Eignir og tekjur þeirra ríkustu jukust mest

Hlutfallslegur ójöfnuður virðist hafa minnkað í fyrra, bæði í tekjum og eignum. Hins vegar hefur bilið á milli ríkra og fátækra aukist í krónutölum, þar sem meiri fjármunir runnu til þeirra sem eru efnameiri.

Fólk samankomið. By Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

Ójöfn­uð­ur, mældur sem hlut­falls­legur munur á tekjum og eignum rík­asta fimmt­ungs þjóð­ar­innar og þess efna­minnsta, minnk­aði í fyrra frá árinu 2019. Hins vegar hefur ójöfn­uð­ur­inn í krónu­tölum auk­ist á sama tíma. Einnig gæti ójöfn­uður auk­ist í fram­tíð­inni vegna fjölda fólks sem nýtti sér sér­eignar­úr­ræði stjórn­valda í fyrra. Þetta kemur fram þegar tölur Hag­stofu um tekju- og eigna­dreif­ingu eru skoð­að­ar.

Hlut­falls­legur ójöfn­uður minni

Í síð­ustu viku greindi Við­skipta­ráð frá því að litlar sem engar vís­bend­ingar væru um vax­andi ójöfnuð vegna yfir­stand­andi kreppu, þar sem tekju­jöfn­uður virð­ist hafa nokkurn veg­inn staðið í stað á síð­asta ári, miðað við árið á und­an. Máli sínu til stuðn­ings vís­aði ráðið í tölur Hag­stofu, en sam­kvæmt þeim var hlut­falls­leg aukn­ing tekna til­tölu­lega jöfn á milli tekju­tí­unda í fyrra.

Ein leið til að mæla ójöfnuð er með svoköll­uðu 20/20 hlut­falli, þar sem tekjur efna­mesta fimmt­ungs þjóð­ar­innar eru bornar saman við tekjur efna­minnsta fimmt­ungs­ins. Þetta hlut­fall lækk­aði í fyrra, sem gefur til kynna að hlut­falls­legur tekju­ó­jöfn­uður hafi minnk­að.

Auglýsing

Sömu sögu er að segja um eigna­dreif­ingu, en sam­kvæmt tölum Hag­stofu lækk­aði 20/20 hlut­fallið í eignum skarpt í fyrra, eftir að hafa hækkað í fimm ár í röð. Sam­kvæmt þessum mæli­kvarða hefur hlut­falls­legur eigna­ó­jöfn­uður ekki verið minni hér á landi í tíu ár.

Ójöfn­uður í krónu­tölum jókst

Þessir mæli­kvarðar sýna hins vegar ein­ungis hlut­falls­legan mun á milli tekju- og eigna­tí­unda. Ef krónu­tölu­hækk­anir eru skoð­aðar blasir önnur mynd við, en sam­kvæmt þeim jókst ójöfn­uður í fyrra.

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær voru þau þrjú störf sem hækk­uðu mest í mán­að­ar­launum í fyrra öll hátekju­störf. Þetta voru sér­fræð­ingar við lækn­ing­ar, ásamt yfir­manna­stöðum í bygg­ing­ar­iðn­aði og störfum sem tengj­ast ráð­gjöf og sölu á verð­bréf­um. Ef dreif­ing heild­ar­tekna fyrir síð­asta ár er skoðuð sést einnig að for­skot efn­aðra á aðra jókst. Sam­kvæmt henni juk­ust tekjur efna­mesta fimmt­ungs­ins að með­al­tali um milljón á síð­asta ári, á meðan tekjur efna­minnsta fimmt­ungs­ins juk­ust að með­al­tali um 172 þús­und. Mun­ur­inn er því rúm­lega fjór­fald­ur.

Ef litið er á eigna­dreif­ingu lands­manna fæst sama nið­ur­staða, efn­aðir högn­uð­ust mun meira heldur en efna­litl­ir. Á þetta benti Kristrún Frosta­dóttir fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í Twitt­er-­þræði í gær, en sam­kvæmt henni rann tæpur helm­ingur af aukn­ingu eigna Íslend­inga án fast­eigna og líf­eyr­is­sjóðs­skuld­bind­inga til 10 pró­sent þjóð­ar­innar sem átti mestu eign­irnar fyr­ir. Sama mun má sjá í aukn­ingu eigin fjár Íslend­inga, sem sýnir eignir þeirra að frá­dregnum skuld­um. Þráð­inn má sjá hér að neð­an.

Ójöfn­uði slegið á frest

Ýmsir sér­fræð­ingar hafa spáð auknum ójöfn­uði í kjöl­far kór­ónu­krepp­unn­ar, þar sem ljóst var að hún kæmi verst niður á illa launuð störf í veit­inga- og ferða­þjón­ustu. Sam­kvæmt tölum Hag­stofu um tekju­dreif­ingu virð­ist þó sem úrræði stjórn­valda, til við­bótar við atvinnu­leys­is­bætur og aðrar félags­legar greiðsl­ur, hafi komið í veg fyrir að aukn­ingin hafi verið mik­il.

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um breytt­ist sam­setn­ing tekna tölu­vert í fyrra. Atvinnu- og fjár­magnstekjur lands­manna dróg­ust sam­an, en gríð­ar­lega mikil aukn­ing var í „öðrum tekj­um“ sem inni­heldur allar þær tekjur sem falla ekki inn í hina tvo flokk­ana.

Um helm­ingur þess­ara greiðslna, eða um 50 millj­arðar króna, voru atvinnu­leys­is­bæt­ur, en rúmur þriðj­ungur þeirra voru auknar líf­eyr­is­greiðslur lands­manna. Þar af juk­ust líf­eyr­is­greiðslur til 16-64 ára um tæpa 23 millj­arða, en það er sama upp­hæð og var greidd út í sér­eignar­úr­ræði stjórn­valda í fyrra, sem fól í sér heim­ild til að taka út sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að mæta tekju­falli.

Því má rekja tæpan fjórð­ung af tekju­aukn­ingu lands­manna í gegnum greiðslur sem ekki ná til atvinnu- eða fjár­magnstekna til sér­eignar­úr­ræð­is­ins. Þar sem ein­stak­lingar sem nýttu sér þetta úrræði fá minni líf­eyri greiddan út seinna gæti því ójöfn­uður auk­ist í fram­tíð­inni vegna úrræð­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar