Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja

Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.

ferðagjafirmynd.jpg
Auglýsing

Ein af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem opinberuð var þegar fyrsti aðgerðarpakki hennar vegna kórónuveirufaraldursins var kynntur 21. mars 2020, var að senda á öllum ein­stak­lingum 18 ára og eldri með íslenska kenni­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­völd­um. Síðar fékk þessi aðgerð, sem átti að hafa þau áhrif að efla eftirspurn eftir kaupum á innlendri vöru og þjónustu í fyrrasumar, nafnið „Ferðagjöfin“. 

Alls átti kostnaðurinn við þessa gjöf til allra fullorðinna landsmanna að vera 1,5 milljarðar króna. Ef það ætti að nást hefðu 300 þúsund manns þurft að sækja ferðagjöfina, en miðað við mannfjöldatölur Hagstofu Íslands voru íbúar Íslands 18 ára og eldri um 280 þúsund í upphafi síðasta ársárs og ekki víst að þeir séu allir með íslenska kennitölu, en slíka þarf til að sækja ferðagjöfina. Því er ljóst að kostnaður við ferðagjöfina gat í raun aldrei orðið meiri en 1,4 milljarðar króna hið mesta.

Búið var til sérstakt app sem hægt að var nýta gjöfina í gegnum og safna saman annarra manna gjöfum ef þeir ætluðu sér ekki að nýta sína, upp að 15 ávísana hámarki. Heildarkostnaður við gerð appsins átti að vera að hámarki 15 milljónir króna.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki átti að hámarki að geta tekið við 100 millj­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­ar­erf­ið­leikum 31. des­em­ber 2019 átti að hámarki að geta tekið við sam­an­lagt 25 millj­ónum króna.  

Ferðagjöfin átti að gilda út árið 2020.

Nýtingin á ferðagjöfinni var ekki í takti við áætlanir stjórnvalda og gildistími hennar var því framlengdur. Nú geta þeir sem hafa ekki ráðstafað þessum fimm þúsund krónum sem þeim var úthlutað úr ríkissjóði gert það út maímánuð 2021.

Auglýsing
Þann 10. apríl síðastliðinn höfðu 199 þúsund manns sótt sér ferðagjöfina en einungis 139 þúsund þeirra nýtt sér hana. Því hefur tæpur helmingur þeirra sem áttu rétt á ferðagjöfinni notað hana. 

Kostnaðurinn hingað til nemur 813 milljónum króna, eða rétt tæpum helmingi þess sem kynnt var upphaflega. Sú upphæð hefur farið til alls 812 fyrirtækja. Búið var að gera ráð fyrir 1,5 milljarða króna útgjöldum í fjáraukalögum og því eru enn tæplega 700 milljónir króna til ráðstöfunar. 

Peningar ætlaðir síðustu ferðagjöf notaðir í þá nýju

Í síðustu viku tilkynntu stjórnvöld að þau ætluðu að endurtaka leikinn. Ný ferðagjöf upp á fimm þúsund krónur stæði fullorðnum landsmönnum til boða í sumar, þegar sú fyrri rynni út. Í frumvarpi sem lagt hefur verið fram til að lögfesta úrræðið kemur fram, í greinargerð, að ástæða þess að svo stór hluti þeirrar upphæðar sem lögð var til hliðar í ferðagjöfina stendur enn eftir megi „vafalaust rekja til þess að á gildistímanum hafa sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda verið hertar, meðal annars með samkomutakmörkunum og lokunum hjá hluta fyrirtækja sem geta tekið á móti ferðagjöf. Þá hafa stjórnvöld hvatt einstaklinga til að ferðast ekki að óþörfu. Af því leiðir að tækifæri til að nýta ferðagjöf hafa verið færri en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hefur haft í för með sér að áætlaðir fjármunir til ferðagjafar hafa til þessa ekki verið fullnýttir.“

Gildistími endurnýjaðar ferðagjafara er fyrirhugaður frá 1. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um nýja ferðagjöf. Mynd: Bára Huld Beck

Stjórnvöld áætla að 30-50 milljónir króna verði nýtt af upphaflegu ferðagjöfinni á þeim gildistíma sem er eftir af henni, eða út maímánuð. Það sem eftir stendur af þeim fjármunum sem settar voru til hliðar vegna hennar en ekki nýttir, alls 650 milljónir króna, muni ásamt 750 milljónum króna í viðbótarfjármagni mynda kostnaðarhlið nýrrar ferðagjafar sumarið 2021. 

Heildarkostnaður vegna ferðagjafar númer tvö er því áætlaður 1,4 milljarðar króna. Miðað við nýtingu síðustu ferðagjafar er sá kostnaður verulega ofáætlaður. 

Stærsti hluti ferðagjafa sem höfðu verið nýttar fyrir 10. apríl 2021 voru nýttar hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Slík höfðu fengið alls 293 milljónir króna til sín vegna úrræðisins eða 37 prósent heildarupphæðarinnar. Þá fengu fyrirtæki sem starfa á landsvísu 115 milljónir króna í sinn hlut. Því fór rúmur helmingur upphæðarinnar til slíkra fyrirtækja.

Um 119 milljónir króna voru nýttar hjá fyrirtækjum á Suðurlandi, 83 milljónir króna á Norðurlandi eystra, 48 milljónir króna á Vesturlandi, 35 milljónir króna á Suðurnesjum, 28 milljónir króna á Austurlandi, 15 milljónir króna á Norðurlandi vestra, 15 milljónir króna á Vestfjörðum, og loks 151 milljónir króna hjá fyrirtækjum sem starfa á landsvísu. 

Flugupplifun, eldsneyti og skyndibiti

Á Mælaborði ferðaþjónustunnar, sem rekið er af Ferðamálastofu, er hægt að sjá hvaða fyrirtæki hafa fengið stærstan hluta hennar til sín. 

Þar trónir á toppnum FlyOver Iceland sem býður upp á flugupplifun. Fyrirtækið er staðsett á Granda í Reykjavík og hefur verið með sérstakt Ferðagjafartilboð þar sem viljugum býðst að kaupa eina flugupplifun á Íslandi fyrir eina ferðagjöf. Alls hefur FlyOver Iceland fengið 45 milljónir króna í ferðagjafir.

Eldsneytissalar eru líka fyrirferðamiklir á topp tíu listanum yfir þau fyrirtæki sem hafa fengið mest í sinn hlut. Olís, sem tilheyrir Högum, hefur fengið 31 milljón króna og N1, sem tilheyrir Festi, hefur fengið 28 milljónir króna. Bæði Hagar og Festi eru skráð félög á íslenskum hlutabréfamarkaði og á meðal umsvifamestu smásala á Íslandi. Félögin eru rekin í góðum hagnaði. Festi skilaði til að mynda 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra og Hagar í 1,7 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum síðasta rekstrarárs síns.

Tvær stórar hótelkeðjur, Íslandshótel (29 milljónir króna) og Flugleiðahótel (24 milljónir króna) hafa samtals fengið 53 milljónir króna. Bláa lónið hefur fengið 25 milljónir króna í sinn hlut og Flugfélag Íslands 24 milljónir króna. Tveir skyndibitastaðir hafa tekið vel til sín af ferðagjöfum. KFC hefur fengið 22 milljónir króna úr ríkissjóði og Pizza-Pizza ehf., sem rekur Domino´s á Íslandi, hefur fengið 19 milljónir króna. Þá hefur Tix.is, sem selur miða á ýmiskonar afþreyingar- og listviðburði, fengið 16 milljónir króna. Samtals hafa þessi tíu fyrirtæki, sem eru 1,2 prósent allra fyrirtækja sem hafa fengið ferðagjöf fengu 32,2 prósent af þeim ferðagjöfum sem greiddar hafa verið út. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar