Þingmenn VG oftast í þáttum RÚV

Þingmenn VG hafa oftast komið fram af öllum þingmönnum í sjónvarps- og útvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018. Ef miðað er við fylgi flokka í síðustu kosningum hefur sá flokkur fengið mest vægi, á meðan mest hefur hallað á Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur komið 102 sinnum fram í sjónvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur komið 102 sinnum fram í sjónvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018.
Auglýsing

Alls hafa 28 prósent allra þingmanna sem hafa verið viðmælendur í sjónvarps- og útvarpsþáttum RÚV frá árinu 2018 verið frá VG. Það er töluvert hærra hlutfall en fylgi flokksins í alþingiskosningunum 2017, en til samanburðar var hlutdeild Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna í þáttum RÚV töluvert minna en fylgi þeirra í síðustu kosningum.

Meira en þúsund heimsóknir

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði fram fyrirspurn til menntamálaráðherra nöfn stjórnmálamannanna sem hafa komið fram sem viðmælendur í útvarps- og sjónvarpsþáttum Ríkisútvarpsins í byrjun febrúarmánaðar. Þar spurði hún einnig hversu oft hver stjórnmálamaður hafi komið fram og hversu langan tíma hann hafi fengið.

Í gær birti menntamálaráðherra svo svar við þeirri fyrirspurn, þar sem heimsóknir allra þingmanna í þáttum RÚV á árunum 2018, 2019 og 2020 voru taldar, auk heimsókna í janúar á þessu ári. Ráðherra taldi einnig saman fjölda frétta hjá RÚV þar sem nafn alþingismanna kemur fram á þessu tímabili. Talningin endurspeglar þó ekki fjölda eiginlegra heimsókna, þar sem hún telur einnig með endursýningar og endurflutning á gömlu efni.

Auglýsing

Samkvæmt svari ráðherra hafa alþingismenn mætt sem álitsgjafar í sjónvarps- og útvarpsþáttum RÚV alls 1.198 sinnum á þessu tímabili. Í fyrra voru þær 402 talsins, en árið 2019 voru þær 366 og árið 2018 voru þær 400. Í janúar voru svo 30 heimsóknir skráðar.

VG efst, Flokkur fólksins neðst

Af öllum alþingisflokkunum komu þingmenn úr flokki Ingu Sæland sjaldnast fram í þáttum RÚV. Þar hefur Inga sjálf komið fram níu sinnum í sjónvarpsþáttum stöðvarinnar og átta sinnum í útvarpsþáttum síðan árið 2018. Hinn þingmaður flokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, hefur svo aðeins komið fram einu sinni í sjónvarpsþætti og einu sinni í útvarpsþætti á tímabilinu. Samtals voru því heimsóknir þingmanna flokksins 19.

Þingmenn VG hafa hins vegar komið oftast fyrir í sjónvarps- og útvarpsþáttum RÚV. Frá ársbyrjun 2018 og út síðastliðinn janúarmánuð hafa heimsóknir þingmanna flokksins hjá Ríkisútvarpinu samtals verið 331, eða um það bil 17 sinnum fleiri en hjá Flokki fólksins. Á meðal þeirra hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið langvinsælust, en hún kom 57 sinnum fyrir í útvarpsþáttum og 102 sinnum fyrir í sjónvarpsþáttum á tímabilinu.

Hallar á hægriflokka

Þar sem stærri stjórnmálaflokkar hafa fleiri fulltrúa á alþingi er hlutdeild þeirra í útvarps- og sjónvarpsþáttum RÚV alla jafna meiri en minni flokka. Til að mynda eru þrír stærstu stjórnmálaflokkarnir á alþingi - Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og VG - einnig þeir þrír flokkar sem hafa haft þingmenn sína oftast í þáttum Ríkisútvarpsins. Samanburðinn má sjá á mynd hér að neðan.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Alþingi.

Ef fylgi flokka í síðustu alþingiskosningum er borið saman við hlutdeild þeirra í þáttum RÚV sést hins vegar að sumir flokkar hafa fengið meiri umfjöllun en aðrir, þrátt fyrir að tekið sé tillit til stærðar þeirra. Mesta misræmið milli fylgi og fjölda heimsókna er hjá VG, þar sem hlutfall heimsókna þingmanna flokksins er mun hærra en fylgi þess í síðustu kosningum. Einnig er hlutdeild heimsókna þingmanna Samfylkingarinnar hærri en fylgi hennar, líkt og myndin að ofan sýnir.

Aftur á móti hefur hlutdeild heimsókna á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins verið mun minni en fylgi hans, en 18 prósent stjórnmálamanna sem birtust í þáttum RÚV voru frá flokknum, sem fékk 25 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Einnig hallar þessi samanburður á Miðflokkinn, þar sem þingmenn hans voru á bak við 6 prósent heimsókna í sjónvarps- og útvarpsþáttum stöðvarinnar, þrátt fyrir að flokkurinn hafi fengið tæplega 11 prósent atkvæða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar