Þingmenn VG oftast í þáttum RÚV

Þingmenn VG hafa oftast komið fram af öllum þingmönnum í sjónvarps- og útvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018. Ef miðað er við fylgi flokka í síðustu kosningum hefur sá flokkur fengið mest vægi, á meðan mest hefur hallað á Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur komið 102 sinnum fram í sjónvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur komið 102 sinnum fram í sjónvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018.
Auglýsing

Alls hafa 28 pró­sent allra þing­manna sem hafa verið við­mæl­endur í sjón­varps- og útvarps­þáttum RÚV frá árinu 2018 verið frá VG. Það er tölu­vert hærra hlut­fall en fylgi flokks­ins í alþing­is­kosn­ing­unum 2017, en til sam­an­burðar var hlut­deild Sjálf­stæð­is­manna og Mið­flokks­manna í þáttum RÚV tölu­vert minna en fylgi þeirra í síð­ustu kosn­ing­um.

Meira en þús­und heim­sóknir

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, lagði fram fyr­ir­spurn til mennta­mála­ráð­herra nöfn stjórn­mála­mann­anna sem hafa komið fram sem við­mæl­endur í útvarps- og sjón­varps­þáttum Rík­is­út­varps­ins í byrjun febr­ú­ar­mán­að­ar. Þar spurði hún einnig hversu oft hver stjórn­mála­maður hafi komið fram og hversu langan tíma hann hafi feng­ið.

Í gær birti mennta­mála­ráð­herra svo svar við þeirri fyr­ir­spurn, þar sem heim­sóknir allra þing­manna í þáttum RÚV á árunum 2018, 2019 og 2020 voru tald­ar, auk heim­sókna í jan­úar á þessu ári. Ráð­herra taldi einnig saman fjölda frétta hjá RÚV þar sem nafn alþing­is­manna kemur fram á þessu tíma­bili. Taln­ingin end­ur­speglar þó ekki fjölda eig­in­legra heim­sókna, þar sem hún telur einnig með end­ur­sýn­ingar og end­ur­flutn­ing á gömlu efni.

Auglýsing

Sam­kvæmt svari ráð­herra hafa alþing­is­menn mætt sem álits­gjafar í sjón­varps- og útvarps­þáttum RÚV alls 1.198 sinnum á þessu tíma­bili. Í fyrra voru þær 402 tals­ins, en árið 2019 voru þær 366 og árið 2018 voru þær 400. Í jan­úar voru svo 30 heim­sóknir skráð­ar.

VG efst, Flokkur fólks­ins neðst

Af öllum alþing­is­flokk­unum komu þing­menn úr flokki Ingu Sæland sjaldn­ast fram í þáttum RÚV. Þar hefur Inga sjálf komið fram níu sinnum í sjón­varps­þáttum stöðv­ar­innar og átta sinnum í útvarps­þáttum síðan árið 2018. Hinn þing­maður flokks­ins, Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, hefur svo aðeins komið fram einu sinni í sjón­varps­þætti og einu sinni í útvarps­þætti á tíma­bil­inu. Sam­tals voru því heim­sóknir þing­manna flokks­ins 19.

Þing­menn VG hafa hins vegar komið oft­ast fyrir í sjón­varps- og útvarps­þáttum RÚV. Frá árs­byrjun 2018 og út síð­ast­lið­inn jan­ú­ar­mánuð hafa heim­sóknir þing­manna flokks­ins hjá Rík­is­út­varp­inu sam­tals verið 331, eða um það bil 17 sinnum fleiri en hjá Flokki fólks­ins. Á meðal þeirra hefur Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra verið lang­vin­sælu­st, en hún kom 57 sinnum fyrir í útvarps­þáttum og 102 sinnum fyrir í sjón­varps­þáttum á tíma­bil­inu.

Hallar á hægri­flokka

Þar sem stærri stjórn­mála­flokkar hafa fleiri full­trúa á alþingi er hlut­deild þeirra í útvarps- og sjón­varps­þáttum RÚV alla jafna meiri en minni flokka. Til að mynda eru þrír stærstu stjórn­mála­flokk­arnir á alþingi - Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Sam­fylk­ingin og VG - einnig þeir þrír flokkar sem hafa haft þing­menn sína oft­ast í þáttum Rík­is­út­varps­ins. Sam­an­burð­inn má sjá á mynd hér að neð­an.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Alþingi.

Ef fylgi flokka í síð­ustu alþing­is­kosn­ingum er borið saman við hlut­deild þeirra í þáttum RÚV sést hins vegar að sumir flokkar hafa fengið meiri umfjöllun en aðr­ir, þrátt fyrir að tekið sé til­lit til stærðar þeirra. Mesta mis­ræmið milli fylgi og fjölda heim­sókna er hjá VG, þar sem hlut­fall heim­sókna þing­manna flokks­ins er mun hærra en fylgi þess í síð­ustu kosn­ing­um. Einnig er hlut­deild heim­sókna þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar hærri en fylgi henn­ar, líkt og myndin að ofan sýn­ir.

Aftur á móti hefur hlut­deild heim­sókna á meðal þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins verið mun minni en fylgi hans, en 18 pró­sent stjórn­mála­manna sem birt­ust í þáttum RÚV voru frá flokkn­um, sem fékk 25 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. Einnig hallar þessi sam­an­burður á Mið­flokk­inn, þar sem þing­menn hans voru á bak við 6 pró­sent heim­sókna í sjón­varps- og útvarps­þáttum stöðv­ar­inn­ar, þrátt fyrir að flokk­ur­inn hafi fengið tæp­lega 11 pró­sent atkvæða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar