Ný fasteignabóla að blása út - Viðvörunarbjöllur hringja

bull.jpg
Auglýsing

Víða um heim eru nú farin að sjást merki um ofhitnun á mörk­uðum með atvinnu­hús­næði, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal í dag. Fjár­magn hefur flætt í fast­eigna­verk­efni þar sem er verið að byggja atvinnu­hús­næði og virð­ist lítið lát á því. Fer­metra­verð í heims­borg­unum London, Hong Kong, Osaka og Chicago er nú orðið hærra en það var fyrir fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009, en það hríð­féll í kjöl­far henn­ar, einkum árin 2009 og 2010.

Það sama má segja um Los Ang­el­es, Berlín, New York og Sydney sam­kvæmt grein­ingum frá Real Capi­tal Ana­lyt­ics, sem Wall Street Journal vitnar til í umfjöllun sinni.

Tölur sem sáust bara 2006 og 2007Á fyrstu sex mán­uðum þessa árs juk­ust fjár­fest­ingar í atvinnu­hús­næð­is­verk­efnum um 36 pró­sent í Banda­ríkj­unum og námu sam­tals 225,1 millj­arði Banda­ríkja­dala, eða  sem nemur um 29 þús­und millj­örðum króna. Í Evr­ópu var svip­aða sögu að segja, en þar jukustum fjár­fest­ingar í atvinnu­hús­næði um 37 pró­sent, í 148 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur rúm­lega 20 þús­und millj­örðum króna. Þetta er mesta aukn­ing í fjár­fest­ingum sem þessum í Evr­ópu síðan í byrjun árs 2007.

Lág­vaxtaum­hverfi þrýstir fjár­magni í fast­eignirÞað sem er talin helsta ástæðan fyrir þess­ari miklu aukn­ingu í fjár­fest­ingum í atvinnu­hús­næði eru afar hag­stæða lána­skil­yrði, þar sem vextir eru víð­ast hvar við núllið, auk þess sem stefnu­breyt­ing hefur orðið hjá stórum fjár­fest­inga­sjóðum í Asíu og Mið-Aust­ur­löndum sem beina nú fjár­magni sínu frekar í atvinnu­hús­næði en skulda­bréf sem í boði eru á mark­aði. Jacques Gor­don, yfir­maður grein­inga hjá LaSalle Invest­ment Mana­gement eign­ar­stýr­ing­ar­fé­lag­inu í Chi­acago, segir í sam­tali við Wall Street Journal að yfir­leitt sé svona mikil og skörp hækkun í einum eigna­flokki boð­beri frekar slæmra tíð­inda. Í þessu til­viki sé stór hópur fjár­festa að færa til fjár­magn yfir í eigna­flokk sem til lengdar litið eigi frekar að vera stöð­ugur í vexti, og þá alls ekki svona miklum eins og raunin er.

Nokkur stór við­skipti hafa fangað athygli fjöl­miðla. Þar á meðal eru kaup kín­verska félags­ins Anbang Ins­urance Group á Waldor-A­storia hót­el­inu í New York, í febr­úar síð­ast­liðn­um, en félagið greiddi tæp­lega tvo millj­arða Banda­ríkja­dala fyrir hót­el­ið, eða sem nemur tæp­lega 270 millj­örðum króna. Tveimur mán­uðum síðar setti svo annað kín­verskt félag, Suns­hine Ins­urance Group Co., met þegar það greiddi yfir tvær millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 270 millj­ónir króna, fyrir hvert her­bergi Baccarat Hót­els­ins í New York, sam­tals um 230 millj­ónir dala, eða sem nemur um þrjá­tíu millj­örðum króna.

Auglýsing


Thank you @Baccar­at­Hot­els for an unfor­getta­ble stay! You blew my mind!A photo posted by @mr­moudz on

Varð­hund­arnir fylgj­ast grannt með gangi málaSeðla­banki Banda­ríkj­anna fylgist grannt með gangi mála á þessum mark­aði, og gerir stöð­una að umtals­efni í skýrslu sinni til Banda­ríkja­þings, í lok síð­asta mán­að­ar. Í henni segir að mik­ill þrýst­ingur sé á þennan eigna­flokk og verð á atvinnu­hús­næði sé að hækka hratt (“valu­ation pressures in commercial real estate are ris­ing as commercial property prices cont­inue to incr­e­ase rapid­ly.”). Líf­eyr­is­sjóðir í Banda­ríkj­unum hafa nú um 7,7 pró­sent af eignum sínum bundnar í fast­eignum og hefur hlut­fallið hækkað úr 6,3 pró­sent árið 2011, sem telst umtals­vert mikil hækkun á skömmum tíma, af því er segir í umfjöllun Wall Street Journal.

Örmark­að­ur­inn á ÍslandiSé litið sér­stak­lega til örmark­að­ar­ins á Íslandi, og mark­aðar með atvinnu­hús­næði sér­stak­lega, þá hefur raun­verð á atvinnu­hús­næði hækkað um átján pró­sent á einu ári, sem telst mikil hækk­un, tölu­vert umfram hækkun á mark­aði með íbúð­ir. Um þetta er meðal ann­ars fjallað í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands frá því í maí, en þar segir að verðið hafi hækkað um tæp­lega helm­ing frá því það var lægst i upp­hafi árs 2011. Velta hefur enn fremur auk­ist jafnt og þétt en er ennþá ekki eins mikil og hún var mest, á árunum 2005 til 2007.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None