Titringur á meðal kröfuhafa vegna frestunar Seðlabankans

17980682404_6f264aa63c_z.jpg
Auglýsing

Frestun Seðla­banka Íslands á birt­ingu á Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti sínu, sem kynna átti fyrir sex dögum síð­an, hefur valdið nokkrum titr­ingi, meðal ann­ars hjá kröfu­höfum slita­búa föllnu bank­anna. Ástæðan er sú að í rit­inu átti að birt­ast við­auki um þau stöð­ug­leika­skil­yrði sem slita­búin þurfa að greiða til að kom­ast hjá 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatti og um nauða­samn­ing þeirra. Á kynn­ing­ar­fundi vegna útkomu rits­ins átti einnig að opin­bera mat á til­lögum um aðgerðir og greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags sem upp­fylla ætti sett stöð­ug­leika­skil­yrði stjórn­valda.

Ótt­ast hluti kröfu­hafa nú að mögu­lega sé verið að breyta um stefnu í mál­inu sem gæti sett nauða­samn­inga slita­bú­anna í upp­nám.

Það hefur aldrei áður gerst að Seðla­bank­inn fresti birt­ingu Fjár­mála­stöð­ug­leika­rits síns, ítar­legri úttekt á þjóð­hags­legu umhverfi, fjár­mála­mörk­uðum og fjár­mála­stofn­un­um, sem birt er tvisvar á ári. Skömmu áður en ritið átti að koma út síð­ast­lið­inn þriðju­dag barst hins vegar stutt til­kynn­ing um að útgáfu rits­ins hafi verið frestað um „nokkra daga“. Ástæðan væri sú að ekki hefði tek­ist að ljúka því sam­ráðs- og kynn­ing­ar­ferli sem reiknað var með að yrði lokið áður en ritið yrði birt.

Auglýsing

Enn hef­ur ekki verið til­kynnt hvenær von sé á rit­inu. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið í dag sagði tals­maður Seðla­bank­ans að það yrði birt á næstu viku til tíu daga.

Fram­lag eða skattur



Í júní var áætlun stjórn­valda um losun hafta opin­beruð. Þar kom fram að slita­búum Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans gæf­ist kostur á því að mæta svoköll­uðum stöð­ug­leika­skil­yrðum til að fá að ljúka slitum sínum án þess að stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­málum Íslands væri ógn­að. Ef ekki næð­ist sam­komu­lag um greiðslu þess fram­lags myndi leggj­ast 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á allar eignir búanna sem átti að skila um 850 millj­örðum króna til rík­is­sjóðs. Mjög skammur tími var gefin til þess að ljúka skipt­un­um. Nauða­samn­ingar ættu að liggja fyrir og afgreiðsla þeirra að klár­ast fyrir árs­lok.

Áður en áætl­unin var kynnt hafði hins vegar þegar náðst sam­komu­lag við stærstu kröfu­hafa föllnu bank­anna um að greiða stöð­ug­leika­fram­lag til að sleppa við álagn­ingu skatts­ins. Þeir höfðu þá fundað reglu­lega með full­trúum stjórn­valda frá því í febr­úar.

Upp­fylla "í stórum drátt­um" stöð­ug­leika­skil­yrðin



Und­an­farna mán­uði hafa slita­búin síðan unnið að því að standa við það sam­komu­lag með Seðla­bank­an­um. Þegar hefur verið sam­þykkt á kröfu­hafa­fundum þeirra allra að greiða stöð­ug­leika­fram­lag sem verður sam­tals um 334 millj­arðar króna. Slitabú Glitnis mun greiða uppi­stöð­una af þeirri greiðslu, eða um 200 millj­arða króna.

Í lok sept­em­ber birti Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri opin­ber­lega bréf til InDefence-hóps­ins svo­kall­aða, sem hefur efast mjög um þá leið sem er verið að fara í upp­gjöri á slita­búum föllnu bank­anna. Í bréf­inu komu fram þau merki­legu tíð­indi, í fyrsta sinn, að Seðla­bank­inn telji nauða­samn­inga Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans upp­fylla „í stórum dráttum skil­yrði um stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um“ og tryggja fjár­mála­legan stöð­ug­leika í íslensku hag­kerfi. Ýmis atriði þyrfti þó að skoða nán­ar, meðal ann­ars áhrif nauð­samn­ing­anna á á lausa­fjár­stöðu fjár­mála­fyr­ir­tækja og sölu­ferli Íslands­banka og Arion. „Sú skoðun er á loka­stigi og í fram­haldi af því gætu skap­ast for­sendur fyrir nán­ari opin­berri kynn­ing­u,“ sagði Már. Sú opin­bera kynn­ing átti að vera síð­ast­lið­inn þriðju­dag.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að leikið hafi verið á Má Guðmundsson við söluna á FIH. Seðla­bank­inn telur nauða­samn­inga Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans upp­fylla „í stórum dráttum skil­yrði um stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um“ og tryggja fjár­mála­legan stöð­ug­leika í íslensku hag­kerfi. Þetta kom fram í bréfi Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra til InDefence í lok sept­em­ber.

Kaup­þing og Lands­bank­inn langt komnir



Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans virt­ist málið í góðum far­vegi í byrjun októ­ber. Tölu­verð sam­skipti voru milli kröfu­hafa og Seðla­bank­ans vegna upp­lýs­inga sem bank­inn þarf til að ljúka grein­ingu sinni á áhrifum slit­anna. Þannig séu mál slita­bús Kaup­þings og Lands­bank­ans bæði mjög langt komin og fátt sem virð­ist geta sett nauða­samn­ings­gerð þeirra í upp­nám.

Slit Glitnis eru flókn­ari, enda þarf slitabú hans að greiða mun víð­tæk­ari stöð­ug­leika­fram­lag en hinir bank­arn­ir. Þessi staða kom raunar fram að ein­hverju leyti í orðum Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra í seinni fréttum RÚV síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, þótt hann hefði ekki nefnt sér­stök slitabú á nafn. Þar sagði for­sæt­is­ráð­herra að honum heyrð­ist „að það gangi svona mis­vel hjá slita­bú­unum að upp­fylla þessi skil­yrði, en tak­ist það ekki á þeim skamma tíma sem eftir er nú þá er bara skatta­leiðin aug­ljós.“

Það vakti því mikla athygli, og olli tor­tryggni á meðal kröfu­hafa, þegar Seðla­bank­inn hætti skyndi­lega við að birta Fjár­mála­stöð­ug­leika­ritið á þriðju­dag. Sam­hliða átti enda að opin­bera mat á til­lögum um aðgerðir og greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags sem upp­fylla ætti sett stöð­ug­leika­skil­yrði stjórn­valda. Við­mæl­endur Kjarn­ans full­yrða að þetta mat, og ósætti um hvernig það eigi að vera sett fram, sé ástæða þess að birt­ingu rits­ins var frestað.

Segja kröfu­hafa vera að fá ódýra leið



Gagn­rýni InDefence-hóps­ins og und­ir­tektir sumra stjórn­mála­manna á hana er talin vera að hafa áhrif á stöð­ug­leika­fram­lags­ferl­ið. Sú gagn­rýni snýst helst um að hóp­ur­inn segir að tals­verð hætta sé að svig­rúm til að aflétta höftum á almenn­ing verði lítið næstu árin, að stöð­ug­leika­skil­yrðin séu ódýr leið fyrir kröfu­hafa slita­búa föllnu bank­anna úr gjald­eyr­is­höftum og að greiðsla stöð­ug­leika­skil­yrða muni skerða lífs­kjör almenn­ings. Þessi gagn­rýni hefur meðal ann­ars verið tekin upp á Alþingi af Árna Páli Árna­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­innar. Hann óskaði eftir því í síð­ustu viku að rík­is­stjórnin myndi upp­lýsa þjóð­ina um „þann mikla afslátt sem verið sé að beita slita­búum föllnu bank­anna“ í gegnum greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags­ins.

Sú skoðun að hægt sé að það sé þjóð­hags­lega hag­kvæmara að leggja á stöð­ug­leika­skatt á sér líka stuðn­ings­menn innan Fram­sókn­ar­flokks­ins og hjá hluta Sjálf­stæð­is­manna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Skattur gæti leitt til laga­legs ágrein­ings



Það hefur hins vegar ítrekað komið fram í máli ráða­manna þjóð­ar­innar að mark­mið stöð­ug­leika­fram­lags­ins, eða álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts, á ekki að vera að afla rík­is­sjóði tekna heldur að koma í veg fyrir óstöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­málum og fjár­mála­ó­stöð­ug­leika við slit búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Þá kom skýrt fram í svar­bréfi Más Guð­munds­sonar til InDefence, sem sent var í síð­asta mán­uði, að skatt­lagn­ing­ar­leiðin hefði vissa ann­marka. Meðal ann­ars feli hún í sér meiri hættu á eft­ir­málum og laga­legum ágrein­ingi sem myndi leiða til þess að losun fjár­magns­hafta myndi ganga hægar en ella. „Há­marks­fjár­hæð stöð­ug­leika­skatts­ins (án frá­drátt­ar­liða) ætti því ekki að bera saman við fjár­hæð stöð­ug­leika­fram­lags, heldur verður að einnig taka til­lit til ann­arra þátta nauða­samn­ings­leiðar sem stuðlar að stöð­ug­leika,“ sagði Már.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None