Týnda stríðið í Suður-Súdan

sudan1.jpg
Auglýsing

Í dag heldur yngsta sjálf­stæða ríki heims, Suð­ur­-Súd­an, upp á fjög­urra ára sjálf­stæði sitt. Því miður er þó lítið til­efni til hátíð­ar­halda þar í landi um þessar mundir vegna borg­ara­styrj­ald­ar, sem fangar athygli vest­rænna fjöl­miðla af afar tak­mörk­uðu leyti. Þrátt fyrir að margt sé á upp­leið í Afr­íku sunnan Sahara, eins og bent hefur verið á á þessum vett­vangi, er saga Suð­ur­-Súdan síð­ast­liðin ár og ára­tugi blóði drifin og sorg­leg.

Árið 2011 fékk Suð­ur­-Súdan sjálf­stæði frá Súd­an, en það liðu ekki nema tvö ár þar til borg­ara­styrj­öld braust út árið 2013 og þeim átökum er í dag hvergi nærri lok­ið. Hug­takið „harm­leik­ur“ er oft notað í dag­legu tali, en það er sjaldan jafn við­eig­andi og í til­felli Suð­ur­-Súd­an. Það þarf því vart að taka fram að landið er í dag eitt allra fátæk­asta og van­þró­að­asta ríki heims.

Sam­felld sorg­ar­saga



Súd­an, sem Suð­ur­-Súdan til­heyrði áður, fékk sjálf­stæði frá Bretum árið 1956. Íbú­arnir í suðri fengu þó ekki sjálf­stæði að kalla því þeim var ráðið frá Kar­túm í norðr­inu. Íbúar Suð­ur­-Súdan eru flestir af niló­tískum upp­runa (e. Nilotic peop­le), en í norð­ur­hluta lands­ins búa Arabar og skyldir þjóð­flokk­ar. Súdan hafði ekki verið sjálf­stætt lengi þegar fór að bera á kúgun og mis­skipt­ingu auðs og valds, sem hall­aði mjög á suð­ur­hluta lands­ins. Því braust út borg­ar­styrj­öld milli lands­hlut­anna nán­ast á sama tíma og landið fékk sjálf­stæði. Sú styrj­öld stóð allt fram til árs­ins 1972 og lauk með vopna­hléi þegar um hálf milljón manna lág í valn­um.

Árið 1978 fund­ust miklar ólíu­lindir í Suð­ur­-Súdan og ekki leið að löngu þar til bar­átta um yfir­ráð yfir þeim leiddi til ann­arrar borg­ara­styrj­ald­ar. Önnur borg­ara­styrj­öld Súdan hófst árið 1983 og henni lauk ekki fyrr en árið 2005. Í stríð­inu féllu á milli 1 og 2 millj­ónir manna og 4 millj­ónir í Suð­ur­-Súdan neydd­ust til að flýja heim­ili sín. Stríðið er ein lengsta borg­ar­styrj­öld allra tíma og ekki hafa jafn margir óbreyttir borg­arar fallið í stríði frá lokum Síð­ari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Þá er ekki með­talin annar hryll­ingur sem birt­ist í stríð­inu eins og þús­undir barna­her­manna og þræla­hald.

Auglýsing

Friðargæsluliðar frá Suður-Kóreu leika við börn í borginni Bor fyrr í þessum mánuði. Mynd:EPA Frið­ar­gæslu­liðar frá Suð­ur­-Kóreu leika við börn í borg­inni Bor fyrr í þessum mán­uði. Mynd:EPA

Sjálf­stæði og þriðja borg­ara­styrj­öldin



Það var loks árið 2011 sem haldin var þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Suð­ur­-Súdan og kusu 99% kjós­enda með sjálf­stæði. Átökum í land­inu var þó hvergi nærri lokið þegar landið fékk form­lega sjálf­stæði og Salva Kiir May­ar­dit varð fyrsti for­seti lands­ins 9. júlí 2011, ekki síst vegna deilna um yfir­ráð yfir olíu­lindum lands­ins. Í lok árs­ins 2011 brut­ust t.d. út mikil átök á milli Lou Nuer og Murle ætt­bálkanna.

Það var svo í des­em­ber 2013 sem yfir­stand­andi borg­ara­styrj­öld braust út þegar for­set­inn, sem til­heyrir Dinka ætt­bálknum sak­aði  fyrr­ver­andi vara­for­set­ann Rieck Machar, sem til­heyrir Nuer ætt­bálkn­um, um valda­rán. Við það hófust bar­dagar á milli Nuer og Dinka her­manna. Fljót­lega blönd­uð­ust ýmsir skæru­liða­hópar og úganski her­inn inn í átökin og fólk tók að flýja landið í stórum stíl.

Þegar þetta er ritað standa átökin enn yfir, þó að sára­fáar fréttir um stríðið rati á síður íslenskra fjöl­miðla. Eng­inn veit hversu margir hafa fallið í stríð­inu, en í nóv­em­ber í fyrra var talið að a.m.k. 50,000 manns hafi fallið - hugs­an­lega tvö­falt fleiri.

Fórn­ar­lömbin eru mun fleiri



Fólk sem fellur fyrir vopnum eru þó langt í frá einu fórn­ar­lömb stríðs­ins því meira en tvær millj­ónir manna hafa þurft að flýja heim­ili sín frá því að átökin hófust. Það, ásamt átök­un­um, hefur leitt til þess að bændur geta ekki upp­skorið svo að óhætt er að segja að landið hafi verið á barmi hungusneyðar frá upp­hafði stríðs­ins. Vegna neyð­ar­á­stands­ins færir Mat­væla­á­ætlun Sam­ein­uðu þjóð­anna (WFP) fólki á átaka­svæð­unum hund­ruði tonna af mat á dag.

Á athygl­is­verðu bloggi, sem Stefán Ingi Stef­áns­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi hélt úti þegar hann starf­aði í Suð­ur­-Súdan fyrir ári síð­an, sést þetta glögg­lega. Ein færslan nefn­ist The F-word og vísar til þess að alvar­legar umræður áttu sér stað meðal hjálp­ar­stofn­anna í Júba, höf­uð­borg Suð­ur­-Súd­an, um hvort kalla mætti aðstæð­urnar í land­inu „hung­ursneyð“ (e. famine). Skil­grein­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna á hungusneyð er þegar 30% mann­fjöld­ans er vannærð­ur, 20% heim­ila búa við alvar­legan mat­ar­skort og a.m.k. tveir af af hverjum 10.000 deyja úr hungri á dag. Til að setja það í sam­hengi er það eins og ef um 70 manns myndu deyja á úr hungri á Íslandi dag­lega.

Stríðið hefur ekki ein­ungis valdið vannær­ingu, upp­skeru­bresti, lam­andi óör­yggi og því að líf  fjöl­skyldna er hér um bil lagt í rúst. Kyn­bundið ofbeldi og hópnauðg­anir eru dag­legt brauð og reglu­lega ber­ast fregnir um fjöldamorð og morð erlendum frið­ar­gæslu­lið­um. Stríð­andi fylk­ingar hafa jafn­framt þús­undir barna­her­manna á sínu bandi, bæði drengi og stúlk­ur, sem ganga til liðs við vopn­aða hópa í örvænt­ingu. UNICEF telur að sum þeirra séu ekki nema 9 ára göm­ul. Þá er heil­brigð­is­kerfi land­ins í molum og mennta­kerfið sömu­leiðis, en aðeins 27% þjóð­ar­innar er læs.

Hvernig er staðan í dag?



Það stóð til að kosn­ingar færu fram í júní síð­ast­liðnum en þeim var frestað um óákveð­inn tíma vegna stríðs­ins. Lítið hefur orðið ágengt í til­raunum til að enda átökin og frið­ar­um­leit­unum sem hófust í Addis Ababa í Eþíópíu í ágúst á síð­asta ári lauk án árang­urs fyrr á árinu. Átökin halda áfram og lítið bendir til þess að það muni breyt­ast á næst­unni.

Hag­kerfi lands­ins er mjög djúpri kreppu og ofan á miklar olíu­verðs­lækk­anir und­an­farna mán­uði hefur olíu­fram­leiðsla í land­inu fallið um 70%, en olía er nán­ast eina útflutn­ings­vara lands­ins. Þá braust nýlega út kól­eru­far­aldur sem hefur fellt 70 manns og sýkt 3.200 manns þegar þetta er ritað og væg­ast sagt ógeðs­legar fregnir af ofbeldi ber­ast reglu­lega.

Það er enn von



„Það virð­ist alltaf ómögu­legt þar til það er búið.“ sagði Nel­son Mand­ela eitt sinn. Þó að staðan í Suð­ur­-Súdan sé hörmu­leg er ennþá von. Ekki þarf að fara lengra aftur en til þjóð­ar­morð­anna í Rúanda árið 1994 til að sjá það. Síðan þá hefur verið friður og nokkur upp­gangur þar í landi - t.a.m. hefur lands­fram­leiðsla Rúanda fimm­fald­ast á 20 árum. Fáir hefðu getað ímyndað sér það á meðan þjóð­ar­morð­unum stóð. Alþjóð­sam­fé­lagið getur einnig beitt sér í meira mæli og hefur það skilað árangri að því leyti að nýlega voru hund­ruðir barna leyst undan vopnum vegna þrýst­ings frá UNICEF. En betur má ef duga skal.

Auð­velt er fyrir ein­stak­linga að hugsa með sér að þeir geti ekk­ert gert. Það er rangt. Til dæmis er hægt að styrkja ýmsar hjálp­ar­stofn­anir og mann­rétt­inda­sam­tök sem starfa í Suð­ur­-Súd­an. Einnig gætu íslensk stjórn­völd lagt alþjóð­legum stofn­unum betur lið til að koma á friði í land­inu. Fáar þjóðir eiga jafn mikið skilið að fá loks­ins að búa við öryggi í frið­sælu landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None