Eignir og tekjur þeirra ríkustu jukust mest

Hlutfallslegur ójöfnuður virðist hafa minnkað í fyrra, bæði í tekjum og eignum. Hins vegar hefur bilið á milli ríkra og fátækra aukist í krónutölum, þar sem meiri fjármunir runnu til þeirra sem eru efnameiri.

Fólk samankomið. By Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

Ójöfnuður, mældur sem hlutfallslegur munur á tekjum og eignum ríkasta fimmtungs þjóðarinnar og þess efnaminnsta, minnkaði í fyrra frá árinu 2019. Hins vegar hefur ójöfnuðurinn í krónutölum aukist á sama tíma. Einnig gæti ójöfnuður aukist í framtíðinni vegna fjölda fólks sem nýtti sér séreignarúrræði stjórnvalda í fyrra. Þetta kemur fram þegar tölur Hagstofu um tekju- og eignadreifingu eru skoðaðar.

Hlutfallslegur ójöfnuður minni

Í síðustu viku greindi Viðskiptaráð frá því að litlar sem engar vísbendingar væru um vaxandi ójöfnuð vegna yfirstandandi kreppu, þar sem tekjujöfnuður virðist hafa nokkurn veginn staðið í stað á síðasta ári, miðað við árið á undan. Máli sínu til stuðnings vísaði ráðið í tölur Hagstofu, en samkvæmt þeim var hlutfallsleg aukning tekna tiltölulega jöfn á milli tekjutíunda í fyrra.

Ein leið til að mæla ójöfnuð er með svokölluðu 20/20 hlutfalli, þar sem tekjur efnamesta fimmtungs þjóðarinnar er borinn saman við tekjur efnaminnsta fimmtungsins. Þetta hlutfall lækkaði í fyrra, sem gefur til kynna að hlutfallslegur tekjuójöfnuður hafi minnkað.

Auglýsing

Sömu sögu er að segja um eignadreifingu, en samkvæmt tölum Hagstofu lækkaði 20/20 hlutfallið í eignum skarpt í fyrra, eftir að hafa hækkað í fimm ár í röð. Samkvæmt þessum mælikvarða hefur hlutfallslegur eignaójöfnuður ekki verið minni hér á landi í tíu ár.

Ójöfnuður í krónutölum jókst

Þessir mælikvarðar sýna hins vegar einungis hlutfallslegan mun á milli tekju- og eignatíunda. Ef krónutöluhækkanir eru hins vegar skoðaðar blasir önnur mynd við, en samkvæmt þeim jókst ójöfnuður í fyrra.

Líkt og Kjarninn greindi frá í gær voru þau þrjú störf sem hækkuðu mest í mánaðarlaunum í fyrra öll hátekjustörf. Þetta voru sérfræðingar við lækningar, ásamt yfirmannastöðum í byggingariðnaði og störfum sem tengjast ráðgjöf og sölu á verðbréfum. Ef dreifing heildartekna fyrir síðasta ár er skoðuð sést einnig að forskot efnaðra á aðra jókst. Samkvæmt henni jukust tekjur efnamesta fimmtungsins að meðaltali um milljón á síðasta ári, á meðan tekjur efnaminnsta fimmtungsins jukust að meðaltali um 172 þúsund. Munurinn er því rúmlega fjórfaldur.

Ef litið er á eignadreifingu landsmanna fæst sama niðurstaða, efnaðir högnuðust mun meira heldur en efnalitlir. Á þetta benti Kristrún Frostadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Twitter-þræði í gær, en samkvæmt henni rann tæpur helmingur af aukningu eigna Íslendinga án fasteigna og lífeyrissjóðsskuldbindinga til 10 prósent þjóðarinnar sem átti mestu eignirnar fyrir. Sama mun má sjá í aukningu eigin fjár Íslendinga, sem sýnir eignir þeirra að frádregnum skuldum. Þráðinn má sjá hér að neðan.

Ójöfnuði slegið á frest

Ýmsir sérfræðingar hafa spáð auknum ójöfnuði í kjölfar kórónukreppunnar, þar sem ljóst var að hún kæmi verst niður á illa launuð störf í veitinga- og ferðaþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofu um tekjudreifingu virðist þó sem úrræði stjórnvalda, til viðbótar við atvinnuleysisbætur og aðrar félagslegar greiðslur, hafi komið í veg fyrir að aukningin hafi verið mikil.

Líkt og Kjarninn hefur fjallað um breyttist samsetning tekna töluvert í fyrra. Atvinnu- og fjármagnstekjur landsmanna drógust saman, en gríðarlega mikil aukning var í „öðrum tekjum“ sem inniheldur allar þær tekjur sem falla ekki inn í hina tvo flokkana.

Um helmingur þessara greiðslna, eða um 50 milljarðar króna, voru atvinnuleysisbætur, en rúmur þriðjungur þeirra voru auknar lífeyrisgreiðslur landsmanna. Þar af jukust lífeyrisgreiðslur til 16-64 ára um tæpa 23 milljarða, en það er sama upphæð og var greidd út í séreignarúrræði stjórnvalda í fyrra, sem fól í sér heimild til að taka út séreignarsparnaðinn sinn til að mæta tekjufalli.

Því má rekja tæpan fjórðung af tekjuaukningu landsmanna í gegnum greiðslur sem ekki ná til atvinnu- eða fjármagnstekna til séreignarúrræðisins. Þar sem einstaklingar sem nýttu sér þetta úrræði fá minni lífeyri greiddan út seinna gæti því ójöfnuður aukist í framtíðinni vegna úrræðisins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar