Vodkinn á undir högg að sækja í Rússlandi - Drykkjan enn mikið vandamál

Ómar Þorgeirsson
vodkinn.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt töl­fræði rúss­nesku hag­stof­unn­ar, Ross­tat, hefur fram­leiðsla á vodka verið í stöðugri lægð í Rúss­landi und­an­farin ár og útlit fyrir að þró­unin stefni áfram niður á við á næst­unni. Ýmsar kenn­ingar eru uppi varð­andi þessa nið­ur­sveiflu vod­kans -  drykkj­ar­ins sem hefur verið eins og rauður þráður í gegnum sögu Rússa síð­ustu ald­irn­ar.

Versn­andi staða Rúss­lands í alþjóða­sam­fé­lag­inu, í kjöl­far inn­limunar Krím­skaga og áfram­hald­andi deilna um mál­efni Ukra­ínu, hefur aug­ljós­lega haft nei­kvæð áhrif á mark­aðs­stöðu vodka fram­leið­anda í Rúss­landi. Nýlegar tölur frá tolla­yf­ir­völdum í Rúss­landi und­ir­strika það, en útflutn­ingur á rúss­neskum vodka féll um fjör­tíu pró­sent á fyrsu sex mán­uðum árs­ins 2015, sam­an­borið við fyrstu sex mán­uð­ina árið 2014. Enn fremur hefur verið bent á hæg­fara þróun á drykkju­menn­ing­unni í Rúss­landi, þar sem Rússar séu nú farnir að drekka meira af bjór og létt­víni, á kostnað vod­kans.

Þá hafa for­varn­ar­að­gerðir rúss­neskra stjórn­valda gegn ofneyslu áfengis einnig haft sitt að segja fyrir vodka fram­leið­endur þar í landi. Aðgerð­irnar hafa til þessa einkum verið í formi skatta­hækk­anna á áfeng­is­fram­leið­end­ur, sem svo skila sér í hækk­andi verði á vodka og öðru áfengi fyrir neyt­end­ur. Á tímum sem almenn­ingur hefur minna á milli hand­anna vegna yfir­stand­andi kreppu getur slík verð­þróun haft afar slæmar afleið­ing­ar, bæði fyrir fram­leið­endur vod­ka, sem og for­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda. Líkt og gerð­ist fyrir um þrjá­tíu árum síðan þegar Mik­haíl Gor­batsjev var við stjórn­vartaumana.

Auglýsing

Mikhaíl Gorbatsjev boðaði herferð gegn ofdrykkju áfengis í Sovétríkjunum í maí árið 1985. Þrátt fyrir harðar aðgerðir og mikinn áróður þá náði herferðin ekki tilskyldum árangri.  Mynd:  Ómar. Mik­haíl Gor­batsjev boð­aði her­ferð gegn ofdrykkju áfengis í Sov­ét­ríkj­unum í maí árið 1985. Þrátt fyrir harðar aðgerðir og mik­inn áróður þá náði her­ferðin ekki til­skyldum árangri. Mynd: Ómar.

Gor­batsjev sagði áfeng­inu stríð á hend­ur Gor­batsjev var ein­ungis búinn að vera aðal­rit­ari Komm­ún­ista­flokks Sov­ét­ríkj­anna í tæpa tvo mán­uði þegar hann kynnti til sög­unnar afar rót­tæka her­ferð gegn ofneyslu áfeng­is. Töl­fræði sem þáver­andi stjórn­völd höfðu látið taka saman sýndi hversu alvar­legt ástandið var orðið í land­inu. Almenn­ingur í Sov­ét­ríkj­unum var þá að drekka nær tvö­falt meira magn af áfengi að með­al­tali á ári heldur en það magn sem Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in, WHO, taldi vera bók­staf­lega lífs­hættu­legt. Á meðal aðgerða sem Gor­batsjev boð­aði voru að draga saman fram­leiðslu rík­is­ins á áfengi um þriðj­ung, en á þeim tíma hafði rík­is­stjórnin ein­ok­un­ar­stöðu á fram­leiðslu og sölu áfengis í Sov­ét­ríkj­un­um. Enn fremur var ákveðið að hækka sölu­verð áfengis um fjórð­ung og tak­marka afgreiðslu­tíma þess í versl­un­um. Þá var lág­marks­aldur til áfeng­is­kaupa hækk­aður úr átján árum upp í tutt­ugu og eitt ár.

Gor­batsjev var með­vit­aður um að með aðgerð­unum væri hann að höggva á einn helsta tekju­stofn rík­is­valds­ins síð­ustu ald­irnar - sem var fram­leiðsla og sala á vodka. Hann útskýrði síðar í end­ur­minn­ingum sín­um, frá árinu 1996, að reiknað hafi verið með tekju­tapi vegna aðgerð­anna. Vonir hafi hins vegar staðið til að aðgerð­irnar myndu stuðla að betri heilsu og auknu vinnu­fram­lagi almenn­ings, sem ættu svo á hinn bóg­inn að vega upp á móti tekju­tap­inu.

Á papp­írnum virt­ust aðgerðir Gor­batsjev vera að skila til­skyldum árangri. Sala á áfengi í Sov­ét­ríkj­unum dróst saman um rúm fimm­tíu pró­sent frá árinu 1985 til árs­ins 1988 og mæl­an­leg með­al­neysla almenn­ings á sterku áfengi snar­lækk­aði frá ári til árs. Töl­fræði getur hins vegar verið vill­andi og í þessu til­felli gaf hún ekki rétta mynd af þeirri þróun sem var að eiga sér stað. Það var ekki nóg með að aðgerð­irnar sem slíkar hafi skapað Gor­batsjev gríð­ar­legar óvin­sældir í heima­land­inu, heldur ýttu þær einnig undir óhemju mikla fjölgun á heima­bruggi á sterku áfengi á meðal almenn­ings. Aðgerð­irnar misstu þannig marks og rík­is­valdið varð á sama tíma af háum fjár­munum í formi áfeng­is­sölu. Hinn almenni borg­ari í Sov­ét­ríkj­unum var því ekki endi­lega að drekka minna af áfengi - heldur var hann að drekka minna af „lög­legu” áfengi.

Heimabruggaður landi eða “samogon” er vinsæll drykkur í Rússlandi. Þess ber að geta að einnig er hægt að kaupa drykk undir vörumerkinu samogon, en hann er vitanlega löglega bruggaður og vottaður af áfengiseftirlitinu. Á áletruninni á flöskuhálsinum stendur: “Þetta er ekki vodki! Prófaðu!”. Mynd: Ómar. Heima­brugg­aður landi eða “sam­ogon” er vin­sæll drykkur í Rúss­landi. Þess ber að geta að einnig er hægt að kaupa drykk undir vöru­merk­inu sam­ogon, en hann er vit­an­lega lög­lega brugg­aður og vott­aður af áfeng­is­eft­ir­lit­inu. Á áletr­un­inni á flösku­háls­inum stend­ur: “Þetta er ekki vod­ki! Próf­að­u!”. Mynd: Ómar.

Sam­ogon stelur sen­unni af vodkaÍ gegnum tíð­ina hefur afar sterk hefð mynd­ast hjá Rússum fyrir heima­bruggi eða “landa”. Í Rúss­landi er heima­bruggið kallað “sam­ogon” en áætlað er að um 250 milljón lítrar af ýmsum afbrigðum af drykknum séu fram­leiddir á ári, bæði til einka­neyslu og ólög­mætrar sölu. Þannig hefur einnig sala á bún­aði til heima­brugg­unar fimm­fald­ast á síð­ustu árum. Ekki endi­lega vegna krepp­unn­ar, heldur vegna þess að heima­bruggun er nú aftur komin í tísku, sam­kvæmt rúss­neska dag­blað­inu Rossi­yskaya Gazeta.

Á meðan sala á dýr­ustu teg­undum vodka ýmist stendur í stað eða aukast má lík­lega rekja nið­ur­sveiflu ódýr­ustu vodka teg­und­anna að mestu leyti til sam­keppn­innar við sam­ogon. Sam­kvæmt dag­blað­inu RBC í Rúss­landi er sam­ogon allt að fjórum sinnum ódýr­ari en allra ódýr­ustu lög­legu vodka teg­undir sem fáan­legar eru á mark­aðn­um. Dag­blaðið heldur því jafn­framt fram að ólög­legi mark­að­ur­inn, sam­ogon og ólög­lega inn­fluttur vod­ki, sé þegar orð­inn stærri en lög­legi vodka mark­að­ur­inn í Rúss­landi.

Vadím Drobiz, sér­fræð­ingur á sviði mark­aðs­setn­ingar á áfengi í Rúss­landi, telur að vegna þess að verð á lög­legum vodka hafi rokið upp síð­ustu miss­eri sé sam­ogon nú að styrkja stöðu sína enn frekar á mark­aðn­um. Þá sér­stak­lega utan stór­borg­anna. “Ef þessi þróun heldur áfram þá sé ég fyrir mér að hægt verði að loka fyrir lög­lega sölu á vodka í dreifð­ari byggðum Rúss­lands. Á bil­inu 20 til 30 millj­ónir Rússa munu ein­ungis drekka heima­brugg á næstu árum,“ sagði Drobiz í sam­tali við rúss­neska dag­blaðið Pravda.

Háleit markmið rússneskra stjórnvaldaVla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hefur ítrekað mik­il­vægi þess að draga lær­dóm af bar­áttu Gor­batsjev við ofneyslu áfengis fyrir þrjá­tíu árum síð­an. Pútín varði þannig ákvörðun sína að frysta verð á vodka í lok árs 2014 með þeim rökum að hin sífellda hækkun verðs á vodka myndi óhjá­kvæmi­lega ýta undir heima­bruggun og sölu á ólög­legu áfengi. Ekki eru þó allir sann­færðir um að rúss­nesk stjórn­völd séu að gera nóg í bar­átt­unni og að aðgerð­irnar séu hingað til meira í orði en á borði.

Mark Lawrence Schrad, höf­undur bók­ar­innar Vodka Polit­ics sem kom út árið 2014, er á meðal þeirra sem harð­lega gagn­rýna núver­andi stjórn­völd í Rúss­landi fyrir aðgerð­ar­leysi í bar­átt­unni gegn ofdrykkju áfeng­is. Schrad vill meina að Pútín og for­sæt­is­ráð­herr­ann Dimítrí Med­vedev kasti fram stórum orðum þegar við á, en að gjörðir fylgi sjaldan fögrum fyr­ir­heit­um. Rúss­nesk stjórn­völd nái ein­fald­lega ekki að fylgja eftir eigin lög­gjöf. Þess vegna flæði ólög­legt áfengi um mark­að­inn í Rúss­landi og þess vegna sé heil­brigð­is­kerfið ekki reiðu­búið að aðstoða alla þá sem eigi við áfeng­is­vanda­mál að stríða í land­inu. Schrad vill meina að stjórn­völd ein­blíni of mikið á fjár­hags­legt öryggi þjóð­ar­bús­ins í stað þess að hafa áhyggjur af heilsu almenn­ings í Rúss­landi.

Á meðal yfir­lýstra mark­miða stjórn­valda í bar­átt­unni er að minnka meðal alkó­hól­neyslu Rússa um helm­ing fyrir árið 2020, en sam­kvæmt skýrslu Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar frá 2014 var Rúss­land í fjórða sæti yfir drykk­feld­ustu þjóðir heims. Enn fremur ætla stjórn­völd að stuðla að hækkun meðal lífald­urs í Rúss­landi í sjö­tíu og fimm ár fyrir árið 2025, en Rússar hafa til þessa ekki þótt standa fram­ar­lega í lýð­heilsu­m­ál­um. Þá hefur áfeng­is­eft­ir­lit rík­is­ins boðað að stór for­varn­ar­her­ferð muni hefj­ast seinna á þessu ári. Her­ferðin mun ein­blína á að upp­lýsa ungt fólk um skað­semi ofneyslu áfeng­is.

Hasar­mynda­hetja og bar­daga­kappi berj­ist gegn „búsiHug­myndir eru uppi um að hasar­mynda­hetjan Steven Seagal og hnefa­leika­kapp­inn Roy Jones Jr. verði fengnir til þess að vera and­lit nýju for­varn­ar­her­ferð­ar­inn­ar, ef marka má nýlega frétt í rúss­neska dag­blað­inu Izvestia. Banda­ríkja­menn­irnir Seagal og Jones Jr. eru báðir sagðir vin­sælir á meðal yngri kyn­slóð­ar­innar í Rúss­landi ásamt því að vera þekktir fyrir að vera hlið­hollir Rúss­landi og þá sér­stak­lega Rúss­lands­for­seta.

Pútín Rússlandsforseti og kvikmyndaleikarinn Steven Seagal eru miklir vinir en Seagal hefur lýst því yfir í rússneskum fjölmiðlum að hann vilji hjálpa Rússum í baráttunni gegn ofneyslu áfengis. Mynd: EPA. Pútín Rúss­lands­for­seti og kvik­mynda­leik­ar­inn Steven Seagal eru miklir vinir en Seagal hefur lýst því yfir í rúss­neskum fjöl­miðlum að hann vilji hjálpa Rússum í bar­átt­unni gegn ofneyslu áfeng­is. Mynd: EPA.

Vin­átta Seagal og Pútín hefur raunar staðið í mörg ár en báðir voru þeir við­staddir við­skipta­ráð­stefnu í Vla­di­vostok í Rúss­landi í byrjun sept­em­ber. Aðspurður á ráð­stefn­unni kvaðst Seagal gjarnan vilja leggja hönd á plóg í her­ferð Rússa gegn ofneyslu áfeng­is, sam­kvæmt frétt Izvestia. Hvað varðar tengsl Jones Jr. við Rúss­land þá greindi opin­ber heima­síða Kremlar frá því um þar síð­ustu helgi að Pútín hefði ákveðið að veita Jones Jr. flýti­með­ferð til að öðl­ast rúss­neskan rík­is­borg­ara­rétt, gegn því að hnefa­leika­kapp­inn myndi leggja sitt af mörkum til rúss­nesks sam­fé­lags. Hvort að kraftar Jones Jr. verði svo nýttir til for­varn­ar­starf­semi skýrist vænt­an­lega fljót­lega.

Hvernig sem því líður þá er alla vega ljóst að mörg spjót standa að fram­leið­endum vodka í Rúss­landi og margir sam­verk­andi þættir sem skýra minnk­andi vægi drykkj­ar­ins, sem eitt sinn var þar allt í öllu.

Höf­undur er sagn­fræð­ingur og mark­aðs­fræð­ing­ur, búsettur í Moskvu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None