Pútín stígur inn á sviðið í Bandaríkjunum - Spennan áþreifanleg

h_51834406-1.jpg
Auglýsing

Vladímir Pútín er á leið til New York í opin­berum erinda­gjörð­um, í fyrsta skipti í ára­tug, og mun funda með­ Ban Ki-Moon, aðal­rit­ara Sam­ein­uðu þjóð­anna, í tengslum við sjö­tug­asta Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna í næstu viku og einnig Frans Páfa sem hóf sex daga opin­bera heim­sókn sína til Banda­ríkj­anna í fyrra­dag og hélt rak­leiðis til fundar við Barack Obama, for­seta. Þá munu emb­ætt­is­menn Putíns funda með emb­ætt­is­mönnum stjórn­valda í Banda­ríkj­unum en form­legur fundur með Obama er ekki á dag­skrá Pútíns. Þeir hafa  hins vegar mælt sér mót á Alls­herj­ar­þing­inu og mun eiga stuttan fund, þar sem staða mála í Sýr­landi verður í brennid­epli, að því er fram kemur á vef Bloomberg í dag.Með Pútín í för verður Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra, sem þykir til marks um að þessi heim­sókn eigi að skilja eftir sig var­an­leg jákvæð spor í þágu starfs Sam­ein­uðu þjóð­anna. Það er ef allt gengur að ósk­um.

Auglýsing

Spennu­þrungið and­rúms­loftPútín og stjórn hans á í vök að verj­ast þessa dag­ana, en hann á fáa banda­menn á hinum alþjóða­póli­tíska sviði. Banda­rísk stjórn­völd hafa hert við­skipta­þving­anir sínar gagn­vart Rússum og Evr­ópu­sam­band­ið, ásamt fleiri ríkj­um, Íslandi þar á með­al, heldur sínum aðgerðum til streitu. Ástæðan er hern­aður Rússa gagn­vart grann­rík­inu Úkra­ínu og það mat helstu þjóð­ar­leið­toga heims­ins, að Pútín sé „óút­reikn­an­leg­ur“ eða „stjórn­laus“ eins og Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, komst að orði. Hætta sé á því að ófriður brjót­ist enn meira út og Rússar linni ekki látum fyrr en þeir hafa fengið það fram sem þeir vilja.

Sam­hliða þessu hefur staða efna­hags­mála í land­inu versn­að. Þar ræður tæp­lega 60 pró­sent verð­fall á olíu á innan við ári, miklu. Rúblan hefur veikst mik­ið, inn­flutn­ings­bann hefur klippt á við­skipta­sam­bönd og landið hefur þannig ein­angr­ast. Tunnan af hrá­olíu (crude oil) hefur fallið úr 110 Banda­ríkja­dölum í um 50 Banda­ríkja­dali, svo dæmi sé nefnt. Þá hefur einnig þrengt að fjár­mála­stofn­unum í Rúss­landi og við því búist, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, að staða á fjár­mála­mörk­uðum í land­inu eigi eftir að versna enn frek­ar. Eins og Ómar Þor­geirs­son greindi frá í ítar­legri frétta­skýr­ingu frá Moskvu, 13. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, þá er vax­andi þrýst­ingur á Pútín og hans menn vegna versn­andi breyt­inga á efna­hagn­um.

Obama og páfinn áttu vinsamlegan fund. Mynd: EPA. Obama og páf­inn áttu vin­sam­legan fund. Mynd: EPA.

Núna er það Sýr­landKast­ljósið í heim­sókn Pútíns bein­ist nú að Sýr­landi. Rússar hafa nú þegar stillt sér upp með stjórn­ar­her Assads for­seta, sem berst við upp­reisn­ar- og öfga­hópa í land­inu. Stríðið í Sýr­landi hefur haft gríð­ar­legar nei­kvæðar afleið­ingar í för með sér fyrir íbúa lands­ins, og leitt til mik­ils straums flótta­manna til nágranna­ríkja og Evr­ópu. Af um 22 millj­óna heildar­í­búa­fjölda er talið að 9,5 milljón lifi við ótta og hættu­legar aðstæður vegna stríðs­ins, og stór hluti þess hóps er á flótta. Um fimm millj­ónir manna eru sagðar á flótta innan landamæra, ýmist undan stjórn­ar­hernum eða upp­reisn­ar- og öfga­hóp­um, sem kenndir eru við Íslam en ættu kannski frekar að vera kenndir beint við ofbeld­is­fulla glæpi. Trú­ar­legur boð­skapur virð­ist ein­hvers staðar víðs fjarri.

Banda­ríkin hafa til þessa verið treg til þess að blanda sér í átökin í Sýr­landi og van­treyst Assad. Þau hafa sagt hann standa í vegi fyrir friði og stríðið sé ekki síður á hans ábyrgð en upp­reisn­ar­hóps­ins, eins og John Kerry utan­rík­is­ráð­herra ítrek­aði í sum­ar, þegar raddir urðu æ hávær­ari um nauð­syn þess að gripið yrði inn í gang mála í Sýr­landi með hern­að­ar­að­gerðum og neyð­ar­að­stoð Banda­ríkja­hers.

Snýst um að verja alþjóða­lög og leita lausnaPútin kom mörgum á óvart þegar hann skrif­aði langa grein í New York Times 11. sept­em­ber 2013, og skýrði hvernig staða mála í Sýr­landi horfði við honum á þeim tíma. Hann var­aði við því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar þving­uðu fram aðgerðir sem gætu leitt til hern­aðar gegn stjórn­ar­hernum frá alþjóð­legum her, og sagði slíkt geta verið eins og eld­spýta í púð­ur­tunnu. Á þessum tveimur árum hefur staðan versnað til muna og ófriður auk­ist til  muna. Ólíkt því sem Pútín ræddi um grein sinni fyrir tveimur árum, þá er traustið milli hans og Obama ekki eins og það var, og jafn­vel ekki fyrir hendi. Við­skipta­þving­anir og vax­andi spenna eru til vitnis um það.

Eftir að Rússar sendu fyrstu her­þot­urnar til Sýr­lands, til þess að aðstoða stjórn­ar­her­inn, í síð­ustu viku, þá virð­ist óhjá­kvæmi­legt að Banda­ríkja­menn og Rússar komi sér saman hvernig fram­haldið skuli vera. Banda­ríkja­menn eru við­var­andi hern­að­ar­að­gerðir í gangi, en þær eru sér­tækar enn sem komið er.

Í ljósi hinnar miklu spennu sem nú er í Aust­ur-­Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­um, þar sem nýtt kalt stríð milli aust­urs og vest­urs hefur verið að teikn­ast upp, þá geta ákvarð­anir stjórnar Pútíns, Sam­ein­uðu þjóð­anna og rík­is­stjórnar Obama, á þessum tíma­punkti, haft mikil áhrif á gang mála. Pútín og Obama hitt­ust síð­ast á fundi 6. jún­í í fyrra, í Par­ís, þegar enda­lokum Seinni heim­styrj­ald­ar­innar var minnst.

Sýrland er stríðshrjáð svæði, og hörmungar stríðs hafa áhrif á daglegt líf íbúa landsins. Mynd: EPA: Sýr­land er stríðs­hrjáð svæði, og hörm­ungar stríðs hafa áhrif á dag­legt líf íbúa lands­ins. Mynd: EPA:

 

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None