Mynd: Bára Huld Beck

Skýrsla um „ruslakistu Seðlabankans“ sem átti að koma út 2018 hefur enn ekki verið skrifuð

Eftir bankahrunið var eignum sem féllu Seðlabankanum í skaut, og voru mörg hundruð milljarða króna virði, safnað saman í sérstakt félag, Eignasafn Seðlabanka Íslands. Þaðan voru þær svo seldar með ógagnsæjum hætti. Engar upplýsingar fást um nákvæmlega hvaða eignir var um að ræða né hverjir fengu að kaupa þær. Skýrsla sem átti að varpa heildarmynd á starfsemi félagsins átti að koma út 2018. Hún er enn ekki komin út, meira en fjórum árum eftir að slitaferli félagsins hófst.

Skýrsla sem Seðla­banki Íslands átti að vinna um Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ), og átti að skila til banka­ráðs hans fyrir árs­lok 2018, er enn ekki komin út. Skýrslan átti að varpa heild­ar­mynd á starf­semi ESÍ og dótt­ur­fé­laga þess og taka átti saman hvert end­an­legt tjón bank­ans verður af veð­lána­starf­semi hans.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um afdrif skýrsl­unn­ar, sem barst á þriðju­dag, sagði upp­lýs­inga­full­trúi Seðla­bank­ans ástæð­una fyrir því að skýrslan væri ekki komin út vera „miklar annir við önnur verk­efn­i“. Hann gat á þess­ari stundu ekki gefið svar um vænt­an­legan útgáfu­dag. 

Þegar Við­skipta­blaðið leit­aði eftir upp­lýs­ingum um hvenær skýrslan ætti að koma út fyrir tæpum tveimur árum feng­ust þau svör að við­brögð við heims­far­aldr­inum hefðu valdið því að hlé hafi orðið á skýrslu­gerð­inni. Nokk­urra mán­aða vinna væri eftir við gerð henn­ar. 

„Stærsti ókost­ur­inn er hætta á spill­ingu“

ESÍ, sem oft var kallað „rusla­kista Seðla­bank­ans“ starf­aði frá 2009 og út árið 2017. Inn í félagið var safnað eignum sem féllu Seðla­bank­anum í skaut vegna falls fjár­mála­kerf­is­ins. Um allskyns eignir var að ræða, verð­bréf, mörg hund­ruð fast­eignir og ýmis­legt ann­að. Á starfs­tíma sínum starf­rækti ESÍ svo tvö dótt­ur­fé­lög, ann­ars vega Sölv­hól sem hafði það hlut­verk að selja eign­irn­ar, og hins vegar Hildu, sem ESÍ fékk í fangið árið 2011. 

Umfang eigna og krafna sem ESÍ hélt á eftir hrunið var 490 millj­arðar króna sam­kvæmt svari þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, við fyr­ir­spurn á þingi í sept­em­ber 2017

Slita­ferli félags­ins, og dótt­ur­fé­laga þess, hófst árið 2017 og lauk end­an­lega 2019. 

Margir höfðu enda varað við því að ríkið setti upp eigna­sölu­fé­lög. Það gerðu meðal ann­ars hag­fræð­ing­arnir Gauti B. Egg­erts­son og Jón Steins­son í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í mars 2009. Þar sagði meðal ann­ars: „Það eru ýmsir ókostir á eigna­sölu­fé­lögum í eigu rík­is­ins. Stærsti ókost­ur­inn er hætta á spill­ingu. Reynslan hefur kennt Íslend­ingum – og raunar öðrum þjóðum – að þegar ríkið selur eignir er mikil hætta á því að umsjón­ar­menn sölu­ferl­is­ins selji vin­um, ætt­ingjum eða jafn­vel sjálfum sér verð­mætar eignir á und­ir­verð­i.“

Und­an­þága frá því að upp­lýsa almenn­ing

Fjöl­miðlar hafa árum saman reynt að fá upp­lýs­ingar um hvaða eignir voru settar inn í ESÍ, hvernig þær voru seldar og hverjir fengu að kaupa þær. Þeim hefur öllum verið hafnað á grund­velli þagn­ar­skyldu­á­kvæðis laga um Seðla­banka Íslands og þeirrar und­an­þágu frá upp­lýs­inga­lögum sem ESÍ naut. Sú und­an­þága rann út í des­em­ber 2018.

Í síð­ustu viku lagði Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sjálf­stætt mat á þær rök­semdir sem settar hafa verið fram fyrir því að listi yfir kaup­endur á 22,5 pró­senta hlut rík­is­ins í Íslands­banka falli undir banka­leynd. Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins stóð: „Að mati ráðu­neyt­is­ins falla upp­lýs­ingar um við­skipti á milli rík­is­sjóðs og fjár­festa ekki undir banka­leynd og með hlið­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­sæi ríki um ráð­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­lit­ið.“

Í ljósi þess að mik­il­vægt væri að gagn­sæi ríki um ráð­stöfun þeirra opin­beru hags­muna sem fór fram í gegnum ESÍ óskaði Kjarn­inn etir því að for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, sem Seðla­banki Íslands heyrir und­ir, myndi leggja sjálf­stætt mat á þær rök­semdir sem settar hafa verið fram um þagn­ar­skyldu og banka­leynd hvað varðar starf­semi ESÍ. Yrði nið­ur­staða þess mats sú sama og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra komst að varð­andi list­ann yfir kaup­endur á hlut í Íslands­banka er þess óskað að, fá lista yfir allar eignir sem settar voru inn í ESÍ, fá yfir­lit yfir sölu þeirra eigna; hvenær þær voru seld­ar, á hvaða verði, hverjir voru milli­liðir og fá yfir­lit yfir kaup­endur allra þeirra eigna sem seldar voru út úr ESÍ. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, þá í stjórnarandstöðu, spurði Bjarna Benediktsson, þá forsætisráðherra, ítarlega út í starfsemi ESÍ á Alþingi árið 2017.
Mynd: Bára Huld Beck

Fyr­ir­spurn­inni, sem send var á mánu­dag, hefur enn ekki verið svar­að.

Sig­urður Ingi spyr Bjarna

Skrif­lega fyr­ir­spurnin á Alþingi sem minnst var á hér að ofan, og beint var til Bjarna Bene­dikts­son­ar, á for­sæt­is­ráð­herra, í tíð rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, var lögð fram af manni sem Bjarni þekkir ágæt­lega og hefur starfað meira og minna með síð­ast­lið­inn tæpa ára­tug, Sig­urði Inga Jóhanns­syni. Hann hafði verið ráð­herra í rík­is­stjórn­inni sem sat 2013 til 2016 og end­aði það kjör­tíma­bil sem for­sæt­is­ráð­herra, eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son þurfti að segja af sér.

Hann svo starfað í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Bjarna síðan 2017. Fyr­ir­spurn­in, sem var ítar­leg og bar öll þess merki að fyr­ir­spyrj­and­inn þekkti vel til mála, var lögð fram á þeim nokkrum mán­uðum á árinu 2017 sem Sig­urður sat í stjórn­ar­and­stöð­u. 

  1. Hversu margar eign­ir/­­kröfur hefur Seðla­­banki Íslands selt, beint eða í gegnum dótt­­ur­­fé­lög, svo sem ESÍ, frá því að honum var falin umsjón þeirra eftir banka­hrunið árið 2008, hvert var sölu­and­virðið í heild og sund­­ur­liðað eftir árum, hverjir keyptu og á hvaða kjörum, sund­­ur­liðað ár fyrir ár?
  2. Í hvaða til­­vikum var lánað fyrir kaup­un­um, við hversu hátt láns­hlut­­fall var mið­að, hvaða skil­yrði voru sett um trygg­ingar fyrir greiðslu kaup­verðs, hver var stefnan um vaxta­­kjör, var í ein­hverjum til­­vikum vikið frá henni og ef svo er, hvers vegna?
  3. Hefur Seðla­­bank­inn, beint eða í gegnum dótt­­ur­­fé­lög, keypt eign­ir/­­kröfur eða fengið fram­­seldar með öðrum hætti, svo sem í skiptum fyrir aðrar eign­ir/­­kröf­­ur, frá banka­hruni, hvaða eign­ir/­­kröfur voru það, sund­­ur­liðað ár fyrir ár, voru þær skráðar á mark­aði, hvaða ástæður voru fyrir kaup­unum og á hvaða laga­heim­ild byggði Seðla­­bank­inn eða dótt­­ur­­fé­lög kaup­in?
  4. Hafa eign­ir/­­kröfur verið seldar aftur og ef svo er, hver er mun­­ur­inn á kaup- og sölu­verði, hverjir voru kaup­endur og selj­endur í þeim við­­skiptum og hefur Seðla­­bank­inn eða dótt­­ur­­fé­lög fengið fram­­seldar til sín eignir sem rýrnað hafa í verði eða jafn­­vel tap­­ast frá því að þeirra var aflað?
  5. Fyrir hvaða sér­­fræð­i­­þjón­ustu, hverjum og hve mik­ið, hefur Seðla­­banki Íslands, beint eða í gegnum dótt­­ur­­fé­lög, greitt vegna sölu á eign­um/­­kröfum frá og með árinu 2013 til dags­ins í dag, var þjón­ustan aug­lýst og/eða boðin út, hvernig var staðið að ráðn­­ingu á þjón­ust­u­að­il­um, hver voru sjón­­­ar­mið til grund­vallar ráðn­­ingum og hvernig skipt­ust greiðslur milli aðila?
  6. Var sala á eign­­ar­hlut­u­m/­­kröfum Seðla­­banka Íslands eða dótt­­ur­­fé­laga bank­ans ávallt aug­lýst, hvernig var staðið að útboð­i/­­sölu í þeim til­­vik­um, við hvaða reglur var mið­að, voru við­miðin sam­­bæri­­leg í öllum til­­vikum og ef ekki, hvers vegna?

Bjarni svar­aði fyr­ir­­spurn Sig­­urðar Inga með ítar­­legu svari, en þó var ekki svarað efn­is­­lega og sér­­tækt, þeim atriðum sem spurt var út í. Í svar­inu var vísað til þagn­­ar­­skyldu Seðla­­bank­ans um verk­efni ESÍ og að bank­inn myndi skila af sér skýrslu um ESÍ og starf­­semi þess, þegar vinnu við slit væri lok­ið.

Sú skýrsla er, líkt og áður seg­ir, enn ekki komin fram í dags­ljós­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar