Afdrifarík ákvörðun Rússa sem ætti ekki að koma neinum á óvart

putin.jpg
Auglýsing

Rússar hafa bætt Íslend­ingum á lista yfir þau lönd sem Rússum er nú óheim­ilt að flytja inn mat­væli frá. Kjarn­inn greindi frá því í morgun, fyrstur íslenskra fjöl­miðla, að Dmitri Med­vedev, for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, hefði stað­fest að fimm ríkjum hefði verið bætt á slíkan lista. Löndin fimm eru Alban­ía, Svart­fjalla­land, Liechten­stein, Úkra­ína og auð­vitað Ísland.

Fyrir voru á list­anum öll aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, Banda­rík­in, Kana­da, Nor­egur og Ástr­al­ía. Ástæðan fyrir veru allra þess­arra ríkju á bann­list­anum er ein­föld: það standa að eða styðja við­skipta­þving­anir á hendur Rúss­landi vegna inn­limunar þeirra á Krím­skaga.

Ákvörðun Rússa er mikið áfall fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, og íslenskt efna­hags­líf. Hún mun að öllum lík­indum skerða útflutn­ings­tekjur lands­ins, að minnsta kosti til skamms tíma. Ákvörð­unin átti samt ekki að koma mikið á óvart.

Auglýsing

Legið í loft­inuÍ raun hafði ákvörðun Rússa legið í loft­inu í lengri tíma, þótt form­leg ákvörðun hafi ekki verið tekin fyrr en í morg­un. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar listi Rússa var settur sam­an, fyrir tæpu ári síð­an, að það var nokkuð til­vilj­un­ar­kennt hvaða ríki lentu á hon­um. Þannig lentu Norð­menn á honum en ekki Íslend­ingar þrátt fyrir að bæði ríkin hefðu staðið með þeim við­skipta­þving­unum sem lagðar voru á Rússa í júní 2014.

Nokkrum mán­uðum síð­ar, nánar til­tekið 15. októ­ber 2014, birti Evr­ópu­ráðið síðan form­lega til­kynn­ingu um að Ísland, Makedón­ía, Svart­fjalla­land, Alban­ía, Liechten­stein, Nor­eg­ur, auk Úkra­ínu og Georg­íu, ætl­uðu að styðja þær við­skipta­þving­anir sem Evr­ópu­sam­band­ið, Banda­ríkin og Kanada höfðu lagt á Rússa. Frá því að þessi til­kynn­ing birt­ist hefur verið órói innan íslensku stjórn­sýsl­unn­ar, og ekki síður hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um, vegna þess mögu­leika að Rússar myndu bæta Íslandi á lista yfir þau lönd sem mega ekki flytja mat­væli til Rúss­lands. Sá listi er við­bragð við við­skipta­þving­unum vest­ur­veld­anna gagn­vart Rúss­landi.

Það þurfti ekki að bíða lengi eftir stað­fest­ingu á að sá óró­leiki sem var til staðar hér­lendis átti fullan rétt á sér.

Mik­ill órói í fyrra­haustÞann 23. októ­ber 2014 greindi Kjarn­inn til að mynda frá því að hags­muna­að­ilar í sjáv­ar­út­vegi hefðu verið boð­aðir á fund í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu vegna stöð­unnar sem komin var upp milli Íslands og Rúss­lands. Þeim höfðu þá borist upp­lýs­ing­ar, í gegnum við­skipta­vini sína í Rúss­landi, að rúss­nesk stjórn­völd hefðu hug á að loka á við­skipti við Ísland. Adolf Guð­munds­son, þáver­andi for­maður LÍÚ, sagði þá í sam­tali við Kjarn­ann að hann hefði heyrt af áhyggjum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja af því að Rússar væru að loka á við­skipti við Ísland og útvíkka inn­flutn­ings­bann­ið.

Ekk­ert varð hins vegar af bann­inu þá. Ástæður þess hafa ekki verið útskýrðar opin­ber­lega.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Rússa. MYND:EPA. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra hefur lýst yfir miklum von­brigðum með ákvörðun Rússa. MYND:EPA.

Med­vedev boðar við­bót á list­annÍ lok júli voru við­skipta­þving­an­irnar gagn­vart Rúss­landi fram­lengdar um ár. Skömmu eftir að sú ákvörðun lá fyrir birti Evr­ópu­ráðið nýjan lista yfir þau ríki sem studdu aðgerð­irn­ar, og þar á meðal voru Íslend­ing­ar.

Rússar brugð­ust skjótt við og Dmi­tri Peskov, fjöl­miðla­full­trúi Vla­dimirs Pút­in, for­seta Rúss­lands, sagði að til greina kæmi að Rúss­land myndi fjölga lönd­unum á sínum bann­lista.

Med­vedev, for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, til­kynnti svo í síð­ustu viku að hann ætl­aði sjálfur stýra rann­sókn á því hvort Rúss­land ætti að útvíkka bannið þannig að það myndi ná til fleiri landa.

Síðan þá hefur verið mik­ill órói hér­lend­is. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sagði við Morg­un­blaðið að ráðu­neyti hans og rík­is­stjórnin hefðu haft áhyggjur af því „allan tím­ann“ að lenda á við­skipta­bann­lista Rússa. Jón Garðar Helga­son, for­mað­ur­ ­Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sagði á sama stað að við­skipta­bann gæti sett mikla hags­muni Íslands í upp­nám. Kol­beinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, kvart­aði yfir skort á sam­ráði við hags­muna­að­ila.

Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, stýrði rannsókn á því hvaða lönd ættu að fara á listann. Dmitri Med­vedev, for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, stýrði rann­sókn á því hvaða lönd ættu að fara á list­ann.

Margir ósáttirMargir stigu fram og viljað að íslensk stjórn­völd breyti afstöðu sinni gagn­vart við­skipta­þving­unum sem Rússar eru beitt­ir. Á meðal þeirra var Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaups­stað, sem sagði þátt­töku Íslands í aðgerð­unum vera van­hugs­aða. Með þátt­töku eru gríð­ar­legir hags­munir þjóð­ar­bús­ins lagðir að veði. Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, steig fram og sagði að Íslend­ingar ættu að hætta að styðja þving­an­irn­ar. Jón Bjarna­son, fyrrum sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, tók opin­ber­lega í sama streng.

Þverpóli­tísk sam­staða var hins vegar um það í utan­rík­is­mála­nefnd að standa áfram með sögu­legum banda­mönnum Íslands og styðja aðgerð­irnar gegn Rúss­um. Fram­ferði þeirra gegn Úkra­ínu væri ólíð­andi og gegn því yrði að standa.

Gríð­ar­lega miklir hags­munir undirÞað var ekki að ástæðu­lausu að allt nötr­aði og skalf út af hinu yfir­vof­andi banni. Íslend­ingar stunda gríð­ar­lega mikil við­skipti við Rússa og mikið af þeim auknu útflutn­ings­tekjum sem við höfum fengið eftir hrun, og hafa skipt lyk­il­máli í að rétta við íslenskt efna­hags­líf, eru til­komnar vegna sölu á mak­ríl til Rúss­lands.

Um fimm pró­sent útflutn­ings­verð­mæta Íslands á síð­asta ári komu til vegna útflutn­ings­ til Rúss­lands. Á árinu 2014 voru aðeins fimm lönd sem keyptu meira af útflutn­ings­af­urðum Íslands, en alls nam verð­mæti útflutn­ings til Rúss­lands um 29 millj­örðum króna á síð­asta ári af sam­tals um 590 millj­arða króna útflutn­ings­verð­mæt­um. Í minn­is­blaði sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi lögðu fram á fundi með utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis á mánu­dag kom fram að áætlað útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða til Rúss­lands í ár nemi 37 millj­örðum króna, eða um átta millj­örðum króna til við­bótar við það sem þau skil­uðu í fyrra. Uppi­staðan í þessum tekjum er sala á mak­ríl, en um helm­ingur þess mak­ríls sem veiðst hefur við Íslands­strendur und­an­farin ár hefur farið á Rúss­lands­mark­að.

Sam­kvæmt nýbirtum bráða­birgða­nið­ur­stöðum Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar er heild­ar­magn mak­ríls meira en nokkru sinni fyrr á Íslands­mið­um, eða frá því að athug­anir hófust árið 2009.

Lok­ast hefur fyrir aðra mark­aðiMik­il­vægi Rúss­lands­markað fyrir íslenskan fisk­út­flutn­ing, sér­stak­lega á mak­ríl, hefur auk­ist mikið á und­an­förnum árum. Ástæðan er meðal ann­ars sú að Ísland getur ekki selt mak­ríl inn á innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins án þess að greiða tolla. Ástæðan er sú að fyrir rúmu ári gerðu Norð­menn, Fær­eyjar og Evr­ópu­sam­bandið sam­komu­lag um mak­ríl­veiðar í Atl­ants­hafi án aðkomu og vit­undar Íslands.

Auk þess hefur lok­ast fyrir sölu á mak­ríl til Nígeríu eftir að yfir­völd þar kynntu nýverið um bann á inn­flutn­ingi á fiski og fjöl­mörgum fleiri vöru­flokk­um. Í fyrra fluttu íslensk fyr­ir­tæki yfir 20 þús­und tonn af mak­ríl til Nígeríu og landið voru stærstu kaup­endur af afurð­inni, utan Rússa. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum Níger­íu­manna eru meðal ann­ars höft á gjald­eyr­is­við­skipti og útgáfa handa­hófs­kenndra inn­flutn­ings­kvóta til að efla inn­lenda fram­leiðslu. Ofan á allt saman er Úkra­ínu­mark­að­ur, sem hefur lengi verið mik­il­vægur mark­aður fyrir íslenskan upp­sjáv­ar­fisk, verið sem lamaður vegna þeirra átaka sem átt hafa sér stað í land­inu.

Þess ber þó að geta að öll þessi lönd eru fjarri því að vera mik­il­væg­ustu við­skipta­lönd Íslend­inga. Alls fer á bil­inu 75 til 80 pró­sent af útflutn­ingi Íslend­inga inn á Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Þá kemur 63 pró­sent af öllum inn­flutn­ingi til lands­ins þaðan og um tíu pró­sent frá Banda­ríkj­un­um. Í þeim skiln­ingi eru íslensk stjórn­völd því að veðja á réttan hest með því að standa sam­hliða sögu­legum sam­herjum lands­ins í aðgerðum þeirra gegn Rúss­um. Lang­mestu við­skipta­hags­munir Íslend­inga eru hjá þeirri blokk.

Íslandi bætt á list­annÍ gær virt­ist ein­boðið að Rússar myndu bæta löndum við á bann­list­ann sinn. Eina óvissan var hversu mörg þau yrðu. Íslensk stjórn­völd og hags­muna­að­ilar von­uðu fram á síð­ustu stundu að Ísland yrði þar und­an­skilið og miklar skeyta­send­ingar áttu sér aug­ljós­lega stað milli íslenskra og rúss­neskra stjórn­valda til að reyna að tryggja að svo yrði.

En allt kom fyrir ekki. Í morgun var birtur listi yfir þau fimm lönd sem bætt yrði á bann­list­ann. Þau voru Ísland, Alban­ía, Svart­fjalla­land, Liechten­stein og Úkra­ína.

Hvað þýðir þetta?Eftir því sem liðið hefur á dag­inn hefur komið skýrar í ljós hvað vera Íslands á list­anum þýð­ir. Í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu kom fram að bannið feli í sér að íslenskum fyr­ir­tækjum verður ekki lengur unnt að mark­aðs­setja sjáv­ar­af­urðir í Rúss­landi auk þess sem bannið tekur til land­bún­að­ar­vara að frá­töldu lamba­kjöti, ærkjöti, hrossa­kjöti og nið­ur­soðnu fisk­meti í dósum. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki toll­af­greiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landa­mær­un­um.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hitti sendiherra Rússlands á Íslandi í dag til að ræða þá stöðu sem er uppi. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hitti sendi­herra Rúss­lands á Íslandi í dag til að ræða þá stöðu sem er upp­i­.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og lands­bún­að­ar­ráð­herra, ræddi við sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, Anton V. Vasili­ev, á óform­legum fundi í dag. Þar sagði sendi­herr­ann að ákvörð­unin frá því í morgun beind­ist ekki sér­stak­lega gegn Íslandi, heldur væru Rússar að svara í sömu mynt fyrir þær aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim. Aðgerðir sem Rússar telji ólög­leg­ar. Sendi­herr­ann sagð­ist ekki hafa upp­lýs­ingar um hversu víð­tækt inn­flutn­ings­bannið væri, en það væri tíma­bundið og nauð­syn­legt að vinna að sam­eig­in­legri lausn.

Við­brögðin eftir bók­inniVið­brögð við ákvörð­un­inni í dag hafa verið eftir bók­inni. Gunnar Bragi sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem hann sagði ákvörðun Rússa vera gríð­ar­leg von­brigði. „Við höfum leitað allra leita til að útskýra afstöðu okkar fyrir rúss­neskum stjórn­völdum og þá hags­muni sem undir eru.“

HB Grandi, eina sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið sem skráð er á mark­að. Sendi frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar til að greina frá áhrifum banns­ins á starf­semi sína. Þar sagði að í fyrra hafi sautján pró­sent tekna HB Granda frá við­skiptum við rúss­neska aðila. Gróf­lega áætlað mun inn­flutn­ings­bann Rúss­lands á mat­vöru frá Íslandi lækka tekjur félags­ins um um það bil tíu til fimmtán millj­ónir evra á árs­grund­velli. Félagið á nú um 6 millj­ónir evra í útistand­andi kröfum í Rúss­landi. Tekið var fram að erfitt sé að meta fjár­hags­leg áhrif banns­ins á HB Granda. Tíu til fimmtán millj­ónir evra eru jafn­virði um 1.470 til 2.200 millj­óna króna. Hluta­bréf í HB Granda lækk­uðu um 2,64 pró­sent í dag í 607 millj­óna króna við­skipt­um.

Þá greindi vef­ur­inn Und­erc­ur­rent News, sem sér­hæfir sig í fréttum af sjáv­ar­út­veg­i,frá því að  þremur send­ingum með vörum frá Íslandi á leið til Rúss­lands hafi í dag verið snúið við.

Önnur áhrif banns­ins munu síðan koma fram á næstu dög­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None