Þrældómur

Það er fátt fallegra og girnilegra en nýtínd jarðarber. Á sumrin fyllast útimarkaðir og hillur verslana af þessum skærrauðu og glansandi berjum. Það er hinsvegar enginn glans yfir vinnuaðstæðum margra þeirra sem vinna við tínsluna.

Rauða gullið eru jarðarberin stundum kölluð á Spáni þar sem framleiðslan er mjög umfangsmikil.
Rauða gullið eru jarðarberin stundum kölluð á Spáni þar sem framleiðslan er mjög umfangsmikil.
Auglýsing

Danir eru mikil „jarð­ar­berja­þjóð". Stundum er í gríni sagt að þeir elski jarð­ar­berin vegna þess að lit­ur­inn sé eins og höf­uð­litur danska fán­ans. Sjálfir rækta Danir tals­vert af jarð­ar­berjum en þau eru ein­ungis í boði hluta árs­ins. Neysla Dana á jarð­ar­berjum hefur marg­fald­ast á nokkrum árum. Árlega eru því flutt inn hund­ruð tonna af jarð­ar­berj­um, einkum frá Spáni. Spánn er lang stærsti fram­leið­andi jarð­ar­berja í Evr­ópu, ein­ungis tvö lönd í heim­inum eru stærri á þessu sviði, Banda­ríkin og Tyrk­land. Spán­verja fram­leiða um 300 þús­und tonn af jarð­ar­berj­um. Stærstur hluti fram­leiðsl­unnar fer fram í Huelva hér­aði í Andalús­íu. Til að sinna þess­ari fram­leiðslu þarf margt fólk en um það bil 45 þús­und manns vinna að jafn­aði við fram­leiðsl­una, yfir sum­ar­mán­uð­ina. Sjálf tínslan er mann­frek­ust því þar er ekki hægt að koma við vél­um.

Konur frá Rúm­eníu og Marokkó

Lang stærstur hluti þeirra sem sinna berja­tínsl­unni eru kon­ur, margar þeirra frá Rúm­eníu og Marokkó. Í þessum tveim löndum er mikið atvinnu­leysi, ekki síst meðal kvenna. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um fjölda þeirra erlendu kvenna sem vinna við jarð­ar­berja­fram­leiðsl­una á Spáni. Í heima­lönd­unum er litla vinnu að fá og kaupið lágt og þess vegna freist­andi að leita út fyrir land­stein­ana. Fyrir all­mörgum árum gerðu spænsk og marokkósk stjórn­völd með sér sam­komu­lag. Það gekk í stuttu máli út að konur frá Marokkó fengju tíma­bundið atvinnu­leyfi á Spáni, en ekki lang­tíma­dval­ar­leyfi. Í þessu sam­komu­lagi var gert ráð fyrir að fylgt yrði spænskri vinnu­lög­gjöf.

Auglýsing

Um 20 þús­und marokkóskar konur eru núna við störf á spænsku jarð­ar­berja­ökrun­um. Í sam­komu­lag­inu er enn­fremur tekið fram að kon­urnar sem ráðnar verði í tínsl­una á Spáni skuli eiga börn yngri en 14 ára. Með þessu vilja spænsk yfir­völd tryggja að kon­urnar snúi heim, eftir að tínslu­tíma­bil­inu lýkur en íleng­ist ekki á Spáni.

Orðrómur um slæman aðbúnað

Á und­an­förnum árum hafa af og til birst, í dönskum fjöl­miðl­um, fréttir af slæmum aðbún­aði berja­tínslu­kvenna á Spáni. Launin væru lág, hús­næði lélegt, hrein­læt­is­að­staða ófull­nægj­andi og vinnu­tím­inn langur ásamt óhóf­legum kröfum um afköst.

Hinn ljósblái litur á loftmyndinni eru tugþúsundir gróðurhúsa sem í eru ræktuð jarðarber í Almería á Spáni. Mynd: NASA

Danska rann­sókn­ar­stofn­unin Danwatch sendi fyrir skömmu blaða­mann til að kanna aðstæður hjá nokkrum stórum jarð­ar­berja­fram­leið­endum Í Huelva hér­aði á Spáni. Hann dvaldi á svæð­inu í tíu daga og tók, með mik­illi leynd, við­töl við margar konur sem allar vinna við berja­tínslu. Blaða­mann­inum tókst líka að taka myndir í húsum sem kon­urnar búa í. Orðróm­ur­inn um slæman aðbúnað reynd­ist á rökum reistur og blaða­mað­ur­inn sagði frá­sagnir kvenn­anna í eitt og allt lýsa ömur­legum og algjör­lega óboð­legum aðstæð­um. „Ef ein­hver hefði lýst þessu fyrir mér hefði ég ekki trúað því."

Sjö til tíu tíma vinnu­dagur og búið í hreysum

Sam­kvæmt ráðn­ing­ar­samn­ingum er gert ráð fyrir að vinnu­dag­ur­inn sé sjö klukku­stund­ir, þar af ólaun­aður hálf­tími í mat. Vinnu­dag­ur­inn er hins vegar oft lengri, fer þó sjaldan yfir tíu tíma. Á einum vinnu­stað, sem blaða­maður Danwatch heim­sótti, sögðu kon­urnar að þær mættu ekki fara á sal­erni nema í mat­ar­tím­an­um. Ef við þurfum að létta á okkur og til okkar sést er okkur refs­að, með því fá ekki að vinna í tvo til þrjá daga, og fáum þarafleið­andi ekki laun. Á einum vinnu­stað var ekk­ert renn­andi vatn í sal­ernum en vinnu­veit­and­inn neit­aði kon­unum um hand­spritt, það gæti borist í ber­in.

Kona að störfum á jarðarberjaakri á Spáni.

Víð­ast hvar eru búgarð­arnir á svæðum þar sem langt er í næsta þorp eða bæ og litlar eða engar almenn­ings­sam­göng­ur. Ein kona sagði blaða­mann­inum frá því að hún hefði veikst og þurfti nauð­syn­lega að kom­ast til lækn­is. Eig­and­inn krafði kon­una um greiðslu sem nam hálfum dag­launum fyrir akst­ur­inn.­Laun berja­tínslu­kvenn­anna nema um 40 evrum á dag (tæpum 6 þús­und íslenskum) og þær þurfa sjálfar að borga mat­inn og húsa­leigu fyrir kofa sem þær búa í, fimm eða sex sam­an.

Blaða­maður Danwatch sagð­ist, í við­tali við dag­blaðið Politi­ken, hafa séð ýmis­legt um dag­ana en sér hefði brugðið þegar hann sá kofa­hreysin sem kon­unum var gert að búa í.

Auglýsing

Mis­notkun og hót­anir

Kon­urnar sem blaða­maður Danwatch ræddi við höfðu miður fal­legar sögur að segja af mörgum yfir­mönn­unum (allt karl­ar) á búgörð­un­um. Þær sögðu að yfir­menn­irnir veldu úr þær konur sem þeim lit­ist vel á og krefðu þær um kyn­líf. Ef kon­urnar neit­uðu var þeim hótað öllu illu, jafn­vel brott­rekstri. Blaða­mað­ur­inn hitti Ang­els Escrivá pró­fessor við háskól­ann í Huel­va, sem stað­festi frá­sagnir kvenn­anna. Hún sagði líka athygl­is­vert að eig­endur búgarð­anna vildu ekki ráða karl­menn. Þegar blaða­maður spurði eig­anda eins búgarð­anna af hverju engir karl­menn væru við tínsl­una var svarið að kon­urnar væru miklu flinkari og hand­nett­ari, eins og það var orð­að. Þar að auki væru karlar frekar með leið­indi, vildu gjarna fara að stofna stétt­ar­fé­lög og krefj­ast rétt­inda. Ang­els Escrivá pró­fessor gaf ekki mikið fyrir þær skýr­ingar að kon­urnar væru hand­nett­ari og flinkari við tínsl­una. Full­yrti að ástæð­urnar væru þær sem konurnar hefðu til­greint.

Spænsku jarð­ar­berin í Dan­mörku

Stóru versl­ana­keðj­urnar í Dan­mörku hafa öll keypt jarð­ar­ber frá fram­leið­endum í Huelva hér­aði. Starfs­fólk Danwatch rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar lagði skýrslu sem unnin var eftir ferð blaða­manns stof­un­ar­innar fyrir for­svars­menn þess­ara fyr­ir­tækja. Nokkur þeirra hafa hætt, að minnsta kosti tíma­bund­ið, við­skiptum við jarð­ar­berja­fram­leið­endur í Huelva hér­aði. Í við­tölum við starfs­fólk Danwatch sögðu full­trúar dönsku versl­an­anna að sífellt meiri athygli beind­ist nú að upp­runa þess varn­ings sem seldur væri í versl­un­um, og hvort þeir sem ynnu við fram­leiðslu nytu umsam­inna og lög­bund­inna rétt­inda. En sögðu jafn­framt að í þessum efnum væri mikið verk óunn­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar