Pútín stígur inn á sviðið í Bandaríkjunum - Spennan áþreifanleg

h_51834406-1.jpg
Auglýsing

Vladímir Pútín er á leið til New York í opin­berum erinda­gjörð­um, í fyrsta skipti í ára­tug, og mun funda með­ Ban Ki-Moon, aðal­rit­ara Sam­ein­uðu þjóð­anna, í tengslum við sjö­tug­asta Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna í næstu viku og einnig Frans Páfa sem hóf sex daga opin­bera heim­sókn sína til Banda­ríkj­anna í fyrra­dag og hélt rak­leiðis til fundar við Barack Obama, for­seta. Þá munu emb­ætt­is­menn Putíns funda með emb­ætt­is­mönnum stjórn­valda í Banda­ríkj­unum en form­legur fundur með Obama er ekki á dag­skrá Pútíns. Þeir hafa  hins vegar mælt sér mót á Alls­herj­ar­þing­inu og mun eiga stuttan fund, þar sem staða mála í Sýr­landi verður í brennid­epli, að því er fram kemur á vef Bloomberg í dag.Með Pútín í för verður Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra, sem þykir til marks um að þessi heim­sókn eigi að skilja eftir sig var­an­leg jákvæð spor í þágu starfs Sam­ein­uðu þjóð­anna. Það er ef allt gengur að ósk­um.

Auglýsing

Spennu­þrungið and­rúms­loftPútín og stjórn hans á í vök að verj­ast þessa dag­ana, en hann á fáa banda­menn á hinum alþjóða­póli­tíska sviði. Banda­rísk stjórn­völd hafa hert við­skipta­þving­anir sínar gagn­vart Rússum og Evr­ópu­sam­band­ið, ásamt fleiri ríkj­um, Íslandi þar á með­al, heldur sínum aðgerðum til streitu. Ástæðan er hern­aður Rússa gagn­vart grann­rík­inu Úkra­ínu og það mat helstu þjóð­ar­leið­toga heims­ins, að Pútín sé „óút­reikn­an­leg­ur“ eða „stjórn­laus“ eins og Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, komst að orði. Hætta sé á því að ófriður brjót­ist enn meira út og Rússar linni ekki látum fyrr en þeir hafa fengið það fram sem þeir vilja.

Sam­hliða þessu hefur staða efna­hags­mála í land­inu versn­að. Þar ræður tæp­lega 60 pró­sent verð­fall á olíu á innan við ári, miklu. Rúblan hefur veikst mik­ið, inn­flutn­ings­bann hefur klippt á við­skipta­sam­bönd og landið hefur þannig ein­angr­ast. Tunnan af hrá­olíu (crude oil) hefur fallið úr 110 Banda­ríkja­dölum í um 50 Banda­ríkja­dali, svo dæmi sé nefnt. Þá hefur einnig þrengt að fjár­mála­stofn­unum í Rúss­landi og við því búist, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, að staða á fjár­mála­mörk­uðum í land­inu eigi eftir að versna enn frek­ar. Eins og Ómar Þor­geirs­son greindi frá í ítar­legri frétta­skýr­ingu frá Moskvu, 13. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, þá er vax­andi þrýst­ingur á Pútín og hans menn vegna versn­andi breyt­inga á efna­hagn­um.

Obama og páfinn áttu vinsamlegan fund. Mynd: EPA. Obama og páf­inn áttu vin­sam­legan fund. Mynd: EPA.

Núna er það Sýr­landKast­ljósið í heim­sókn Pútíns bein­ist nú að Sýr­landi. Rússar hafa nú þegar stillt sér upp með stjórn­ar­her Assads for­seta, sem berst við upp­reisn­ar- og öfga­hópa í land­inu. Stríðið í Sýr­landi hefur haft gríð­ar­legar nei­kvæðar afleið­ingar í för með sér fyrir íbúa lands­ins, og leitt til mik­ils straums flótta­manna til nágranna­ríkja og Evr­ópu. Af um 22 millj­óna heildar­í­búa­fjölda er talið að 9,5 milljón lifi við ótta og hættu­legar aðstæður vegna stríðs­ins, og stór hluti þess hóps er á flótta. Um fimm millj­ónir manna eru sagðar á flótta innan landamæra, ýmist undan stjórn­ar­hernum eða upp­reisn­ar- og öfga­hóp­um, sem kenndir eru við Íslam en ættu kannski frekar að vera kenndir beint við ofbeld­is­fulla glæpi. Trú­ar­legur boð­skapur virð­ist ein­hvers staðar víðs fjarri.

Banda­ríkin hafa til þessa verið treg til þess að blanda sér í átökin í Sýr­landi og van­treyst Assad. Þau hafa sagt hann standa í vegi fyrir friði og stríðið sé ekki síður á hans ábyrgð en upp­reisn­ar­hóps­ins, eins og John Kerry utan­rík­is­ráð­herra ítrek­aði í sum­ar, þegar raddir urðu æ hávær­ari um nauð­syn þess að gripið yrði inn í gang mála í Sýr­landi með hern­að­ar­að­gerðum og neyð­ar­að­stoð Banda­ríkja­hers.

Snýst um að verja alþjóða­lög og leita lausnaPútin kom mörgum á óvart þegar hann skrif­aði langa grein í New York Times 11. sept­em­ber 2013, og skýrði hvernig staða mála í Sýr­landi horfði við honum á þeim tíma. Hann var­aði við því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar þving­uðu fram aðgerðir sem gætu leitt til hern­aðar gegn stjórn­ar­hernum frá alþjóð­legum her, og sagði slíkt geta verið eins og eld­spýta í púð­ur­tunnu. Á þessum tveimur árum hefur staðan versnað til muna og ófriður auk­ist til  muna. Ólíkt því sem Pútín ræddi um grein sinni fyrir tveimur árum, þá er traustið milli hans og Obama ekki eins og það var, og jafn­vel ekki fyrir hendi. Við­skipta­þving­anir og vax­andi spenna eru til vitnis um það.

Eftir að Rússar sendu fyrstu her­þot­urnar til Sýr­lands, til þess að aðstoða stjórn­ar­her­inn, í síð­ustu viku, þá virð­ist óhjá­kvæmi­legt að Banda­ríkja­menn og Rússar komi sér saman hvernig fram­haldið skuli vera. Banda­ríkja­menn eru við­var­andi hern­að­ar­að­gerðir í gangi, en þær eru sér­tækar enn sem komið er.

Í ljósi hinnar miklu spennu sem nú er í Aust­ur-­Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­um, þar sem nýtt kalt stríð milli aust­urs og vest­urs hefur verið að teikn­ast upp, þá geta ákvarð­anir stjórnar Pútíns, Sam­ein­uðu þjóð­anna og rík­is­stjórnar Obama, á þessum tíma­punkti, haft mikil áhrif á gang mála. Pútín og Obama hitt­ust síð­ast á fundi 6. jún­í í fyrra, í Par­ís, þegar enda­lokum Seinni heim­styrj­ald­ar­innar var minnst.

Sýrland er stríðshrjáð svæði, og hörmungar stríðs hafa áhrif á daglegt líf íbúa landsins. Mynd: EPA: Sýr­land er stríðs­hrjáð svæði, og hörm­ungar stríðs hafa áhrif á dag­legt líf íbúa lands­ins. Mynd: EPA:

 

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None