Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja

Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.

ferðagjafirmynd.jpg
Auglýsing

Ein af efna­hags­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem opin­beruð var þegar fyrsti aðgerð­ar­pakki hennar vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins var kynntur 21. mars 2020, var að senda á öllum ein­stak­l­ingum 18 ára og eldri með íslenska kenn­i­­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­­völd­­um. Síðar fékk þessi aðgerð, sem átti að hafa þau áhrif að efla eft­ir­spurn eftir kaupum á inn­lendri vöru og þjón­ustu í fyrra­sum­ar, nafnið „Ferða­gjöf­in“. 

Alls átti kostn­að­ur­inn við þessa gjöf til allra full­orð­inna lands­manna að vera 1,5 millj­arðar króna. Ef það ætti að nást hefðu 300 þús­und manns þurft að sækja ferða­gjöf­ina, en miðað við mann­fjölda­tölur Hag­stofu Íslands voru íbúar Íslands 18 ára og eldri um 280 þús­und í upp­hafi síð­asta ársárs og ekki víst að þeir séu allir með íslenska kenni­tölu, en slíka þarf til að sækja ferða­gjöf­ina. Því er ljóst að kostn­aður við ferða­gjöf­ina gat í raun aldrei orðið meiri en 1,4 millj­arðar króna hið mesta.

Búið var til sér­stakt app sem hægt að var nýta gjöf­ina í gegnum og safna saman ann­arra manna gjöfum ef þeir ætl­uðu sér ekki að nýta sína, upp að 15 ávís­ana hámarki. Heild­ar­kostn­aður við gerð apps­ins átti að vera að hámarki 15 millj­ónir króna.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki átti að hámarki að geta tekið við 100 millj­­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­­ar­erf­ið­­leikum 31. des­em­ber 2019 átti að hámarki að geta tekið við sam­an­lagt 25 millj­­ónum króna.  

Ferða­gjöfin átti að gilda út árið 2020.

Nýt­ingin á ferða­gjöf­inni var ekki í takti við áætl­anir stjórn­valda og gild­is­tími hennar var því fram­lengd­ur. Nú geta þeir sem hafa ekki ráð­stafað þessum fimm þús­und krónum sem þeim var úthlutað úr rík­is­sjóði gert það út maí­mánuð 2021.

Auglýsing
Þann 10. apríl síð­ast­lið­inn höfðu 199 þús­und manns sótt sér ferða­gjöf­ina en ein­ungis 139 þús­und þeirra nýtt sér hana. Því hefur tæpur helm­ingur þeirra sem áttu rétt á ferða­gjöf­inni notað hana. 

Kostn­að­ur­inn hingað til nemur 813 millj­ónum króna, eða rétt tæpum helm­ingi þess sem kynnt var upp­haf­lega. Sú upp­hæð hefur farið til alls 812 fyr­ir­tækja. Búið var að gera ráð fyrir 1,5 millj­arða króna útgjöldum í fjár­auka­lögum og því eru enn tæp­lega 700 millj­ónir króna til ráð­stöf­un­ar. 

Pen­ingar ætl­aðir síð­ustu ferða­gjöf not­aðir í þá nýju

Í síð­ustu viku til­kynntu stjórn­völd að þau ætl­uðu að end­ur­taka leik­inn. Ný ferða­gjöf upp á fimm þús­und krónur stæði full­orðnum lands­mönnum til boða í sum­ar, þegar sú fyrri rynni út. Í frum­varpi sem lagt hefur verið fram til að lög­festa úrræðið kemur fram, í grein­ar­gerð, að ástæða þess að svo stór hluti þeirrar upp­hæðar sem lögð var til hliðar í ferða­gjöf­ina stendur enn eftir megi „vafa­laust rekja til þess að á gild­is­tím­anum hafa sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda verið hert­ar, meðal ann­ars með sam­komu­tak­mörk­unum og lok­unum hjá hluta fyr­ir­tækja sem geta tekið á móti ferða­gjöf. Þá hafa stjórn­völd hvatt ein­stak­linga til að ferð­ast ekki að óþörfu. Af því leiðir að tæki­færi til að nýta ferða­gjöf hafa verið færri en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. Það hefur haft í för með sér að áætl­aðir fjár­munir til ferða­gjafar hafa til þessa ekki verið full­nýtt­ir.“

Gild­is­tími end­ur­nýj­aðar ferða­gjaf­ara er fyr­ir­hug­aður frá 1. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um nýja ferðagjöf. Mynd: Bára Huld Beck

Stjórn­völd áætla að 30-50 millj­ónir króna verði nýtt af upp­haf­legu ferða­gjöf­inni á þeim gild­is­tíma sem er eftir af henni, eða út maí­mán­uð. Það sem eftir stendur af þeim fjár­munum sem settar voru til hliðar vegna hennar en ekki nýtt­ir, alls 650 millj­ónir króna, muni ásamt 750 millj­ónum króna í við­bót­ar­fjár­magni mynda kostn­að­ar­hlið nýrrar ferða­gjafar sum­arið 2021. 

Heild­ar­kostn­aður vegna ferða­gjafar númer tvö er því áætl­aður 1,4 millj­arðar króna. Miðað við nýt­ingu síð­ustu ferða­gjafar er sá kostn­aður veru­lega ofá­ætl­að­ur. 

Stærsti hluti ferða­gjafa sem höfðu verið nýttar fyrir 10. apríl 2021 voru nýttar hjá fyr­ir­tækjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Slík höfðu fengið alls 293 millj­ónir króna til sín vegna úrræð­is­ins eða 37 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Þá fengu fyr­ir­tæki sem starfa á lands­vísu 115 millj­ónir króna í sinn hlut. Því fór rúmur helm­ingur upp­hæð­ar­innar til slíkra fyr­ir­tækja.

Um 119 millj­ónir króna voru nýttar hjá fyr­ir­tækjum á Suð­ur­landi, 83 millj­ónir króna á Norð­ur­landi eystra, 48 millj­ónir króna á Vest­ur­landi, 35 millj­ónir króna á Suð­ur­nesjum, 28 millj­ónir króna á Aust­ur­landi, 15 millj­ónir króna á Norð­ur­landi vestra, 15 millj­ónir króna á Vest­fjörð­um, og loks 151 millj­ónir króna hjá fyr­ir­tækjum sem starfa á lands­vís­u. 

Flugupp­lifun, elds­neyti og skyndi­biti

Á Mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar, sem rekið er af Ferða­mála­stofu, er hægt að sjá hvaða fyr­ir­tæki hafa fengið stærstan hluta hennar til sín. 

Þar trónir á toppnum FlyOver Iceland sem býður upp á flugupp­lif­un. Fyr­ir­tækið er stað­sett á Granda í Reykja­vík og hefur verið með sér­stakt Ferða­gjaf­artil­boð þar sem vilj­ugum býðst að kaupa eina flugupp­lifun á Íslandi fyrir eina ferða­gjöf. Alls hefur FlyOver Iceland fengið 45 millj­ónir króna í ferða­gjaf­ir.

Elds­neyt­is­salar eru líka fyr­ir­ferða­miklir á topp tíu list­anum yfir þau fyr­ir­tæki sem hafa fengið mest í sinn hlut. Olís, sem til­heyrir Hög­um, hefur fengið 31 milljón króna og N1, sem til­heyrir Festi, hefur fengið 28 millj­ónir króna. Bæði Hagar og Festi eru skráð félög á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði og á meðal umsvifa­mestu smá­sala á Íslandi. Félögin eru rekin í góðum hagn­aði. Festi skil­aði til að mynda 2,3 millj­arða króna hagn­aði í fyrra og Hagar í 1,7 millj­arða króna hagn­aði á fyrstu níu mán­uðum síð­asta rekstr­ar­árs síns.

Tvær stórar hót­el­keðj­ur, Íslands­hótel (29 millj­ónir króna) og Flug­leiða­hótel (24 millj­ónir króna) hafa sam­tals fengið 53 millj­ónir króna. Bláa lónið hefur fengið 25 millj­ónir króna í sinn hlut og Flug­fé­lag Íslands 24 millj­ónir króna. Tveir skyndi­bita­staðir hafa tekið vel til sín af ferða­gjöf­um. KFC hefur fengið 22 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði og Pizza-Pizza ehf., sem rekur Dom­in­o´s á Íslandi, hefur fengið 19 millj­ónir króna. Þá hefur Tix.is, sem selur miða á ýmis­konar afþrey­ing­ar- og list­við­burði, fengið 16 millj­ónir króna. Sam­tals hafa þessi tíu fyr­ir­tæki, sem eru 1,2 pró­sent allra fyr­ir­tækja sem hafa fengið ferða­gjöf fengu 32,2 pró­sent af þeim ferða­gjöfum sem greiddar hafa verið út. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar