Þrældómur

Það er fátt fallegra og girnilegra en nýtínd jarðarber. Á sumrin fyllast útimarkaðir og hillur verslana af þessum skærrauðu og glansandi berjum. Það er hinsvegar enginn glans yfir vinnuaðstæðum margra þeirra sem vinna við tínsluna.

Rauða gullið eru jarðarberin stundum kölluð á Spáni þar sem framleiðslan er mjög umfangsmikil.
Rauða gullið eru jarðarberin stundum kölluð á Spáni þar sem framleiðslan er mjög umfangsmikil.
Auglýsing

Danir eru mikil „jarðarberjaþjóð". Stundum er í gríni sagt að þeir elski jarðarberin vegna þess að liturinn sé eins og höfuðlitur danska fánans. Sjálfir rækta Danir talsvert af jarðarberjum en þau eru einungis í boði hluta ársins. Neysla Dana á jarðarberjum hefur margfaldast á nokkrum árum. Árlega eru því flutt inn hundruð tonna af jarðarberjum, einkum frá Spáni. Spánn er lang stærsti framleiðandi jarðarberja í Evrópu, einungis tvö lönd í heiminum eru stærri á þessu sviði, Bandaríkin og Tyrkland. Spánverja framleiða um 300 þúsund tonn af jarðarberjum. Stærstur hluti framleiðslunnar fer fram í Huelva héraði í Andalúsíu. Til að sinna þessari framleiðslu þarf margt fólk en um það bil 45 þúsund manns vinna að jafnaði við framleiðsluna, yfir sumarmánuðina. Sjálf tínslan er mannfrekust því þar er ekki hægt að koma við vélum.

Konur frá Rúmeníu og Marokkó

Lang stærstur hluti þeirra sem sinna berjatínslunni eru konur, margar þeirra frá Rúmeníu og Marokkó. Í þessum tveim löndum er mikið atvinnuleysi, ekki síst meðal kvenna. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um fjölda þeirra erlendu kvenna sem vinna við jarðarberjaframleiðsluna á Spáni. Í heimalöndunum er litla vinnu að fá og kaupið lágt og þess vegna freistandi að leita út fyrir landsteinana. Fyrir allmörgum árum gerðu spænsk og marokkósk stjórnvöld með sér samkomulag. Það gekk í stuttu máli út að konur frá Marokkó fengju tímabundið atvinnuleyfi á Spáni, en ekki langtímadvalarleyfi. Í þessu samkomulagi var gert ráð fyrir að fylgt yrði spænskri vinnulöggjöf.

Auglýsing

Um 20 þúsund marokkóskar konur eru núna við störf á spænsku jarðarberjaökrunum. Í samkomulaginu er ennfremur tekið fram að konurnar sem ráðnar verði í tínsluna á Spáni skuli eiga börn yngri en 14 ára. Með þessu vilja spænsk yfirvöld tryggja að konurnar snúi heim, eftir að tínslutímabilinu lýkur en ílengist ekki á Spáni.

Orðrómur um slæman aðbúnað

Á undanförnum árum hafa af og til birst, í dönskum fjölmiðlum, fréttir af slæmum aðbúnaði berjatínslukvenna á Spáni. Launin væru lág, húsnæði lélegt, hreinlætisaðstaða ófullnægjandi og vinnutíminn langur ásamt óhóflegum kröfum um afköst.

Hinn ljósblái litur á loftmyndinni eru tugþúsundir gróðurhúsa sem í eru ræktuð jarðarber í Almería á Spáni. Mynd: NASA

Danska rannsóknarstofnunin Danwatch sendi fyrir skömmu blaðamann til að kanna aðstæður hjá nokkrum stórum jarðarberjaframleiðendum Í Huelva héraði á Spáni. Hann dvaldi á svæðinu í tíu daga og tók, með mikilli leynd, viðtöl við margar konur sem allar vinna við berjatínslu. Blaðamanninum tókst líka að taka myndir í húsum sem konurnar búa í. Orðrómurinn um slæman aðbúnað reyndist á rökum reistur og blaðamaðurinn sagði frásagnir kvennanna í eitt og allt lýsa ömurlegum og algjörlega óboðlegum aðstæðum. „Ef einhver hefði lýst þessu fyrir mér hefði ég ekki trúað því."

Sjö til tíu tíma vinnudagur og búið í hreysum

Samkvæmt ráðningarsamningum er gert ráð fyrir að vinnudagurinn sé sjö klukkustundir, þar af ólaunaður hálftími í mat. Vinnudagurinn er hins vegar oft lengri, fer þó sjaldan yfir tíu tíma. Á einum vinnustað, sem blaðamaður Danwatch heimsótti, sögðu konurnar að þær mættu ekki fara á salerni nema í matartímanum. Ef við þurfum að létta á okkur og til okkar sést er okkur refsað, með því fá ekki að vinna í tvo til þrjá daga, og fáum þarafleiðandi ekki laun. Á einum vinnustað var ekkert rennandi vatn í salernum en vinnuveitandinn neitaði konunum um handspritt, það gæti borist í berin.

Kona að störfum á jarðarberjaakri á Spáni.

Víðast hvar eru búgarðarnir á svæðum þar sem langt er í næsta þorp eða bæ og litlar eða engar almenningssamgöngur. Ein kona sagði blaðamanninum frá því að hún hefði veikst og þurfti nauðsynlega að komast til læknis. Eigandinn krafði konuna um greiðslu sem nam hálfum daglaunum fyrir aksturinn.Laun berjatínslukvennanna nema um 40 evrum á dag (tæpum 6 þúsund íslenskum) og þær þurfa sjálfar að borga matinn og húsaleigu fyrir kofa sem þær búa í, fimm eða sex saman.

Blaðamaður Danwatch sagðist, í viðtali við dagblaðið Politiken, hafa séð ýmislegt um dagana en sér hefði brugðið þegar hann sá kofahreysin sem konunum var gert að búa í.

Auglýsing

Misnotkun og hótanir

Konurnar sem blaðamaður Danwatch ræddi við höfðu miður fallegar sögur að segja af mörgum yfirmönnunum (allt karlar) á búgörðunum. Þær sögðu að yfirmennirnir veldu úr þær konur sem þeim litist vel á og krefðu þær um kynlíf. Ef konurnar neituðu var þeim hótað öllu illu, jafnvel brottrekstri. Blaðamaðurinn hitti Angels Escrivá prófessor við háskólann í Huelva, sem staðfesti frásagnir kvennanna. Hún sagði líka athyglisvert að eigendur búgarðanna vildu ekki ráða karlmenn. Þegar blaðamaður spurði eiganda eins búgarðanna af hverju engir karlmenn væru við tínsluna var svarið að konurnar væru miklu flinkari og handnettari, eins og það var orðað. Þar að auki væru karlar frekar með leiðindi, vildu gjarna fara að stofna stéttarfélög og krefjast réttinda. Angels Escrivá prófessor gaf ekki mikið fyrir þær skýringar að konurnar væru handnettari og flinkari við tínsluna. Fullyrti að ástæðurnar væru þær sem konurnar hefðu tilgreint.

Spænsku jarðarberin í Danmörku

Stóru verslanakeðjurnar í Danmörku hafa öll keypt jarðarber frá framleiðendum í Huelva héraði. Starfsfólk Danwatch rannsóknarstofnunarinnar lagði skýrslu sem unnin var eftir ferð blaðamanns stofunarinnar fyrir forsvarsmenn þessara fyrirtækja. Nokkur þeirra hafa hætt, að minnsta kosti tímabundið, viðskiptum við jarðarberjaframleiðendur í Huelva héraði. Í viðtölum við starfsfólk Danwatch sögðu fulltrúar dönsku verslananna að sífellt meiri athygli beindist nú að uppruna þess varnings sem seldur væri í verslunum, og hvort þeir sem ynnu við framleiðslu nytu umsaminna og lögbundinna réttinda. En sögðu jafnframt að í þessum efnum væri mikið verk óunnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar