Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja

Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.

ferðagjafirmynd.jpg
Auglýsing

Ein af efna­hags­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem opin­beruð var þegar fyrsti aðgerð­ar­pakki hennar vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins var kynntur 21. mars 2020, var að senda á öllum ein­stak­l­ingum 18 ára og eldri með íslenska kenn­i­­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­­völd­­um. Síðar fékk þessi aðgerð, sem átti að hafa þau áhrif að efla eft­ir­spurn eftir kaupum á inn­lendri vöru og þjón­ustu í fyrra­sum­ar, nafnið „Ferða­gjöf­in“. 

Alls átti kostn­að­ur­inn við þessa gjöf til allra full­orð­inna lands­manna að vera 1,5 millj­arðar króna. Ef það ætti að nást hefðu 300 þús­und manns þurft að sækja ferða­gjöf­ina, en miðað við mann­fjölda­tölur Hag­stofu Íslands voru íbúar Íslands 18 ára og eldri um 280 þús­und í upp­hafi síð­asta ársárs og ekki víst að þeir séu allir með íslenska kenni­tölu, en slíka þarf til að sækja ferða­gjöf­ina. Því er ljóst að kostn­aður við ferða­gjöf­ina gat í raun aldrei orðið meiri en 1,4 millj­arðar króna hið mesta.

Búið var til sér­stakt app sem hægt að var nýta gjöf­ina í gegnum og safna saman ann­arra manna gjöfum ef þeir ætl­uðu sér ekki að nýta sína, upp að 15 ávís­ana hámarki. Heild­ar­kostn­aður við gerð apps­ins átti að vera að hámarki 15 millj­ónir króna.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki átti að hámarki að geta tekið við 100 millj­­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­­ar­erf­ið­­leikum 31. des­em­ber 2019 átti að hámarki að geta tekið við sam­an­lagt 25 millj­­ónum króna.  

Ferða­gjöfin átti að gilda út árið 2020.

Nýt­ingin á ferða­gjöf­inni var ekki í takti við áætl­anir stjórn­valda og gild­is­tími hennar var því fram­lengd­ur. Nú geta þeir sem hafa ekki ráð­stafað þessum fimm þús­und krónum sem þeim var úthlutað úr rík­is­sjóði gert það út maí­mánuð 2021.

Auglýsing
Þann 10. apríl síð­ast­lið­inn höfðu 199 þús­und manns sótt sér ferða­gjöf­ina en ein­ungis 139 þús­und þeirra nýtt sér hana. Því hefur tæpur helm­ingur þeirra sem áttu rétt á ferða­gjöf­inni notað hana. 

Kostn­að­ur­inn hingað til nemur 813 millj­ónum króna, eða rétt tæpum helm­ingi þess sem kynnt var upp­haf­lega. Sú upp­hæð hefur farið til alls 812 fyr­ir­tækja. Búið var að gera ráð fyrir 1,5 millj­arða króna útgjöldum í fjár­auka­lögum og því eru enn tæp­lega 700 millj­ónir króna til ráð­stöf­un­ar. 

Pen­ingar ætl­aðir síð­ustu ferða­gjöf not­aðir í þá nýju

Í síð­ustu viku til­kynntu stjórn­völd að þau ætl­uðu að end­ur­taka leik­inn. Ný ferða­gjöf upp á fimm þús­und krónur stæði full­orðnum lands­mönnum til boða í sum­ar, þegar sú fyrri rynni út. Í frum­varpi sem lagt hefur verið fram til að lög­festa úrræðið kemur fram, í grein­ar­gerð, að ástæða þess að svo stór hluti þeirrar upp­hæðar sem lögð var til hliðar í ferða­gjöf­ina stendur enn eftir megi „vafa­laust rekja til þess að á gild­is­tím­anum hafa sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda verið hert­ar, meðal ann­ars með sam­komu­tak­mörk­unum og lok­unum hjá hluta fyr­ir­tækja sem geta tekið á móti ferða­gjöf. Þá hafa stjórn­völd hvatt ein­stak­linga til að ferð­ast ekki að óþörfu. Af því leiðir að tæki­færi til að nýta ferða­gjöf hafa verið færri en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. Það hefur haft í för með sér að áætl­aðir fjár­munir til ferða­gjafar hafa til þessa ekki verið full­nýtt­ir.“

Gild­is­tími end­ur­nýj­aðar ferða­gjaf­ara er fyr­ir­hug­aður frá 1. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um nýja ferðagjöf. Mynd: Bára Huld Beck

Stjórn­völd áætla að 30-50 millj­ónir króna verði nýtt af upp­haf­legu ferða­gjöf­inni á þeim gild­is­tíma sem er eftir af henni, eða út maí­mán­uð. Það sem eftir stendur af þeim fjár­munum sem settar voru til hliðar vegna hennar en ekki nýtt­ir, alls 650 millj­ónir króna, muni ásamt 750 millj­ónum króna í við­bót­ar­fjár­magni mynda kostn­að­ar­hlið nýrrar ferða­gjafar sum­arið 2021. 

Heild­ar­kostn­aður vegna ferða­gjafar númer tvö er því áætl­aður 1,4 millj­arðar króna. Miðað við nýt­ingu síð­ustu ferða­gjafar er sá kostn­aður veru­lega ofá­ætl­að­ur. 

Stærsti hluti ferða­gjafa sem höfðu verið nýttar fyrir 10. apríl 2021 voru nýttar hjá fyr­ir­tækjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Slík höfðu fengið alls 293 millj­ónir króna til sín vegna úrræð­is­ins eða 37 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Þá fengu fyr­ir­tæki sem starfa á lands­vísu 115 millj­ónir króna í sinn hlut. Því fór rúmur helm­ingur upp­hæð­ar­innar til slíkra fyr­ir­tækja.

Um 119 millj­ónir króna voru nýttar hjá fyr­ir­tækjum á Suð­ur­landi, 83 millj­ónir króna á Norð­ur­landi eystra, 48 millj­ónir króna á Vest­ur­landi, 35 millj­ónir króna á Suð­ur­nesjum, 28 millj­ónir króna á Aust­ur­landi, 15 millj­ónir króna á Norð­ur­landi vestra, 15 millj­ónir króna á Vest­fjörð­um, og loks 151 millj­ónir króna hjá fyr­ir­tækjum sem starfa á lands­vís­u. 

Flugupp­lifun, elds­neyti og skyndi­biti

Á Mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar, sem rekið er af Ferða­mála­stofu, er hægt að sjá hvaða fyr­ir­tæki hafa fengið stærstan hluta hennar til sín. 

Þar trónir á toppnum FlyOver Iceland sem býður upp á flugupp­lif­un. Fyr­ir­tækið er stað­sett á Granda í Reykja­vík og hefur verið með sér­stakt Ferða­gjaf­artil­boð þar sem vilj­ugum býðst að kaupa eina flugupp­lifun á Íslandi fyrir eina ferða­gjöf. Alls hefur FlyOver Iceland fengið 45 millj­ónir króna í ferða­gjaf­ir.

Elds­neyt­is­salar eru líka fyr­ir­ferða­miklir á topp tíu list­anum yfir þau fyr­ir­tæki sem hafa fengið mest í sinn hlut. Olís, sem til­heyrir Hög­um, hefur fengið 31 milljón króna og N1, sem til­heyrir Festi, hefur fengið 28 millj­ónir króna. Bæði Hagar og Festi eru skráð félög á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði og á meðal umsvifa­mestu smá­sala á Íslandi. Félögin eru rekin í góðum hagn­aði. Festi skil­aði til að mynda 2,3 millj­arða króna hagn­aði í fyrra og Hagar í 1,7 millj­arða króna hagn­aði á fyrstu níu mán­uðum síð­asta rekstr­ar­árs síns.

Tvær stórar hót­el­keðj­ur, Íslands­hótel (29 millj­ónir króna) og Flug­leiða­hótel (24 millj­ónir króna) hafa sam­tals fengið 53 millj­ónir króna. Bláa lónið hefur fengið 25 millj­ónir króna í sinn hlut og Flug­fé­lag Íslands 24 millj­ónir króna. Tveir skyndi­bita­staðir hafa tekið vel til sín af ferða­gjöf­um. KFC hefur fengið 22 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði og Pizza-Pizza ehf., sem rekur Dom­in­o´s á Íslandi, hefur fengið 19 millj­ónir króna. Þá hefur Tix.is, sem selur miða á ýmis­konar afþrey­ing­ar- og list­við­burði, fengið 16 millj­ónir króna. Sam­tals hafa þessi tíu fyr­ir­tæki, sem eru 1,2 pró­sent allra fyr­ir­tækja sem hafa fengið ferða­gjöf fengu 32,2 pró­sent af þeim ferða­gjöfum sem greiddar hafa verið út. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar