Stefnubreyting hjá fyrirtækinu sem er að breyta heiminum

sundar.jpg
Auglýsing

Stefnu­breyt­ingin sem Google til­kynnti um í lok við­skipta­dags, 10 ágúst síð­ast­lið­inn, kom eins og þruma úr heið­skíru lofti, sé mið tekið af við­brögðum fjöl­miðla víð­ast hvar, en var samt eitt­hvað sem grein­endur og sér­fræð­ingar höfðu haft grun­semdir um að væri í bígerð. Það sem helst kall­aði á end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins var hröð þróun á sviði gervi­greind­ar, meðal ann­ars þróun sjálfa­kandi raf­bíla, og síðan tíma­bær end­ur­nýjun á stefnu­mótun félags­ins. Þó Google telj­ist fremur ungt félag þegar horft til margra þeirra sem risa­vöxnu fyr­ir­tækja sem eru skráð á hluta­bréfa­markað í Banda­ríkj­un­um, þá þarf stundum að minna á það sér­stak­lega að það varð til í bíl­skúr árið 1998, fyrir aðeins sautján árum.

Risi sem getur orðið að skrímsli?Í blogg­færslu sem Larry Page og Sergey Bru­in, stofn­endur Goog­le, skrif­uðu á vef fyr­ir­tæk­is­ins í til­efni breyt­ing­anna segja þeirr að mark­miðið sé að láta hvert og eitt vöru­merki blómstra á sinn sjálf­stæða hátta. Und­ir væng móð­ur­fé­lags­ins, Alp­habet, verða t.d. Google Vent­­ur­es, sem mun leggja áherslu á að fjár­­­magna sprota­­fyr­ir­tæki, Google X, sem mun vinna að tækninýj­ung­um, Google Capital, sem mun fjár­­­festa í tækn­i­­geir­an­um til lengri tíma og síðan Google Inc. Und­ir væng Google Inc verður m.a. Android, Yout­u­be og aug­lýs­inga­­starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins, sem hefur verið grunnur að hröðum vexti þess allt frá stofn­un. Nýr for­stjóri Google er Sundar Pichai, 43 ára gam­all Ind­verji, sem hefur verið meðal lyk­il­stjórn­enda Google að und­an­förnu.

Tekj­ur­grunnur fyr­ir­tæk­is­ins er traust­ur, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Miðað við síð­ustu birtu til­kynn­ingu í kaup­höll, fyrir annan árs­fjórð­ung 2015, námu tekjur fyr­ir­tæk­is­ins 17,7 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 2.300 millj­örðum króna. Það er um ell­efu ­pró­sent aukn­ing frá sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir að fyr­ir­tækið sé fyrir löngu búið að festa við sig orðið risi, þá bendir margt til þess að það geti orðið stærra og áhrifa­meira en það er nú. Þá er orðið skrímsli lík­lega ekki langt und­an.

https://www.youtu­be.com/watch?v=M8Yjv­HYbZ9w

Auglýsing

Ekk­ert venju­legt fyr­ir­tækiEinn af þeim sem fylgst hefur lengi fylgst með gangi mála í tækni­geir­anum á heims­vísu er Björg­vin Ingi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar Íslands­banka og fyrr­ver­andi ráð­gjafi hjá McK­ins­ey. Hann segir stefnu­breyt­ing­una nú geta verið upp­haf „svaka­legrar“ sögu, ef Larry Page og félagar ná mark­miðum sín­um. „Google er auð­vitað ekk­ert venju­legt fyr­ir­tæki. Þetta hafa þeir Brin og Page sagt okkur allt frá því þeir skrif­uðu þetta í fyrstu setn­ing­unni í bréfi til fjár­festa í skrán­ing­ar­lýs­ingu félags­ins 2004. Alp­habet aðgerð Google er bara enn einn sönnun þess­ara orða. Page er að segja okkur að hann ætli að ein­beita sér að ævin­týrum og arf­leifð Google. Ef eitt­hvað af því tekst sem Page ætlar sér að vinna að verður saga Google enn svaka­legri en við getum ímyndað okk­ur. Pælið í því ef Google mun auka lang­lífi, bæta borga­skipu­lag eða bæta lífs­gæði með sjálf­keyr­andi bíl­um. Þetta eru meðal stóru mála Alp­habet. Á sama tíma mun hinn eit­ur­snjalli Sundar Pichai reka hið „hefð­bundna“ fyr­ir­tæki Google . Fyr­ir­tæki sem mun horfa á afkom­una í árs­fjórð­ungs­legum takti og tala um fjár­fest­ing­ar, tekjur og kostnað eins og hvert annað fyr­ir­tæki.Það fyr­ir­tæki snýst um aug­lýs­ingar og hug­vit og er í sjálfu sér ekk­ert bylt­ing­ar­kennt utan þess að hafa svaka­lega sterka mark­aðs­stöðu. Sagan segir að það hafi hvatt Page til aðgerða nú að Pichai hafi verið boðið að taka við sem for­stjóri Twitter og Page hafi alls ekki viljað missa hann eins og Marissa Mayer hjá Yahoo eða Sheryl Sand­berg hjá Face­book,“ segir Björg­vin Ingi, sem hefur verið virkur í umræðum um tíð­indin frá Google á Twitter aðgangi sín­um.

Miklar breyt­ingar á lífi fólksLíkt og þegar Google kom eins og storm­sveipur inn í líf fólks í tölv­um, árið 1998, þá bendir margt til þess að vöru­þróun fyr­ir­tæk­is­ins nú, einkum á sviði sjálfa­kandi bíla og gervi­greind­ar, meðal ann­ars í gegnum dótt­ur­fé­lagið Boston Dyna­mics, geti breytt lifn­að­ar­háttum eins og við þekkjum þá tölu­vert. Jafn­vel þó mörg önnur fyr­ir­tæki í heim­inum séu að þróa lausnir sem munu ýta undir breyt­ingar á þessum fyrr­nefndu þáttum þá er Google að leiða þró­un­ina. Eða það er það sem fyr­ir­tækið vill gera, helst alltaf á sem flestum víg­stöð­um.

https://www.youtu­be.com/watch?v=T­sa­ES--OTzM

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None