Pútín stígur inn á sviðið í Bandaríkjunum - Spennan áþreifanleg

h_51834406-1.jpg
Auglýsing

Vladímir Pútín er á leið til New York í opinberum erindagjörðum, í fyrsta skipti í áratug, og mun funda með Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í tengslum við sjötugasta Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku og einnig Frans Páfa sem hóf sex daga opinbera heimsókn sína til Bandaríkjanna í fyrradag og hélt rakleiðis til fundar við Barack Obama, forseta. Þá munu embættismenn Putíns funda með embættismönnum stjórnvalda í Bandaríkjunum en formlegur fundur með Obama er ekki á dagskrá Pútíns. Þeir hafa  hins vegar mælt sér mót á Allsherjarþinginu og mun eiga stuttan fund, þar sem staða mála í Sýrlandi verður í brennidepli, að því er fram kemur á vef Bloomberg í dag.


Með Pútín í för verður Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, sem þykir til marks um að þessi heimsókn eigi að skilja eftir sig varanleg jákvæð spor í þágu starfs Sameinuðu þjóðanna. Það er ef allt gengur að óskum.

Spennuþrungið andrúmsloft


Pútín og stjórn hans á í vök að verjast þessa dagana, en hann á fáa bandamenn á hinum alþjóðapólitíska sviði. Bandarísk stjórnvöld hafa hert viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum og Evrópusambandið, ásamt fleiri ríkjum, Íslandi þar á meðal, heldur sínum aðgerðum til streitu. Ástæðan er hernaður Rússa gagnvart grannríkinu Úkraínu og það mat helstu þjóðarleiðtoga heimsins, að Pútín sé „óútreiknanlegur“ eða „stjórnlaus“ eins og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, komst að orði. Hætta sé á því að ófriður brjótist enn meira út og Rússar linni ekki látum fyrr en þeir hafa fengið það fram sem þeir vilja.

Auglýsing

Samhliða þessu hefur staða efnahagsmála í landinu versnað. Þar ræður tæplega 60 prósent verðfall á olíu á innan við ári, miklu. Rúblan hefur veikst mikið, innflutningsbann hefur klippt á viðskiptasambönd og landið hefur þannig einangrast. Tunnan af hráolíu (crude oil) hefur fallið úr 110 Bandaríkjadölum í um 50 Bandaríkjadali, svo dæmi sé nefnt. Þá hefur einnig þrengt að fjármálastofnunum í Rússlandi og við því búist, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að staða á fjármálamörkuðum í landinu eigi eftir að versna enn frekar. Eins og Ómar Þorgeirsson greindi frá í ítarlegri fréttaskýringu frá Moskvu, 13. september síðastliðinn, þá er vaxandi þrýstingur á Pútín og hans menn vegna versnandi breytinga á efnahagnum.

Obama og páfinn áttu vinsamlegan fund. Mynd: EPA. Obama og páfinn áttu vinsamlegan fund. Mynd: EPA.

Núna er það Sýrland


Kastljósið í heimsókn Pútíns beinist nú að Sýrlandi. Rússar hafa nú þegar stillt sér upp með stjórnarher Assads forseta, sem berst við uppreisnar- og öfgahópa í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur haft gríðarlegar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa landsins, og leitt til mikils straums flóttamanna til nágrannaríkja og Evrópu. Af um 22 milljóna heildaríbúafjölda er talið að 9,5 milljón lifi við ótta og hættulegar aðstæður vegna stríðsins, og stór hluti þess hóps er á flótta. Um fimm milljónir manna eru sagðar á flótta innan landamæra, ýmist undan stjórnarhernum eða uppreisnar- og öfgahópum, sem kenndir eru við Íslam en ættu kannski frekar að vera kenndir beint við ofbeldisfulla glæpi. Trúarlegur boðskapur virðist einhvers staðar víðs fjarri.

Bandaríkin hafa til þessa verið treg til þess að blanda sér í átökin í Sýrlandi og vantreyst Assad. Þau hafa sagt hann standa í vegi fyrir friði og stríðið sé ekki síður á hans ábyrgð en uppreisnarhópsins, eins og John Kerry utanríkisráðherra ítrekaði í sumar, þegar raddir urðu æ háværari um nauðsyn þess að gripið yrði inn í gang mála í Sýrlandi með hernaðaraðgerðum og neyðaraðstoð Bandaríkjahers.

Snýst um að verja alþjóðalög og leita lausna


Pútin kom mörgum á óvart þegar hann skrifaði langa grein í New York Times 11. september 2013, og skýrði hvernig staða mála í Sýrlandi horfði við honum á þeim tíma. Hann varaði við því að Sameinuðu þjóðirnar þvinguðu fram aðgerðir sem gætu leitt til hernaðar gegn stjórnarhernum frá alþjóðlegum her, og sagði slíkt geta verið eins og eldspýta í púðurtunnu. Á þessum tveimur árum hefur staðan versnað til muna og ófriður aukist til  muna. Ólíkt því sem Pútín ræddi um grein sinni fyrir tveimur árum, þá er traustið milli hans og Obama ekki eins og það var, og jafnvel ekki fyrir hendi. Viðskiptaþvinganir og vaxandi spenna eru til vitnis um það.

Eftir að Rússar sendu fyrstu herþoturnar til Sýrlands, til þess að aðstoða stjórnarherinn, í síðustu viku, þá virðist óhjákvæmilegt að Bandaríkjamenn og Rússar komi sér saman hvernig framhaldið skuli vera. Bandaríkjamenn eru viðvarandi hernaðaraðgerðir í gangi, en þær eru sértækar enn sem komið er.

Í ljósi hinnar miklu spennu sem nú er í Austur-Evrópu og Mið-Austurlöndum, þar sem nýtt kalt stríð milli austurs og vesturs hefur verið að teiknast upp, þá geta ákvarðanir stjórnar Pútíns, Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórnar Obama, á þessum tímapunkti, haft mikil áhrif á gang mála. Pútín og Obama hittust síðast á fundi 6. júní í fyrra, í París, þegar endalokum Seinni heimstyrjaldarinnar var minnst.

Sýrland er stríðshrjáð svæði, og hörmungar stríðs hafa áhrif á daglegt líf íbúa landsins. Mynd: EPA: Sýrland er stríðshrjáð svæði, og hörmungar stríðs hafa áhrif á daglegt líf íbúa landsins. Mynd: EPA:

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None