123RF.com

Verðbólga og vextir á Íslandi – Blikur á lofti eða ofmetið vandamál?

Verðbólga hefur oft plagað Íslendinga í gegnum tíðina og er hún nú komin upp fyrir 6 prósent í fyrsta skiptið í tæp tíu ár. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa einnig haft áhrif á fjárhag heimilanna og hafa margir áhyggjur af stöðu mála vegna þessa. Þingmenn ræddu í sérstakri umræðu á Alþingi í vikunni samspil verðbólgu og vaxta – og höfðu þeir ýmislegt að segja um ástæður ástandsins sem nú er uppi og hver næstu skref ættu að vera.

Hækk­andi verð­bólga og vaxta­stig hefur vakið ugg hjá mörgum enda hafa þessir þættir mikil áhrif á stöðu efna­hags­mála í land­inu. Ber þá sér­stak­lega að nefna hærri afborg­anir á lánum vegna hús­næð­is­kaupa, bæði verð­tryggðum og óverð­tryggð­um, sem og hækk­andi hús­næð­is­verð, sem gerir meðal ann­ars fyrstu kaup­endum erf­ið­ara fyrir að kom­ast inn á mark­að­inn.

Til þess að ræða þessi mál ákvað Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Við­reisnar að óska eftir sér­stakri umræðu um sam­spil verð­bólgu og vaxta á Alþingi og átti sú umræða sér stað í gær. Til and­svara var fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, og tóku tíu þing­menn bæði úr stjórn­ar­flokk­unum og stjórn­ar­and­stöð­unni þátt í umræð­un­um.

Sumir þing­mann­anna töl­uðu um að vand­inn væri heima­til­bú­inn og fyr­ir­sjá­an­legur og að blikur væru á lofti. Aðrir sögðu að mik­inn lær­dóm hefði mátt draga af hrun­inu fyrir rúmum 10 árum og sagði ráð­herr­ann að þrátt fyrir skulda­aukn­ingu heim­il­anna væri fjár­hags­staða þeirra sterk. Enn aðrir töl­uðu um ástandið á hús­næð­is­mark­aði sem hringa­vit­leysu og sitt sýnd­ist hverjum á hvern ætti að benda sem söku­dólg hækk­andi hús­næð­is­verðs.

Guð­brandur sagði í upp­hafs­ræðu sinni að hann hefði óskað eftir umræð­unni vegna þess að Íslend­ingar upp­lifðu um þessar mundir mik­inn óstöð­ug­leika og aukna verð­bólgu í íslensku sam­fé­lagi, óstöð­ug­leika sem virt­ist hell­ast yfir land­ann með reglu­legu milli­bili og sem íslenskur almenn­ingur þyrfti að takast á við í formi verð­hækk­ana, vaxta­breyt­inga, verð­bólgu og kaup­mátt­arrýrn­un­ar.

Óskar ekki börnum sínum þess að þurfa að ganga í gegnum það sama og hans kyn­slóð

„Ís­lenskur almenn­ingur stjórnar ekki þessum öflum sem mestu ráða um breyt­ing­arnar en verður á end­anum fyrir mestum skaða vegna þeirra áhrifa sem þetta hefur á lífs­kjör. Hver er að velta fyrir sér vaxta­mun­ar­við­skipt­um, bindi­skyldu bank­anna og sveiflu­jöfn­un­ar­auka í dag­legu líf­i?“ spurði hann.

Hann full­yrti að flesta skorti þekk­ingu til að átta sig á slíkum hug­tök­um. „Hins vegar er það þannig að hvert þess­ara atriða geta ráðið miklu um afkomu almenn­ings. Að kaupa sér hús­næði er stór og mikil ákvörðun fyrir flesta sem gerir það að verkum að fólk þarf að setja sér mark­mið og gera áætl­anir til ára­tuga um end­ur­greiðslu lána. En því miður er það svo að í fæstum til­fellum stand­ast þessar áætl­anir vegna ytri þátta sem fólk ræður ekki við.

Að lokum verður staðan alltaf sú að búið er að greiða marg­falt verð fyrir fast­eign­ina. Ég hef til dæmis upp­lifað margar nið­ur­sveiflur á þeim tíma frá því að ég keypti mína fyrstu íbúð 20 ára gam­all. Ég óska ekki börn­unum mínum þess að þurfa að ganga í gegnum það sama og mín kyn­slóð hefur þurft. Ég sé hins vegar ekki að neinar breyt­ingar séu í far­vatn­inu. Ég fæ ég ekki annað séð en að íslensk örmynt, sem þarf bæði belti og axla­bönd, sé ástæða þessa óstöð­ug­leika sem við búum við,“ sagði hann.

Guðbrandur Einarsson var málshefjandi umræðunnar í gær.
Bára Huld Beck

Guð­brandur benti á að á sama tíma væri óum­deilt að hag­stjórn­ar­að­gerðir bæði rík­is­stjórnar og Seðla­bank­ans síð­ustu tvö árin hefðu skilað sér í sögu­legri hækkun íbúða­verðs. Af þeirri ástæðu spurði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fjög­urra spurn­inga sem voru svohljóð­andi:

  1. Var fram­kvæmd grein­ing á því hvaða áhrif lækkun stýri­vaxta og bindi­skyldu og breyt­ing á sveiflu­jöfn­un­ar­auka kynni að hafa á eft­ir­spurn eftir hús­næði? Ef ekki, hvers vegna var það ekki gert?
  2. Hefur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið rætt við Seðla­banka Íslands um hvaða aðgerðir hann geti gripið til ann­arra en stýri­vaxta­hækk­ana til að vinna gegn verð­bólgu?
  3. Eftir hrun var stýri­vaxta­hækk­unum beitt ótæpi­lega með skelfi­legum afleið­ingum fyrir skamm­tíma­skuld­bind­ingar þjóð­ar­bús­ins og skamm­tíma- og lang­tíma­skuld­bind­ingar heim­ila. Nú eru 400 millj­arða við­bót­ar­skuld­bind­ingar heim­il­anna aug­ljós hættu­merki. Hvaða lær­dóm ætlar rík­is­stjórnin að draga af þessu og hvernig hyggst hún koma í veg fyrir að hún end­ur­taki mis­tökin frá því í hrun­inu?
  4. Hækkun stýri­vaxta eykur vaxta­mun­ar­við­skipti. Hvernig mun fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra beita sér fyrir tak­mörkun þeirra og nei­kvæðum afleið­ing­um?

Hann sagði jafn­framt að þau stýri­tæki sem verið væri að nota til að stilla af íslenskt efna­hags­líf hefðu alltaf tvær hlið­ar. „Mun til dæmis verða aukn­ing á vaxta­mun­ar­við­skiptum sem getur haft styrk­ingu gengis í för með sér sem aftur hefur nei­kvæð áhrif á útflutn­ings­grein­arn­ar? Á Seðla­bank­inn sýknt og heil­agt að grípa inn í þróun gengis þegar enda­laust er verið að tala um kosti þess að vera með fljót­andi krónu? Má íslenskur almenn­ingur ekki njóta þess ef krónan styrkist? Eiga allar okkar aðgerðir að mið­ast við útflutn­ings­grein­ar?“ spurði hann enn frem­ur.

Guð­brandur sagð­ist hafa áhyggjur af því að kom­andi kjara­samn­ingar yrðu erf­iðir vegna þeirrar stöðu sem upp er kom­in. „Þegar Seðla­bank­inn hækkar frekar vexti en að leyfa krón­unni að styrkj­ast kemur það sér vel fyrir útflutn­ings­greinar en bitnar á hag fólks­ins. Við virð­umst vera komin í sömu hringa­vit­leys­una aftur þar sem unga fólkið okkar hefur lagt allt undir í kaupum á hús­næði en þarf nú að kljást við það sem við af minni kyn­slóð þurftum að glíma við, þ.e. víxl­verkun vaxta og verð­bólgu sem eng­inn veit hvar end­ar,“ sagði Guð­brand­ur. Hann end­aði mál sitt á því að segja að það væri eins og Íslend­ingar hefðu ekk­ert lært.

Hækkun hús­næð­is­verðs ekki sér­ís­lensk þróun

Bjarni svar­aði og þakk­aði fyrir umræð­una sem hann teldi tíma­bæra og mik­il­væga. „Varð­andi fyrstu spurn­ing­una þá hafa við­brögð seðla­banka og rík­is­sjóða á Vest­ur­löndum við útbreiðslu heims­far­ald­urs­ins víð­ast hvar verið áþekk. Í upp­hafi var útlit fyrir dýpsta efna­hags­á­fall í heila öld, áfall sem leit út fyrir að yrði bæði stærra og útbreidd­ara en fjár­málakrís­an. Til að bregð­ast við því lækk­uðu seðla­bankar vexti og drógu úr aðhaldi með öðrum hætti, svo sem með aflétt­ingu sveiflu­jöfn­un­ar­auka. Sam­hliða því juku rík­is­sjóðir útgjöld og drógu úr skatt­heimtu. Þetta var gert til að styðja við fjár­hag heim­ila og fyr­ir­tækja í djúpri efna­hag­skreppu og við aðstæður veru­legrar óvissu.

Stað­reyndin er svo sú að við gripum til skil­virkra aðgerða, meðal ann­ars til víð­tækra bólu­setn­inga og að lokum lærðum að lifa með veirunni. Stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda og útsjón­ar­semi fólks og fyr­ir­tækja leiddu til þess að efna­hags­bat­inn varð bæði skjót­ari og kraft­meiri en gert var ráð fyr­ir. Með skjótum efna­hags­bata hefur inn­lend eft­ir­spurn auk­ist mikið sem birt­ist ekki síst á hús­næð­is­mark­aði. Verð­hækk­anir á hús­næð­is­mark­aði eru þannig afleið­ing þess að hag­kerfið hefur tekið hraðar við sér en reiknað var með,“ sagði hann.

Ráð­herr­ann benti á að þetta ætti ekki ein­ungis við hér á landi enda væri hækkun hús­næð­is­verðs ekki sér­ís­lensk þró­un. „Það voru fram­kvæmdar fjöl­margar grein­ingar á þessu tíma­bili, bæði í ráðu­neyt­inu, í Seðla­bank­anum og af öðrum grein­ing­ar­að­il­um. Engar þeirra gerðu ráð fyrir að inn­lend eft­ir­spurn yrði eins kraft­mikil og raun ber vitni. Í því sam­hengi má til dæmis nefna að í Pen­inga­málum Seðla­bank­ans frá því í maí 2020, eftir að gripið var til þeirra ráð­staf­ana sem spurt er um, seg­ir, með leyfi for­seta, að lík­legt sé að það hægi enn frekar á verð­hækk­unum íbúð­ar­hús­næð­is.“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bára Huld Beck

Helsta vopn Seðla­bank­ans í bar­átt­unni við verð­bólgu er hækkun stýri­vaxta

Varð­andi aðra spurn­ing­una þá sagði Bjarni að Seðla­banki Íslands hefði meðal ann­ars það mark­mið að stuðla að stöðugri og lágri verð­bólgu og að hann hefði sjálf­stæði sitt að lögum af sér­stakri ástæðu.

„Til að ná þessum mark­miðum hefur bank­inn bæði þá sér­þekk­ingu og hann hefur þau tæki sem þarf og hann notar þau tæki til að ná þessu mark­miði með eins skil­virkum hætti og hægt er. Það er rétt sem fram hefur komið að eitt helsta vopn bank­ans í bar­átt­unni við verð­bólgu er hækkun stýri­vaxta. Seðla­banki Íslands er ekki einn um að hafa fyrst og fremst það tæki því að stýri­vextir eru helsta tæki allra vest­rænna ríkja til að hafa áhrif á verð­bólg­una. Það er ekki til­viljun heldur eru stýri­vextir almennt taldir besta tækið til að ná stjórn á verð­bólgu.

Bank­inn hefur svo ýmis önnur tæki til að ná mark­miðum sín­um, ekki síst varð­andi fjár­mála­stöð­ug­leika. Til að hemja verð­hækk­anir á hús­næði hefur bank­inn til dæmis sett tak­mark­anir á veð­setn­ing­ar­hlut­föll íbúða­lána og lág­mark greiðslu­byrð­ar­hlut­falls. Seðla­bank­inn er hins veg­ar, eins og áður er komið fram, sjálf­stæð stofnun og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hlut­ast ekki til um það með hvaða hætti hann nær mark­miðum sín­um. En við leggjum hins vegar áherslu á að Seðla­bank­inn hafi þau tæki sem hann telur sig þurfa til að ná mark­mið­unum og við leggjum áherslu á að stefna í opin­berum fjár­málum styðji við verð­bólgu­mark­miðið og dragi þannig úr þörf á veru­legri hækkun stýri­vaxta.“

Gjör­ó­líkar aðstæður – engin hætta á fjár­magns­flótta

Þriðju spurn­ing­unni svar­aði hann með þeim hætti að stýri­vextir hefðu vissu­lega verið hækk­aðir í októ­ber 2008 en að ekki væri hægt jafnað því við það sem væri að ger­ast núna.

„Í fyrsta lagi fóru stýri­vextir hæst í 18 pró­sent í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar. Á und­an­förnum mán­uðum hafa meg­in­vextir Seðla­bank­ans hækkað úr 0,75 pró­sent í 2,75 pró­sent. Það munar tölu­vert miklu á 2,75 pró­sent vaxta­stigi eða 18 pró­sent. Það munar reyndar nákvæm­lega 15,25 pró­sentu­stig­um.

Í öðru lagi ber að líta til þess að það eru gjör­ó­líkar ástæður fyrir því að vextir hækka nú. Mark­miðið í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar var fyrst og fremst að verja gengi krón­unn­ar, en það er engin hætta á fjár­magns­flótta nú eins og menn höfðu áhyggjur af á þeim tíma. Það má bæta við að skuldir hag­kerf­is­ins eru lágar í sögu­legu sam­hengi núna og fjár­hags­staða heim­il­anna er sterk. Þegar hátt­virtur þing­maður talar um víxl­verkun vaxta og verð­bólgu þá vil ég kannski bæta við hinni sögu­frægu víxl­verkun verð­bólgu og hækk­ana kaup­taxta, sem er kannski það sem við þurfum að fara að hafa áhyggjur af,“ sagði hann.

Bjarni náði ekki að svara fjórðu spurn­ing­unni en bætti því við að vaxta­mun­ar­við­skipti væru auð­vitað eitt­hvað sem stjórn­völd væru ekki að reyna að laða fram. „Ein­hver eðli­leg fjár­fest­ing í gengi krón­unnar er ekki til þess að hafa miklar áhyggjur af en við þurfum að vera vak­andi yfir því ef vaxta­mun­ar­við­skipti aukast um of.“

Verð­bólgu- og vaxta­þróun kemur verst við þá hópa sem standa höllustum fæti

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar tók fyrstur til máls eftir ræðu ráð­herr­ans. „Það eru teikn á lofti um að heim­ilin þurfi að fara að hafa áhyggj­ur. Vextir fara hækk­andi, verð­bólga fer hækk­andi og stríðið í Úkra­ínu bætir sann­ar­lega ekki horf­urn­ar. Við erum að fara út úr far­aldr­in­um, en það er hlut­verk stjórn­valda að gæta þess að end­ur­ræs­ing hag­kerf­is­ins bitni ekki á við­kvæm­ustu hópum sam­fé­lags­ins. Og því miður er vís­bend­ing um það að ákveðnir hópar fari verr út úr þessum far­aldri en aðr­ir. Sú verð­bólgu- og vaxta­þróun sem við höfum horft upp á kemur nefni­lega verst við þá hópa sem standa höllustum fæti. Það er auð­vitað ljóst að alvar­legt efna­hags­á­stand, ekki síst erf­iður hús­næð­is­mark­aður auk versn­andi heilsu fólks eftir far­ald­ur­inn, mun hafa víð­tæk áhrif.“

Vís­aði hann í orð Bjarna að Íslend­ingar hefðu lært að lifa með veirunni en Logi sagði í fram­hald­inu að eng­inn myndi læra – ekki til lang­tíma að minnsta kosti – að lifa með aura­leysi.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Bára Huld Beck

„Rík­is­stjórnin ber á sinn hátt ábyrgð á þess­ari stöðu. Þegar vaxta­lækk­un­ar­ferlið hófst fyrir tveimur árum tal­aði hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra nefni­lega bein­línis um nýjan veru­leika og gaf þannig ungu fólki mjög óraun­hæfar vænt­ing­ar. Margir skuld­settu sig miðað við orð hæstv. fjár­mála­ráð­herra og eru núna hugs­an­lega að lenda í erf­iðri stöðu. Nú verður rík­is­stjórnin að bregð­ast við. Hún hefur tækin til þess. Hún getur til dæmis stigið fastar inn á fram­boðs­hlið hús­næð­is­mark­að­ar­ins, eins og Sam­fylk­ingin hefur talað um, og hún getur stutt til­lögur Sam­fylk­ing­ar­innar og ann­arra stjórn­ar­and­stöðu­flokka um mót­væg­is­að­gerðir við heim­il­in. Ég trúi ekki öðru en að þessar til­lögur hafi stuðn­ing hjá almennum stjórn­ar­þing­mönn­um, að minnsta kosti hjá þeim og flokkum þeirra sem kenna sig við jöfn­uð,“ sagði hann.

„Þurfum að fara að hugsa málið öðru­vísi og hugsa reikn­ings­dæmið öðru­vísi“

Haf­dís Hrönn Haf­steins­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins tók næst til máls og benti á að und­an­farnar vikur og mán­uði hefðu Íslend­ingar séð stjarn­fræði­legar hækk­anir á hús­næð­is­verði sem hefðu veru­leg áhrif á vísi­tölu neyslu­verðs.

„Í lok jan­úar hafði hús­næð­is­verð hækkað um 1,7 pró­sent bara á einum mán­uði. Árs­hækk­un­ar­takt­ur­inn er kom­inn í rúm 20 pró­sent. Það liggur fyrir að þörfin á við­brögðum er aðkallandi. Það eru blikur á lofti, það er komið stríð í Evr­ópu og það hefur gíf­ur­leg áhrif á verð­bólgu hér á landi og erlend­is. Verð­bólgan sýnir okkur hversu mikið verð á neyslu­vöru og þjón­ustu sem heim­ili lands­ins neyta hafa hækkað í verði miðað við sama mánuð ári fyrr. Hag­stofan mælir þetta út frá vísi­tölu neyslu­verðs, en þar fær hver vöru­flokkur mis­mikið vægi eftir því hversu stór hluti hann er af útgjöldum heim­il­anna. Lang­mestu máli skiptir hús­næð­islið­ur­inn, sem mælir kostn­að­inn við að búa í eigin hús­næði, en hann er um þriðj­ungur vísi­töl­unnar og því mesti áhrifa­vald­ur­inn á vexti hér á land­i.“

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Bára Huld Beck

Benti hún jafn­framt á að í útreikn­ingi hús­næð­islið­ar­ins væri hús­næð­is­verð, leigu­verð, við­hald, raf­magn og fleira tekið inn í jöfn­una. „Hús­næð­is­kostn­að­ur­inn er þar á með­al. Það sem við þurfum að huga að er að hús­næð­islið­ur­inn er ekki eins mældur í sam­ræmdu vísi­töl­unni og þeirri íslensku. Mun­ur­inn liggur í því að notuð er greidd húsa­leiga ásamt öðrum kostn­aði sem lýtur að hús­næði í sam­ræmdu vísi­töl­unni en í þeirri íslensku er notuð greidd húsa­leiga ásamt reikn­aðri húsa­leig­u,“ sagði hún.

„Þegar verð­bólgu­horfur hafa versnað umtals­vert þá hafa þær ákvarð­anir sem teknar eru hér í þessum sal gíf­ur­leg áhrif á efna­hags­líf­ið, eðli máls­ins sam­kvæmt, og það er mik­il­vægt að við setjum tón­inn. En við­brögðin eiga ekki að byrja eða enda hér heldur þurfum við að fá fleiri í lið með okkur til að tempra ástand­ið. Við þurfum að fara að hugsa málið öðru­vísi og hugsa reikn­ings­dæmið öðru­vísi. Og nú þegar höfum við í Fram­sókn lagt fram til­lögur að lausnum um hvernig við getum gefið sann­gjarn­ari mynd af vísi­töl­unni og þar með verð­bólg­unni. Og hvernig væri það að for­stjóri Hag­stof­unnar myndi koma með okkur í þá veg­ferð sem fram undan er og fara að hugsa í lausnum?“ spurði hún í lok ræðu sinn­ar.

Vaxta­lækk­anir hafa ekki skilað sér til neyt­enda nema að litlu leyti

Næstur á mæl­enda­skrá var Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir þing­maður Flokks fólks­ins. Hún sagði að vaxta­lækk­anir Seðla­bank­ans á síð­asta ári hefðu ekki skilað sér til neyt­enda nema að litlu leyti.

„Vextir bank­anna á óverð­tryggðum íbúða­lánum eru yfir­leitt um þriðj­ungi hærri en stýri­vextir Seðla­bank­ans en þegar stýri­vextir Seðla­bank­ans fór niður í 0,75 pró­sent voru þeir meira en fjórum sinnum hærri. Þessi lækkun skil­aði sér þess vegna alls ekki til neyt­enda nema að litlu leyti. Þessar lækk­anir eiga neyt­endur enn inni hjá bönk­unum sem nýta hækkun stýri­vaxta til fulls í hvert sinn.

Núna er blússandi verð­bólga í kjöl­far heims­far­ald­urs og svo er núna stríð í heim­inum sem á áreið­an­lega eftir að hafa sín áhrif. Verð­bólgan stafar ekki af atburðum hér heima nema að litlu leyti. Það er verð­bólga úti um allan heim og því verður að takast á við hana út frá þeim for­send­um. Sú leið sem alltaf hefur verið farin til þess að slá á þenslu er að hækka meg­in­vexti Seðla­bank­ans og svo er einnig nú. En ef verð­bólgan er fyrst og fremst vegna utan­að­kom­andi áhrifa hvernig eiga þá hærri álögur á heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins að slá á hana?“ spurði hún.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Bára Huld Beck

Hún telur að það eina sem hærri vextir geri sé að auka á erf­ið­leika heim­ila og fyr­ir­tækja sem oft séu nægir fyr­ir, meðal ann­ars vegna heims­far­ald­urs og afleið­inga hans. „Ástandið er erfitt víða um heim vegna COVID og rof hefur komið í fram­leiðslu- og flutn­ings­línur heims­ins, hina svoköll­uðu virð­is­keðju, og flutn­ings­kostn­aður til lands­ins hefur þannig hækkað gríð­ar­lega sem og verð á ýmsum vör­um. Hærri álögur á íslensk heim­ili munu ekki hafa nein áhrif á þessa þró­un. Núna ætti þvert á móti að koma íslenskum heim­ilum í skjól fyrir afleið­ingum þess­ara verð­hækk­ana og sjá til þess að þau skað­ist ekki meira af COVID-far­aldr­inum en þegar er orðið þar sem margir hafa orðið fyrir tekju­missi og standa illa undir auknum álögum vegna vaxta­hækk­ana sem vafa­samt er að beri til­ætl­aðan árang­ur.

Stærsti útgjalda­liður flestra heim­ila er í fyrsta lagi hús­næð­is­kostn­aður og í öðru lagi mat­ar­kostn­að­ur. Hverjum hjálpar það ef báðir þessir liðir hækka vegna utan­að­kom­andi verð­bólgu? Hjá sumum fjöl­skyldum er mán­að­ar­legur hús­næð­is­kostn­að­ur, hvort sem það eru afborg­anir lána eða leiga, allt að 60 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekj­um. Þetta eru oft staðan hjá tekju­lágum fjöl­skyldum sem hafa lítið borð fyrir báru. Hvert ein­asta pró­sentu­stig til hækk­unar á hús­næð­is­kostn­aði getur skilið á milli feigs og ófeigs hjá þeim.“

Þurfum að nýta öll tæki til að sporna við auk­inni verð­bólgu og afleið­ingum hennar

Þing­maður Vinstri grænna, Eva Dögg Dav­íðs­dótt­ir, hóf sína ræðu á að minna á að máls­hefj­andi umræð­unnar hefði vísað til hruns­ins og velt því fyrir sér hvaða lær­dóm núver­andi rík­is­stjórn hygð­ist draga af þeim tíma í ljósi stýri­vaxta­breyt­inga.

„Í þessu sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að lækkun stýri­vaxta kom einmitt til sem hluti af efna­hags­að­gerðum stjórn­valda í kjöl­far COVID og stýri­vextir nú eru þar sem þeir voru fyrir far­ald­ur­inn, líkt og hæst­virtur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kom inn á í fram­sögu sinni. Lágt vaxtaum­hverfi hafði áhrif á hús­næð­is­mark­að­inn en á seinni hluta árs­ins 2021 dró úr veð­setn­ingu sem má tengja við þá ákvörðun fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar að lækka veð­setn­ing­ar­hlut­fall í lok júní ásamt því að hækk­andi eigna­verð og skortur á fram­boði er lík­legt til að spila inn í.

Við þurfum að nýta öll tæki til að sporna við auk­inni verð­bólgu og afleið­ingum henn­ar. Hækkun stýri­vaxta er helsta tæki Seðla­bank­ans til að ná verð­bólgu­mark­mið­inu. Það er lík­legt að vaxta­hækk­un­ar­ferlið haldi áfram á þessu ári. Við vitum að það eru hópar í sam­fé­lag­inu sem eru við­kvæmir fyrir þessum hækk­unum og hags­munir heim­il­anna verða að vera í for­vegi. Það er ljóst að vax­andi hlut­fall íbúða­lána á breyti­legum vöxtum er var­huga­vert og eitt­hvað sem við þurfum að bregð­ast við.“

Eva Dögg Davíðsdóttir, þingmaður VG.
Aðsend

Þá sagði hún að næstu árin myndu þurfa að ein­kenn­ast af mark­vissum aðgerðum og stefnu­mótun hins opin­bera til að skapa stöðugt vaxtaum­hverfi og fjöl­breytt­ari hús­næð­is­mark­að. „Það þarf að halda áfram að styrkja opin­beran hús­næð­is­markað með það að mark­miði að tempra verð­hækk­anir og mæta eft­ir­spurn. Hið opin­bera stóð fyrir bygg­ingu á 30 pró­sent af öllu nýju hús­næði á síð­asta kjör­tíma­bili og þessi þróun þarf að halda áfram svo við getum vaxið út úr far­aldr­inum líkt og stefna rík­is­stjórn­ar­innar kveður á um.“

Fólk þarf að vera búið að eign­ast skuld­lausa íbúð ef líf­eyr­ir­inn á að duga

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata beindi sjónum sínum að öðrum vinkli í sinni ræðu. „Ég held að það sé mjög gott og nauð­syn­legt atriði í þess­ari umræðu að skoða málið ann­ars vegar út frá stóru mynd­inni og hins vegar út frá hverjum og einum ein­stak­lingi. Ég ætla að byrja aðeins á stóru mynd­inni í þessu. Stóra myndin á bak við þetta allt, að mínu mati, sem við þurfum að vekja athygli á og pota dálítið mikið í er líf­eyr­is­kerfið okk­ar. Af hverju segi ég það?“ spurði hann.

„Af því að líf­eyr­is­kerfið okkar er sam­kvæmt vef­síð­unni líf­eyr­is­mál.is 6.000 millj­arðar króna að stærð. Hvað þýðir það, sér­stak­lega með til­liti til þess að ávöxt­un­ar­krafa á 6.000 millj­örðum króna eru 3,5 pró­sent? Það þýðir 200 millj­arða á ári sem þarf að afla í vexti til að standa undir líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Þetta er athygl­is­verð tala af því að raun­virði eykst verg lands­fram­leiðsla ein­ungis um 100 millj­arða á ári.

Hvað verður þá um hina 100 millj­arð­ana sem vant­ar? Þeir koma fram í verð­bólgu, verð­rýrn­un, það er ekk­ert flókn­ara en það. Þarna er kjarn­inn í því sem við upp­lifum dags­dag­lega í afborg­unum af lánum og svo fram­veg­is, grunn­ur­inn að verð­bólg­unni. Verð­bólgan er þarna af því að við leggjum til hliðar hluta af launum okkar til þess að geta fengið þau seinna sem ráð­stöf­un­ar­tekjur á efri árum. En það þarf að við­halda verð­gildi þess­arar inn­lagnar okkar til að við eigum fyrir henni þegar við komumst á efri ár, og þetta kostar hún okkur þegar allt kemur til alls. Hinn hlut­inn af líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu er síðan hús­næði sem allir þurfa að eign­ast skuld­laust áður en þeir fara á elli­líf­eyr­i.“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Bára Huld Beck

Í seinni ræðu sinni sagði Björn Leví að til þess að klára lífið þá þyrfti fólk að hafa þak yfir höf­uðið og ráð­stöf­un­ar­tekj­ur. „Til þess höfum við sett upp líf­eyr­is­sjóða­kerfi sem gerir ekki ráð fyrir því að líf­eyr­ir­inn geti greitt hús­næð­is­kostn­að. Málið er það ein­falt. Fólk þarf að vera búið að eign­ast skuld­lausa íbúð ef líf­eyr­ir­inn á að duga að jafn­aði fyrir bara mat og þess hátt­ar. Sá líf­eyrir er ein­fald­lega ekki ætl­aður til að greiða fyrir hús­næði.

Í heild­ar­sam­hengi þess þurfa stjórn­völd að geta útskýrt hvernig fólk á lág­marks­launum á að geta eign­ast hús­næði því eins og er eru fram­færslu­út­reikn­ingar stjórn­valda á þann hátt að þeir sem eru á lág­marks­launum eru í mínus eftir hver mán­aða­mót. Þá er ekki séns að geta eign­ast íbúð, hvað þá þegar ein­fald­lega öll önnur sveit­ar­fé­lög en Reykja­vík byggja ekki hlut­falls­lega sinn hluta íbúða sem þarf miðað við þá mann­fjölda­þróun sem er spáð á næstu árum og ára­tug­um. Við erum að glíma við það akkúrat núna að það er nýbúið að upp­færa mann­fjölda­spána. Hún er hærri en var búist við. Þá þarf enn fleiri íbúðir en búist var við. Í fyrri áætl­unum var Reykja­vík eina sveit­ar­fé­lagið sem byggði nægi­lega mikið til að sinna þeirri þörf miðað við hlut­falls­lega stærð borg­ar­inn­ar. Eina sveit­ar­fé­lag­ið. Hin eru öll að svíkj­ast undan í þeirri eft­ir­spurn.“

Skiptir engu máli að vextir séu sögu­lega lágir

For­maður Við­reisn­ar, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, tók einnig þátt í umræð­un­um. „Vand­inn sem hér um ræðir er að mörgu leyti heima­til­bú­inn og fyr­ir­séð­ur. Þó að um alþjóð­legan vanda sé að ræða þá hefur fjöldi sér­fræð­inga líka bent á þau mis­tök sem gerð hafa verið í hag­stjórn­inni. Nú eru fimm mán­uðir síðan að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir háðu sína kosn­inga­bar­áttu með þeim skila­boðum að hér hafi skap­ast öruggt lág­vaxtaum­hverfi á meðan stað­reyndin sú að greiðslu­byrði almenn­ings hefur snar­hækkað á síð­ustu vikum og mán­uðum og mun hækka á kom­andi tím­um.

Síðan hefur verið sagt þessu til varnar að í sögu­legu sam­hengi séu vextir lág­ir. Það skiptir bara engu. Það er engin huggun harmi gegn fyrir alla þá hús­næð­is­kaup­endur þar sem lánin hafa hækkað um tugi þús­unda. Það skiptir heldur engu að miða við ein­hver ver­búð­arár því að þetta er allt til heima­brúks. Sam­keppn­is­hæfi Íslands og íslensks atvinnu­lífs fer eftir því hver staða okkar er og sam­keppn­is­staða við útlönd, ekki hér innan lands. Hver vaxta­mun­ur­inn við útlönd? Hann auð­veldar ekki íslenskum fyr­ir­tækjum umhverf­ið. Þannig að vaxta­kostn­aður af skuldum rík­is­sjóðs mun hækka og er nú þegar fimmti stærsti útgjalda­lið­ur­inn. Á sama tíma sitjum við uppi með alls konar auk­inn kostn­að, m.a. vegna fjölda ráðu­neyta, af því að það treystir sér eng­inn til að for­gangs­raða fjár­munum rík­is­sjóðs,“ sagði hún.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Bára Huld Beck

Vill fá skýr svör frá stjórn­völdum

Þor­gerður Katrín kall­aði það þema sem hún sá í þessu sam­hengi „ábyrgð­ar­leysi og aðhalds­leysi“.

„Rík­is­stjórnin hefur aukið þensl­una og aukið útgjöld til að láta ráð­herrakap­al­inn ganga upp, en hefur síðan ekki mann­dóm í sér til að klára ýmis grund­vall­ar­prinsipp­mál eins og nið­ur­greiðslu sál­fræði­þjón­ustu. Sam­tök atvinnu­lífs­ins segja stjórn­völd varpa ábyrgð á alger­lega ósjálf­bærum rík­is­sjóði og skuldum hans á næstu rík­is­stjórn og rík­is­stjórnin svarar síðan ekki þeim skila­boðum frá seðla­banka­stjóra sem sagði skýrt á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar í morgun að það þurfi að eyða hall­an­um, að ríkið verði að eyða minni pen­ing og draga sig til baka. Við blasi ann­að­hvort skatta­hækk­anir eða að dregið verði úr rík­is­út­gjöld­um.“

Kall­aði hún eftir skýrum svörum frá stjórn­völdum um næstu skref og ætl­að­ist hún til þess að þau vökn­uðu til lífs­ins, því að staðan væri grafal­var­leg.

Kjara­við­ræður munu hafa mest áhrif á þróun verð­bólg­unnar

Einn þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, auk ráð­herr­ans, tók til máls í umræð­unni. Berg­lind Ósk Guð­munds­dóttir sagð­ist ætla að leyfa sér að vera rödd bjart­sýn­inn­ar. Hún sagði að nú væru uppi ger­ó­líkar aðstæður en þær sem máls­hefj­andi vís­aði til eftir hrun.

„Í fyrsta lagi reynd­ust efna­hags­leg áhrif heims­far­ald­urs­ins ekki vera jafn lang­vinn og margir ótt­uð­ust og í öðru lagi voru við­brögð stjórn­valda við far­aldr­inum til þess að efna­hags­bat­inn varð meiri en spár gerðu ráð fyr­ir. Ein helsta breytan er sú að eftir hrun var atvinnu­leysi mikið en nú er skortur á vinnu­afli. Þá hefur reglu­um­hverfið tekið veru­legum breyt­ingum frá hruni til marks um einmitt það að stjórn­völd hafa lært af mis­tök­unum í hrun­inu.

Þessar breyt­ingar eru bæði til hags­bóta fyrir neyt­endur sem og fjár­mála­stofn­anir og neyt­endur njóta nú betri verndar og hafa aukið frelsi til að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir um eigin fjár­hag og við­skipti við fjár­mála­stofn­an­ir. Meðan hús­næð­is­mark­að­ur­inn drífur áfram verð­bólg­una að mestu vegna skorts á fram­boðs­hlið­inni hefur Seðla­bank­inn fáa aðra kosti en að hækka stýri­vexti og er fullt til­efni til þess að beita áfram öðrum þjóð­hags­var­úð­ar­tækj­um. Þær aðgerðir sem gripið er til hér á þing­inu mega ekki ýta undir þrýst­ing á eft­ir­spurn­ar­hlið­inni eins og sumar til­lögur á þing­inu munu ger­a.“

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bára Huld Beck

Í þessu sam­hengi ítrek­aði hún að skuldir hag­kerf­is­ins væru lágar í sögu­legu sam­hengi og þrátt fyrir skulda­aukn­ingu heim­il­anna væri fjár­hags­staða þeirra sterk. „Það sem mun svo hafa mest áhrif á þróun verð­bólg­unnar eru kom­andi kjara­við­ræð­ur. Vinnu­mark­að­ur­inn mun spila stórt hlut­verk. Laun hafa í heims­far­aldr­inum hækkað veru­lega sem ger­ist ekki ann­ars staðar í svona aðstæð­um. Kjara­við­ræð­urnar verða að end­ur­spegla aðstæð­urnar í hag­kerf­in­u.“ Að lokum sagði hún að margt þyrfti að vinna saman til að við­halda fjár­mála­stöð­ug­leika og til þess þyrftu allir að róa í sömu átt.

Íslenska krónan – örmynt sem leikur almenn­ing grátt með reglu­legu milli­bili

Oddný G. Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar tók næst til máls og sagði að fram­kvæmd pen­inga­mála hefði breyst mjög til hins betra frá banka­hruni og fyrir það væri fyrst og fremst hægt að þakka mik­il­vægum laga­breyt­ingum í tíð rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur.

„Þá varð loks­ins til sjálf­stæður seðla­banki á Íslandi, pen­inga­stefnu­nefnd sett á lagg­irnar og póli­tískum skip­unum seðla­banka­stjóra hætt. Því miður var samn­ingur um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu ekki klár­að­ur, því með aðild­inni hefðum við fengið efna­hags­legan stöð­ug­leika til fram­tíðar og gjald­miðil sem borin er uppi af 500 millj­ónum manna.

Í stað þess þurfum við að búa við íslensku krón­una, örmynt sem leikur íslenskan almenn­ing grátt með reglu­legu milli­bili. Síð­ustu stýri­vaxta­hækk­anir Seðla­bank­ans komu illa við þá tekju­lægstu og þá sem verja nú þegar langstærstum hluta ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í hús­næð­is­kostn­að, heim­ili sem eru í þeirri stöðu að mega ekki við neinum óvæntum útgjöld­um. Staða fólks á leigu­mark­aði er erfið og ótryggð, ekki síst nú um stundir þegar verð­bólgan vex og leiga sem bundin er vísi­tölu hækkar sjálf­krafa. Verð­bólgan sem mun vaxa enn vegna stríðs­ins sem nú geisar í Evr­ópu og vaxta­hækk­anir verða til þess að hús­næð­is­kostn­aður fólks með lágar og með­al­tekjur fer enn lengra yfir við­mið­un­ar­mörk af ráð­stöf­un­ar­tekj­um. Rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur beitti hús­næð­is­bóta­kerf­inu og barna­bóta­kerf­inu með árang­urs­ríkum hætti á erf­iðum tím­um,“ sagði hún.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Bára Huld Beck

Oddný telur að nú ætti að nýta þá reynslu og beita kröft­ugum vaxta­bót­um, leigu­bótum og barna­bótum til að létta fólki róð­ur­inn. „Það þarf ein­ungis að stilla af eigna- og launa­við­mið og skerð­ing­ar­mörk. Kerfin eru til og það er hægt að bregð­ast við strax. Það eina sem vantar er póli­tískur vilji til að standa með fólki sem vegna ástands­ins nær ekki endum sam­an.“

Ábyrgð sveit­ar­fé­laga á hækkun fast­eigna­verðs mikil og þá sér­stak­lega Reykja­vík­ur­borgar

Ágúst Bjarni Garð­ars­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins henti sprengu inn í umræð­una í sinni ræðu sem end­aði á því að for­seti Alþingis bað þing­menn að gefa ræðu­mönnum hljóð til að ljúka máli sínu. Ágúst Bjarni hóf mál sitt á því að segja að aukin verð­bólga snerti öll heim­ili lands­ins. „Það er ástæðan fyrir því að Seðla­bank­inn hefur hækkað vexti. Það er gert til þess að bregð­ast við núver­andi aðstæð­um, þá sér­stak­lega á fast­eigna­mark­aði. Síð­ustu ár hafa verið óvenju­leg, meðal ann­ars vegna alheims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Ég hef þó sagt það áður að lík­lega er ekki skyn­sam­legt fyrir Seðla­bank­ann að auka taum­hald pen­inga­stefn­unnar of hratt.“

Hann sagði jafn­framt að nú hillti undir lok far­ald­urs­ins, atvinnu­lífið væri að kom­ast í gang og Íslend­ingar hefðu raun­hæfa mögu­leika á að verð­bólgan gengi hratt niður með nátt­úru­legum hætti. „En þá þarf líka meira til. Ýmis­legt hefur áhrif og það er meðal ann­ars staðan á fast­eigna­mark­aði. Hún er erf­ið, fast­eigna­verð hefur hækkað gríð­ar­lega hratt og mik­ill skortur er á fram­boði á hús­næði. Fram­boðið hefur ekki haldið í við eft­ir­spurn. Það er stað­reynd sem ekki er hægt að líta fram hjá að það er hús­næð­is­verð sem knýr verð­bólg­una áfram á Íslandi ásamt hækkun á hrá­vöru­verði. Ástæðan fyrir því er ein­fald­lega að það er skortur á íbúð­um, meðal ann­ars vegna þétt­ing­ar­stefnu borg­ar­inn­ar, sem hefur leitt til þess að verð á hús­næði er hátt. Það er verið að byggja dýrt á of dýrum svæð­um. Það er ekki það sem við þurf­um. Við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja hag­kvæmt.

Okkur Íslend­ingum er að fjölga hratt, þá sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ábyrgð sveit­ar­fé­laga á hækkun fast­eigna­verðs er mikil og þá sér­stak­lega Reykja­vík­ur­borg­ar. Reykja­vík­ur­borg er langstærsta sveit­ar­fé­lagið á Íslandi og því skiptir gríð­ar­legu máli hvað er gert. Við­var­andi skortur á lóðum og nýbygg­ingum hjá Reykja­vík­ur­borg hefur ýtt undir þessa miklu hækkun og knúið áfram verð­bólg­u.“

Hann sagði að allir þyrftu að gera þetta saman ef „við ætlum að halda sjó“.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Bára Huld Beck

„Við þurfum að vinna okkar vinnu. Við þurfum að tryggja lóða­fram­boð og kraft­mikla upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis til fram­tíðar fyrir alla. Þar hefur Reykja­vík­ur­borg, langstærsta sveit­ar­fé­lagið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, skilað auðu undir for­ystu jafn­að­ar­manna í allt of langan tíma,“ sagði Ágúst Bjarni en aðrir þing­menn köll­uðu fram í og spurðu meðal ann­ars hvað Hafn­ar­fjarð­ar­bær hefði gert en hann var bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Hafn­ar­firði og for­maður bæj­ar­ráðs áður en hann gerð­ist þing­mað­ur. For­seti Alþingis hvatti í fram­hald­inu þing­menn til þess að gefa ræðu­mönnum hljóð til að ljúka máli sínu og benti á að það væri ekki heim­ilt að halda uppi umræðum úr sætum sínum í þingsaln­um.

Órétt­látt að fjár­magns­eig­andi borgi lægri skatta en laun­þegi

Tómas A. Tóm­as­son þing­maður Flokks fólks­ins lét sig ekki vanta í umræð­urnar og sagði að margt væri skrýtið í kýr­hausn­um. „Í minni minn­ingu var það þannig ein­hvern tím­ann upp úr 1980 að ákveðið var að bæði laun og annað væri verð­tryggt, sem kom síðan í ljós að var dregið til baka þannig að launin hættu að vera verð­tryggð. Þannig að við sem erum laun­þegar þurfum að lifa við það að verð­bólgan hækkar og við þurfum ein­hvern veg­inn að redda okkur úr því.

Nú er ég búinn að velta þessu fyrir mér. Íbúð­ar­eig­andi sem á nokk­urrar íbúðir og leigir þær út er með verð­tryggðar tekj­ur. Og ofan á allt annað þá borgar hann miklu lægri skatta. Hann borgar 22 pró­sent í fjár­magnstekju­skatt á meðan við hinir þurfum að borga 30 til 40 pró­sent í skatt. Það er órétt­látt.“

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins.
Bára Huld Beck

Sagði hann að verið væri að tala um að lítið fram­boð væri á fast­eignum á Reykja­vík­ur­svæð­inu, aðal­lega. „Ég hef þá kenn­ingu að ástæðan sé m.a. sú að fjár­magns­eig­endur kaupa íbúðir í gríð og erg vegna þess það er ekki hægt að fá betri ávöxtun í dag. Þegar þú leggur pen­ing inn í bank­ann færðu núll komma eitt­hvað pró­sent vexti þar á og hluta­bréf eru upp og nið­ur. En íbúða­verð hækkar stöðugt. Þannig að þeir sem eiga pen­inga kaupa íbúðir og græða því að þeir geta selt þær aftur um leið og þeir vilja.“

Nágranna okkar í Evr­ópu þurfa ekki að reka heim­ili sín „eins og vog­un­ar­sjóði“

Guð­brand­ur, máls­hefj­andi umræð­unn­ar, tók að lokum til máls í annað sinn. „Hér hafa farið fram ágæt­isum­ræður og mörg sjón­ar­mið hafa komið fram sem ég er að mörgu leyti sam­mála en öðrum ekki. En staðan er hins vegar sú hjá okkur miðað við nágranna okkar í Evr­ópu, að þeir þurfa ekki að reka heim­ili sín eins og vog­un­ar­sjóði. Þeir neyð­ast ekki til að spá enda­laust í það hvaða áhrif vaxta­breyt­ingar muni hafa á heim­il­is­bók­hald­ið. Þeir þurfa ekki að end­ur­fjár­magna lánin sín á nokk­urra ára fresti og eiga ekki á hættu að tapa tugum þús­unda á mán­uði vegna skyndi­legra ákvarð­ana seðla­bank­anna. Venju­legt fólk þarf ekki að hafa ígildi háskóla­prófs í hag­fræði til að lág­marka skað­ann af sveiflu­kenndum gjald­miðli.“

Beindi hann máli sínu að full­yrð­ingum um að lóða­skortur í Reykja­vík væri helsta orsök hækk­ana á fast­eigna­verði. Hann sagði að það stæð­ist ekki. „Fast­eigna­verð hefur hækkað um allt land og Reykja­vík hefur staðið fyrir met­upp­bygg­ingu á tíma­bil­inu, mun meira en nágranna­sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Aftur á móti hafa lægri vextir og aðgengi að líf­eyr­is­sparn­aði aukið eft­ir­spurn­ina á fast­eigna­mark­aði marg­falt umfram það sem verið hefur und­an­farin ár. Rík­is­stjórnin mætti því að líta sér nær áður en hún kennir öðrum um þessa miklu aukn­ingu í skuld­bind­ingum heim­il­anna. Það er mikið áhyggju­efni að hún hafi ráð­ist í þessar aðgerðir án þess að skoða mögu­leg áhrif þeirra.

Þegar ég tal­aði um víxl­verkun verð­bólgu og vaxta minn­ist hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra á víxl­verkun launa og verð­lags í sögu­legu sam­hengi. Illu heilli var þetta tekið úr sam­bandi og launa­fólk stóð bara óvar­ið. Þegar verið er að skella vaxta­hækk­unum á skuld­sett fyr­ir­tæki ótt­ast ég að það muni bara fara beint út í verð­lagið og valda því að það þurfi áfram að hækka vexti. En að minni hyggju á hag­stjórn líka að snú­ast um hag heim­il­anna og kannski fyrst og fremst.“

Skautað „létti­lega“ yfir hin raun­veru­legu efna­hags­legu við­fangs­efni

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lauk umræð­unni með því að segja að þrátt fyrir að hún hefði verið ágæt þá hefði verið skautað létti­lega yfir hin raun­veru­legu efna­hags­legu við­fangs­efni og hvað væri til bóta miðað við stöð­una eins og hún blasir við núna.

„Við höfum verið að ræða verð­bólg­una hér í dag. Ég hef ekki heyrt margar hug­myndir til að slá á verð­bólg­una en ég hef heyrt margar hug­myndir um ný útgjöld hjá rík­is­sjóði. Það hafa verið uppi kröfur um að auka útgjöldin í hina og þessa mála­flokk­ana en það eitt og sér er ekki lík­legt til að hjálpa okkur að takast á við þann vanda sem við erum að ræða hér, sem er í raun og veru verð­bólgan og áhrif hennar á kjör fólks í land­inu vegna vaxta­hækk­ana sem fylgt hafa í kjöl­far­ið.

Tölu­vert hefur verið rætt um vaxta­hækk­un­ina og fólk segir að það hjálpi ekki þó að vextir séu lágir í sögu­legu sam­hengi. Ég ætla nú samt að halda því fram að það skipti máli að skoða hvaða hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum heim­il­anna fer í afborg­anir af hús­næð­is­lán­um. Það er lágt hlut­fall, það er ekki mikið hærra en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Skuldir heim­il­anna á Íslandi eru þrátt fyrir allt lægri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um, ef við notum mæli­kvarð­ann sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu. Staða heim­il­anna er því miklu sterk­ari en umræðan hér í dag ber með sér. Það er allt of lítið sem við fáum út úr þess­ari umræðu, því mið­ur, sem inn­legg inn í mark­vissar aðgerðir til að fást við hinn und­ir­liggj­andi vanda. Ég hef verið að segja: Við þurfum að beita rík­is­fjár­mál­unum af skyn­semi við þessar aðstæður og við eigum ekki að horfa í hina átt­ina þegar Seðla­bank­inn segir að nú sé fram­leiðsluslak­inn horf­inn og við séum komin inn í nýtt tíma­bil,“ sagði hann.

Furð­aði ráð­herr­ann sig á því hvað for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar átti við þegar hann léti sem svo að það hefði verið slæm ákvörðun hjá fólki að end­ur­fjár­magna lánin sín eða fara í fast­eigna­kaup. „Ég veit bara ekk­ert hvað menn eru að fara. Fólk hefur notið góðs af lágu vaxta­stigi. Ég vil bara segja að sem betur fer hafa margir kom­ist inn á mark­að­inn og við höfum aldrei séð álíka fjölda fyrstu íbúð­ar­kaup­enda, sem er mjög gott mál. En verk­efnið heldur áfram og við eigum eftir að tæma þessa umræðu ein­hvern tím­ann síð­ar. Það verður ekki gert hér í dag,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar