Skuldahlutfall ríkissjóðs hríðversnar ef vandi ÍL-sjóðs er tekinn með í reikninginn

SA gagnrýndu í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið að ekki væri tekið á vanda ÍL-sjóðs. Fyrrverandi forystumaður í lífeyrissjóðakerfinu hvetur sjóðina til að gefa ekki „þumlung eftir og því á ráðherrann að draga þessa fáránlegu hótun til baka.“

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og sá sem ber ábyrgð á úrlausn ÍL-sjóðs.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og sá sem ber ábyrgð á úrlausn ÍL-sjóðs.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins gagn­rýndu í umsögn sinni um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp fyrir næsta ár að ekk­ert til­lit væri tekið til vanda ÍL-­sjóðs í því. Sá vandi hangi „yfir rekstri rík­is­sjóðs og mun að óbreyttu skella fyrr eða síðar af fullum þunga með hund­ruð millj­arða skuld á skatt­greið­end­ur.“ Laus­lega áætla sam­tökin að skuldir sam­kvæmt skulda­reglu laga um opin­ber fjár­mál væru 38,6 pró­sent af lands­fram­leiðslu ef tekið væri til­lit til stöðu ÍL-­sjóðs, en ekki 33,4 pró­sent líkt og hún er sögð ver­a. 

Sú áætlun byggir á því að tap ÍL-­sjóðs var 16 millj­arðar króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs og eigið fé sjóðs­ins var nei­kvætt um 213 millj­arða króna um mitt þetta ár. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu segir að þróun efna­hags ÍL-­sjóðs sé stór óvissu­þáttur í lang­tíma þróun skulda rík­is­sjóðs. „Efna­hagur sjóðs­ins er bæði umfangs­mik­ill og næmur fyrir breyt­ingum á mark­aðs­að­stæð­um. Verð­trygg­ing­ar­jöfn­uður sjóðs­ins er nei­kvæður svo verð­bólga dregur niður afkomu sjóðs­ins og veikir efna­hag hans. Upp­safnað yfir langt tíma­bil getur afkoma sjóðs­ins því haft veru­lega nei­kvæð áhrif á skulda­stöðu rík­is­sjóðs þegar fram í sækir [...] Skuldir ÍL-­sjóðs eru í formi afborg­un­ar­bréfa og hefur upp­reiknað nafn­virði skulda sem ábyrgðin tekur til lækkað sam­hliða hóf­legri verð­bólgu síð­ustu ára. Há verð­bólga und­an­farna mán­uði hefur hins vegar hækkað höf­uð­stól skulda á milli tíma­bila þrátt fyrir afborg­anir en ábyrgðir vegna skulda ÍL-­sjóðs eru langstærsti hluti veittra ábyrgða, eða 87 pró­sent.“

Skulda­reglan tekin úr sam­bandi í far­aldr­inum

Umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins var skilað inn áður en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, greindi frá því að hann vildi semja við kröfu­hafa ÍL-­sjóðs um að þeir sam­þykki að gefa eftir hluta eigna sinna. Líf­eyr­is­sjóðir eiga um 75-80 pró­sent allra skulda­bréfa sem útgefin eru af ÍL-­sjóði og þeir þurfa því að taka mesta högg­ið, eigi til­laga Bjarna að ganga upp. Tak­ist ekki að semja ætlar Bjarni að leggja fram frum­varp fyrir árs­­lok sem felur í sér að ÍL-­­sjóði verði slitið á næsta ári, skuldir hans látnar gjald­­falla og með því myndi ein­­föld rík­­is­á­­byrgð virkj­­ast. 

Auglýsing
Sú skulda­regla sem vísað er til gengur út á að heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs, að frá­töldum líf­eyr­is­skuld­bind­ingum og við­skipta­skuldum og að frá­dregnum sjóðum og bankainn­stæð­um, eiga að vera lægri en nemur 30 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. 

Það náð­ist árið 2019 en þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á var ein­fald­lega ákveðið að taka þessa reglu tíma­bundið úr sam­bandi, eða út árið 2025. Í fjár­laga­frum­varp­inu er gert ráð fyrir að skulda­hlut­fallið lækki á næsta ári – úr 33,4 í 33 pró­sent – án til­lits til þeirra skuld­bind­inga sem rík­is­sjóður þarf að axla vegna ÍL-­sjóðs. 

Sú lækkun hvílir þó alfarið á sölu á eft­ir­stand­andi hlut rík­is­ins í Íslands­banka, sem hefur ekki verið ákveð­in. Verði ekki af þeirri sölu mun skulda­hlut­fallið hækk­a. 

200 millj­arða tíma­sprengja

ÍL-­sjóður varð til á grund­velli laga sem sam­þykkt voru árið 2019, og skiptu Íbúða­lána­sjóði upp í tvennt. Hluti hans, sá sem snýr að fjár­mögnun á félags­legri upp­bygg­ingu á hús­næði, færð­ist í nýja stofn­un, Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un. Skuldir og eignir vegna íbúða­lána á almennum mark­aði, sem rekja má að mestu til skulda­bréfa­út­gáfu á árinu 2004, voru sett í ÍL-­sjóð. Skulda­bréf­in, sem eru með gjald­daga til 2044, eru ekki upp­greið­an­leg en lánin sem sjóð­ur­inn veitti eru það hins veg­ar. 

Vandi ÍL-­sjóðs er til­kom­inn vegna þess að íbúða­lán bank­ans hafa verið greidd upp á miklum hraða, og eru nú ein­ungis um 20 pró­sent af eignum sjóðs­ins, á meðan að enn þarf að þjón­usta skulda­bréf­in. Áætlað er að tap vegna þessa fyr­ir­komu­lags verði að óbreyttu 200 millj­arðar króna. 

Við­brögð þeirra sem gæta, eða gætt hafa, hags­muna líf­eyr­is­sjóða lands­ins við þeirri hótun fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að lög verði sett sem muni rýra eignir sjóð­anna um meira en 100 millj­arða króna, sam­þykki þeir ekki að gefa eftir sam­bæri­lega upp­hæð í frjálsum samn­ingum um slit ÍL-­sjóðs, hafa verið hörð. 

Vill að Bjarni dragi „þessa fárán­legu hótun til baka“

Davíð Rúd­ólfs­son, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar Gild­is, sagði í Morg­un­­blað­inu á laug­­ar­dag að þarna væri rík­­is­­sjóður að fara í vasa almenn­ings. „Þetta er til­­raun til þess að ganga í sparnað almenn­ings, sparnað sem sem liggur í líf­eyr­is­­sjóðum og verð­bréfa­­sjóðum sem eru í eigu lands­­manna.“ 

Hrafn Magn­ús­son, sem var fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða í 36 ár þar til hann lét af störfum 2011, sagði í færslu á Face­book í gær að um „afar ósvífna aðgerð“ væri að ræða sem gæti haft ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ingar fyrir sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­sjóð­anna. „Þessi skuld Íbúða­lána­sjóðs gufar ekki upp. Hana þarf að greiða hvort sem mönnum líka betur eða verr. Ráð­herr­ann þarf að átta sig á því að það kemur ekki til greina hægt sé að nota ævisparnað fólks með þessum hætti. Nú er nóg kom­ið. Líf­eyr­is­sjóð­irnir geta ekki gefið þuml­ung eftir og því á ráð­herr­ann að draga þessa fárán­legu hótun til bak­a.“

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa í ára­tugi keypt verð­tryggð skulda­bréf af íslenska rík­inu. Eftir hrun fjár­mála­mark­að­ar­ins haust­ið...

Posted by Hrafn Magn­ús­son on Monday, Oct­o­ber 24, 2022

Már Wolf­gang Mixa, lektor í fjár­málum við HÍ og stjórn­ar­maður í Almenna líf­eyr­is­sjóð­un­um, sagði í Kast­ljósi í gær að það að slíta ÍL-­sjóði jafn­gildi greiðslu­falli rík­is­sjóðs. 

Mik­ill titr­ingur hefur orðið á mörk­uðum eftir að hótun ráð­herra um laga­setn­ingu var sett fram. Ávöxt­un­­ar­krafa á rík­­is­skulda­bréf hefur hækkað sam­hliða því að hún hækk­aði gríð­ar­lega á skulda­bréfa­flokk­anna sem ÍL-­sjóður er ábyrgur fyr­ir. Kaup­höllin setti auk skulda­bréf ÍL-­­sjóðs á athug­un­­ar­lista sem vísar til aðstæðna sem leiða af sér umtals­verða óvissu varð­andi útgef­and­ann eða verð­­myndun fjár­­­mála­­gern­ing­anna.  

Ráð­herra hafnar gagn­rýni

Bjarni Bene­dikts­son hefur mót­mælt þess­ari gagn­rýni. Hann kall­aði orð Dav­­íðs Rúd­­­ólfs­­son­­ar, um að verið væri að seil­­ast í vasa almenn­ings, „ótrú­­lega afbökun á stöðu máls­ins“ í færslu á Face­book á laug­­ar­dag. Öllu væri snúið á hvolf með því að segja það aðför að sparn­aði. „Krafan um að rík­­is­­sjóður gangi í sjálf­skuld­­ar­á­­byrgð fyrir skuldum ÍL-­­sjóðs byggir ekki á lög­­um, og er í reynd krafa fyrir hönd afmark­aðs hóps á hendur öllum almenn­ingi um að ábyrgð rík­­is­ins verði útvíkkuð og þessu risa­stóra máli sópað undir tepp­ið. Það væri engum til góðs.“

Í morgun gagn­rýndi Bjarni svo harð­lega orð Más um greiðslu­fall rík­is­sjóðs í færslu á Face­book og sagði það ekki stand­ast skoðun að sú leið sem hann hafi boðað skapi láns­traust rík­is­sjóðs. „Helst bind ég vonir við að far­sæl lausn fáist í málið með við­ræðum rík­is­ins og kröfu­hafa sjóðs­ins þar sem útgangs­punkt­ur­inn verður að vera laga­leg staða máls­ins. Ég mun hins vegar ekki sam­þykkja að við veltum vand­anum á undan okk­ur. Með því verða kom­andi kyn­slóðir að bera allt að 150 millj­arða byrðar umfram laga­lega skyldu rík­is­ins. Það væri bæði óábyrgt og rangt. Sama hvað þeir sem horfa ein­göngu á málið út frá þröngum hags­munum kröfu­hafans segja.“

Umræddur kröfu­hafi eru líf­eyr­is­sjóðir lands­ins.

Í gær­kvöldi var í Kast­ljósi rætt við stjórn­ar­mann líf­eyr­is­sjóðs um stöðu ÍL-­sjóðs og þær hug­myndir sem ég hef kynnt til­...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Tues­day, Oct­o­ber 25, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar