„Sportþvotturinn“ í Katar sannarlega ekki sá fyrsti og eflaust ekki sá síðasti

Heimsmeistaramótið í Katar hefst á morgun. Yfirvöld þar hafa verið sökuð um „sportþvott“ – þó umdeilt sé hvort það hugtak eigi við í tilfelli HM 2022. Kjarninn tók saman nokkur söguleg dæmi um sportþvott, frá ólympíuleikum Hitlers fram til okkar daga.

Augu heimsins munu beinast að smáríkinu Katar við Persaflóa næstu vikur.
Augu heimsins munu beinast að smáríkinu Katar við Persaflóa næstu vikur.
Auglýsing

Íþrótta­þvætti og sport­þvottur eru þau tvö orð sem helst hafa verið notuð á íslenskri tungu til þess að ná utan um enska hug­takið „sportswas­hing“, sem felur í sér rík­is­stjórn­ir, fyr­ir­tæki eða aðrir aðilar reyni að bæta ímynd sína með því að tengj­ast íþrótta­við­burðum eða íþrótta­liðum og beisla það mjúka vald sem íþrótt­irnar hafa í dæg­ur­menn­ingu nútím­ans. Sveigja almenn­ings­á­litið sér í vil.

Þetta hug­tak hefur verið mikið notað af vest­rænum fjöl­miðlum í tengslum við heims­meist­ara­mótið í fót­bolta, sem hefst á morgun í Katar, með leik heima­manna gegn Ekvador­um. Skal ef til vill engan undra, þar sem hér er aft­ur­halds­samt ólýð­ræð­is­legt ríki, hvar mann­rétt­inda­brot eru dag­legt brauð, að eyða stjarn­fræði­legum upp­hæðum í að halda fót­bolta­mót og setja upp spari­bros framan í heim­inn.

Katar 2022 sé dæmi um hart vald, ekki mjúkt

Sumum þykir reyndar að hug­takið sport­þvottur nái í reynd ekki utan um það sem er að eiga sér stað í Kat­ar. Helsti íþrótta­skríbent breska blaðs­ins Guar­di­an, Barney Ronay, sagði í nýlegum pistli að HM í Katar sner­ist ekki um að yfir­völdum þar lang­aði að Vest­ur­-­Evr­ópu­búum lík­aði betur við sig, heldur væri móta­haldið úthugsuð geópóli­tísk örygg­is­að­gerð af hálfu Kat­ara.

Valdið sem hér væri um að ræða væri „hart íþrótta­vald“, ekki mjúkt vald ásýnd­ar­inn­ar, og liður í því að tryggja Katar sess á alþjóða­svið­inu, ekki síst í örygg­is­sam­skiptum við önnur ríki.

Auglýsing

Þrátt fyrir að hug­takið sport­þvottur hafi fyrst skotið upp koll­inum og náð útbreiðslu fyrir ein­ungis rúmum ára­tug hafa ýmsir við­burðir og atburðir fyrri tíma verið felldir undir þann sama flokk.

Kjarn­inn rifj­aði nokkra þeirra upp, í bland við nýrri dæmi, en óhætt er að segja að sport­þvottur hafi færst í auk­ana upp á hið síð­asta.

Þegar Hitler hélt Ólymp­íu­leik­ana og fékk nas­ista­kveðju frá íslenska hópnum

Árið 1936 var Adolf Hitler búinn að ná trausta­taki á þýsku sam­fé­lagi. Það hafði hann hins vegar ekki árið 1931, þegar Berlín hafði betur en Bar­selóna á Spáni í bar­átt­unni um að fá að halda Ólymp­íu­leika árs­ins 1936.

Í aðdrag­anda leik­anna fór fram nokkur umræða utan Þýska­lands um hvort æski­legt væri að taka þátt í leik­unum vegna stjórn­ar­hátta Hitlers, en svo fór á end­anum fá ríki snið­gengu leik­ana í Berlín. Spán­verjar létu reyndar ekki sjá sig.

Mynd frá sýningu um Ólympíuleikana 1936, sem sett var upp á bandaríska helfararsafninu. Mynd: EPA

Það gerðum Íslend­ingar hins­vegar og heils­aði íslenski hóp­ur­inn, sem var óvenju­stór þar sem Íslend­ingum var boðið að senda sund­knatt­leiklið á leik­ana, meira að segja að nas­istasið á setn­ing­ar­at­höfn leik­anna, sem var áróð­urs­há­tíð Hitlers og þriðja ríkis hans.

„Menn hafa velt vöngum yfir því af hverju þetta var gert. En það var að und­ir­lagi far­­ar­­stjór­anna. Ann­­ars vegar dr. ­Björns Björns­­son­­ar, aðal­­far­­ar­­stjóra sem hallur var undir þriðja rík­­ið, og hins ­vegar Ásgeirs Ein­­ar­s­­son­­ar. Íþrótta­­mönn­unum var í raun fyr­ir­­skipað að heilsa að nas­istasið allan tím­ann ­meðan þeir voru í ólymp­­íu­þorp­inu og voru margir þeirra ósáttir við það. Fregn­ir af athæf­inu voru birtar hér á landi við mis­­­jafnar und­ir­­tekt­ir,“ skrif­aði Krist­inn Haukur Guðna­son í frétta­skýr­ingu um för Íslend­inga á Ólymp­íu­leika Hitlers í Kjarn­ann fyrir nokkrum árum.

Þegar her­for­ingja­stjórnin í Argent­ínu tók á móti heim­inum

Árið 1978 fór HM í fót­bolta fram í Argent­ínu, ein­ungis tveimur árum eftir að her­inn rændi völdum í land­inu af lýð­ræð­is­lega kjörnum stjórn­völd­um. Ákveðið hafði verið heilum tólf árum fyrr að halda keppn­ina í land­inu og fyr­ir­svars­menn hjá Alþjóða knatt­spyrnu­sam­band­inu FIFA létu ekki valda­rán hers­ins og pynt­ingar og dráp hans á pólítískum and­stæð­ingum raska þeim áætl­un­um.

Frá úrslitaleiknum í Buenos Aires 1978, þar sem heimamenn höfðu betur gegn Hollendingum, sem í aðdraganda mótsins höfðu reyndar íhugað að sleppa því að mæta til þess að mótmæla herforingjastjórninni og glæpum hennar. Mynd: EPA

Her­for­ingja­stjórn­in, undir stjórn Jorge Raf­ael Videla, bað­aði sig í sviðs­ljósi keppn­innar og lagði strax frá því að hún tók öll völd í land­inu mikla áherslu á að hún færi fram eins og ákveðið hefði ver­ið. Heims­meist­ara­keppnin var skil­greind sem þjóðar­ör­ygg­is­mál ein­ungis dögum eftir að her­for­ingja­stjórnin tók við stjórn­ar­taumunum í land­inu.

„Að halda keppn­ina mun sýna heim­inum að Argent­ína er traust­verð­ugt land, sem getur tek­ist á við risa­vaxin verk­efni. Og það mun hjálpa til við að takast á við gagn­rýn­ina sem rignir yfir okkur héðan og þaðan úr heim­in­um,“ hefur verið haft eftir einum hátt­settum for­ingja stjórn­ar­inn­ar.

Persaflóa­ríkin og Evr­ópu­fót­bolt­inn

Á und­an­förnum rúmum ára­tug hefur það orðið æ algeng­ara að fjár­fest­ing­ar­sjóðir með beinar teng­ingar við stjórn­völd í vell­auð­ugum olíu­ríkjum við Persaflóa eign­ist ráð­andi hlut í knatt­spyrnu­liðum í Evr­ópu og víð­ar.

Leikmenn Manchester City, sem er í eigu fursta frá Abu Dhabi, fagna hér Englandsmeistaratitli. Mynd: EPA

Þekkt­ustu dæmin um þetta eru eign­ar­hald Abu Dhabi United Group á Manchester City í Englandi frá 2008, emírs­ins í Katar á PSG í Frakk­landi síðan árið 2011 og nýleg kaup fjár­fest­inga­sjóðs Sádi-­Ar­abíu á Newcastle United.

Mann­rétt­inda­brota­móta­röð golfs­ins

Golf nýtur sívax­andi vin­sælda sem íþrótt. Fjár­fest­ing­ar­sjóður Sádi-­Ar­abíu fór fyrr á þessu ári af stað með nýja alþjóð­lega móta­röð, LIV móta­röð­ina, sem olli miklum usla í golf­heim­in­um. Margir af bestu kylfingum heims ákváðu að taka þátt í hinni nýju móta­röð, til dæmis Phil Mickel­son, Sergio Garcia og Dustin John­son.

Phil Mickelson er einn þekktasti kylfingur heims. Hann tekur þátt í LIV-mótaröðinni. Mynd: EPA

Verð­launa­féð sem boðið er upp á er afar hátt í sam­an­burði við helstu golf­mót­araðir heims­ins – en gagn­rýnendur hafa sagt móta­röð­ina enn eina aðgerð Sáda til þess að öðl­ast lög­mæti og við­ur­kenn­ingu í augum almenn­ings á Vest­ur­lönd­um, og beina sjónum um leið frá mann­rétt­inda­brotum sem eiga sér stað í rík­inu.

Pút­in, HM í fót­bolta og vetr­ar­ólymp­íu­leik­arnir í Sochi

Vla­dimír Pútín hefur á und­an­förnum mán­uðum ein­angr­ast á heims­svið­inu, í kjöl­far inn­rásar Rússa í Úkra­ínu.

Það eru þó ekki mörg ár síðan að hann tók á móti mörgum helstu fyr­ir­mennum ann­arra ríkja í kok­teil­boðum vegna bæði vetr­ar­ólymp­íu­leik­anna í Sochi árið 2014 og HM í fót­bolta árið 2018.

Í aðdrag­anda HM 2018 var rúss­neska ríkið verið ásakað um að hafa eitrað fyrir Skripal-­feðgin­unum á breskri grundu. Þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, bar í kjöl­farið HM í Rúss­landi saman við ólymp­íu­leika Hitlers í Berlín. Rúss­nesk yfir­völd sögðu ummælin dæma sig sjálf.

Pútín óskar heimsmeisturum Frakka til hamingju eftir úrslitaleikinn í Moskvu 2018. Mynd: EPA

Gianni Infantino, for­seti FIFA, kall­aði HM í Rúss­landi besta mót sög­unnar og sagði þá áhorf­endur sem mættu á stað­inn hafa upp­götvað fal­legt land, sem vildi „gjarnan sýna heim­inum að allt sem hefðu verið sagt um það áður væri ef til vill ekki satt.“ Fyr­ir­fram­gefnar hug­myndir fólks hefðu breyst, þar sem fólk hefði séð „hið raun­veru­lega eðli Rúss­lands“.

Þessi orð hafa ef til vill ekki elst neitt sér­lega vel.

Dæmin um sport­þvott úr sög­unni eru svo að sjálf­sögðu mun fleiri – og ef marka má þróun und­an­far­inna ára eru engar líkur á öðru en að rík­is­stjórnir með laskaða ásýnd reyni að bæta hana í gegnum íþrótt­ir, á einn eða annan hátt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar