Sökuð um að fara mjúkum höndum um barnaníðinga og beðin að skilgreina orðið „kona“

Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þjörmuðu að Ketanji Brown Jackson í vikunni. Jackson stóðst prófið að mati demókrata og fátt ætti að koma í veg fyrir að hún taki sæti í Hæstarétt Bandaríkjanna í apríl, fyrst svartra kvenna.

Tilnefning Ketanji Brown Jackson í stöðu hæstaréttar Bandaríkjanna verður að öllum líkindum staðfest í næsta mánuði. Jackson verður fyrsta svarta konan sem tekur sæti í réttinum í 233 ára sögu hans.
Tilnefning Ketanji Brown Jackson í stöðu hæstaréttar Bandaríkjanna verður að öllum líkindum staðfest í næsta mánuði. Jackson verður fyrsta svarta konan sem tekur sæti í réttinum í 233 ára sögu hans.
Auglýsing

Stað­fest­ing­ar­ferli Ket­anji Brown Jackson í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara hélt áfram í vik­unni þegar Jackson kom fyrir dóms­mála­nefnd öld­ung­ar­deildar Banda­ríkja­þings. Vitna­leiðsl­urnar stóðu yfir í tvo daga.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti til­nefndi Jackson í lok febr­úar og stóð þannig við orð sín úr kosn­inga­bar­átt­unni fyrir tveimur árum þegar hann lof­aði að til­nefna fyrstu svörtu kon­una sem dóm­­ara við hæsta­rétt lands­ins.

Auglýsing

Sumir nefnd­ar­menn Repúblikana­flokks­ins virt­ust í hefnd­ar­hug, ekki síst vegna vitna­leiðslna sem Brett M. Kavan­augh und­ir­gekkst eftir að Don­ald Trump þáver­andi Banda­ríkja­for­seti til­nefndi hann í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

En það er stór munur á Jackson og Kavan­augh. Kavan­augh var sak­aður um kyn­ferð­is­of­beldi og Christine Bla­sey Ford, sem sak­aði Kavan­augh um nauðg­un, bar vitni fyrir dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­þings­ins í stað­fest­ing­ar­ferli Kavan­augh. Sjálfur sagði hann stað­fest­ing­ar­ferli hans í emb­ættið þjóð­ar­skömm.

Skipun Kavan­augh var að lokum sam­þykkt með 50 atkvæðum gegn 48 og hefur hæsta­rétt­ar­dóm­ari ekki verið sam­þykktur með minni mun frá árinu 1881.

Vill gera stað­fest­ing­ar­ferlið mann­legra

Áskor­anir Jackson í vitna­leiðsl­unum voru af allt öðrum toga. Nefnd­ar­menn Repúblikana­flokks­ins sögðu hana vera rót­tæka í félags­málum og fara mjúkum höndum um barn­a­níð­inga.

D­ick Dur­bin, þing­maður Repúblikana­flokks­ins fyrir Ill­in­ois, spurði Jackson út í orð kollega síns frá Mis­so­uri sem segir Jackson hafa orð á sér fyrir væga dóma í kyn­ferð­is­brotum gegn börn­um, til að mynda hvað varðar vörslu barnakláms. Jackson, sem er tveggja barna móð­ir, vís­aði ásök­unum á bug. „Það er ekk­ert fjarri sann­leik­anum en þetta.“

Að vitna­leiðsl­unum loknum virt­ust fáir, ef ein­hverj­ir, nefnd­ar­menn repúblik­ana sjá eftir orðum sín­um. „Ég held að þetta hafi ekki verið svo gróf­t,“ sagði Tom Cotton, þing­maður fyrir Arkansas, sem sagði Jackson „vinstri-að­gerða­sinna“ þegar hann tók til máls í vitna­leiðsl­un­um. „Við erum bara að meta dóm­greind henn­ar,“ sagði Cotton.

Sheldon Whitehou­se, þing­maður demókrata fyrir Rhode Island, sagði vitna­leiðsl­urnar hafa sýnt „eitr­aða, kald­rana­lega hegð­un“ sem við­gengst hefur hjá öld­ung­ar­deild­ar­þing­mönn­um. „Vonum að þetta hafi verið lág­punkt­ur­inn og að leiðin liggi nú upp á við,“ sagði Whitehou­se.

Ric­hard J. Dur­bin, öld­unga­deild­ar­þing­maður demókrata í Ill­in­ois, stjórn­aði vitna­leiðsl­un­um. „Ég held að við ættum að reyna að breyta ferl­inu og gera það mann­legra,“ sagði Dur­bin að þeim lokn­um.

„Ég er ekki líff­fræð­ing­ur“

Jackson fékk líka óhefð­bundnar og jafn­vel furðu­legar spurn­ingar við vitna­leiðsl­un­um. Þar má meðal ann­ars nefna beiðni Marsha Black­burn, öld­ung­ar­deild­ar­þing­manns repúblik­ana fyrir Tenn­essee, sem bað Jackson um að skil­greina orðið „kona“. Umræða um mál­efni trans­fólks hefur verið áber­andi upp á síðkastið eftir að rík­is­stjórar í Indi­ana og Utah, sem báðir eru repúblikan­ar, beittu neit­un­ar­valdi og komu þannig í veg fyrir sam­þykkt laga­frum­varps sem hefði bannað trans stúlkum að keppa í íþrótt­um. Ell­efu rík­is­stjórar hafa sam­þykkt sams konar frum­varp.

Black­burn minnt­ist á sund­kon­una Lia Thom­as, trans­konu sem sigr­aði nýlega á háskóla­móti í sundi, þegar hún bar upp spurn­ing­una fyrir Jackson: „Getur þú útskýrt merk­ingu orðs­ins „kona“?“

Svar Jackson var ein­falt: „Ég get það ekki.“ Þegar Black­burn furð­aði sig á svari Jackson bætti hún við: „Ekki í þessu sam­hengi. Ég er ekki líf­fræð­ing­ur.“

Black­burn var ósátt með að Jackson gæti ekki svarað spurn­ingu hennar og sagði það „und­ir­strika þær hættur sem fylgja fram­sæk­inni menntun sem við heyrum ítrekað meira um“.

„Hún er mögn­uð“

Dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­inn­ar, sem er skipuð 22 nefnd­ar­mönn­um, mun greiða atkvæði um til­nefn­ingu Jackson 4. apr­íl.

Verði til­nefn­ing hennar stað­fest þar fer fram atkvæða­greiðsla í öld­unga­deild­inni. Þar hafa demókratar 48 sæti, auk tveggja óháðra þing­manna sem demókratar geta reiknað með stuðn­ingi frá, og repúblikanar 50 sæti. Þrátt fyrir harðsvífnar vitna­leiðslur í vik­unni má gera ráð fyrir að ein­hverjir þing­menn Repúblikana­flokks­ins í öld­unga­deild­inni greiði með til­nefn­ingu Jackson í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Verði atkvæðin jöfn kemur það í hlut Kamala Harris vara­for­seta að eiga úrslita­at­kvæð­ið.

Stuðn­ingur Harris við Jackson fer ekki á milli mála. Í færslu á Twitter sem hún birti í vik­unni segir hún Jackson hafa sannað hæfi sitt fyrir dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­þings­ins. „Hún er mögnuð og hefur sýnt ein­stakt skap­lyndi í gegnum alla vitna­leiðsl­una. Þegar til­nefn­ing hennar verður stað­fest verður hún fram­úr­skar­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari,“ segir Harris í færslu sinni.

Verði til­­­nefn­ing Jackson sam­­þykkt mun hún taka sæti Stephen Breyer, sem mun setj­ast í helgan stein í júní. Líkt og hann er hún frjáls­­lynd í túlkun sinni á stjórn­­­ar­­skrá Banda­­ríkj­anna og sinnti hún raunar starfi aðstoð­­ar­­manns hans við hæsta­rétt á tíma­bil­inu 1999-2000. Íhalds­samir dóm­arar verða því enn í meiri­hluta í hæsta­rétti, sex tals­ins, en þrír frjáls­lynd­ir.

Ef allt gengur sam­kvæmt áætlun ætti stað­fest­ing­ar­ferl­inu að ljúka í kringum páska og allt bendir til þess að Ket­anji Brown Jackson taki við af Breyer í júní. Í 233 ára sögu Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna verður Jackson því fyrsta svarta konan sem tekur sæti í rétt­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent