Vill flytja 4000 störf frá Kaupmannahöfn

17028090571_a9e0ddf732_z.jpg
Auglýsing

Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn (Dansk fol­ke­parti) vill að tólf opin­berar stofn­anir verði fluttar frá Kaup­manna­höfn og komið fyrir á lands­byggð­inni. Hug­myndin hefur fengið blendnar und­ir­tekt­ir.

Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn jók stór­lega fylgi sitt í kosn­ing­unum 18. júní síð­ast­lið­inn og er nú næst stærsti flokk­ur­inn á danska þing­inu  með 37 þing­menn.  Flokk­ur­inn hefur þrátt fyrir vel­gengn­ina valið að vera utan stjórn­ar, telur sig þannig hafa meiri áhrif á stjórn lands­mál­anna.  Fylgi flokks­ins jókst um allt land en þó mest í lands­byggð­ar­kjör­dæmum langt frá höf­uð­staðnum Kaup­manna­höfn eða öðrum stórum bæj­um, í þeim lands­hlutum sem Danir kalla gjarna udkants­dan­mark. Íbúum á þessum svæðum hefur á und­an­förnum árum fækkað mikið en að sama skapi fjölgað í stærri bæj­um. Mest í Kaup­manna­höfn, þar fjölgar íbúum í hverjum  mán­uði um tæp­lega eitt þús­und. Afleið­ingin er hús­næð­is­skortur í höf­uð­borg­inni en úti á lands­byggð­inni standa mörg þús­und hús, kannski tug­þús­und­ir, auð og yfir­gefin og grotna nið­ur.

Kosn­inga­málEitt helsta kosn­inga­mál Danska Þjóð­ar­flokks­ins fyrir kosn­ingar var að snúa því, sem flokk­ur­inn kallar öfug­þró­un, við og kynnti strax í árs­byrjun hug­myndir sínar um flutn­ing opin­berra stofn­ana frá Kaup­manna­höfn. Þær hug­myndir voru almennt orð­að­ar, hvorki nefndar stofn­anir né fjöldi starfa sem æski­legt færi að flytja burt úr höf­uð­staðn­um. Þótt í aðdrag­anda kosn­ing­anna væri tals­vert rætt um vanda lands­byggð­ar­innar og hvað væri þar hægt að gera til úrbóta var umræðan um nákvæm­lega hvað gera skyldi ekki áber­andi.

Nefnd eða ekki nefndDanski Þjóð­ar­flokk­ur­inn lagði til í mars að komið yrði á fót sér­stakri nefnd sem skyldi kanna og koma með til­lögur um hvaða stofn­anir væri æski­legt að flytja frá Kaup­manna­höfn, hvert þær yrðu fluttar og hvað slíkt myndi kosta. Starfs­mönnum nokk­urra stofn­ana, sem ein­stakir þing­menn höfðu nefnt að upp­lagt væri að flytja, þótti nefnd­ar­hug­myndin góð.  Með því móti yrði tekið til­lit til allra þátta en ekki ráð­ist í hlut­ina í ein­hverju fljótræði.

skibby Þing­mað­ur­inn Hans Krist­ian Skibby er tals­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins í atvinnu­mál­u­m.

Auglýsing

 

Nú hefur Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hins vegar skipt um skoð­un.  Tals­maður flokks­ins í atvinnu­mál­um, Hans Krist­ian Skibby sagði í við­tali í danska sjón­varp­inu fyrir helgi að með því að stofna ein­hverja nefnd myndi þessu brýna hags­muna­máli seinka. Nefnda­störf hafi til­hneig­ingu til að drag­ast von úr viti og á end­anum fáist kannski engin nið­ur­staða. Í þessu máli megi engan tíma missa, stjórn­ar­flokk­ur­inn Ven­stre eigi ein­fald­lega að leggja fram hug­myndir og þær eigi síðan að ræða í þing­inu áður en end­an­leg ákvörðun verði tek­in. Með þessu spar­ast mik­ill tími. Aðspurður um hvort slíkt fyr­ir­komu­lag bjóði ekki heim alls konar kjör­dæma­poti þing­manna, sem allir vilji fá allt í sitt kjör­dæmi, sagði Hans Krist­ian Skibby ekki ótt­ast slíkt.

Vill flytja 12 stofn­anir og 4000 störf frá Kaup­manna­höfn    Fyrir nokkrum dögum lagði Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn fram til­lögur sínar um hvaða stofn­anir flokk­ur­inn teldi að flytja ætti frá höf­uð­borg­inni til ann­arra staða í land­inu. Á list­anum eru tólf stofn­an­ir. Sú stærsta á list­anum er stofn­unin BaneD­an­mark með 2250 starfs­menn. Þessi stofnun hefur yfir­um­sjón með danska járn­brauta­kerf­inu, lagn­ingu teina, upp­setn­ingu merkja­ljósa, við­haldi á merkj­um, ljósum og teinum o.s.frv. Sú næst fjöl­menn­asta er Danska Umhverf­is­stofn­unin með tæp­lega 1300 starfs­menn, 400 þeirra í Kaup­manna­höfn. Síðan kemur Eft­ir­lits­stofnun með land­bún­aði og fisk­veið­um, þar eru starfs­menn um það bil 1100, 800 þeirra í höf­uð­borg­inni.

Á list­anum eru auk áður­nefndra stofn­ana meðal ann­ars Danska veð­ur­stof­an, Umferð­ar­stofn­un­in, Orku­mála­stofn­unin og  Sigl­inga­mála­stofn­un. Sam­tals eru þessar stofn­anir með fleiri en 6000 starfs­menn en ljóst er að ef af flutn­ingum verður munu ekki allir starfs­menn verða fluttir til, hluti þeirra verður áfram í Kaup­manna­höfn. Það er mat Danska Þjóð­ar­flokks­ins að um 4000 störf verði með þessum hætti hægt að flytja til ýmissa staða á lands­byggð­inni. Það hefur vakið nokkra athygli að helstu for­ystu­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins hafa lítt eða ekki tjáð sig um hugs­an­legan flutn­ing rík­is­stofn­ana.

Ekki allir jafn hrifnir af hugs­an­legum flutn­ingumHug­myndir Danska Þjóð­ar­flokks­ins hafa mælst mis­jafn­lega fyr­ir. All­margir þing­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna hafa lýst sig and­snúna þessum hug­mynd­um, segja þær bera keim af lýð­skrumi, þarna sé verið að kasta fram hug­mynd­um, sem falli í kramið hjá til­teknum hópi kjós­enda. Algjör­lega sé sneitt hjá að ræða kostn­að­inn sem slíkur flutn­ingur stofn­ana hafi í för með sér.  Og jafn­framt rösk­un­ina fyrir starf­semi við­kom­andi stofn­ana. Margir þing­menn hafa jafn­framt lýst efa­semdum um að flutn­ingur stofn­ana breyti nokkru, til þess þurfi meira en flutn­ingur 4000 starfa að koma til.

Reynsla Norð­mannaÍ tengslum við nýfram­komnar til­lögur Danska Þjóð­ar­flokks­ins hefur hér í Dan­mörku tals­vert verið fjallað um nýlega skýrslu sem norskt ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki, Asplan Viak, gerði um flutn­ing norskra stofn­ana á und­an­förnum árum. Mark­miðið með þeim flutn­ingum átti að vera að flytja sér­hæfð störf frá Ósló. Nið­ur­staða ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins var sú að slíkir flutn­ingar hafi í för með sér mik­inn kostn­að, eða um eina milljón norskra króna á hvert starf, það jafn­gildir um það bil 18 millj­ónum íslensk­um. Kjarn­inn greindi frá þeirri skýrslu í des­em­ber 2014. 

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórn sín muni skoða gaumgæfilega að flytja stofnanir og störf frá höfuðstaðnum. Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur lýst því yfir að stjórn sín muni skoða gaum­gæfi­lega að flytja stofn­anir og störf frá höf­uð­staðn­um.

 

Sparn­að­ur, sem reiknað hafði verið með, reynd­ist eng­inn því ýmis auka­kostn­aður varð mun meiri en áætlað hafði ver­ið. Starf­semi þeirra stofn­ana sem fluttar voru frá Ósló raskað­ist veru­lega, meðal ann­ars vegna þess að margir starfs­menn ákváðu að segja upp og mik­ill tími og kostn­aður fylgdi því að ráða nýtt starfs­fólk, sem að stórum hluta þekkti lítt til starf­sem­inn­ar. Mjög erfitt reynd­ist í mörgum til­vikum að fá til starfa sér­menntað starfs­fólk þannig að margar stofn­anir sem fluttar voru með þessum hætti eru nú mann­aðar fólki með mun minni menntun en það fólk sem áður var þar við störf. Nið­ur­staða ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins er í stuttu máli sú að stofn­ana­flutn­ing­ur­inn hafi kostað mikið en skilað litlu. 

Póli­tísk ákvörðunNorska skýrslan hef­ur, eins og áður var sagt, verið tals­vert til umfjöll­unar í dönskum fjöl­miðl­um. Þing­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins hafa lagt á það áherslu að þeir telji flutn­ing stofn­ana styrkja lands­byggð­ina en hafa lítið gefið fyrir þau rök að slíkur flutn­ingur veiki við­kom­andi stofn­an­ir. Troels Lund Poul­sen atvinnu­mála­ráð­herra sagði í við­tali í danska sjón­varp­inu, þegar rætt var um kostn­að­inn við slíkan flutn­ing, að aðstæður hér í Dan­mörku væru aðrar en í Nor­egi, án þess að útskýra það nán­ar.

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur lýst því yfir að stjórn sín muni skoða gaum­gæfi­lega að flytja stofn­anir og störf frá höf­uð­staðnum en sagði jafn­framt að stjórnin þyrfti ekki að bera slíkar ákvarð­anir undir þing­ið, né ein­staka flokka sem þar eiga full­trúa. Flutn­ingur stofn­ana sé póli­tísk ákvörð­un.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None