Það er neyðarástand á húsnæðismarkaði og það er ekki að fara að lagast

14131793324_882160158e_c.jpg
Auglýsing

Hús­næð­is­mál voru eitt helsta kosn­inga­málið fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­ar, sem fram fóru árið 2013. Þau voru líka í algjöru aðal­hlut­verki í síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, sér­stak­lega í höf­uð­borg­inni Reykja­vík. Ástæðan er ein­föld: stór og sístækk­andi hópur lands­manna á í miklum erf­ið­leikum með að koma þaki yfir höf­uð­ið.

Ástæður þessa eru nokkrar og sam­verk­andi. Hér hefur verið byggt allt of lítið á und­an­förnum árum, þær íbúðir sem byggðar hafa verið eru of stórar og dýrar fyrir þann hóp sem er mest þurf­andi, fjár­magns­höftin og gróða­vonin hafa ýtt fag­fjár­festum út í risa­vaxin upp­kaup á íbúða­hús­næði, hertar lána­reglur gera meðal­jón­inum erf­ið­ara fyrir að stand­ast greiðslu­mat og svo eru það auð­vitað ferða­menn­irn­ir. Stór hluti þeirra litlu og með­al­stóru íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem áður voru á almennum leigu­mark­aði eru nú fyrst og síð­ast leigðar til ferða­manna fyrir mun hærra verð en áður fékkst fyrir þetta.

Allt þetta hefur þrýst hús­næð­is­verði hratt upp. Og leigu­verði jafn­vel enn hrað­ar, með þeim afleið­ingum að jafn­vel með­al­tekju­fólk á Íslandi er á hrak­hólum milli allt of dýrra leigu­í­búða vegna þess að það sér sér ekki fært að leggja til hliðar fyrir útborgun á sama tíma og það greiðir þorra ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í hús­næð­is­kostnað á leigu­mark­aði.

Auglýsing

Það ríkir neyð­ar­á­stand á íslenskum hús­næð­is­mark­aði. Og það er stjórn­valda að bregð­ast við því neyð­ar­á­standi með ein­hverjum hætti. Mikið er tal­að, bæði hjá ríki og borg, en er það að skila ein­hverju?

Lofað upp í erm­ina á sér



Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er eitt áherslu­mál efst á blaði: Heim­il­in. Það áherslu­mál snérist raunar fyrst og fremst um leið­rétt­ingu á verð­tryggðum hús­næð­is­skuldum hluta lands­manna, eða rúm­lega þriðj­ungi þeirra. Þorri þeirra rúm­lega 80 millj­arða króna sem greiddur var út sem skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot eft­ir­hrunsár­anna fór til fólks í kringum fimm­tugt og fjórð­ungur upp­hæð­ar­innar fór til tekju­hæsta fimmt­ungs þeirra sem sóttu um leið­rétt­ingu. Þá fengu 1.250 manns sem áttu yfir 100 millj­ónir króna í hreinni eign hús­næð­is­skuldir sínar leið­rétt­ar.

Greiðsla leið­rétt­ing­ar­innar er ein ástæða þess að einka­neysla hefur auk­ist hratt und­an­far­ið. Önnur ástæða þess­arar þenslu eru þær háu launa­hækk­anir sem tekið hafa gildi á almenna og opin­bera vinnu­mark­aðnum und­an­far­ið, í kjöl­far þess að laun lækna voru hækkuð um tugi pró­senta með samn­ingum við ríkið í upp­hafi árs. Raunar hefur vöxtur einka­neyslu ekki verið hrað­ari í níu ár og hún drífur áfram þann hag­vöxt sem landið upp­lifir nú um stund­ir.

Hitt ríka áherslu­málið tengt heim­il­inum í land­inu var að breyta sem flestum hús­næð­is­lánum úr verð­tryggðum í óver­tryggð, meðal ann­ars til að „koma í veg fyrir þenslu­hvetj­andi áhrif leið­rétt­ing­ar­inn­ar“.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var lögð rík áhersla á heimilin í landinu. Sú áhersla snérist fyrst og fremst um skuldaleiðréttingu og aðgerðir til að draga úr fjölda verðtryggðra lána. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar var lögð rík áhersla á heim­ilin í land­inu. Sú áhersla snérist fyrst og fremst um skulda­leið­rétt­ingu og aðgerðir til að draga úr fjölda verð­tryggðra lána.

Þessu tak­marki hefur alls ekki verið náð. Þegar nýju bank­arnir hófu að bjóða upp á óver­tryggð lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára 2011 hopp­uðu margir lán­tak­endur á þann vagn, enda verð­bólga á þeim tíma oft­ast á bil­inu 5-6 pró­sent.

Síðan þá hefur hún hríð­lækkað og hefur nú verið undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans, 2,5 pró­sent, í eitt og hálft ár. Sam­hliða hafa íslenskir lán­tak­endur valið að taka verð­tryggð lán frekar en óverð­tryggð og er skipt­ingin und­an­farin miss­eri þannið að á milli 60 og 70 pró­sent nýrra lána eru verð­tryggð. Ástæð­an: fólk borgar 30 pró­sent minna í afborg­anir að jafn­aði af verð­tryggðum lánum en óverð­tryggðum og hefur því meira fé til ann­arra hluta á milli hand­anna. Svo spilar mögu­lega inn í að komið er for­dæmi fyrir því að rík­is­sjóður greiði verð­tryggðum hús­næð­is­skuld­urum skaða­bætur ef verð­bólga yfir ákveðið tíma­bil hækkar skarpt.

Ljóst er að almenn­ingur kýs með vesk­in­u og vill verð­tryggðu lán­in. Eina sýni­lega leiðin til þess að það breyt­ist er ef vextir á óverð­tryggðum lánum verði lækk­aðir umtals­vert. Við­skipta­bank­arn­ir, sem starfa á mark­aði, munu ekki gera slíkt sjálf­ir. Því þyrftu stjórn­völd að grípa inn í með íþyngj­andi laga­setn­ingu til að skikka bank­ana til að græða minna, nið­ur­greiða lán með skattfé eða taka upp nýjan gjald­miðil sem útheimti ekki jafn háa vexti, til að breyta þess­ari for­gangs­röð­un.

Nú eða bíða bara eftir næsta verð­bólgu­skoti.

Gríð­ar­leg vöntun á hús­næði



Síðar í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, undir kafla sem heitir „Vel­ferð­ar­mál“ seg­ir: „Rík­is­stjórnin leggur áherslu á að lands­menn búi við öryggi í hús­næð­is­málum í sam­ræmi við þarfir hvers og eins og hafi raun­veru­legt val um búsetu­for­m.“

Staðan á íslenskum hús­næð­is­mark­aði er þannig að eftir banka­hrun var ákveðið offram­boð af hús­næði eftir þenslu­árin sem á undan höfðu kom­ið. Á fimm ára tíma­bili, 2009 til 2013, var hins vegar ein­ungis lokið við bygg­ingu um tvö þús­und íbúða. Grein­ingar sýna að það þurfi að byggja um 1.500 til 1.800 íbúðir á ári til að mæta eðli­legri eft­ir­spurn.  Það vant­aði því allt að sjö þús­und íbúðir á þessu ára­bili til að svala þeirri þörf sem er fyrir íbúðir á þessu ára­bili, án þess að til­lit sé tekið til þess offram­boðs sem var til staðar við hrun­ið, sem var þó ein­ungis brot af þess­ari tölu.

Í mars síð­ast­liðnum voru 2.274 íbúðir í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sam­kvæmt taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins. Um tvö ár tekur að byggja nýja íbúð og því þurfa um þrjú þús­und íbúðir að vera í bygg­ingu á hverjum tíma til að mæta neðri mörkum eðli­legrar eft­ir­spurnar hér­lend­is.

Í nýbirtu fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar segir að „hár bygg­ing­ar­kostn­aður miðað við íbúða­verð er helsta ástæða þess hversu lítil íbúða­fjár­fest­ing síð­ustu ára hefur verið en hækk­andi hús­næð­is­verð hefur ýtt undir frek­ari fjár­fest­ing­ar“.

Fjögur þús­und íbúðir leigðar út til ferða­manna



Ým­is­legt annað hefur hins vegar einnig spilað inn í. Ferða­mönnum  hefur til að mynda fjölgað gríð­ar­lega á Íslandi und­an­farin ár og allar spár gera ráð fyrir því að sú aukn­ing haldi hratt áfram. Í fyrra komu tæp­lega ein milljón slíkra hingað til lands og í ár er búist við því að þeir verði 1,3 millj­ón­ir. Á næsta ári gætu þeir orðið um 1,5 millj­ón­ir. Árið 2010 voru þeir undir 500 þús­und.

Allir þessir ferða­menn þurfa vit­an­lega að gista ein­hvers­staðar og því er í gangi gull­graf­ara­æði í bygg­ingu hót­ela. Sú hraða upp­bygg­ing gisti­rýmis gerir það að verkum að vöntun er á vinnu­afli, sér­stak­lega fag­mennt­uðu, til að byggja íbúð­ir.

Um fjögur þúsund íbúðir á landinu eru leigðar út til ferðamanna. Um fjögur þús­und íbúðir á land­inu eru leigðar út til ferða­manna.

Og þótt að varla megi sjást auður gras­bali á höf­uð­borg­ar­svæð­inu án þess að fjár­fest­inga­fé­lag, stýrt af fyrrum banka­starfs­mönnum með alla vasa fulla af líf­eyr­is­sjóðs­pen­ingum byggi þar hót­el, er fram­boð gist­ingar á hót­elum fjarri því að mæta þeirri eft­ir­spurn sem er til stað­ar.

Þess vegna eru um fjögur þús­und íbúðir á Íslandi í útleigu til ferða­manna, að mati Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Þetta eru íbúðir sem ella væru á almennun leigu­mark­aði. Ferða­menn leigja til skamms tíma í einu og því fæst hærra verð fyrir hverja útleigða nótt en á almennum leigu­mark­aði.

Þar að auki hafa fag­fjár­festar sett upp ýmsa sjóði og félög sem kaupa upp íbúð­ar­hús­næði. Til skamms tíma hagn­ast þeir á hækk­andi leigu­verði og til lengri tíma á hærra hús­næð­is­verði. Þessir sjóðir og félög hafa verið að kaupa upp hús­næði víðs­vegar um höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þó aðal­lega í mið­borg­inni og í hverf­unum í kringum það. Um er að ræða hund­ruðir íbúða hið minnsta.

Þessi staða þrýstir bæði upp verði á hús­næði og leigu­verði.

Reykja­vík ekki í stakk búin að lækka lóða­verð



Það er rétt sem fram kemur í fjár­laga­frum­varp­inu að bygg­inga­kostn­aður íbúa sé hár og að það auki á vand­ann á hús­næð­is­mark­aði. Þær nýju ibúðir sem hafa verið byggðar und­an­farin ár, og eru í bygg­ingu, eru flest allar allt of dýrar fyrir þá sem vilja koma sér inn á hús­næð­is­mark­að­inn.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Borgin glímir við mikinn rekstrarvanda. Mynd: Anton. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. Borgin glímir við mik­inn rekstr­ar­vanda. Mynd: Ant­on.

Stór hluti í bygg­ing­ar­kostn­aði er lóða­verð. Miðað við þá afleitu stöðu sem er uppi í rekstri Reykja­vík­ur­borgar ( tap af rekstri borg­ar­innar var yfir þrír millj­arðar króna á fyrri hluta þessa árs) má ekki búast við að verð á lóðum verði lækkað hand­virkt. Raunar hefur Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, útskýrt tapið á fyrri hluta árs­ins með því að lóða­sala hafi taf­ist. Þær tekjur muni vinn­ast upp á síð­ari hluta árs­ins 2015.

Í nóv­em­ber í fyrra lagði Dagur fram til­lög­u að áætlun um upp­bygg­ingu 500 félags­legra leigu­í­búða, á næstu fimm árum í Reykja­vík. Þar er gert ráð fyrir að Reykja­vík­ur­borg leggi til tíu pró­sent eigið fé í kaup á íbúð­unum 500 og að ríkið leggi til 20 pró­sent. Sex borg­ar­full­trúar Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálf­stæð­is­flokks­ins sam­þykktu áætl­un­ina. Margir, meðal ann­ars borg­ar­full­trúi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, hafa gagn­rýnt þessa áætlun og sagt að það þurfi að byggja mun meira. Nóg sé komið af tali.

Færri hafa efni á að standa á eigin fótum



Og hvert hefur þessi þróun á hús­næð­is­mark­aði, sem rakin er hér að ofan, skilað okk­ur?

Sam­hliða strang­ari lána­skil­málum hjá bönk­um, meðal ann­ars vegna nýrra laga um neyt­enda­lán sem tóku gildi árið 2013, hafa gert lág- og með­al­tekju­fólki sem ekki eiga kost á fjár­hags­legri með­gjöf fjöl­skyldu eða vanda­manna erfitt, og oft ómögu­legt, að kaupa fast­eign.

Fyrir þriggja her­bergja íbúð í mörgum hverfum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag er hægt að búast við því að þurfa að greiða um 30 millj­ónir króna hið minnsta, þótt vissu­lega sé tölu­verður verð­munur milli hverfa og hægt sé að finna ódýr­ari lausn­ir. Verð á íbúð­ar­hús­næði hefur enda hækkað um 41,8 pró­sent frá árs­byrjun 2011, sam­kvæmt minn­is­blaði sem Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags og hús­næð­is­mála­ráð­herra, kynnti á fundi rík­is­stjórnar á þriðju­dag.

Nýir fast­eigna­kaup­endur þurfa því að eiga að minnsta kosti sex millj­ónir króna til að ráð­ast í þá fjár­fest­ingu. Það eiga fæst­ir.

Þessi staða hefur orsakað það að í dag býr tæp­lega 40 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 20 til 29 ára enn heima hjá for­eldrum sínum. Í Dan­mörku er það hlut­fall tíu pró­sent. Þá hefur með­al­aldur fyrstu kaup­enda hækkað skarpt og er í dag 29 ár.

Þeir sem leigja hafa illa efni á að leigja



Þegar fjöl­skyldur geta ekki keypt íbúðir sökum fjár­skorts, í hús­næð­is­kerfi sem byggir á sér­eigna­stefnu, þá leita þær vit­an­lega út á leigu­mark­að­inn. Íslenskum heim­ilum á leigu­mark­aði fjölg­aði um þrettán þús­und á árunum 2007 til 2013, eða um sjö þús­und umfram fjölgun heim­ila í land­inu á því tíma­bili. Þeim hefur vafa­litið fjölgað síðan og keppa þar við hvort annað og alla­ferða­menn­ina um hvert laust leigu­hús­næði. Leiga á 70-80 fer­metra þriggja her­bergja íbúð í Reykja­vík í ágúst kost­aði að með­al­tali 145 til 165 þús­und krónur á mán­uði í ágúst síð­ast­liðnum.

­Leigu­verð á hús­næð­is­mark­aði hefur hækkað um 40,2 pró­sent frá árs­byrjun 2011. Um 45 pró­sent launa­manna hér­lendis voru með heild­ar­laun á bil­inu 300-500 þús­und krónur á mán­uði á árinu 2014.

Leigu­verð á hús­næð­is­mark­aði hefur hækkað um 40,2 pró­sent frá árs­byrjun 2011. Um 45 pró­sent launa­manna hér­lendis voru með heild­ar­laun á bil­inu 300-500 þús­und krónur á mán­uði á árinu 2014.

Ráð­stöf­un­ar­tekjur þessa hóps, eftir skatta og gjöld, oft­ast nær á bil­inu 215 til 350 þús­und krón­ur. Það þýðir að ein­stæð­ingur með 300 þús­und krónur í laun á mán­uði sem þyrfti að leigja sér íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndi nota yfir 70 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í hús­næð­is­kostn­að. Sá sem væri með 500 þús­und krónur í heild­ar­laun myndi nota um 45 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sín­um.

Þá eiga þeir eftir að borga fyrir allt hitt sem þarf til að lifa.

Ástandið er ekki að fara að lag­ast mikið



Miðað við hversu mik­ill tími hefur farið í að ræða um neyð­ar­á­standið á hús­næð­is­mark­aði og ósjálf­bærni íslenskra hús­næð­is­lána­kerf­is­ins mætti ætla að næsta ár yrði ár verka hjá íslenskum stjórn­völd­um. Nú yrðu ermar brettar upp og vanda­málið tæklað af þeirri alvöru sem ástandið kallar á. Miðað við fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar virð­ist það ekki vera ætl­un­in.

Þar er lít­ill kafli um aðgerðir í hús­næð­is­málum sem í segir að miklu máli skipti að hið opin­bera stuðli að auknu fram­boði og lægri bygg­ing­ar­kostn­aði „þannig að stöð­ug­leiki og eðli­legt jafn­vægi náist á sem skemmstum tíma á fast­eigna­mark­aði ásamt því að spornað sé gegn því að sér­tækar aðgerðir hins opin­bera ýti undir eft­ir­spurn og þar með hærri hús­næð­is­kostn­að“.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ekki gengið vel að koma tillögum að úrbótum á húsnæðismarkaði í gegnum ríkisstjórnina sem hún situr í. Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, hefur ekki gengið vel að koma til­lögum að úrbótum á hús­næð­is­mark­aði í gegnum rík­is­stjórn­ina sem hún situr í.

Síðan eru boð­aðar tvenns konar aðgerð­ir. Önnur snýst um að auð­velda ungu fólki fyrstu kaup með óút­færðum stuðn­ingi hins opin­bera.

Hitt úrræð­ið, sem er útfært, snýst um að auka stuðn­ing við leigj­endur með því að lækka skatta á leigu­tekjur úr 14 pró­sent í tíu pró­sent „í þeim til­gangi að lækka leigu­verð og auka fram­boð leigu­í­búða.“ Margir hafa áhyggjur af því að leigusalar muni ekki skila þessum skatta­lækk­unum til neyt­enda, heldur stinga þeim sjálfir í vasann, enda eft­ir­spurn eftir eign þeirra mun meiri en fram­boð­ið.

Sam­hliða á að hækka húsa­leigu­bætur um rúm­lega einn millj­arð króna. Ef miðað sé við að heim­ili lands­ins séu um 130 þús­und tals­ins, og að um 30 pró­sent þeirra séu á leigu­mark­aði, leigja um 39 þús­und fjöl­skyldur hús­næði hér­lend­is. Ef einum millj­arði króna er skipt niður á þessar fjöl­skyldur gerir það rúm­lega 2.100 krónur á mán­uði.

Að lokum ætlar rík­is­stjórnin að hrinda af stað „átaki í bygg­ingu félags­legra leigu­í­búða þar sem lögð verður áhersla á að fjölga hag­kvæmum og ódýrum íbúðum til að tryggja tekju­lágum fjöl­skyldum leigu­hús­næði til lengri tíma. Stefnt er að því að byggja allt að 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum, þ.e. á árunum 2016–2019, og allt að 600 íbúðir árlega. Ráð­gert er að á næsta ári verði haf­ist handa við að reisa allt að 400 íbúðir og til þess varið 1,5 mia.kr. í ný fram­lög.“

Vanda­málið við þessa áætlun er að sitj­andi rík­is­stjórn er ekki með umboð nema út þetta kjör­tíma­bil, sem klár­ast á vor­mán­uðum 2017. Af þeim 2.300 íbúðum sem hún er að loka á fjög­urra ára tíma­bili er hún því ein­ungis í færum til að tryggja að haf­ist verði handa við að reisa þær 400 sem áætlað er að hefj­ast handa við á næsta ári. Líkt og kom fram hér að ofan er það langt frá því að svala þeirri þörf sem er á hús­næð­is­mark­aði.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None