Skuldir lækka og verðtryggingin vinsæl

HusVef.jpg
Auglýsing

Skuldir heim­il­anna á Íslandi halda áfram að lækka og eru nú komnar niður í 99 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu Íslands, sam­kvæmt tölum frá því í júní, sem vitnað er til í Fjár­mála­stöð­ug­leika sem kom út í dag. Er þetta lækkun á skuldum heim­il­anna um 4,6 pró­sentu­stig frá því í fyrra.

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stögðu­leika, sagði í kynn­ingu sinni á fundi í seðla­bank­anum í dag að þetta væri vel við­un­andi skulda­hlut­fall í alþjóð­legum sam­an­burði, einkum þegar horft væri til þjóða sem væri með hús­næð­is­kerfi sem byggði mikið á sér­eigna­stefnu eins og hér tíðkast. „Sé horft til árs­ins 2014 hafa skuldir heim­ila sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu lækkað um tæp­lega 2,1 pró­sentu­stig og að raun­virði um 1,1 pró­sentu. Nýj­ustu tölur benda því til að skulda­lækkun heim­ila sem hófst snemma árs 2009 sé enn í gangi. Lækkun skulda heim­ila í hlut­falli við lands­fram­leiðslu það sem af er ári má helst rekja til auk­innar lands­fram­leiðslu og afborg­ana en fjár­hæð þeirra hefur verið umfram ný veitt lán,“ segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika.

Veð­rými nýtt í neyslu og skuldirFram kemur í rit­inu að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til lækk­unar verð­tryggðra íbúða­lána, leið­rétt­ingin svo­nefnda, ættu eftir að auka veð­rými heim­ila umtals­vert. Áform um að færa niður verð­tryggð íbúða­lán um 72 millj­arða og heim­ild til þess að nýta sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnað til nið­ur­greiðslu íbúða­lána, mun lækka skuld­stöðu heim­ila. „Mat Seðla­bank­ans er að veð­rými sem losnar og hægt er að veð­setja aftur með frek­ari lán­töku sé um 65 pró­sent af fjár­hæð lækk­un­ar­inn­ar. Skulda­nið­ur­færslan mun auka auð heim­il­anna, útgjalda­vilja og þar með einka­neyslu. Lík­legt er að stóran hluta þess veð­rýmis sem mynd­ast hjá heim­il­unum muni þau nýta í aukna neyslu og skuld­setn­ing­u,“ segir í Fjár­mála­stöðu­leika.

„Skulda­nið­ur­færslan mun auka auð heim­il­anna, útgjalda­vilja og þar með einkaneyslu.“


Auglýsing

Verð­trygg­ingin vin­sælEft­ir­spurn eftir verð­tryggðum fast­eigna­veð­lán­um, sem stjórn­völd vinna nú að því að draga úr, á end­anum með lög­um, hefur auk­ist mikið að und­an­förnu. Þegar bank­arnir byrj­uðu að bjóða óverð­tryggð lán seinni hluta árs­ins 2009 var eft­ir­spurnin eftir þeim mik­il. Margir nýttu sér t.d. nið­ur­fell­ingu á stimp­il­gjöldum vegna end­ur­fjár­mögn­un­ar, og breyttu verð­tryggðum íbúða­lánum í óverð­tryggð. Í rit­inu segir að á árinu 2013 hafi mátt greina að eft­isp­urn eftir óverð­tryggðum íbúða­lánum hafði minnkað m.a. vegna þess að talið var að þeir sem höfðu huga á, greiðslu­getu og svig­rúm til að breyta verð­tryggðum lánum í óverð­tryggð hafi verið búnir að slíku. Á þessu ári hefur eft­ir­spurn eftir verð­tryggðum lánum verið meiri en eftir óverð­tryggð­um. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þess­ari þró­un, eins og minnkun verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­inga, að því er segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika. Þá segir enn fremur að vægi 40 ára verð­tryggðra lána hafi auk­ist jafnt og þétt, en þau bera lægstu mán­að­ar­legu greiðslu­byrði hús­næð­is­lána sem í boði er.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None