Ný fasteignabóla að blása út - Viðvörunarbjöllur hringja

bull.jpg
Auglýsing

Víða um heim eru nú farin að sjást merki um ofhitnun á mörk­uðum með atvinnu­hús­næði, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal í dag. Fjár­magn hefur flætt í fast­eigna­verk­efni þar sem er verið að byggja atvinnu­hús­næði og virð­ist lítið lát á því. Fer­metra­verð í heims­borg­unum London, Hong Kong, Osaka og Chicago er nú orðið hærra en það var fyrir fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009, en það hríð­féll í kjöl­far henn­ar, einkum árin 2009 og 2010.

Það sama má segja um Los Ang­el­es, Berlín, New York og Sydney sam­kvæmt grein­ingum frá Real Capi­tal Ana­lyt­ics, sem Wall Street Journal vitnar til í umfjöllun sinni.

Tölur sem sáust bara 2006 og 2007Á fyrstu sex mán­uðum þessa árs juk­ust fjár­fest­ingar í atvinnu­hús­næð­is­verk­efnum um 36 pró­sent í Banda­ríkj­unum og námu sam­tals 225,1 millj­arði Banda­ríkja­dala, eða  sem nemur um 29 þús­und millj­örðum króna. Í Evr­ópu var svip­aða sögu að segja, en þar jukustum fjár­fest­ingar í atvinnu­hús­næði um 37 pró­sent, í 148 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur rúm­lega 20 þús­und millj­örðum króna. Þetta er mesta aukn­ing í fjár­fest­ingum sem þessum í Evr­ópu síðan í byrjun árs 2007.

Lág­vaxtaum­hverfi þrýstir fjár­magni í fast­eignirÞað sem er talin helsta ástæðan fyrir þess­ari miklu aukn­ingu í fjár­fest­ingum í atvinnu­hús­næði eru afar hag­stæða lána­skil­yrði, þar sem vextir eru víð­ast hvar við núllið, auk þess sem stefnu­breyt­ing hefur orðið hjá stórum fjár­fest­inga­sjóðum í Asíu og Mið-Aust­ur­löndum sem beina nú fjár­magni sínu frekar í atvinnu­hús­næði en skulda­bréf sem í boði eru á mark­aði. Jacques Gor­don, yfir­maður grein­inga hjá LaSalle Invest­ment Mana­gement eign­ar­stýr­ing­ar­fé­lag­inu í Chi­acago, segir í sam­tali við Wall Street Journal að yfir­leitt sé svona mikil og skörp hækkun í einum eigna­flokki boð­beri frekar slæmra tíð­inda. Í þessu til­viki sé stór hópur fjár­festa að færa til fjár­magn yfir í eigna­flokk sem til lengdar litið eigi frekar að vera stöð­ugur í vexti, og þá alls ekki svona miklum eins og raunin er.

Nokkur stór við­skipti hafa fangað athygli fjöl­miðla. Þar á meðal eru kaup kín­verska félags­ins Anbang Ins­urance Group á Waldor-A­storia hót­el­inu í New York, í febr­úar síð­ast­liðn­um, en félagið greiddi tæp­lega tvo millj­arða Banda­ríkja­dala fyrir hót­el­ið, eða sem nemur tæp­lega 270 millj­örðum króna. Tveimur mán­uðum síðar setti svo annað kín­verskt félag, Suns­hine Ins­urance Group Co., met þegar það greiddi yfir tvær millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 270 millj­ónir króna, fyrir hvert her­bergi Baccarat Hót­els­ins í New York, sam­tals um 230 millj­ónir dala, eða sem nemur um þrjá­tíu millj­örðum króna.

Auglýsing


Thank you @Baccar­at­Hot­els for an unfor­getta­ble stay! You blew my mind!A photo posted by @mr­moudz on

Varð­hund­arnir fylgj­ast grannt með gangi málaSeðla­banki Banda­ríkj­anna fylgist grannt með gangi mála á þessum mark­aði, og gerir stöð­una að umtals­efni í skýrslu sinni til Banda­ríkja­þings, í lok síð­asta mán­að­ar. Í henni segir að mik­ill þrýst­ingur sé á þennan eigna­flokk og verð á atvinnu­hús­næði sé að hækka hratt (“valu­ation pressures in commercial real estate are ris­ing as commercial property prices cont­inue to incr­e­ase rapid­ly.”). Líf­eyr­is­sjóðir í Banda­ríkj­unum hafa nú um 7,7 pró­sent af eignum sínum bundnar í fast­eignum og hefur hlut­fallið hækkað úr 6,3 pró­sent árið 2011, sem telst umtals­vert mikil hækkun á skömmum tíma, af því er segir í umfjöllun Wall Street Journal.

Örmark­að­ur­inn á ÍslandiSé litið sér­stak­lega til örmark­að­ar­ins á Íslandi, og mark­aðar með atvinnu­hús­næði sér­stak­lega, þá hefur raun­verð á atvinnu­hús­næði hækkað um átján pró­sent á einu ári, sem telst mikil hækk­un, tölu­vert umfram hækkun á mark­aði með íbúð­ir. Um þetta er meðal ann­ars fjallað í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands frá því í maí, en þar segir að verðið hafi hækkað um tæp­lega helm­ing frá því það var lægst i upp­hafi árs 2011. Velta hefur enn fremur auk­ist jafnt og þétt en er ennþá ekki eins mikil og hún var mest, á árunum 2005 til 2007.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None