu mest, sitt­hvorar 400 þús­und krón­urn­ar. Sam­fylk­ingin hafði auk þess 12,4 millj­ónir króna í aðrar tekj­ur. Um helm­ingur þeirra voru leigu­tekj­ur.

Eign­ar­sala hjá Vinstri grænum



Rekstur Vinstri grænna var jákvæður um 18,4 millj­ónir króna í fyrra eftir 42,7 millj­óna króna rekstr­ar­tap árið 2013. Tekjur flokks­ins dróg­ust saman um 34 millj­ónir króna á síð­asta ári í kjöl­far þess að þing­flokkur hans minnk­aði eftir þing­kosn­ing­ar, en rekstr­ar­kostn­aður lækk­aði um 75 millj­ónir króna. Sú lækkun skil­aði jákvæðri rekstr­ar­nið­ur­stöðu. Vinstri grænum tókst einnig að vinna vel á skuldum sínum á síð­asta ári. Þær lækk­uðu úr 82 millj­ónum króna í 16,2 millj­ónir króna. Þetta var gert með því að losa um eign­ir. Nú á flok­ur­inn 11,2 millj­ónir króna en átti eignir metnar á 53,2 millj­ónir króna í lok árs 2013.

Sam­tals námu fram­lög frá lög­að­ilum 1.335 þús­und krón­um. Þrír aðil­ar, Icelanda­ir, Mann­vit og N1 gáfu hámarks­fjár­hæð, 400 þús­und krón­ur. Ekk­ert sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki styrkti flokk­inn. Þá greiddu ein­stak­lingar sam­tals 10,7 millj­ónir króna í fram­lög og félags­gjöld.

Björt Fram­tíð skil­aði 10 millj­óna króna rekstr­ar­hagn­aði eftir að hafa tapað 11 millj­ónum króna árið 2013. Tekjur flokks­ins juk­ust um 24 millj­ónir króna á milli ára, aðal­lega vegna auk­ins rík­is­fram­lags í kjöl­far síð­ustu kosn­inga, þegar flokk­ur­inn fékk sex þing­menn kjörna. Alls námu fram­lög lög­að­ila til Bjartrar fram­tíðar 777.534 krónur í fyrra. Hæstu fram­lögin voru upp á 150 þús­und krón­ur. Flokk­ur­inn fékk auk þess 1,9 millj­ónir króna í félags­gjöld. Ekk­ert sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki styrkti flokk­inn.

Píratar fengu 300 þúsund krónur í styrk frá lögaðilum í fyrra. Píratar fengu 300 þús­und krónur í styrk frá lög­að­ilum í fyrra.

Spútnik­flokkur Pírata, sem nýtur lang­mest fylgis allra stjórn­mála­flokka um þessar mundir sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um, hagn­að­ist um tíu millj­ónir króna í fyrra. Árið áður hafði hann hagn­ast um 3,9 millj­ónir króna. Flokk­ur­inn fékk sam­tals 300 þús­und krónur í fram­lög frá lög­að­il­um. Þar af komu 200 þús­und krónur frá For­vörnum og eft­ir­liti. Ein­stak­lingar gáfu flokknum tæpa eina milljón króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None