Mynd: heilsustofnun.is

Úttekt segir að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun

Úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsustofnuninni í Hveragerði er lokið. Niðurstaðan er sú að háar fjárhæðir hafi verið teknar út úr stofnuninni með hætti sem ekki er lögmætur og kostnaði vegna þessa velt yfir á sjúklinga. Gerðar hafa verið úrbótakröfur en samningur Heilsustofnunar við Sjúkratryggingar, sem tryggir henni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði, rennur út í lok mars. Heilsustofnun hafnar niðurstöðu úttektarinnar.

Nátt­úru­lækn­inga­fé­lag Íslands, eig­andi Heilsu­stofn­un­ar­innar í Hvera­gerði, tók fjár­muni út úr stofn­un­inni með ólög­mætum hætti. Alls er um að ræða tæp­lega 600 millj­ónir króna á núvirði á 15 ára tíma­bili. Þetta var gert með því að Nátt­úru­lækn­inga­fé­lagið tók ein­hliða ákvörðun um að hækka arð­greiðslur til sín án aðkomu Sjúkra­trygg­inga Íslands og heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, en Heilsu­stofn­unin fær tæpan millj­arða króna úr rík­is­sjóði á ári. Til að standa undir arð­greiðsl­unum hafi umfram­kostn­aði verið velt á sjúk­linga. Þá hafi rekstr­arfé Heilsu­stofn­un­ar­innar verið nýtt til „heilsu­tengdrar ferða­þjón­ustu“ sem er ekki hluti af samn­ingum hennar við Sjúkra­trygg­ingar og hún látin greiða afborg­anir af lánum sem eru þing­lýstar í eigu Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins ásamt því að bera allan við­halds- og rekstr­ar­kostnað af fast­eign­un­um.

Þetta er nið­ur­staða úttektar eft­ir­lits­deildar Sjúkra­trygg­inga Íslands á fjár­málum Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar. Úttekt­inni lauk í síð­asta mán­uði og for­svars­mönnum Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins/Heilsu­stofn­unar var greint frá henni með bréfi sem sent var 13. des­em­ber 2021. Afrit af bréf­inu var sent til rík­is­end­ur­skoð­unar og heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins. Hægt er að lesa bréfið hér.

Í bréf­inu er farið fram á að Nátt­úru­lækn­inga­fé­lagið hætti að taka arð út úr rekstri Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, að skilið verði milli rekstrar hennar og ann­ars óskylds rekstrar í bókum stofn­un­ar­inn­ar, að fast­eignir og lóð­ar­rétt­indi sem eru þing­lýst eign Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins verði færðar til Heilsu­stofn­unar eða hún látin hætta að greiða kostnað vegna þeirra og að gjald sem tekið er af þeim sem sækja end­ur­hæf­ingu í Hvera­gerði verði „lækkað umtals­vert þannig að það end­ur­spegli raun­kostnað vegna gistin­átta.“ Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er það gjald hátt í fjögur hund­ruð þús­und krónur á mán­uði fyrir þá ein­stak­linga í end­ur­hæf­ingu sem gista í ein­stak­lings­her­bergi.

Samn­ingur Sjúkra­trygg­inga Íslands við Heilsu­stofn­un­ina rennur út í lok mars næst­kom­andi. Því verður honum ekki rift að óbreyttu en ofan­greindar kröfur eru und­ir­liggj­andi í þeim samn­inga­við­ræðum sem eru framund­an. Ekki verður gerð end­ur­greiðslu­krafa á Nátt­úru­lækn­inga­fé­lagið vegna þeirra fjár­muna sem teknir voru út úr Heilsu­stofnun þar sem litið er svo á að þeir ein­stak­lingar sem sæki sér end­ur­hæf­ingu hafi greitt þessa fjár­muni.

Félaga­sam­tök sem eiga félaga­sam­tök

Heilsu­stofn­unin í Hvera­gerði býður upp á end­ur­hæf­ingu fyrir ein­stak­linga sem þurfa á slíkri að halda í kjöl­far sjúkra­hús­vistar, til­tek­inna sjúk­dóma og slysa. Hún hefur starfað frá árinu 1955 og er í eigu Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands, félaga­sam­taka sem stofnuð voru árið 1937. 

For­­seti þess félags er einnig stjórn­­­ar­­for­­maður Heilsu­­stofn­un­­ar­inn­­ar, Gunn­laugur K. Jóns­­son. Hann hefur einnig starfað sem aðstoð­­ar­yf­­ir­lög­­reglu­­þjónn hjá lög­­regl­unni á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Stofn­andi heilsu­­stofn­un­­ar­inn­­ar, Jónas Krist­jáns­­son, var langafi hans. Vara­for­seti Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins er Geir Jón Þór­is­son, fyrr­ver­andi vara­­þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fyrr­ver­andi yfir­­lög­­reglu­­þjónn. Hann er vara­maður í stjórn Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar. Auk þeirra sitja þrír aðrir í stjórn Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins. Báðir þessir aðilar eru skráð félaga­sam­tök og skila því ekki árs­reikn­ingum til Skatts­ins líkt og flestir rekstr­ar­að­ilar þurfa að gera. Þá er afar óvenju­legt að félaga­sam­tök eigi önnur félaga­sam­tök.

Árið 1991 var gerður samn­ingur milli heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins og Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins um að opin­beru fé yrði veitt í rekstur Heilsu­stofn­un­ar­innar í Hvera­gerði. Sam­hliða voru gerðar bók­anir um hvað fælist í samn­ingn­um. Meðal þess sem þar kom fram var að nýjar fjár­fest­ingar sem stofnað yrði til yrðu eign Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins, ekki Heilsu­stofn­un­ar­innar og að félagið „beri eðli­legur arður af eignum sín­um, sem nýttar eru í þágu Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar.“ 

Að auki var gert sam­komu­lag um hvernig skipta ætti eignum milli Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins og Heilsu­stofn­un­ar­innar þar sem ekki var í gildi form­legur skipta­samn­ing­ur. Í því sam­komu­lagi, sem Kjarn­inn hefur fengið afhent og hægt er að lesa hér, sagði að „allar eignir á Heilsu­hæl­i­slóð­inni til­heyra Heilsu­hæli NLFÍ og koma til afnota fyrir Heilsu­stofnun NLFÍ frá 1. jan­úar 1992.“ Að auki voru gerðar bók­anir við samn­ing­inn til að skýra betur virkni hans. Þær má lesa hér.

Nátt­úru­lækn­inga­fé­lagið átti að fá leigu­tekjur vegna þeirra afnota og arð­greiðsl­urnar átti að nota til að standa undir við­haldi og end­ur­bót­u­m. 

Fær tæpan millj­arð úr rík­is­sjóði á ári

Heilsu­stofn­unin er með þjón­ustu­samn­ing við Sjúkra­trygg­ingar sem var end­ur­nýj­aður árið 2019. Sá samn­ing­­­ur, sem skrifað var undir eftir þriggja ára við­ræður og níu fram­­­leng­ingar fyrri þjón­ust­u­­­samn­ings, felur í sér ákvæði um hvernig sé heim­ilt að ráð­stafa fé sem greitt er vegna samn­ings­ins. Ríkið greiðir alls um 67 pró­­­sent að heild­­­ar­­­rekstr­­­ar­­­kostn­aði stofn­un­­­ar­innar en hitt sem upp á vantar er greitt með inn­­­heimtu sér­­­­­tekna, þar á meðal sala stofn­un­­­ar­innar á vörum og þjón­­­ustu til ann­­­arra.

Samn­ing­ur­inn tryggði stofn­un­inni 875,5 millj­ónir króna fjár­veit­ingu úr rík­is­sjóði á árinu 2019, 914 milljón króna á árinu 2020, 966 milljón króna fram­lag á síð­asta ári, og á að tryggja henni 996 milljón króna fram­lag á þessu ári sam­kvæmt fjár­lög­um. Samn­ingur Sjúkra­trygg­inga við Heilsu­stofn­un­ina rennur hins vegar út í mars næst­kom­andi og því er ljóst að þeir fjár­munir eru ekki í hend­i.  

Sjúkra­trygg­ingar Íslands ákváðu í byrjun árs 2020 að ráð­ast í úttekt á starf­semi Heilsu­­stofn­un­­ar­innar í kjöl­far þess að Stundin fjall­aði um háar greiðslur til Gunn­laugs, for­­manns rekstr­­ar­­stjórnar henn­­ar.

Stjórnarformaðurinn með 1,2 milljónir króna á mánuði

Samkvæmt rekstr­ar­reikn­ingi Heilsu­stofn­unar Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands, sem er að finna í árs­reikn­ingi henn­ar fyrir árið 2018, jókst kostn­aður við rekstur stjórnar félaga­sam­tak­anna um 43,3 pró­sent á árinu 2018, fór úr 12,8 millj­ónum króna í 18,4 millj­ónir króna. Í frétt Stund­ar­innar frá því í júlí 2019 kom fram að Gunn­laugur K. Jóns­son, stjórn­ar­for­maður Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, hefði fengið 1,2 millj­ónir króna á mán­uði í greiðslur á því ári.

Kjarn­inn sendi síðla árs 2019 fyr­ir­spurn til Brynjars Þórs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra rekstrar hjá Heilsu­stofn­un, og spurði meðal ann­ars um auk­inn kostnað við rekstur stjórnar á árinu 2018.

Í svörum hans sagði meðal ann­ars að launa stjórnar stofn­un­ar­innar væru ákveðin af stjórn Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands, eig­anda Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar. For­seti þess félags er sami maður og er stjórn­ar­for­maður Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, áðurnefndur Gunnlaugur K. Jónsson. Hann tók því sjálfur þátt í að ákveða laun sín.

Í svörum Brynjars við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vegna þessa sagði að upp hefði komið „verk­efni sem stjórn þurfti að grípa inn í, umfram það sem áður hefur ver­ið. Þar var meðal ann­ars um að ræða samn­inga­mál við Sjúkra­trygg­ingar Íslands og erfið sam­skipta­vanda­mál innan stofn­un­ar­innar þar sem meðal ann­arra aðgerða þurfti að kalla til aðstoð vinnu­staða­sál­fræð­ings. Þungi þeirrar vinnu var unnin af stjórn­ar­for­mann­i.“ Þá sagði Brynjar að vegna mis­taka hefðu 2,5 millj­ónir króna verið færðar á þennan lið í árs­reikn­ingi, en það hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir gerð hans.

Kjarn­inn spurði stofn­un­ina einnig hvernig greiðslur skipt­ust niður á ein­stak­linga en fram­kvæmda­stjóri rekstrar neit­aði að svara þeirri fyr­ir­spurn og sagði greiðslur til ein­stak­linga trún­að­ar­mál.Þegar spurn­ingin var ítrek­uð, með vísun í að starf­semi Heilsu­stofn­unar væri að uppi­stöðu fjár­mögnuð með opin­beru fé, og óskað skýr­inga á því hvaða hags­munir krefð­ust þess að um stjórn­ar­laun ríkti trún­að­ur, þá barst ekk­ert svar.

Í árs­reikn­ingi Heil­stofn­un­ar­innar fyrir árið 2018 kom fram að kostn­aður vegna umsjónar og rekst­urs fast­eigna/­lausa­fjár­muna hafi auk­ist um 64,2 pró­sent á árinu 2018, úr 119,1 millj­ónum króna í 195,6 millj­ónir króna.

Brynjar svar­aði því til að á árinu 2018 hafi verið ráð­ist í „við­halds­fram­kvæmdir sem höfðu setið á hak­anum und­an­farin ár, m.a. skipti á þakjárni, end­ur­nýjun gól­f­efna og lag­fær­ing á her­bergja­álmum sem skýrir hækkun á liðnum milli ára.“

Í ársskýrslum Heilsustofnunar vegna áranna 2019 og 2020, sem birtar eru á vefsíðu hennar, eru engar sundurliðaðar rekstrarupplýsingar né efnahagsreikningur.

Við skoðun þeirra upp­­lýs­inga var talið til­­efni til að ráð­­ast í heild­­stæð­­ari úttekt á starf­­sem­inni.

„Þessi úttekt var ekki lög­mæt“

Úttektin tafð­ist hins vegar mik­ið. Í svari Maríu Heim­is­dótt­­ur, for­­stjóra Sjúkra­­trygg­inga, við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um mál­ið sem barst í júní 2021 sagði að úttektin væri „á bið og ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort því verður haldið áfram.“ Ástæðan væru ann­ir, meðal ann­­ars í tengslum við COVID-19. 

Sér­stök eft­ir­lits­deild var sett á fót innan Sjúkra­trygg­inga fyrir ári síðan og úttektin færð­ist yfir til hennar í fyrra­haust. Í kjöl­farið klárað­ist hún á nokkuð skömmum tíma.

Þann 13. des­em­ber sendi deild­ar­stjóri eft­ir­lits­deild­ar­innar bréf á lög­mann HNLFÍ þar sem honum var greint frá nið­ur­stöðum úttekt­ar­inn­ar. 

Í bréf­inu, sem Kjarn­inn hefur fengið afhent með vísun í upp­lýs­inga­lög, segir að móð­ur­fé­lagið NLFÍ hafi tekið tæp­lega 600 millj­ónir króna á núvirði úr rekstri Heilsu­stofn­un­ar­innar á und­an­förnum 15 árum og að hún hafi verið látin greiða afborg­anir lána af fast­eignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan við­halds- og rekstr­ar­kostnað sem hafi skekkt rekstr­ar­reikn­ing Heilsu­stofn­un­ar­innar sem því nemi.

Úr bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands dagsettu 13. desember 2021.

„Rétt er að halda því sjón­ar­miði til haga að þessi úttekt var ekki lög­mæt, að mati SÍ, enda engin bókun um slíkt við gerða samn­inga og enn fremur að sam­komu­lag um færslu eigna inn í HNLFÍ hefur aldrei verið efnt. ​​Sem fyrr segir hefur end­ur­skoð­andi félags­ins árlega gert athuga­semd í áritun sinni á árs­reikn­ing. Að auki er upp­lýst að teknir hafa verið fjár­munir út úr rekstr­inum sem koma rekstri Heilsu­stofn­un­ar­innar ekk­ert við,“ segir í bréf­inu.

Sjúk­lingar greiða mörg hund­ruð þús­und á mán­uði

Þetta er að mati eft­ir­lits­deild­ar­innar í and­stöðu við ákvæði í samn­ingi milli Sjúkra­trygg­inga og Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, en þar segir að halda skuli aðskildum fjár­reiðum og reikn­ings­haldi vegna þeirrar starf­semi og þjón­ustu er samn­ing­ur­inn tekur til aðgreindum í bók­haldi frá öðrum rekstri og eignum verk­sala. Auk þess segir í öðru ákvæði að óheim­ilt sé að ráð­stafa fé sem greitt er vegna samn­ings­ins til ann­ars en þeirra verk­efna sem til­greind séu í honum og „sam­rým­ist almennum kröfum sem gera verður um með­ferð á skatt­fé.“

Til við­bótar við þá fjár­muni sem ríkið greiðir til Heilsu­stofn­un­ar­innar á ári þá greiða þeir sem sækja sér end­ur­hæf­ingu þar gisti­gjald. Fyrir þá sem koma þangað í end­ur­hæf­ingu, með beiðni frá lækni, getur kostn­aður við mán­að­ar­dvöl verið hátt í 400 þús­und krón­ur. Einnig er hægt að dvelja á stofn­un­inni án beiðni frá lækni og er þar um að ræða svo­kall­aða heilsu­dvöl. Sam­kvæmt verð­skrá er verð fyrir einn í ein­býli 151.900 krónur á viku, eða yfir 600 þús­und krónur fyrir mán­uð. Inni­falið í heilsu­dvöl er gist­ing, matur og aðgengi að sund­laug, bað­húsi og lík­ams­rækt.

upp­lýs­ingum Kjarn­ans getur það verið breyti­legt eftir því hversu góð gisti­að­staðan er en að jafn­aði er verðið hátt í 400 þús­und krónur á mán­uði.

Í bréfi eft­ir­lits­deildar Sjúkra­trygg­inga segir að gistigjaldið fyrir þá ein­stak­linga sem koma á Heilsu­stofnun í end­ur­hæf­ingu hafi verið hækkað langt umfram það sem samið var um. „Aldrei var veitt heim­ild til slíkrar úttektar og hún er bein­línis í and­stöðu við samn­ing­inn.“

Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta end­ur­hæf­ingar eru látnir greiða, sé svo látið standa undir rekstr­in­um.

Fjórar úrbóta­kröfur

Í bréfi eft­ir­lits­deildar Sjúkra­trygg­inga segir að Heilsu­stofnun hafi ekki efnt ​samn­ing sinn við stofn­un­ina og gerðar eru fjórar úrbóta­kröf­ur. Sú fyrsta er að Nátt­úru­lækn­inga­fé­lagið hætti að taka árlega arð­greiðslu út úr rekstri Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, enda sé engin heim­ild fyrir þeim. Önnur er að skilið verði á á milli rekstrar Heilsu­stofn­unar og ann­ars óskylds rekstrar í bókum stofn­un­ar­inn­ar. Þriðja að sam­komu­lagið um fast­eignir og lóð­ar­rétt­indi frá 1991 verði efnt. „Að öðrum kosti verði allt fjar­lægt úr reikn­ingum stofn­un­ar­innar sem lýtur að skuld­bind­ingum og skyldum sem tengj­ast fast­eignum og lóð­ar­rétt­ind­um. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af árs­velt­u.“

Þinglýst fram og til baka

Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga er sérstaklega fjallað um að á tímabilinu 2001 til 2004 hafi lóðin sem fasteignirnar sem Heilsustofnun notast við verið stækkuð umtalsvert og hún þinglýst á Heilsustofnunina. Hún hafði áður verið í þinglýstri eigu Náttúrulækningafélagsins.

Síðan var stórt landsvæði selt út úr stofnuninni til verktaka sem byggði svokallaða C-álmu án þess að það sjáist að greiðslur vegna þessa hafi runnið til Heilsustofnunarinnar. Árið 2004, þegar framkvæmdum var lokið var lóðinni þinglýst aftur á Náttúrulækningafélagið. Allur kostnaður sem fallið hefur til vegna eignanna hafi verið greiddur af Heilsustofnuninni.

„Allan þennan tíma var HNLFÍ lóðarhafi og mikilvægt að hafa í huga að NFLÍ og HNLFÍ eru hvor sinn lögaðilinn með hvora sína kennitöluna og hvorn sinn rekstrar- og efnahagsreikning. SÍ ítreka að þessi umsvif þarfnast frekari skoðunar sem og önnur fasteignaumsvif og fjármunafærslur þeim tengdar.“

Enn fremur telur eftirlitsdeildin mikilvægt að skoðað verði hvort sú tilhögun á gerð ársreiknings hvað varðar skuldir og eignir standist lög um ársreikninga. Það er hvort það standist að þar standi inni eignir og skuldir sem eru þinglýstar öðrum aðila. „Þá má velta upp þeirri spurningu hvort kennitala HNLFÍ sé samningstæk samkvæmt lögum um opinber innkaup enda standa engar þinglýstar eignir þar að baki. Slík athugun er ekki á verksviði SÍ og hefur þessum þætti málsins vísað til Ríkisendurskoðunar sem hefur heimild til eftirlits með framkvæmd samninga sem gerðir eru við sveitarfélög eða einkaaðila. [...] Sú heimild nær bæði til fjárhags- og stjórnsýsluendurskoðunar.“

Að lokum er gerð sú krafa að það gjald sem tekið er af þeim sækja  þver­fag­lega end­ur­hæf­ingu „verði lækkað umtals­vert þannig að það end­ur­spegli raun­kostnað vegna gistin­átta.“

Hafna nið­ur­stöð­unni og áskilja sér rétt til að sækja bætur

Lög­maður fyr­ir­svars­manna Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins/Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, Krist­ján B. Thor­lacius hjá Fortis lög­manns­stofu, svar­aði bréfi Sjúkra­trygg­inga Íslands 3. jan­úar síð­ast­lið­inn. Í því bréfi, sem Kjarn­inn hefur fengið afhent og hægt er að lesa í heild sinni hér, segir að ekki séu for­sendur til að fall­ast á þau sjón­ar­mið sem komi fram í bréfi stofn­un­ar­inn­ar, að þau séu ekki í sam­ræmi við þá samn­inga og þær for­sendur sem sam­starf aðila hafi byggt á frá því að núver­andi fyr­ir­komu­lag var tekið upp á árinu 1991. 

Full­trúar Heilsu­stofn­unar lýsa sig til að mynda ósam­mála full­yrð­ingum um að dag­gjald sem rukkað sé af sjúk­lingum sé óhof­legt og að hækkun þess hafi fyrst og síð­ast stýrst af hækkun verð­lags. Þá hafi það fyr­ir­komu­lag sem sé til staðar varð­andi ákvörðun á dag­gjöldum komið til að frum­kvæði Sjúkra­trygg­inga.

Það sé „ljóst að þær full­yrð­ingar sem fram eru settar af hálfu eft­ir­lits­deildar SÍ í bréf­inu frá 13. des­em­ber sl. um van­efndir á þjón­ustu­samn­ingi aðila eiga ekki við rök að styðj­ast. Því er alfarið hafnað að Heilsu­stofnun og Nátt­úru­lækn­inga­fé­lag Íslands hafi ekki staðið við þær skuld­bind­ingar sem þau hafa tek­ist á hendur gagn­vart hinu opin­ber­a.“

Í nið­ur­lagi bréfs lög­manns­ins segir að „í ljósi þess að í bréfi eft­ir­lits­deildar er því hótað að gripið verði til rift­unar samn­ings gagn­vart umbjóð­endum mínum skal áréttað að lög­form­leg skil­yrði rift­unar eru alls ekki til staðar í mál­inu. Ólög­mæt riftun getur haft grafal­var­legar afleið­ingar fyrir umbjóð­endur mína, þá sem þangað sækja þjón­ustu og end­ur­hæf­ingu, svo og starfs­menn og íbúa á Suð­ur­landi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samn­ingi aðili áskilja umbjóð­endur mínir sér rétt til að krefja Sjúkra­trygg­ingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar