Stefnan á hendur Björgólfi Thor 50 síður - Kjarninn birtir brot úr henni

Söguleg hópmálsókn fyrrum hluthafa í Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni verður þingfest á morgun.

Björgólfur Thor
Auglýsing

Klukkan tíu í fyrra­málið verður þing­fest hóp­mál­sókn fyrrum hlut­hafa í Lands­banka Íslands gegn Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, rík­asta Íslend­ingnum og einum rík­asta manni í heimi. Hlut­haf­arnir fyrr­ver­andi hafa myndað mál­sókn­ar­fé­lag og í dag hafa á þriðja hund­rað aðilar sam­þykkt að taka þátt í mál­inu gegn Björgólfi Thor. Á meðal þeirra eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Máls­höfð­unin verður sú fyrsta sinnar teg­undar á Íslandi er lýtur að dóms­málum sem tengj­ast banka­hrun­inu. Aldrei áður hafa fyrrum hlut­hafar í íslenskum banka tekið sig saman og stefnt fyrrum aðal­eig­anda hans fyrir að hafa blekkt sig með sak­næmum hætti til að eiga í bank­an­um. Og krefj­ast skaða­bóta fyr­ir. Björgólfur Thor hefur ávallt neitað sök og sagt máls­höfð­un­ina vera gróðra­brall lög­manna sem að henni starfa. 

Kjarn­inn hefur stefn­una í mál­inu, sem er 50 blað­síður að lengd, undir hönd­um. 

Auglýsing

Kaupa verð­laus hluta­bréf til að taka þátt 

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að 207 aðilar hafi þegar til­kynnt að þeir taki þátt í hóp­mál­sókn­inni. Á meðal þeirra Karen Mil­len, Krist­ján Lofts­son í Hval, ­Bolli Héð­ins­son hag­fræð­ing­ur, Svana Helen Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­mað­ur­ ­Sam­taka iðn­að­ar­ins, Líf­eyr­is­sjóður verk­fræð­inga, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna ­ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi og Vil­hjálmur Bjarna­son, ­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Búist er við að það fjölgi í hópnum næstu daga. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru fleiri líf­eyr­is­sjóðir meðal ann­ars að skoða aðkomu að stefn­unn­i. 

Auk þess hafa ein­hverjir aðilar keypt hluta­bréf í Lands­bank­anum af fyrrum eig­endum þeirra til­ þess eins að geta tekið þátt í mál­sókn­inni, en það fellur til kostn­aður vegna þátt­töku í henni. Kjarn­inn hefur ekki upp­lýs­ingar um hvernig slík hluta­bréf eru verð­met­in. Þ.e. bréf í banka sem féll fyrir rúmum sjö árum og eru verð­laus.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem stóð fyrir stofnun málsóknarfélagsins. Björgólfur Thor segir Vilhjálm haldinn þráhyggju.Kenna blekk­ingum Björg­ólfs um tjón sitt

Mál­sókn­ar­fé­lagið var stofnað af fjórum fyrrum hlut­höfum í Lands­bank­an­um, Vil­hjálmi Bjarna­syni alþing­is­manni, Ólafi Krist­ins­syni lög­mann­i, Stapa líf­eyr­is­sjóði og Sam­tökum spari­fjár­eig­enda. Síðan hafa ansi margir s­leg­ist í hóp­inn.

Það krefst þess að skaða­bóta­skylda Björg­ólfs Thors á því tjón­i ­sem aðilar að félag­inu urðu fyrir þegar hluta­bréf í Lands­bank­anum urðu verð­laus við fall hans 7. októ­ber 2008. Í stefn­unni kemur fram að félags­menn bygg­i ­mál­sókn­ina á því „að þeir hefðu ekki verið hlut­hafar í Lands­banka Íslands hf. og þar með ekki orðið fyrir tjóni, ef ekki hafði komið til hinnar sak­næmu og ólög­mætu hátt­semi stefnda [Björg­ólfs Thor­s]“.

Það sem mál­sókn­ar­fé­lagið telur að Björgólfur Thor hafi gert, og hafi ollið þeim skaða, er þrennt. Í fyrsta lagi hafi ekki verið veitt­ar ­upp­lýs­ingar um lán­veit­ingar Lands­banka Íslands til Björg­ólfs Thors og tengdra að­ila í árs­reikn­ingum bank­ans fyrir rekstr­ar­árið 2005 og í öllum upp­gjöru­m eftir það fram að hrun­i. 

Í öðru lagi hafi Björgólfur Thor van­rækt á tíma­bil­in­u 30. júní 2006 til 7. októ­ber 2008, að „upp­lýsa opin­ber­lega um að Sam­son ­eign­ar­halds­fé­lag ehf. [Í aðal­eigu Björg­ólfs Thors og föður hans] færi með­ ­yf­ir­ráð yfir Lands­banka Íslands hf., og teld­ist því móð­ur­fé­lag bank­ans“. 

Í þriðja lagi telur félagið að Björgólfur Thor hafi van­rækt að „sjá til þess að ­Sam­son eign­ar­halds­fé­lag ehf. gerði öðrum hlut­höfum Lands­banka Íslands hf. ­yf­ir­tökutil­boð hinn 30. júní 2006, eða síð­ar, í sam­ræmi við ákvæði laga um verð­bréfa­við­skipt­i“.

Mála­vextir eru síðan raktir í löngu máli. Nánar til­tekið nær sú upp­taln­ing yfir á fimmta tug blað­síðn­a.  

Ætla að leggja fram mikið magn gagna

Í lok stefn­unnar er farið yfir þau sönn­un­ar­gögn sem mál­sókn­ar­fé­lag­ið hyggst leggja fram til stuðn­ings máli sín­u. 

Þar segir að eft­ir­far­andi gögn verði lögð fram við máls­með­ferð­ina: „Sam­skipti eig­enda Sam­son við FME vegna um­sóknar um heim­ild til að fara með virkan eign­ar­hlut í Lands­bank­anum og ­sam­skipti sömu aðila í tengslum við við­var­andi eft­ir­lit með hæfi eig­enda ­Sam­son, minnis­p­unkta af fundi hjá PWC sem hald­inn var þann 20. októ­ber 2005, ­sam­skipti í aðdrag­anda og kaup­samn­ing Sam­son og Hers­is, sam­skipti starfs­manna ­Sam­son og Novators við starfs­menn Lands­bank­ans vegna mats á því hvort stefnd­i [­Björgólfur Thor] skuli telj­ast tengdur aðili við Lands­bank­ann, sam­skipt­i ­starfs­manna Sam­son og Novators, við starfs­menn Lands­bank­ans í Lúx­em­borg og ­sam­skipti sömu aðila við starfs­menn lög­manns­stofu á Kýp­ur, yfir­lýs­ing­u ­Björg­ólfs Guð­munds­sonar til PWC í jan­úar 2008, árs­reikn­inga og árs­hluta­reikn­inga Lands­bank­ans frá 2005. 

Árs­reikn­inga Sam­son frá 2005 til 2008 og árs­reikn­inga Hersis fyrir sama tíma, upp­lýs­ingar úr hluta­skrá Lands­bank­ans, ­sem og skýrslur um eigin hluti bank­ans, upp­lýs­ingar og skjöl vegna aflands­fé­laga Lands­bank­ans, end­ur­rit af skýrslum sem gefnar voru fyr­ir­ Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur“ í máli sem mál­sókn­ar­fé­lagið hafði höfðað vegna ­gagna­öfl­unnar á árinu 2012.

Sakar Vil­hjálm Bjarna­son um þrá­hyggju

Björgólfur Thor tjáði sig um málið á heima­síðu sinni, btb.is, fyrr í dag. Þar sagði hann að störfum hlaðið dóms­kerfi Íslands þurfi nú að bæta á sig duttl­ungum Vil­hjálms Bjarna­son­ar. "Mál­efni mín og bank­ans hafa verið rann­sökuð í þaula af þar til bærum ­yf­ir­völdum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bank­ann og hann því skað­laus af við­skiptum við mig. Slita­stjórn bank­ans hefur stað­fest að hann eigi eng­ar ­kröfur á mig. Mis­færslum í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar hef ég svarað ítar­lega enda hef ég ekk­ert sak­næmt unn­ið.  

Þrá­hyggja Vil­hjálms Bjarna­sonar á sér hins vegar lítil tak­mörk. Með hana að vopni sér hann rang­færslur og svik þar sem sér­fróðir rann­sak­endur sjá ekk­ert að­finnslu­vert. Það er illt að dóms­kerfið þurfi að eyða tíma sínum í slík­an ­mála­til­bún­að."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None